Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 23
unandi stöðum. „Þetta er sem við gerum,“ segir ðja myndin verður frum- m sumardaginn fyrsta. engirnir ýmiss konar ögð með brettum sínum í unni, ljósmyndara og mikilla andkafa, en til u urðu engin meiðsl á fólki teflt væri á tæpasta vað. fjölbreytilegan hátt ólskinsskapi Morgunblaðið/Alfons  Fjölmargir sóttu skíðasvæðið í Blá- fjöllum, en þar var gott færi í nokkr- um brekkum og nóg að gera fyrir skíðaþyrsta. Morgunblaðið/Ómar Edda Björk Ármannsdóttir dýrahirðir gefur selunum að éta, en börn- in fylgjast spennt með. Þegar síld er í boði verða selirnir kátir. Morgunblaðið/Ómar  Brettakapparnir við Valsheimilið sýndu glæsileg tilþrif á óvenju- legum leikvelli sínum og tóku uppá- tækin upp til sýningar í kvikmynda- húsum.  Þær Soffía Lára, Guðrún Adda og Rakel Tara horfðu hugfangnar niður í tjörnina og fylgdust með gullfiskunum svamla í vatninu áður en þær settust niður með nestið sitt. Morgunblaðið/Ómar ög ánægð með kiðlingana sína tvo sem ótta og forvitni þegar börn nálguðust. Morgunblaðið/Ómar 7 ára og Guðlaug Sóley 2ja ára að taka viljann fyrir verkið. Morgunblaðið/Ómar  Konungur músaveiðaranna í Hús- dýragarðinum, Brandur Njáll, heim- sótti selina og fylgdist með þeim svamla um með öfundaraugum. Hann horfði líka stóreygur á eftir síldinni í munninn á þeim þegar gefið var. Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 23 ÞJÓÐINNI hefur verið innrætt, að við séum allra þjóða best í stakk búin til að vinna ál og „séum skyldug til að gera það mannkyninu til heilla“. OECD og álfyr- irtækjum hefur líka verið talin trú um þetta. Reyndar kemur fram í skýrslu OECD að þeim finnst erfitt að spá í ágóð- ann af Fjarðaáli og telja að við megum ekki fara of geyst vegna Kyoto, en eru sannfærðir um að landið búi yfir óhemjumiklu af óbeislaðri orku. Vitið þið hvað mörg ál- ver eru í heiminum og í hvað mörgum löndum? Hvað er sanngjarnt að við rekum mörg álver? Örþjóð í landi án fljóta á heimsmæli- kvarða. Eina siglingin eftir íslenskri á er þegar Vanadís sigldi upp Ölfusá 1. apríl hér um árið. Er það líka gabb að við séum öðrum löndum frekar aflögufær um orku? Skyldum okkar var vel þjónað með einu vel reknu álveri, sem var reist, þegar þörf var fyrir atvinnu og uppbyggingu. Ég var svo græn að ég hélt við mund- um að minnsta kosti bíða eftir árangrinum fyrir aust- an. Í boðskap sem Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, flutti á „Platts Aluminium Symposium“ í Phoenix Arizona í janúar 2003 segir hann: „Con- struction of hydropowers plants always re- sults in some environmental effects such as disruption of land and vegetation. How- ever, it can be said that Iceland’s central highlands and the country’s inhospitable glacial rivers are ideal for such develop- ments. The highlands are scarcely vegeta- ted and unhabitated and the bioshere of the glacial rivers is simple and extremely tenacious.“ Þýð.: „Bygging vatnsorkuvera hefur alltaf einhver áhrif á umhverfið. Það rýfur land og gróður. Hins vegar er hægt að segja að hálendi Íslands ásamt óvin- samlegum jökulám sé tilvalið fyrir slíka uppbyggingu. Hálendið er gróðurlítið og óbyggt. Lífríki jökulánna er fábrotið og sérstaklega „tenacious“.