Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 39 www.xy.is Sýnd kl. 2 og 4 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu walk the line ÞÉR MUN STANDA AF HLÁTRI! When a Stranger Calls kl. 3, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m/ensku tali kl. 3, 6, 8 og 10 Lucky Number Slevin kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára Walk the Line kl. 2.40, 5.15, 8 og 10.45 Páskamyndin í árVINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG “Ekkert mun búa þig undir kraftinn og þungann í þessari mynd.” -Quentin Tarantino SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM FRÁ UPPHAFI TIL ENDA „Ég er dolfallinn“ eee ROGER EBERT Sýnd kl. 2, 4 og 6 íslenskt tal Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30 b.i. 16 ára -bara lúxus RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR „FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN... OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.30 b.i. 16 ára 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl „Rosaleg kvikmyndaupplifun“ eee M.M.J. Kvikmyndir.com eee LIB, Topp5.is Sýnd kl. 2 og 4 Sýnd kl. 10.20 b.i. 14 ára ÞAÐ er fátt skiljanlegra en að popp- tónlistarmenn á sjötugsaldri vilji kynna áheyrendur sína fyrir því sem þeir eru að gera hverju sinni. Stað- reyndin er nefnilega sú að flestir popparar halda sinni sköpun áfram löngu eftir að þeir hætta að verma toppsæti vinsældalistanna, og marg- ir hverjir eiga sér dyggan aðdáenda- hóp sem er reiðubúinn að styðja við bakið á þeim á hverju sem gengur. Það er vafalítið þreytandi að spila sömu smellina ár eftir ár svo áratug- um skiptir, og því lífsnauðsynlegt að leika eitthvað nýtt á hverju tónleika- ferðalagi. Meirihluti okkar sækir hins vegar tónleika þessara sömu listamanna í þeim tilgangi að heyra „gömlu og góðu“ smellina. Af þess- um sökum verður alltaf til staðar ákveðin togstreita milli markmiða popparans og væntinga áheyrend- anna á tónleikum sem þeim sem Ray Davies lék á sl. föstudagskvöld. Ray Davies var aðalsprautan í Kinks, einhverri bestu poppsveit Breta frá upphafi, og samdi mörg lög sem eru fyrir löngu orðin sígild, hér nægir að nefna „You Really Got Me“ og „Sunny Afternoon“. En það eru þrjátíu og fimm ár síðan Kinks áttu stóran smell, og ekki að ástæðu- lausu. Ray Davies flutti fjölda laga af nýjustu plötu sinni, Other Peop- le’s Lives. Það verður að segjast eins og er að þau voru flest hver ekki upp á marga fiskana og fjarri því að vera jafn áhugaverð og efni Kinks frá sjö- unda áratugnum. Davies var aug- ljóslega meðvitaður um togstreituna milli sín og salarins og spurði áheyr- endur t.a.m. hvort þessi nýju lög hans væru nokkuð alslæm, og gerði grín að sjálfum sér og því að hann væri enn að semja lög og gefa út plötur. Nýju lögin voru flest hver af- skaplega vel spiluð en að sama skapi fremur leiðinleg rokklög sem áttu það sameiginlegt að fjalla um pen- ingahyggju og bagalegt ástand mannsandans. Þessar vangaveltur áttu mögulega rætur að rekja til þess að mörg laganna voru samin í New Orleans á síðasta ári. Davies gerði áhyggjum sínum stundum skil í dramatískum milliköflum þar sem hann fór með stuttar sögur eða textabrot um myrkari hliðar mann- lífsins; hann söng m.a. um rán úti á miðri götu innan um strípistaði og subbuleg hótel, og lék hljóðupptöku af ástandi heimsins: sírenuvæli og almennri óreiðu. Þetta snerti mig ekki. Nýlegu lögin voru mest áberandi á fyrri hluta tónleikanna, en eftir því sem á leið fjölgaði Kinks-smellunum. Fyrrnefndir slagarar voru báðir leiknir auk „All Day and All of the Night“, „Lola“, „Where Have All the Good Times Gone?