Morgunblaðið - 18.04.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 18.04.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 25 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali MELHAGI - GLÆSILEG 200 FM EIGN Glæsileg neðri sérhæð auk 3ja herbergja samþykktrar aukaíbúðar í kjallara og bíl- skúrs á eftirsóttum stað í Vesturbænum. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borð- stofu, herbergi, vinnuherbergi, baðher- bergi, og eldhús á aðalhæðinni. Í kjallara er sjónvarpsstofa, tvö herbergi, snyrting og upprunalegt eldhús. Falleg og gróin lóð. Stór baklóð. Húsið lítur mjög vel út að ut- an. Vönduð eign. V. 49,0 m. 5741 GLÓSALIR - STÓRGLÆSILEG 2ja herbergja mjög vönduð 74,5 fm íbúð á 3. hæð. Íbúðin skiptist í n.k. forstofu, þvottahús, baðherbergi, stofu, eldhús og svefnherbergi. Mjög fallegt útsýni. V. 19,5 m. 5738 SUNDLAUGAVEGUR Góð 94 fm 4ra herbergja neðri hæð auk 34 fm bílskúrs við Sundlaugaveg í Reykja- vík. Eignin skiptist í gang, tvö herbergi, tvær stofur, eldhús og baðherbergi. Búið er að endurnýja ofnalagnir og gler. Góð staðsetning miðsvæðis. Skemmtileg hæð. V. 24,9 m. 5744 HELLUVAÐ - NÝBYGGING 5 herbergja ný og glæsileg 148,2 fm íbúð á 2. hæð með suður svölum í hinu nýja „Norðlingaholti“ ofan við Rauðavatn í Reykjavík. Íbúðin skiptist í anddyri, gang, fjögur svefnherbergi, eldhús, stóra stofu, þvottahús og glæsilegt baðherbergi með baðkari, sturtu svo og innréttingu. Íbúðnni fylgir stæði í bílageymslu. Laus í júlí n.k. V. 33,4 m. 466 ÞVERHOLT - STÓR 3JA Falleg 114 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Eignin skiptist m.a. í hol, eldhús, stofu, tvö herbergi og bað- herbergi. Sér þvottahús í íbúð. Góð íbúð. 5742 REYNIMELUR Falleg 74 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýlishúsi við Reynimel í vesturbæ Reykjavíkur. Eignin skiptist í hol, eldhús, stofu, tvö herbergi og baðherbergi. Í kjall- ara er sér geymsla og sameiginlegt þvotta- hús. Suðursvalir. V. 17,8 m. 5743 ÞÓRSGATA - FRÁBÆR STAÐUR Glæsileg og nýuppgerð 3ja herbergja ris- íbúð í Þingholtunum með 23 fm þaksvöl- um. Íbúðin skiptist í stofu, opið eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sameigin- legt þvottahús er á jarðhæð. Íbúðin er 50 fm en tölvert undir súð þannig að gólfflötur hennar er stærri.V. 16,9 m. 5714 HÁTEIGSVEGUR - SÉRHÆÐ 4ra herbergja 95 fm glæsileg og mikið endurnýjuð hæð sem skiptist í hol, tvö svefnherbergi, tvær stofur með arni, eld- hús og baðherbergi. Í kjallara fylgir sér- geymsla auk sameiginlegs þvottahúss, kyndiklefa o.fl. Hæðin hefur öll verið endur- nýjuð, s.s. skápar, eldhús, gólfefni, hurðar, þak o.fl. GLÆSILEG EIGN V. 28,0 m. 5737 Í RÚMA þrjá aldarfjórðunga, eða allar götur frá því Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930, hefur það vaxið og dafnað sem ein helsta menn- ingarstofnun þjóð- arinnar. Starfsmenn stofnunarinnar skópu hefðir sem urðu kyn- slóð fram af kynslóð vegarnesti til frekari uppbyggingar. For- svarsmenn Ríkis- útvarpsins vildu axla skyldur í menning- arlegu og lýðræðislegu tilliti. Þetta gerðu þeir í samræmi við tíðarand- ann sem lengst af einkenndist af sóknarhug í þágu menningar og lista. Útvarpsleikhúsið varð fjölsóttasta leikhús þjóðarinnar, tónlistar- famboðið varð eftir því sem fram liðu stundir gróskumikið, allt frá vinsælli dægurtónlist til framúrstefnu og til- raunamennsku. Sinfóníuhljómsveitin kom til sögunnar og var sett undir verndarvæng Ríkisútvarpsins. For- svarsmenn Ríkisútvarpsins skynjuðu að í þessu var styrkur Ríkisútvarps- ins fólginn: Í skyldunum við menn- inguna og menningararfinn. Er menningin baggi? Nú er öldin önnur, ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins. Sinfónían er orðin baggi á Ríkisútvarpinu. Burt með hana. Hugleiðingar talsmanna menningar, manna á borð við