Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, lyfjafræðingur, lést aðfararnótt föstudagsins langa á líknardeild LSH Kópavogi. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes Halldórsson, Hanna Dóra Jóhannesdóttir, Skúli Edvardsson, Páll Jóhannesson, Hulda Guðný Kjartansdóttir, Kristín Þóra Jóhannesdóttir, Sigurjón V. Eiríksson, Signý Jóhannesdóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN MÝRDAL GUÐMUNDSSON Elliheimilinu Grund, Hringbraut 50, lést á heimili sínu föstudaginn langa 14. apríl. Sveinn Reynir Sveinsson, Naiyana Pornpadung, Hörður H. Bjarnason, Sigríður Ása Harðardóttir, Þröstur Hjartason, Bjarni Einar Harðarson, Ebru Gunaydin, Katla Guðrún Harðardóttir, Christopher Alexander Sveinsson, Ása Lilja Sveinsdóttir, Arnór Sigurgeir Þrastarson, Áróra Lilja Þrastardóttir, Stefan Mesut Bjarnason. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, NJÁLL SÍMONARSON, Bólstaðarhlíð 68, lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 15. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Edna S. Njálsdóttir, Berglind M. Njálsdóttir, Ómar Guðmundsson, Ásta V. Njálsdóttir, Jón B. Hlíðberg, Svava S. Guttadaro, Louis Guttadaro, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Sigrún Sumar-rós Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 24. apríl 1920. Hún lést á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- finna Einarsdóttir, f. 10. nóvember 1888, d. 5. ágúst 1982, og Jón Jónsson, f. 12. ágúst 1879, d. 26. október 1936. Sig- rún var ein 13 systk- ina, en hin eru Halldóra, f. 1. nóv- ember 1909, d. 1999, Aðalheiður Einína, f. 23. ágúst 1911, d. 1988, Guðrún Marsibil, f. 30. nóvember 1912, Ágúst Ottó, f. 18. júní 1914, d. 1987, Svanhvít Jónína, f. 29. októ- ber 1915, d. 2005, Friðrikka Mar- grét, f. 26. júlí 1919, d. 1990, Björg- vin Anton, f. 11. ágúst 1921, Jón, f. 1922, dó í barnæsku, Jón Ragnar, f. 16. ágúst 1923, d. 2005, Þórunn Valgerður, f. 6. september 1925, Aðalsteinn, f. 2. október 1928, og Sigursteinn Heiðar, f. 18. ágúst 1931. Sigrún giftist 2. maí 1944 Páli Valdasyni, f. 14. júní 1900, d. 2000. Þau skildu. Þau áttu saman eina dóttur, Kristínu Halldóru, f. 14. maí 1945. Hún giftist 1968 Svein- birni Björnssyni. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Sveinbjörns- dóttir, f. 27. janúar 1969, dóttir hennar Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir, f. 30. júlí 1993, 2) Páll Arnar Sveinbjörnsson, f. 12. janúar 1975, í sambúð með Henny Maríu Frímannsdóttur, f. 14. sept- ember 1977, dóttir þeirra er Sig- urrós Lilja, f. 22. september 2002, og 3) Þröstur Svein- björnsson, f. 11. maí 1980. Árið 1995 gift- ist Kristín Guðmundi Friðriki Sigurðssyni, f. 28. júní 1946. Börn Guðmundar Friðriks eru: 1) Jónas Hagan, f. 5. nóvember 1969, dætur hans eru Bryndís Thelma, f. 22. september 1994, og tvíburarnir Sæ- rún Björk og Kristín Anna, f. 14. september 2001. 2) Magnús Friðrik, f. 10. febrúar 1985. Sigrún ólst upp í foreldrahúsum í Gróf við Öldugötuna í stórum systkinahópi. Hún lauk hefð- bundnu námi í Barnaskóla Hafn- arfjarðar og fór snemma að vinna fyrir sér. Vann við saumaskap á klæðskeraverkstæði mágs síns, kaupavinnu í sveit og við fisk- vinnslu, en í meira en hálfa öld var hún matráðskona í sumarbúðum KFUM og K í Kaldárseli. Sigrún sat í stjórn Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar á árunum 1954– 1957. Sigrún tók virkan þátt í starfi KFUM og K í Hafnarfirði og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Einnig sat hún í mörg ár í stjórn sumar- starfs KFUK í Kaldárseli. Sigrún var virkur þátttakandi í kórastarfi í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og