Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ sjálfstæðismenn í Reykjavík höfum lagt fram metnaðarfulla stefnu í málefnum aldraðra. Einsýnt er af viðbrögðum vinstri manna í Morgunblaðinu á skírdag, að þeim er brugðið enda hafa orð þeirra holan hljóm þegar kemur að málefnum aldr- aðra. Árni Þór Sigurðsson og Stein- grímur J. Sigfússon skrifa saman grein en eru broslega ósamstiga. Í einu orði er það „hreint lýðskrum“ að færa málefni aldraðra yfir til sveitar- félaga og í því næsta kemur það sann- arlega til greina „ef almennileg rík- isstjórn kemst til valda“. Stefán Jón Hafstein segir hins vegar í grein sinni að krafa jafnarðarmanna um sterk- ara samfélag sé „einmitt krafa um breytta pólitíska forystu“. Um það erum við þá a.m.k. sammála að í borginni þarf breytta pólitíska for- ystu. Fasteignagjöldin vega þungt Saman hafa þeir Stefán Jón og Árni Þór með beinum hætti staðið fyrir því að fasteignagjöld í Reykja- vík hafa hækkað upp úr öllu valdi og það hefur komið harðast niður á eldri borgurum sem vilja búa í eigin hús- næði. Ljóst er að margir þeirra hafa einmitt orðið að selja húsnæði sitt vegna hárra fasteignagjalda. Nú rétt fyrir kosningar telja vinstri-græn að bjóða megi tekjulágum eldri borg- urum aukinn afslátt af fast- eignagjöldum en hafa haft 12 ár til þess að koma því í framkvæmd. Kjós- endur í Reykjavík kyssa ekki vönd- inn. Kjarni málsins Kjarni málsins felst í samanburði á því hvað sjálfstæðismenn gerðu í málefnum aldraðra í stjórnartíð sinni í Reykjavík og því sem R-listinn hef- ur gert í þessum málum á sínum valdatíma. Í valdatíð sjálfstæðismanna í Reykjavík voru stigin mikilvæg fram- faraspor í málefnum aldraðra. Byggðar voru þjónustuíbúðir í Furu- gerði, Norðurbrún, Lönguhlíð og Dalbraut. Í valdatíð sjálfstæð- ismanna 1982–1994 voru byggðar þjónustuíbúðir í Seljahlíð og við Lindargötu. Á öllum þessum stöðum hefur verið veitt afbragðs þjónusta. Í valdatíð R-listans hafa engar slíkar þjónustuíbúðir verið byggðar. Í valdatíð sjálfstæðismanna voru byggðar átta félags- og þjónustu- miðstöðvar fyrir eldri borgara. Þetta voru tímamótaframkvæmdir í þjón- ustu við eldri borgara. Í valdatíð R- listans hefur engin slík félags- og þjónustumiðstöð verið byggð. Í valdatíð sjálfstæðismanna voru byggð tvö hjúkrunarheimili fyrir 240 manns, þ.e. Skjól og Eir. R-listinn hefur komið að uppbyggingu 140 hjúkrunarrýma í borginni, þ.e. Skóg- arbæ og Eir, og að auki 26 viðbót- arrýmum á Droplaugarstöðum. Ósanninndi Í blaðagrein sinni segir Stefán Jón að jafnaðarmenn geti í málflutningi sínum hamrað á að Reykjavíkurborg hafi lagt til hliðar mörg hundruð milljónir sem fara eiga í uppbyggingu hjúkrunarheimilis. Það er einfaldlega ekki rétt. Staðreyndin er sú að eng- um peningum hefur verið haldið til haga eða lagðir til hliðar vegna þessa. Mál sem þarfnast skynsam- legrar umræðu og skjótra efnda Æskilegast væri að stjórnmála- menn sneru bökum saman til að bæta hag aldraðra. Sjálfstæðismenn hafa sett fram heilsteyptar tillögur til úr- bóta í þessum málaflokki. Þeim hefur verið tekið fagnandi af þeim sem mál- ið varðar en er mætt með útúrsnún- ingi, orðagjálfri og stráksskap af nú- verandi meirihluta borgarstjórnar. Eldri borgarar eiga betra skilið. Hagur eldri borgara – kjarni málsins Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson Höfundur er héraðsdóms- lögmaður og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Í SORPMÁLUM höfuðborgar- svæðisins hefur verið unnið eftir þeirri stefnu að urða þann úrgang sem ekki fer í endurvinnslu. Urðun er síðasta stig sorp- meðhöndlunar, á eftir endurnýtingu og endurvinnslu, og sú sem hvað mest umhverfisáhrif hef- ur. Ég er þeirrar skoðunar að hefja eigi undirbúning að uppsetningu brennslustöðvar fyrir sorp hið fyrsta og tryggja að hægt sé að nýta þá orku sem frá brennslunni kemur í formi rafmagns eða hita nema hvort tveggja sé. Við brunann verður til koltvísýringur en ekki metan sem myndast við niðurbrot í venjulegum sorphaugum. Metan hefur 3–4 sinnum meiri gróður- húsaáhrif en koltvísýringur. En