Jón Þórarinsson, tónskáld og forstöðu- mann Lista- og skemmtideildar Sjón- varps til margra ára, eru látnar lönd og leið. Hann minnti okkur á það í prýðilegri grein í Morgunblaðinu 11. mars á síðasta ári að í umræðunni um Ríkisútvarpið hefði verið litið á Sin- fóníuna sem hvern annan ómaga, og „talin hin mesta nauðsyn fyrir Út- varpið að létt væri af því „framlagi““ til Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem á þessu ári er sagt nema 118,5 millj. kr. Látið er líta svo út sem þetta sé hreinn „framfærslustyrkur“, sem Út- varpið hafi verið blekkt eða kúgað til að taka á sig, og hvergi er á það minnst að neitt komi á móti „framlag- inu“ eða Útvarpið fái neitt fyrir snúð sinn…“ Jón Þórarinsson hælir Út- varpinu en gagnrýnir Sjónvarpið fyr- ir að hafa ekki í seinni tíð nýtt sér bet- ur krafta Sinfóníuhljómsveitarinnar: „Tónleikarnir eru glæsilegur þáttur í íslenskum tónlistarflutningi Rásar 1, og raunar ein af helstu skrautfjöðrum dagskrárinnar… Það skal viðurkennt að ekki eru allir tónleikar ákjósanlegt sjónvarpsefni, en sumir eru það. Vín- artónleikar eru eftirsóttir í sjónvarpi í mörgum löndum, einnig óperu- tónleikar, svo að eitthvað sé nefnt. Og oft eru einstök verk á tónleikum sem mjög gætu lífgað sjónvarpsdagskrá, þótt tónleikarnir séu ekki teknir í heild… Verðið hefur verið lágt, á aðra milljón króna, en gefur þó hugmynd um þau verðmæti sem dagskrár- stjórn Sjónvarpsins hefur ekki hirt um að nýta þótt þau standi því til boða endurgjaldslaust.“ Aðeins þegar verðmæti dýrmætrar fiðlu kemur til álita má kenna lífsmark með for- svarsmönnum Ríkisútvarpsins. Út- varpsstjóri reisir sig og segir að fiðl- una góðu eigi að skrá á eignareikning RÚV. Það þykir fjármálaráðuneytinu líka – það er að segja á sinn reikning! Ekki ætla ég að blanda mér í deiluna um fiðluna þótt sjálfum finnist mér eðlilegast að hún heyri þeim til sem hana notar. Talsmenn RÚV hf. á þingi vilja selja Talsmenn lagafrumvarps rík- isstjórnarinnar um hlutafélagavæð- ingu RÚV fara nú mikinn. Páll Magn- ússon, útvarpsstjóri, sem hefur skipað sér þar í framvarðarsveit, sagði í Morgunblaðsgrein nýlega, „að óbreytt rekstrarfyrirkomulag beri í sér dauðann sjálfan…“ Það er rétt hjá Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, að það er aðkallandi að bæta fjár- hagsstöðu stofnunarinnar. Í ágætri úttekt í Morgunblaðinu 6. mars á síð- asta ári var haft eftir forráðamönnum Ríkisútvarpsins „að tekjur stofnunarinnar á síðustu árum hafi ekki fylgt launaþróun í land- inu. Séu afnotagjöldin uppreiknuð miðað við launavísitölu drógust þau saman um 19% á árunum 1994–2004, auglýsingatekjur hafa með sama útreikningi lækkað mun minna en heildartekjur drógust saman um 15% á liðnum áratug, miðað við launa- vísitöluna“. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafa kvartað sáran undan þessari stöðu. Skyldi það ekki verða þeim umhugs- unarefni nú, að þeir alþingismenn sem mest hafa talað fyrir frumvarpi menntamálaráðherra eru sömu þing- mennirnir og sjálfir hafa lagt fram lagafrumvarp um að leggja Rík- isútvarpið niður! Formaður mennta- málanefndar Alþingis, Sigurður Kári Kristjánsson, sá hinn sami og hefur fengið það verkefni fyrir hönd rík- isstjórnarinnar að sannfæra þing og þjóð um að hagur Ríkisútvarpsins verði tryggður, hefur sjálfur, og það meira að segja nýlega, talað fyrir því að Ríkisútvarpið verði gert að hluta- félagi og það síðan selt. Er þetta traustvekjandi? Svari hver fyrir sig. Er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn þröngsýnni? Ögmundur Jónasson skrifar um Ríkisútvarpið ’…þeir alþingismennsem mest hafa talað fyrir frumvarpi mennta- málaráðherra eru sömu þingmennirnir og sjálfir hafa lagt fram laga- frumvarp um að leggja Ríkisútvarpið niður!‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.