söng í mörgum kórum um árabil, lengst af í Fríkirkjukórnum. Sigrún Sumarrós verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukk- an 15. Með sárum söknuði kveð ég í dag Rúnu tengdamóður mína. Rúna, sem hét því gullfallega nafni Sigrún Sum- arrós, tók á móti mér fagnandi og með fangið fullt af hlýju og kærleika þegar ég hóf búskap með einkadóttur henn- ar fyrir réttum tólf árum á Sunnuveg- inum. Rúna átti alla tíð heimili með dóttur sinni og fjölskyldu hennar og ég veit ekki um nokkurn sem hefði viljað hafa það fyrirkomulag öðruvísi. Rúna var einstaklega yndisleg og gefandi kona. Hún átti ótrúlega auð- velt með að ná til fólks á öllum aldri. Eftir því var tekið hversu auðvelt hún átti með að ná til barna enda helgaði hún þeim starfskrafta sína í Kaldár- seli í hálfa öld. Störf og þjónusta við KFUM og K voru Rúnu afar mikil- væg ásamt safnaðarstarfinu í Frí- kirkjunni. Ég var heppinn að ná til hennar á lokasprettinum í Kaldárseli og upplifa hversu vel það átti við hana að þjóna og umgangast börn. Í mínum augum var hún sannur kristniboði barna. Rúna var einnig afar ræktar- söm við kirkjuna sína og sótti flestar samkomur sem haldnar voru, ekki síst sunnudagaskólann. Öll barna- börnin okkar Kristínar nutu þess að fara með ömmu Rúnu í sunnudaga- skólann. Rúna var einstök barnagæla og átti endalausa þolinmæði og úthald fyrir barnabörnin þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur. Aldrei kallaði hún eftir aðstoð og aldrei var hún þreytt þegar barnabörnin áttu í hlut. Enda hófust allar heimsóknir barnanna á Sunnuveginn með því að fara inn til ömmu Rúnu. Rúna var mjög söngelsk og elskaði að syngja. Hún hafði einstaklega háa og fallega sópranrödd. Ég minnist hennar með kór aldraðra og var afar stoltur af henni þegar við fórum á tón- leika með kórnum. Mest þótti mér þó gaman að heyra Rúnu syngja með systkinum sínum þegar fjölskyldur úr Grófarættinni komu saman. Þvílíkur söngur og þvílíkar raddir í einum systkinahóp. Því miður hafa verið höggvin stór skörð í hópinn, en sem betur fer eru til upptökur sem munu halda minningu systkinanna í Gróf á lofti um langa framtíð. Rúna var ótrúlega jákvæð mann- eskja. Hún var líka svo fallega trúuð. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að rétta því hjálparhönd. Aldrei vissi ég um neinn sem kom heim til að selja eða safna fyrir góðan málstað að Rúna léti viðkomandi fara tómhentan heim. Þessi jákvæðni hennar auðveld- aði henni lífið og að taka þátt í öllu sem sumir myndu e.t.v. hugsa sig tvisvar um. Dæmi um þetta er áttræð- isafmælið hennar sem haldið var í Or- lando á Flórída. Hún lét sig ekkert muna um að fara í alls konar leiktæki sem sumum okkar hinna stóð ekki al- veg á sama um. Hennar mottó var að vera þátttakandi í öllu. Aldur eða ótti skipti engu máli og aldrei þurfti hún að hvíla sig umfram aðra. Ótrúleg orka og kraftur sem bjó í þessari konu. Ógleymanlega kvöldstund átt- um við svo afmæliskvöldið, öll fjöl- skyldan, á þekktum veitingastað í Or- lando þar sem þjónarnir sungu þekktar aríur undir borðum og Rúna mín var ekki lengi að taka undir þegar við átti. Síðasta ferðalag okkar var fyrir nokkrum vikum þegar við Krist- ín dvöldum með Rúnu í sumarbústað austur í Grímsnesi. Við nutum þess að ganga með Rúnu í kyrrðinni, skoða þekkta sögustaði og virða fyrir okkur ægifagurt brimið undan ströndum Stokkseyrar. Það var kærlíksríkt og gefandi að kynnast og búa með Rúnu, tengda- móður minni. Hún hafði svo margt að gefa og hafði svo mannbætandi áhrif á alla sem henni kynntust, ekki síst börnin. Sjálfur mun ég minnast henn- ar fyrir einstaka hlýju, umhyggju og trúna