það sem skiptir þó ekki síður máli er að við bruna minnkar rúmmál sorpsins um 80%, þannig að landnotkun und- ir sorphauga snarminnkar, en áætl- að er að núverandi land í Álfsnesi verði fullnýtt árið 2014, eða eftir 8 ár. Land er að verða sífellt verð- mætari auðlind og hefur hingað til verið vanmetið. Ef sorp væri brennt myndi tífaldast nýting þess lands sem fer undir urðunina. Einnig finnst mér sérkennilegt hvernig ruslið í borginni er látið liggja alla vetrarmánuðina og þess beðið að unglingavinnan mæti til starfa. Við þurfum að hreinsa borg- ina reglulega hvort heldur sem er laust drasl eða sópa göturnar. Minnkum draslið og svifrykið með reglubundinni tiltekt í borginni og gerum borgina okkar hreina og fal- lega allt árið. Ekki bara á sumrin. Allt í drasli! Eftir Óskar Bergsson Höfundur er rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari og skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík. FORSÆTISRÁÐHERRA skýrði frá því á blaðamannafundi 13. mars 2006, að í undirbúningi væri að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. Þetta væri ekki endanlega ákveðið en svo virtist sem sátt væri að nást um málið milli ríkis og bankanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt það fast að undanförnu að breyta Íbúðalánasjóði í heild- sölubanka og bankarnir hafa barist hatrammlega fyrir þessu. Seðlabank- inn studdi þessa breyt- ingu á síðasta ári. Að vísu mundu bankarnir helst vilja, að Íbúðalánasjóður væri lagður niður og bankarnir tækju alfarið við hlutverki sjóðsins. Margir innan Sjálfstæð- isflokksins hafa stutt þá kröfu bankanna. Fram til þessa hefur Framsókn staðið gegn þessari kröfu Sjálfstæðisflokksins en nú virðist Framsókn hafa látið undan eins og alltaf hefur gerst í deilu- málum við Sjálfstæð- isflokkinn undanfarin ár. Það gerðist þegar íhaldið vildi leggja niður Þjóð- hagsstofnun. Það gerðist þegar íhaldið vildi skera niður framlag til öryrkja úr 1500 milljónum króna í 1000 milljónir þrátt fyr- ir loforð um 1500 milljónir og þannig mætti áfram telja. Engin rök fyrir breytingu En hvers vegna þarf að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka? Engin frambærileg rök hafa verið flutt fyrir þeirri breytingu. Ég sé enga nauðsyn á þeirri breytingu. Íbúðalánasjóður á að mínu mati að starfa í óbreyttri mynd. Hann hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna sem er að tryggja, að allir landsmenn sitji við sama borð varðandi það að fá íbúðalán. Og það er alveg ljóst, að Íbúðalánasjóður hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri. Ef Íbúðalánasjóð- ur væri lagður niður mundu vextir á íbúðalánum strax hækka. Bankarnir og sjálfstæðismenn klifa á því, að Íbúðalánasjóður njóti ríkisábyrgðar og hafi að því leyti til forréttindi um- fram bankana og það er rétt. En ein- mitt þess vegna er unnt að gera þá kröfu til sjóðsins, að hann mismuni ekki landsmönnum eftir búsetu. Lánaði bönkum og sparisjóðum Íbúðalánasjóður fór á síðasta ári út á þá vafasömu braut að lána bönkum og sparisjóðum 80 milljarða til þess að endurlána húsbyggjendum. Fé- lagsmálanefnd alþingis tók það mál fyrir og var í nefndinni hreyft alvar- legum, athugasemdum við þessar lánveitingar sjóðsins til bankanna. Var talið, að hæpið væri að þessar lánveitingar sjóðsins stæðust lög. Þessar lánveitingar Íbúðalánasjóðs voru stöðvaðar. Bankar og sparisjóð- ir lánuðu íbúðareigendum allt að 25 milljónir króna á íbúð af því fjár- magni, sem Íbúðalánasjóður lánaði þeim. En lögum samkvæmt mátti sjóðurinn þá aðeins lána 15,9 milljónir til hvers einstaklings vegna íbúðar- kaupa. Er því ljóst, að þarna var Íbúðalánasjóður að fara í kringum lögin. Sjóðurinn hafði fjármagn og var að reyna að taka þátt í samkeppni við bank- ana, sem voru farnir að lána mikið hærra út á hverja íbúð. Þrátt fyrir þessi mistök Íbúða- lánasjóðs tel ég, að standa eigi vörð um sjóðinn og að hann eigi að starfa í óbreyttri mynd. Bankarnir eiga ekki að ráða skipulagi Íbúðalánasjóðs. Liður í að leggja niður Íbúðalánasjóð Framsóknarflokk- urinn lagði