Morgunblaðið - 18.04.2006, Page 20

Morgunblaðið - 18.04.2006, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga Sterkur acidophilus APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR www.nowfoods.com FJÖLMENNI var á síðustu tón- leikum Tríós Reykjavíkur í Hafn- arborg í vetur. Í stað Gunnars Kvaran lék fyrrum nemandi hans Sigurður Bjarki Gunnarsson á sellóið að þessu sinni. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté fluttu fyrst þrjú ljóðræn lög fyrir fiðlu og píanó eftir íslenzka Edinborgartónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Romönzu, Vöggu- vísu og Moment Musical, í alþjóð- legum salonstíl kögurtímans, þ.e. undir lok 19. aldar. Síðan fylgdu þrjú verk eftir landa hans og eftirmann í Aþenu Skota, Hafliða Hallgrímsson. „Nor- rænar stemmingar“ fyrir sömu áhöfn samanstóðu af sex stykkjum tileinkuðum listamanni frá sínu hverju Norðurlandanna, og fylgdi hverju snyrtileg skopmynd af við- komandi er varpað var upp á vegg. Kann að hafa farið fram hjá ein- hverjum þegar sellistinn skaut því inn á milli laga að myndirnar væru eftir tónskáldið sjálft. Nefndust lögin og tileinkunarþegar þeirra Vögguljóð (Heinesen), Blað úr al- búmi (Grieg), Farfuglar (Sibelius), Gletta (Nielsen), Heimkoma (Jón Leifs) og Vorsöngur (Stenhammar). Hér fengu m.ö.o. fulltrúar Færeyja, Noregs, Finnlands, Danmerkur, Ís- lands og Svíþjóðar hver sinn skerf, og mátti stundum heyra þjóðlaga- einkenni hvers lands ef ekki per- sónueinkenni hinna fyrrnefndu í ágætum flutningi þeirra Guðnýjar og Peters. Hrífandi tilbrigðaútsetningar Hafliða á íslenzku þjóðlögunum Kvölda tekur, Ljósið kemur, Grát- andi kem ég og hinu grínaktuga Kindur jarma voru þvínæst leiknar með laufléttum tilþrifum af þeim Peter og Sigurði. Hafi stemmningarnar norrænu verið í ljúfari kanti, var annað uppi á teningnum í Offerto, viðamiklu og kröfuhörðu fjórþættu verki Hafliða fyrir einleiksfiðlu án undirleiks er Guðný lék snöfurlega síðast fyrir hlé með oft myndrænum tilþrifum; kannski glæsilegast í hinu iðandi Bartókleitu síhreyfi, Flugi tímans (III). Lokaverkið var Rómönzusvíta Dmitris Sjostakovitsjar fyrir sópr- an og píanótríó við ljóð Alexanders Blok. Engar fylgdu upplýsingar um verkin í tónleikaskránni, en svítan mun samin 1967, sama ár og 2. fiðlukonsertinn. Ólíkt fisléttum Fimm „rómönsum“ Dmitris við texta úr tímaritinu Krokodíl frá 1965 sveif hér hyldjúp ljóðræn al- vara (í glimrandi prósaþýðingum Árna Bergmann) yfir vötnum, og dramatískur kynngikrafturinn var á köflum næsta áþreifanlegur í lit- ríkri meðferð tónskáldsins á sjö ljóðum landa síns. Einmitt sjö mis- munandi möguleikar gefast alls í samsetningum þriggja ólíkra hljóð- færa – (p), fiðla (f), selló (s), pf, ps, fs & pfs – og nýtti tónhöfundurinn sér það á snilldarlegan hátt til að undirstrika sérkenni hvers ljóðs í undirleiknum: Söngur Ófelíu (s), Spáfuglinn Hamajún (p), Við vorum saman (f), Borgin sefur (ps), Storm- urinn (fp), Leynileg boð (fs) og Tónlist (pfs). Þetta magnaða meistaraverk komst sannarlega á flug við hæfi, einkum þó þökk sé stórbrotinni túlkun Elínar Óskar Óskarsdóttur er hafði hvergi áður, a.m.k. í mínu minni, teflt fram jafnmörgum og áhrifamiklum litum og nú. Því þó manni stæði nánast ógn af söng- konunni í Spáfuglinum og Storm- inum, var á hinn bóginn innileg blíða yfir Ófelíu, óræð draumþoka yfir Borgin sefur (þrátt fyrir frekar óhrein sellótvígrip) og dulúðar- spenna yfir Leynileg boð. Hlaut sú fáheyrða fjölbreytni meðal ís- lenzkra óperusöngvara óhjákvæmi- lega að tvíefla kraftinn þá réttu tækifærin gáfust, enda gleyma enn allt of margir að veikleikinn er for- senda styrkleikans. Var flytjendum að vonum bráðvel fagnað eftir þessi myndarlegu ver- tíðarlok. Magnað meistaraverk Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hafnarborg Verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hafliða Hallgrímsson og Sjostakovitsj. Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Sigurður Bjarki Gunnarson selló og Peter Máté píanó). Sunnudaginn 9. apríl kl. 20. Kammertónleikar Í GRUNNU rými Kassans hafa ver- ið settir upp tveir stórir skínandi myndskermar, sem ramma inn hvít- klædda konu við hljómborð og að baki henni er karlmaður með kontrabassa, konan og karlmað- urinn eru í rökkri; ég horfi niður á þau, niður á sviðið einsog í flestum íslenskum leikhúsrýmum. En ég horfist í augu við myndskermana. Til hægri birtist myndbrot af barni koma í heiminn, öskur þess við aðskilnaðinn frá móðurinni: The Big Cry. Fyrsta áfall mannsbarnsins: Mamma hefur hafnað því. Þar birt- ast svo fleiri leikin myndbrot um konur sem hefur verið hafnað, konur á flótta, konur sem gera mistök. Til vinstri hins vegar myndbrot af storkum, undir les karlmaður texta um þessa fallegu mállausu fugla sem Þjóðverjar kenndu okkur að kæmu með börnin; þeir hafa langa óstyrka fætur hvítu storkarnir, en vænghafið er mikið. Margrét Sigurðardóttir hefur samið öll myndbrotin (í samvinnu við leikstjórann Wenche Torrison, og kvikmyndatökukonuna, Tiziönu Panizza), nema eintal á baðherbergi sem er eftir ameríska leikskáldið og gálgahúmoristann Nigel Silver, hennar þótti mér fyndnari þó nokk- uð séu þau misjöfn að gæðum. Eitt stendur uppúr og kemur verulega á óvart í töku, úrvinnslu og innihaldi: Kona á leið á stefnumót á stórborg- arstræti framhjá tískuhúsum, ljóm- andi segir hún frá nýja elskhug- anum, fljúgandi, gangandi á tískusýningarstúlkufótum á fund við hann; flýjandi glaðbeitt á fótum sem gerast æ óstyrkari frá fyrrverandi elskhuga og hvítum rósum – svo fara þeir að þvælast hvor um annan, fæt- urnir. Konurnar sem Margrét leikur einnig allar – og lipurlega nema ýkta afurð Nigels – tala ensku en eru textaðar á íslensku. Bresk fyndni, breskur hrakfallahúmor er undir- liggjandi. Konurnar af ætt Bridget Jones og þær, sjálfhverfar, skoðaðar í samböndum þeirra við karlmenn, sem að vísu eru fjarverandi nema rödd þess sem segir okkur frá stork- unum en þeir eins og allir vita halda tryggð við eitt hreiður og eru í út- rýmingarhættu. Frá miðjunni, sviðinu, rökkrinu, eru okkur flutt af söngkonunni Mar- gréti, einnig á hljómborði, og Gunn- ari Hrafnssyni á bassa engilsaxnesk lög í djassútsetningum sem öll hverfast um ástina og eitt íslenskt mömmulag: „Litli tónlistarmað- urinn“ eftir Tólfta september sem ég minnist ekki beinlínis með hrifningu frá æsku minni né heldur í flutningi Bjarkar. Hér er sleginn nýr hlut- lægur tónn, leitandi spyrjandi til- raun með orð og tóna sem gefur aðra merkingu, aðra vídd, móðirin verður raunveruleg; hún er þarna, var þarna, hún mamma, og ekkert væm- ið eða hlægilegt við það. Söngkonan unga á einhvern veginn lítið skylt við ungu konurnar í myndbrotunum; húmorinn er annar; og það er sterk- ari kona sem syngur af kunnáttu og öryggi um ástina, stundum þung- lyndisleg, stundum írónísk, stundum jafnvel hættuleg í tilraunum sínum. Ég hef enn ekki séð á sviði hér- lendis, nema hjá Íslenska dans- flokknum, tækni og líf, fjarlægð kvikmyndar og nánd líkama virka saman þannig að ég hafi hrifist. Engin hrífandi kvikmyndabrot? Jú, kannski. Þá sem víkjandi bakgrunn fyrir veruleika líkama á sviðinu eða uppbrot svosem í hraðri hreyfingu mynda innskota Önnu Rögnvalds- dóttur á milli atriða í sýningu Þjóð- leikhússins á Stakkaskiptum Guð- munds Steinssonar og svo virkaði reyndar líka að láta líkamana hverfa hreinlega af sviðinu og inní kvik- mynd í Mindcamp. Kvikmyndabrot- in hér fá mikið pláss en það er ekki alltaf auðvelt að tengja mynd og söng, ná merkingu í líkingar sem fljúga á milli; ekki auðvelt að upplifa myndbrotin sem virka andstæðu, þó andstæð séu, eða í samhljómi, þó allt sé um ást og höfnun, við besta þátt- inn, þann sem gerður er víkjandi í rýminu, í formi sýningarinnar: Söng og tónlistarflutning Margrétar og Gunnars Hrafnssonar. Á