okkar á Guð. Einnig mun ég minnast hennar fyrir ótrúlega rækt- arsemi við ættingja og vini, bæði lif- andi og látna. Vonandi verða öll henn- ar góðu verk okkur öllum leiðarljós og hvatning í framtíðinni. Að leiðarlokum er það bæn mín að hún megi vera Guði falin um alla framtíð. Guðmundur Friðrik Sigurðsson. Elsku besta amma. Nú á þessum degi þegar við kveðj- um þig koma margar minningar upp í hugann. Þú varst náttúrulega miklu meira en bara amma, þú varst okkar þriðja foreldri. Við munum eftir „litlu“ afmælunum sem voru haldin þar sem voru bara þú og við systkinin. Öll sumrin í Kald- árseli þar sem við fengum að vera með, byggja með þér virki og bú. Fór- um við með þér í óteljandi göngutúra og hellaferðir og alltaf var kakó í eld- húsinu. Við héldum oft upp á 17. júní í Kaldárseli þar sem farið var í skrúð- göngu og var það miklu eftirsóknar- verðara en að vera í bænum. Við gleymum ekki pönnukökunum, skonsunum og snúðum sem biðu okk- ur nýbakað þegar við komum heim úr skólanum, það skipti engu máli hvort við vorum ein eða með fullt af vinum með okkur, allir voru velkomnir. Þitt mottó í lífinu var líka etum og verum fögur. Öll ferðalögin með þér eru okkur minnisstæð, í Vatnaskóg og með Grófarættinni. Þú lékst á als oddi í þessum ferðalögum, hvort sem var við söng eða í pokahlaupi. Þú varst alltaf til í að leika, aldrei sagðist þú vera of þreytt. Við fórum með þér allt, bæði í heim- sóknir til systkina þinna sem voru okkur eins og auka afar og ömmur og með í KFUM, KFUK og sunnudaga- skólann. Þar lærðum við það sem þér fannst skipta mestu máli í lífinu sem var trúin. Þú kenndir okkur bænir sem við búum alltaf að. Við vorum svo heppin, stórfjöl- skyldan, að fara með þér til Flórída í tilefni af 80 ára afmæli þínu, þar naustu þín í faðmi fjölskyldunnar og við nutum þess ekki síður að eiga þessar stundir með þér. Þegar barnabarnabörnin komu þá fannst þér þú ekki eiga minna í þeim en í okkur enda varstu alltaf kölluð amma Rúna hjá þeim eins og hjá okk- ur. Þegar Kristín Steina var bara nokkurra mánaða þá passaðir þú hana svo að elsta barnabarnið þitt kæmist í skóla og ekki þyrfti barnið í „pössun“. Eins þegar Sigrún og Kristín Steina fóru til Bandaríkjanna þá komst þú með sem au pair, geri aðrar konur betur komnar á níræð- isaldur, var það ómetanlegt. Þú varst alltaf jákvæð og tilbúin að hjálpa til, þú sagðir aldrei nei. Takk fyrir allt, amma Rúna. Guð blessi minningu þína. Þín ömmubörn Sigrún, Páll Arnar og Þröstur. Elsku amma Rúna. Amma Rúna var kona sem hugsaði fyrst og fremst um aðra og svo um sig. Hún passaði mig alltaf þegar ég var lítil og ég mun ávallt minnast þess þegar hún var hjá okkur mömmu þeg- ar vorum úti í Bandaríkjunum. Hún var til í að gera allt, t.d. fara í feluleik og þá var hún meira að segja orðin 81 árs. Ég elskaði hana ömmu alveg rosalega mikið. Takk fyrir allt, amma mín, og ég sakna þín meira en mikið. Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir. Ástkær systir mín Sigrún Sumar- rós Jónsdóttir hefur nú kvatt þennan heim. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 7. apríl. Rúna systir var mikil atorkukona en góðmennska og kærleikur var hennar dýrasta hnoss. Hún var ein af 12 systkinum sem ólust upp í Gróf, að Öldugötu 4, Hafnarfirði. Rúna var gáskamikil sem ung stúlka og maður vissi jafnan af henni þegar hún var heima enda söng hún jafnan stef úr ýmsum lögum þegar sá gállinn var á henni. Hún byrjaði snemma að sækja samkomur hjá KFUK og starf- aði mikið fyrir þann félagsskap allt til hinstu stundar. Hún giftist Páli Valdasyni og með honum eignaðist hún Kristínu sem varð sólargeislinn í lífi hennar. Þau Páll