niður verkamannabústaða- kerfið (félagslega íbúðakerfið) með einu pennastriki. Í staðinn hét það svo, að fólk, sem uppfyllti viss skil- yrði, ætti að geta keypt félagslegar íbúðir á frjálsum markaði með fjármunum á lægri vöxtum frá Íbúðalána- sjóði. Þessi leið hefur verið að þrengjast og hverfur sjálfsagt fljótlega. Nú vill Framsókn og íhaldið breyta Íbúða- lánasjóði í heildsölubanka. Ef það verður gert er það fyrsta skrefið í átt- ina til þess að leggja sjóðinn niður. Þess vegna ber að varast þessa breyt- ingu. Best er, að sjóðurinn starfi í óbreyttri mynd. Engin þörf á því að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölubanka Björgvin Guðmundsson fjallar um Íbúðalánasjóð ’Nú vill Fram-sókn og íhaldið breyta Íbúða- lánasjóði í heild- sölubanka. Ef það verður gert er það fyrsta skrefið í áttina til þess að leggja sjóðinn niður.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Sveit Eyktar undir stjórn Jóns Baldurssonar sigraði með miklum yfirburðum á Íslandsmótinu í sveita- keppni sem lauk sl. laugardag. Í sig- ursveitinni spiluðu ásamt Jóni þeir Þorlákur Jónsson, Sverrir Ár- mannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Mótið hófst á miðvikudag fyrir páska og spiluðu 12 sveitir til úrslita, þar af nokkrar af landsbyggðinni og var fyrst spilað um 4 efstu sætin í mótinu. Skeljungssveitin undir stjórn Guðmundar Sv. Hermanns- sonar fór mikinn í fyrstu umferðun- um, vann alla sína leiki og settist í toppsætið sem þeir héldu þar til í síðustu umferðinni að sveit Eyktar læddist upp fyrir þá. Hörkukeppni var um hin tvö sætin sem gáfu rétt til að spila í lokaúrslitunum á laug- ardag. Íslandsmeistararnir frá í fyrra, sveit Ferðaskrifstofu Vestur- lands, tryggði sér örugglega þriðja sætið en a.m.k. þrjár sveitir börðust um fjórða sætið. Þar hafði best sveitin Grant Thornton en lokastaða efstu sveita varð þessi: Eykt 213 Skeljungssveitin 210 Ferðaskrifstofa Vesturlands 192 Grant Thornton 177 Sparisj. Norðlendinga 173 Sölufélag garðyrkjumanna 167 Hraðbinding 164 Fjórar efstu sveitirnar spiluðu svo innbyrðis um Íslandsmeistara- titilinn á laugardag. Heldur var leik- urinn ójafn í upphafi þar sem sveit- irnar taka með sér stigin í loka- orrustuna og mjög líklegt að önnur tveggja efstu sveitanna ynnu mótið. Í fyrsta leiknum vann Eykt sveit Grant Thornton 17-13 á meðan Skeljungssveitin tapaði illa fyrir Ferðaskrifstofunni. Síðasta hálm- strá Ferðaskrifstofunnar og Skelj- ungs var svo leikur Ferðaskrifstof- unnar við Eykt í annarri umferð. Eykt gaf hins vegar ekkert eftir og vann Ferðaskrifstofuna 21-9 og þar með titilinn. Lokaumferðin var svo spennulaus og leiðinleg og voru helztu tíðindin þau að engu mátti muna að Skeljungssveitin félli úr verðlaunasæti en lokastaðan varð þessi: Eykt 276 Ferðaskrifstofa Vesturlands 241 Skeljungssveitin 228 Grant Thornton 225 Í mótslok var Ásmundur Pálsson heiðraður með gullmerki Bridssam- bandsins en Ásmundur hefur verið í eldlínunni í hartnær 5 áratugi. Hann var fastamaður í landsliðinu í ára- fjöld og hefur unnið alla titla sem hægt er að vinna hérlendis og marga þeirra oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ásmundur varð fyrst Ís- landsmeistari í sveitakeppni 1962 eða fyrir 44 árum. Gefið var út mótsblað á meðan mótið stóð en því ritstýrðu Ómar Ol- geirsson og Ísak Örn Sigurðsson. Áhorfendur voru sorglega fáir. Keppnisstjóri var Björgvin Már Sig- urðsson. Guðmundur Baldursson, forseti Bridssambandsins, afhenti verðlaunin í mótslok. Sveit Eyktar Íslandsmeistari í sveitakeppni BRIDS Arnór G. Ragnarsson Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Bikarnum hampað í mótslok. Íslandsmeistararnir talið frá vinstri: Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson sveitarforingi, Þorlákur Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni Einarsson. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Guðmundur Baldursson, forseti Bridssambandsins, afhendir Ásmundi Pálssyni heiðursverðlaun BSÍ.                

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.