Morgunblaðið - 18.04.2006, Side 19

Morgunblaðið - 18.04.2006, Side 19
Kela líður vel þar sem hann situr á öxl heimasætunnar Helgu Sóleyjar. Morgunblaðið/Eyþór Keli á spjalli við Laufeyju mömmu sína.Kela finnst gaman að leika sér með boltann sinn og tekur hann upp með goggnum og rúllar honum niður stiga. „Í ÞESSUM litla líkama býr ótrúlega stór persónuleiki. Þessi fugl er risa- smár. Hann hefur mikla þörf fyrir snertingu, kossa og kelerí og þess vegna kom ekkert annað til greina en að láta hann heita Kela. En hann er ekki egóisti sem vill bara láta klappa sér og kjassa, því hann er líka rosa- lega góður við okkur. Ef einhver fer að gráta kemur hann strax flögrandi, sest á öxl viðkomandi og verður að fá að sjá framan í hann og svo horfir hann spurnaraugum eins og hann sé að segja: „Hvað er að?“ Svo segir Laufey Arnardóttir einn eigenda páfagauksins Kela sem er bráðgáfaður og talar svo fínt manna- mál að undrun vekur hjá hverjum þeim sem heyrir. Talar með röddum heimilisfólksins „Hann talar mikið við sjálfan sig og heldur þá langar ræður, aðallega um eigið ágæti. Setningar eins og Keli er hrikalega sætur fugl, Keli er góður strákur, Keli er frábær, Keli er ynd- islegur lítill fugl, eru mjög algengar hjá honum. Hann segir líka ástin mín, ég elska þig, hvað segirðu gott? eig- um við að fá okkur kaffisopa? og ým- islegt fleira.“ Keli líkir eftir þeim hljóm sem raddir heimilisfólksins hafa. „Hann talar mest með röddinni minni en skiptir yfir í djúpa rödd mannsins míns þegar hann segir eitthvað um pabba sinn og stundum skiptir hann líka yfir í unglingsrödd sonar okkar.“ Keli talar yfirleitt í karlkyni af því að heimilisfólkið talar eðli málsins samkvæmt til hans í karlkyni. „Hann heimfærir karlkynið upp á okkur og þegar hann vill vera virkilega góður við mig þá segir hann: „Mamma er svo sætur eða mamma er góður fugl.“ En hann reynir líka að siða mig til og segir þá: „Skamm mamma, þú ert óþekkur.“ Keli var fljótur að læra að tala, þau fengu hann nokkurra vikna gamlan í janúar fyrir tveimur árum og í apríl á sama ári sagði hann sína fyrstu setn- ingu og strax um sumarið var orða- forðinn orðinn mikill. „Hann er enn að bæta við sig og hann er farinn að búa til efsta stig af lýsingarorðunum sem hann kann, ekki ólíkt því sem lítil börn gera. Hann segir til dæmis góð- astur og bestastur. Hann stigbreytir líka stundum nafnorð eins og boltast- rákur og segir þá boltastur strákur. Ég er að kenna honum lengri orð, núna er ég að reyna að fá hann til að segja stórglæsilegur, en hann hefur ekki viljað það. Aftur á móti virðist hann nota forskeytið stór á önnur orð, hann segir til dæmis: stórdugleg- ur og stórfallegur.“ Segir uss ef hann er óánægður Keli er búinn að læra merkingu einstakra orða. Ef hann langar til dæmis til að leika með boltann sinn þá tekur hann viðbragð þegar ein- hver segir bolti. „Ég segi uss þegar ég skamma hann og hann notar það sjálfur þegar hann er óánægður. Ég lagði mig einu sinni hér á sófann í stofunni þegar ég var ein heima og þá koma hann fljúgandi, settist við höfðalagið og sagði uss hvað eftir annað með skammartón, alveg þar til ég stóð upp og fór að sinna honum. Hann tengir líka setningar við að- stæður, til dæmis þegar ég er nýkom- in heim á daginn, þá flögrar hann til mín og segir: Allt í drasli.“ Keli er búinn að átta sig á því að sími er tæki til að tala í og hann talar stundum í símann við ömmu sína. Hann er líka mjög músíkalskur og hefur unun af að hlusta á tónlist og hann dansar stundum við hljómfallið. Hann er heppinn fugl, vegna þess að hann fær að fljúga um allt húsið heima hjá sér og er því í mjög góðu flugformi og hamingjusamur með frelsið. En hann sefur alltaf í búrinu sínu og áður en háttatíminn kemur er farið með hann inn í herbergi til heimasætunnar Helgu Sóleyjar sem býður honum hátíðlega góða nótt. Þegar hann er kominn í búrið sitt svæfir hann sjálfan sig með fagurgala um eigið ágæti og notar einstaklega blíða rödd. Sólginn í rauðvín Keli var handmataður frá fyrsta degi og var því mjög gæfur þegar þau fengu hann kornungan. „Hann er mjög félagslyndur og mannblendinn. Hann ber mikla virðingu fyrir hús- bóndanum á heimilinu og stundum borðar hann með honum, nartar í brauðið hjá honum og hann er mjög sólginn í rauðvín. Ef hér eru rauð- vínsglös á borðum er hann strax sest- ur á glasbrún og farinn að gæða sér á því, þá verðum við að setja hann inn í búr.“ Fuglinn setur greinilega mikinn svip á heimilislífið enda er mamma hans óspör á að hrósa honum. „Keli hefur verið algjör draumur frá fyrsta degi og hann á hjartað í okkur öllum.“  GÆLUDÝR | Keli er bráðgáfaður fugl sem kann mannamál Heldur langar ræður um eigið ágæti Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 19 DAGLEGT LÍF Í APRÍL Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.