“ Hann dregur upp mynd af litlum raf- stöðvum á dreif við hálendisbrúnina án teljandi áhrifa á umhverfið. Hann nefnir ekki uppistöðulón. Í álbransanum er ekki velt vöngum yfir því að Ísland sé mjög ein- stakt eldfjallaland á heitum reit og fleka- skilum með víðfeðmu sprungukerfi. Jökul- árnar okkar eru mjög dyntóttar eins og sagan sýnir. Ég geri mér vonir um að ekki verði hægt að fjötra Jökulsá á Fjöllum, Markarfljót né Hverfisfljót. Við höfum heyrt að enginn hafi lagt leið sína um öræf- in norðan Vatnajökuls. „Enginn“ kenndi mér náttúrufræði í menntaskóla. Í bók hans „Frá Óbyggðum“ hefur frásögnin af Brúaröræfum verið mér dásamlegt ferða- nesti. Lýsing Pálma Hannessonar á Kring- ilsárrana hefur ekki mátt sín mikils. Jakob Björnsson horfir ekki á þá með augum náttúruunnandans og náttúrufræðingsins (Mbl. 31/3 ). Friðlýsingar mega fjúka. Mér finnst eins og ég sé í miðaldamyrkri þegar kemur að umhverfismálum. Ég naut hins vegar þess fram yfir þá sem yngri eru að ferðast frjáls um óbyggðirnar án skuggans af stóriðjustefnunni. Það er blekking að við séum að bjarga jörðinni frá gróðurhúsalofttegundum. Við greiðum hins vegar fyrir því að álfyrir- tækin geti lokað álbræðslum sem ganga fyrir dýru rafmagni. Við hjálpum þeim. Eastalco, bræðslu Alcoa í Maryland, var lokað 19. desember sl. Rafmagnið var frá kolakyntu raforkuveri. Hvergi var minnst á mengandi lofttegundir í röksemdafærsl- unni fyrir lokuninni. Rafmagnið var alltof dýrt fyrir álbræðslu. Enda er álverum sem njóta vatnsorkunnar engu að síður lokað. Af 32 álverum í USA 1980 eru 14 í rekstri 2004 og aðeins helmingurinn á fullu. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram. Al- coa á nú níu álver eftir í Bandaríkjunum. Fjarðaál verður stærra, en stærsta álver Alcoa í heimalandinu. Vatnsknúið raf- orkuver Alcoa er að rísa í Tennessee. Ég sé ekki að það sé ætlað fyrir álbræðslu. Henni er betur komið á Tóbagó og Íslandi. Samkvæmt Fortis Metals Monthly í ágúst 2005 leggur Alcoa niður 6.500 störf við lok- un á álbræðslum í USA og Þýskalandi. Væntanleg mengun á Reyðarfirði hefði aldrei verið leyfð vestanhafs. Af gróð- urhúsalofttegundum af mannavöldum myndast 0,9% við álbræðslu. Við sjálfa bræðsluna 0,4% en um 0,5% frá hinum ýmsu raforkuverum sem skaffa rafmagn til álveranna. Þetta eru meðaltal- stölur. Þótt seinni talan fari hér niður í 0, er hinn hlutinn hár. Reyndar er þykkur jarðvegur í lónstæðinu, sem þjóðinni var sagt að væri eyðimörk, þar verður losun og aurinn ber heldur ekki lengur CO2 til sjáv- ar. Fyrir meira en hálfri öld var Alcan boðið að reisa raforkuver og álver í norðurvestur British Columbia og til varð stærsta álbræðsla Kanada. Ég sá fyrir nokkrum árum grein um þetta í National Geographic með mynd af skógi sem fór undir vatn í 920 km2 uppistöðulóninu. Dauðir trjástofnar stóðu upp úr vatninu. Bærinn Kitimat varð til, 10.000 manna byggð. Þegar kom í ljós að hag- kvæmara var að selja raf- magn inn á raforkunetið en bræða ál var hluta af bræðsl- unni lokað og störfum fækk- að. Starfsmenn mótmæltu. Sveitarfélagið fór í mál við Alcan. Taldi að það væri bundið í samningum að ekki mætti selja rafmagnið út fyr- ir héraðið. Í febrúar sl. féll dómur í málinu Alcan í vil. Sumir