Morgunblaðið - 18.04.2006, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.04.2006, Qupperneq 34
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SJÁÐU ÞETTA ODDI! JÓN ER AÐ BAKA PIPARKÖKUR! STELPUR ERU SVO HEIMSKAR HVAÐ ÁTTU VIÐ. STELPUR ERU EKKERT HEIMSKAR MÉR PERSÓNULEGA FINNST STELPUR MJÖG GREINDAR OG ÞESSI HEIMUR ER BETRI SÖKUM ÞEIRRA HJÁLP! SÉRÐU EITTHVAÐ? NEI, AUÐVITAÐ EKKI, HVERNIG Á ÉG AÐ FINNA LEIKFANGA BANGSA Í ÞESSU MYRKRI? ÉG HLÝT AÐ VERA KILKKAÐUR AÐ LÁTA HAFA MIG ÚT Í ÞETTA ÚPS! SAMT EKKI JAFNKLIKKAÐUR OG ÞÚ ÉG FANN EITTHVAÐ DAUTT OG ROTNANDI! ÉG SÉ EKKI HVAÐ ÞETTA ER EN LYKTIN ER HROÐALEG PIPAR! HVAÐ SAGÐI LÆKNIRINN? ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ SKIPTA UM LÆKNI HVAÐ GET ÉG GERT TIL AÐ LÁTA MÉR LÍÐA BETUR? ÞÚ VERÐUR AÐ HÆTTA AÐ DREKKA, HÆTTA AÐ BORÐA SVONA MIKIÐ, HÆTTA AÐ VAKA FRAM EFTIR ÖLLU OG SVO VERÐUR ÞÚ AÐ HREYFA ÞIG REGLULEGA JÁ, ÞEIR ERU UPPSELDIR ALLSTAÐAR EFTIRSPURNIN ER SVO MIKIL AÐ FÓLK HEFUR SLASAST Í TROÐNINGNUM EN KATRÍN Á EFTIR AÐ VERÐA BRJÁLUÐ EF HÚN FÆR EKKI SVONA VÉLMENNI ÞAÐ VORU ÞRÍR LAGÐIR INN Á SPÍTALA EFTIR ALLAN TROÐNINGIN! KÍKJUM Á NETIÐ... ÉG HEYRÐI Í ÚTVARPINU AÐ „PUFFBUDDYS“ VÆRU VINSÆLASTA LEIKFANGIÐ Í ÁR ERTU AÐ FARA Á FUND MEÐ KRAVEN? HALLÓ! FRÚ PARKER, LIMÓSÍNAN ÞÍN ER MÆTT! LIMÓSÍNA!JÁ, HANN VILL RÆÐA VIÐ MIG UM HLUTVERKIÐ Dagbók Í dag er þriðjudagur 18. apríl, 108. dagur ársins 2006 Víkverji var kannskifullfljótfær í pistli sínum á páskadag þegar hann fjallaði um skeggvöxt þing- manna, og sagði eng- an hægrimann skeggj- aðan, en fjölda miðju- og vinstrimanna. Vík- verji taldi þar hinn fagurskeggjaða Guð- jón A. Kristjánsson upp í hópi miðju- og vinstrimanna. Guðjón er í Frjálslyndum, sem margir myndu kalla hægriflokk, eða kannski hægrisækinn miðjuflokk í seinni tíð. Nú hefur Víkverji um tvo kosti að velja: að éta hattinn sinn, eða hinn (sem Víkverja þykir öllu skárri): að reyna að halda því fram að Guðjón A. sé miðjumaður – þó ekki væri nema vegna þess að skeggið kemur upp um hann! Q.e.d. Engu að síður, þótt Guðjón sé kannski undantekning, er bráð- merkilegt hvað hægrimenn eru upp til hópa vandlega rakaðir á meðan nærri helmingur karlþingmanna miðju- og vinstriflokka er með skegg að staðaldri. Tölfræðin er afgerandi þó Víkverji vænti seint verðlauna og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á þessu sviði. En yfir í aðra sálma: Víkverja þykir ofboðs- lega skrítið að lands- mönnum skuli vera bannað að ferðast til landsins nema með svo-og-svo lítið af vörum, án þess að eiga að borga af þeim toll. Í dag má hver ferða- maður hafa meðferðis tollfrjálsar versl- unarvörur að verð- mæti 46 þús. og má enginn einstakur hlut- ur vera meira virði en 23 þús. Hvílík og önnur eins vitleysa! Víkverji er engin eyðslukló og myndi seint teljast til efnamanna, en hann á bágt með að fara til útlanda og versla fyrir svona lágar upp- hæðir. Víkverji þykist vita að lang- flestir landsmenn séu í sömu sporum og að allur meginþorri þeirra sem fara um tollhliðin í Leifsstöð séu smátækir kontrabandistar. Svo er það bara óheppni sem ræður hver er stöðvaður. Víkverja minnir að hann hafi lesið einhvers staðar, þegar hann nam við lagadeild, að lög sem almenningur virðir að vettugi séu ómerk. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Trúmál | Nýtt ár er nýgengið í garð hjá búddatrúuðum. Hér eys kambódísk kona vatni á búddalíkneski á fyrsta degi nýárshátíðarinnar í musterinu í Kampong Speu. Kambódía fagnaði nýju ári dagana 14.–16. apríl. Nýtt ár hjá búddistum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. (Mark. 13, 28.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.