bjuggu um tíma að Skógum undir Eyjafjöllum og síð- an að Ölduslóð í Hafnarfirði en slitu síðan samvistir. Rúna vann um árabil hjá mági sínum Sveinbirni Sveinssyni klæðskera. Hún þótti góð saumakona og oft var vinnudagur hennar langur. Mér er minnisstætt er hún ásamt Val- gerði systur sat við saumaskap langt fram á nætur við að sauma á mig jakkaföt svo ég gæti mætt skamm- laust er ég hóf nám í Flensborgar- skóla. Og margan annan greiðann á ég henni að gjalda og þeim systrum. Í tvígang kom Rúna norður til Akur- eyrar til þess að sjá um heimilið með- an kona mín, Patricia lá á fæðinga- deild. Þá var ekki búið að innleiða fæðingarorlof. Allt þetta og annað gerði Rúna systir með bros á vör. Mér er enn í fersku minni er ég sem oft áð- ur kom til Rúnu og brá á leik við Kristínu sem þá var aðeins þriggja ára. Við vorum með lítinn plastbolta sem við spörkuðum á milli okkar. Þeim leik lauk með því að ég hafði sparkað of fast, boltinn lenti í andliti frænku minnar með þeim afleiðingum að hún missti aðra framtönnina. Þeg- ar Rúna sá hvað mér leið illa yfir þessu kom hún til mín og sagði: „Þetta var bara slys, hún fær aðra tönn fallegri en þessa“. Svona var Rúna systir, strax tilbúin að fyrirgefa. Rúna hafði mikla og hljómfagra rödd sem tekið var eftir. Hún var ein aðal prímadonnan í kór okkar systkin- anna.Við komum iðulega saman til þess að æfa ýmis ættjarðarlög, og þar mátti hana aldrei vanta. Þarna varð til systkinakórinn sem ævinlega tók lag- ið við ýmis mikilsverð tækifæri. Vegna verkkunnáttu sinnar við öll heimilisstörf, saumaskap og fleira var oft leitað til Rúnu þar sem hjálpar var þörf. Ég hef hitt marga sem minnast hennar með hlýhug og þakklæti. Ekki verður hjá því komist að minnast þess mikla starfs sem hún vann á vegum KFUK. Um árabil veitti hún forstöðu sumardvalarheimilinu í Kaldárseli. Margar eru þær konur sem nú eru komnar á miðjan aldur sem minnast ógleymanlegrar dvalar undir forsjá og verndarvæng Rúnu í Kaldárseli. Mínar dætur voru svo lánsamar að fá að dvelja hjá henni í „Selinu“ og eiga þaðan dýrmætar minningar. Við hjón- in erum þakklát fyrir allt sem Rúna gerði fyrir okkur og börnin okkar. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinn Jónsson. Í dag er til moldar borin föðursystir okkar, Sigrún Sumarrós, eða Rúna frænka. Rúna átti sérstakan sess í huga okkar. Glaðværð og dugur einkenndi hana. Hún var fjórða í röð 12 systkina sem komust á legg og ólust upp á Öldugötunni í Hafnarfirði, Gróf. Þetta var líflegur en jafnframt samheldinn hópur. Við systkinin vorum eina fjöl- skyldan í ættinni sem bjó utan Hafn- arfjarðar. Á afmælum eða fermingum var hópnum hóað saman, leigð rúta og keyrt norður þótt um hávetur væri. Og þar sem þau Grófarsystkinin komu var engin ládeyða. Við nutum þess að fylgjast með þessu fullorðna frændfólki okkar, hlæja, glettast, syngja og skemmta sér við leik og vinnu. Rúna naut sín vel í systkina- hópnum. Hún var alltaf tilbúin að koma til hjálpar. Hún hafði yndi af börnum og gaf sér ávallt tíma til að sinna þeim. Við munum eftir Rúnu á ættarmótunum með barnaskarann í kringum sig, stjórnandi söng og leik. Hún var óþreytandi við að heimsækja ættmenni sín og tengdi okkur öll sam- an. Hlutverk hennar í Kaldárseli og KFUM og K var ekki síður mikilvægt og áttum við þar athvarf hjá Rúnu frænku. Hún var þar matráðskona í 40 ár, og vann þar við frumstæð skil- yrði, en til fjölda ára var þar hvorki rafmagn né heitt vatn. Eldað var á gasi og notast við kertaljós á kvöldin. Notalegt. Á daginn var svo leikið úti í hrauni eða sullað í læknum. Oft laum- SIGRÚN SUMARRÓS JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.