þeirra sem misstu vinnuna draga nú dauða trjá- drumba upp úr lóninu, þeir eru kjörviður. Ég rakst á greinargerð frá Standard & Poor’s frá 1. mars sl. um stöðu álmarkaðar- ins. Það stemmdi að álverð hafði rokið upp. Álbræðslum í Evrópu og Norður-Ameríku er lokað. Meira fæst fyrir rafmagnið inni á raforkunetinu. Rafmagnskostnaður við ál- bræðslu fer sums staðar upp í 40% af kostnaði. Í heiminum eru áætlanir um nýj- ar álbræðslur á svæðum þar sem rafmagn- ið er ódýrt eins og á Íslandi, Dubai, Suður- Afríku og Rússlandi segir í greinargerð- inni. Þar segir líka að hagur Century aluminium batni með stækkun Norðuráls, en 85% framleiðslunnar hefur verið í USA en fer niður í 65%. Nú vænkast þeirra hag- ur en frekar. Standard and Poor’s greina frá væntanlegum tveimur „grænum“ bræðslum í Rússlandi og einni í Orissa í Indlandi. Í Orissa verður rafmagnið frá orkuveri, sem rekið verður með jarðhita. Í áli býr orka. Meiri áhersla verður lögð á endurvinnslu í framtíðinni. Við endurvinnslu þarf aðeins 5%–10% af upphaflegri orkunotkun og mengandi loft- egundir eru aðeins 5% af því sem er við frumvinnsluna. Orkan í tveimur áldósum svarar til orku þeirrar olíu sem rúmast í einni dós. Árið 2001 fóru 760.000 tonna af áli sem áldósir í súginn í Bandaríkjunum, en þar í landi hefur Aluminium Association verið á móti ákvæði um skilagjöld (bottels bills). Það sem hent er þar í landi árlega af áldósum mundi nægja í smíði á 6.000 DC-10 þotum. Alcan endurvinnur 24 millj- arða dósa í Norður-Ameríku. Í Ástralíu er 900 milljörðum áldósa hent en meira en helmingi fleiri eru endurunnar. Þar eru greidd 10 cent á dós en frá 0–10 cent í Bandaríkjunum. Sjá líka Draumalandið, Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Hjartans þakkir Andri Snær. Þorsteinn telur okkur til ágætis á árinu 2003, að við framleiðum mest af áli á einstakling í heim- inum. Nú er mikið að bætast við. Hvenær er nóg komið? Metið er ekki í neinni hættu. Samkvæmt IEA eru 90% álbræðslunnar í 120 álverum í 47 löndum, auk Kína. Heild- arframleiðslan er um 24 milljónir tonna af hreinu áli en blandað með öðrum efnum nær framleiðslan 31 milljóni tonna. Á árinu 2007 komum við til með að fram- leiða 762.000 tonn eða 2,54 tonn á Íslend- ing. Í Evrópu voru árið 2005 framleidd. 0,055 tonn á íbúa. En í Norður-Ameríku 0,0176 tonn á mann. Þar sem Ameríkanar eru mestu eyðslu- seggirnir, legg ég til að við bíðum með bor- anir í Kerlingarfjöllum, Hveravöllum og Friðlandi að Fjallabaki (dulnefni Torfajök- ulssvæðið) þangað til þeir hafa virkjað í Yellowstone. Öræfin og áldósir Eftir Bergþóru Sigurðardóttur Bergþóra Sigurðardóttir ’Það er blekkingað við séum að bjarga jörðinni frá gróðurhúsa- lofttegundum.‘ Höfundur er læknir á eftirlaunum. Meðal heimilda: OECD Economic Surveys: Iceland ISBN 92- 64-00860 OECD 2005 www. dreamgreen.ca ( Frá British Columbia ) www.epa.state.oh.us/opp/consumer/ wastep2.html (eða Google: 6000 DC 10, re- cycling) Standard&Pooŕs: Despite hig Prices, Global Aluminium Industry Faces Rising Energy, In- put, Capital Costs www.world-aluminium.org Aluminium recycling : Energy Implications of the Changing World of Aluminium Metal Supply: JOM ágúst 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.