“ og fleiri. Í flutn- ingi þessara laga stóð Davies sig með stakri prýði. Frumkrafturinn sem einkennir gömlu upptökurnar var til staðar og sögurnar sem Dav- ies sagði af tilurð laganna voru gríð- arlega skemmtilegar. Í raun var Davies sjálfur mjög skemmtilegur á sviðinu, framkoma hans var lifandi og heillandi og hann hafði aug- ljóslega gaman af því sem hann var að gera. Hann hvatti áheyrendur óspart til að taka þátt í tónlist- arflutningnum, ýmist með því að klappa í takt eða syngja með. Davies var líka mjög góður þegar hann tók nokkur af minna þekktum lögum Kinks, s.s. nokkur laganna af hinni frábæru The Village Green Preservation Society, plötu sem féll í skuggann af Beggars Banquet og Hvíta albúminu þegar hún kom út en hefur vaxið fiskur um hrygg síðan. Sjálfum þótti Davies viðtökur lags- ins „On an Island“ einnig stórmerki- legar, en lagið náði aldrei vinsældum utan Íslands. Íslendingar hafa sennilega fundið sig í textanum, því ekki viðurkenna Bretar að þeir séu eyjarskeggjar! Þrátt fyrir að lagaval Davies hafi verið upp og ofan sitja smellirnir eft- ir og lýsa upp skuggaleg strætin sem hann gerði skil í nýrri lögum sínum. Tónleikarnir hefðu vafalítið verið betri hefði Davies bætt „Waterloo Sunset“, „Days“ og „De- dicated Follower of Fashion“ á laga- listann og flutt þau af viðlíka ákafa og hann spilaði aðra slagara, en á móti kemur sköpunarþörfin; krafa listamannsins til sjálfs sín um að vera sífellt að gera eitthvað nýtt og spennandi. Davies hefði sennilegast ekki notið tónleikanna jafnmikið sjálfur ef hann hefði ekkert nýtt haft fram að færa, og persónutöfrar hans hefðu að sama skapi ekki smitast jafn sterklega út í sal. Það er ánægjulegt að þessi gamla popp- stjarna skuli enn vera á fullum skriði og vonandi kemur andinn yfir hann á ný, svo þessi fyrrum sagnameistari breskrar alþýðumenningar geti end- urheimt titilinn. Togstreita TÓNLIST Tónleikar Ray Davies í Háskólabíói á föstudaginn langa, 14. apríl. Concert stóð fyrir tón- leikunum. Ray Davies  Morgunblaðið/Sverrir „Þrátt fyrir að lagaval Davies hafi verið upp og ofan þá sitja smellirnir eft- ir og lýsa upp skuggaleg strætin sem hann gerði skil í nýrri lögum sínum,“ segir m.a í dómnum. Atli Bollason Á LAUGARDAGINN fór fram Ís- landsmeistaramótið í hreysti (fit- ness) í íþróttahöllinni á Akureyri. Fjöldi fólks mætti til að berja kroppana augum og hvetja þá áfram en keppnin þótti mjög spenn- andi í ár. Heiðrún Sigurðardóttir bar sigur úr býtum og hampaði Íslandsmeist- aratitli kvenna í hreysti en Aðal- steinn Sigurkarlsson sigraði í karlaflokki. Íslandsmeistari ung- linga í kvennaflokki varð Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir en í karla- flokki sigraði Heiðar Ingi Heið- arsson. Faðir Aðalsteins, Sigurkarl Aðalsteinsson, varð Íslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri og Kristín Kristjánsdóttir sigraði í flokki kvenna 35 ára og eldri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Íslandsmeistararnir í hreysti í fullorðinsflokkum; Heiðrún Sigurðardóttir og Aðalsteinn Sigurkarlsson. Hraust fólk keppti á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.