þau gæti ég satt best að segja hlustað lengi. Margrét Sigurðardóttir er konan að baki The Big Cry. Mamma – ég vil koma til þín? LEIKLIST Þjóðleikhúsið Höfundur: Margrét Sigurðardóttir. Leik- stjóri: Wenche Torrisen. Kvikmyndatöku- maður: Tiziana Panizza. Kvikmynda- tónlist: Ian Stewart. Leikari: Margrét Sigurðardóttir. Tónlistarflutningur: Mar- grét Sigurðardóttir og Gunnar Hrafnsson. Kassinn miðvikudaginn 12. apríl kl. 21. The Big Cry María Kristjánsdóttir SUMARDAGINN fyrsta mun hefjast í Garðabæ þriggja daga djasshátíð þar sem megináhersla verður lögð á tónlistarfólk úr Garðabænum. Níu Garðbæingar verða í for- grunni á hátíðinni en þeir eru: Björn Thoroddsen, Haukur Gröndal, Hilmar Jensson, Matthías Hem- stock, Ómar Guðjónsson, Óskar Guðjónsson, Pétur Grétarsson, Ragnheiður Gröndal og Sigurður Flosason. Það er menningar- og safnadeild Garðabæjar sem stendur fyrir hátíð- inni og menningarsjóður Glitnis sér um að styrkja verkefnið. Núverandi bæj- arlistamaður Garðabæjar, tónlistarmaðurinn Sig- urður Flosason, er skipu- leggjandi tónlistaratriða og kynningar. Sjónum beint að bænum „Þetta er fyrsta form- lega djasshátíð Garða- bæjar þó að það hafi verið einhverjir djassviðburðir þar áður,“ segir Sigurður. „Það er sérstakt við þessa hátíð að hún er byggð í kringum Garðbæinga; inn- fædda, aðflutta og brott- flutta. Það er mjög sterk- ur níu manna flokkur sem spilar mjög fjölbreytta djasstónlist og er mjög framarlega í okkar flóru hér. Ef hátíðin fær svo meðbyr og heldur áfram þá er ekkert víst að það verði bara þetta fólk sem kemur fram, það getur vel verið að ýmsir aðrir og sem flestir muni taka þátt þegar fram líða stundir en við ákváðum að byrja á þessu svona og nýta okkur það sem við eigum í bæn- um. Og við vildum líka vekja athygli á bænum og menningunni þar. Hátíð- inni er náttúrulega beint inn á við til Garðbæinga en auðvitað út á við líka til allra þeirra sem hafa áhuga. Hátíðin er sprottin af samtölum mínum við bæði menningarfulltrúa og bæj- arstjóra. Á undan mér hafa að sjálfsögðu aðrir djasslistamenn hreyft einhverri svona hugmynd. Garðabær á svo mikið af mjög fínu djassfólki og ég held og vil halda því fram að þeir séu fleiri hér en í nokkru öðru bæjarfélagi á söngröddin í fyrirrúmi á fyrstu tvennum tónleik- unum þar sem bæði gömul og ný íslensk músík verð- ur flutt,“ segir Sigurður en á eftir Kristjönu og kvartettinum munu systk- inin Ragnheiður og Hauk- ur Gröndal stíga á svið með nýjar útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Á kvöldi númer tvö munu tveir frábærir en gerólíkir gítaristar, þeir Björn Thoroddsen og Hilmar Jensson, koma fram. Á föstudaginn og laugardag- inn verða tilraunakennd- ari verkefni en þá verða Pétur Grétarsson og Matthías Hemstock með slagverksspuna og elek- trónísk verk. Garðabæj- arbræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir munu síðan flytja frumsamda leikhústónlist á laug- ardeginum. „Aðstæður eru þarna mjög fínar fyrir tónleika- hald. Salur Tónlistarskól- ans í Garðabæ hefur verið lítið notaður við opinbert tónleikahald en er alveg öndvegis tónleikasalur,“ segir Sigurður og bætir við að salurinn taki ekki nema 110 manns og bendir þess vegna áhugasömum um hátíðina á að nýta sér forsöluna hjá Glitni á Garðatorgi. Íslandi að Reykjavík und- anskilinni.“ Kvartett Sig- urðar ásamt söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttir mun opna hátíðina og flytja efni af splunkunýj- um tvöföldum geisladiski sem kemur út á morgun. „Dagskráin er svolítið þemaskipt og verður Tónlist | Djasshátíð í Garðabæ verður sett sumardaginn fyrsta Garðbæingar í forgrunni Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Gröndal er ein af tónlistarfólkinu sem kemur fram á Jazzhátíðinni. Morgunblaðið/ÞÖK Núverandi bæjarlistamaður Garðabæjar, Sigurður Flosason, er skipuleggjandi hátíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.