Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PALESTÍNSKUR sjálfsvígs- sprengjumaður sprengdi sjálfan sig upp nærri skyndibitastað á fjöl- mennu verslunarsvæði í Tel Avív í gær. Ljóst er að auk sprengju- mannsins létu minnst níu manns líf- ið, þar af sex á sjálfum staðnum. Tugir að auki særðust, þar af nokkr- ir lífshættulega, að sögn lögreglu og sjúkraliða. Þetta er þriðja sjálfs- morðsárásin í Ísrael á þessu ári og hin mannskæðasta í nær tvö ár. Stjórnvöld í flestum ríkjum for- dæmdu tilræðið. Sama gerði Mahmoud Abbas Pal- estínuforseti. „Þessi árás er andstæð vilja palestínsku þjóðarinnar og er ekki í þágu hagsmuna okkar,“ sagði í yfirlýsingu forsetans. En ný ríkis- stjórn hinna bókstafstrúuðu Hamas- samtaka sagði á hinn bóginn að Ísr- aelar ættu sjálfir sök á árásum af þessu tagi með kúgun sinni á palest- ínsku þjóðinni. Hún hefði rétt til að verja sig. Er talið að árásin og við- brögð Hamas-manna geti gert enn erfiðara en ella að koma á viðræðum milli þeirra og Ísraela sem krefjast þess að Hamas viðurkenni tilveru- rétt Ísraels og fordæmi öll hryðju- verk. Hamas hafa ekki staðið fyrir hryðjuverkum í meira en ár og segj- ast ekki ætla að rjúfa vopnahlé sitt en önnur samtök hafa neitað að taka þátt í því, ekki síst íslamska Jihad. Ný samsteypustjórn Ehud Ol- merts, forsætisráðherra Ísraels, sór embættiseið í gær, nokkrum stund- um eftir tilræðið. Sagði Olmert að árásinni yrði svarað með „nauðsyn- legum ráðstöfunum“ en Ísraelar hafa oft gert hefndarárásir á stöðvar meintra hryðjuverkamanna eftir sjálfsvígsárásir í Ísrael. Tilræðið í gær var gert á sama veitingastað og ráðist var á 19. jan- úar sl. en þá særðust 20 manns. Stað- urinn er í fjölförnu verslunarhverfi í Neve Shaanan-hverfi, nálægt aðal- strætisvagnastöðinni í Tel Avív, en hún var full af fólki sem var á ferð- inni nú um páskahátíðina. Sprengju- maðurinn var með 4,5 kílógramma sprengju í tösku sinni og var örygg- isvörður á veitingastaðnum að hefja leit í henni þegar sprengingin varð. Gert var að sárum hinna slösuðu á gangstéttum, tvö börn á staðnum urðu vitni að því að móðir þeirra dó. Sjálf sluppu þau og faðirinn nær ómeidd. Hótun um fleiri árásir Íslamska Jihad tilkynntu AP- fréttastofunni símleiðis að sprengju- maðurinn hefði verið Sami Salim Mohammed Hamad, búsettur í Jenín á Vesturbakkanum. Í myndbands- upptöku sem samtökin sendu frá sér talar Hamad, sem er 21 árs og mun hafa hætt háskólanámi til að geta farið að vinna og aðstoðað þannig fjölskyldu sína. Hann segist tileinka árásina þeim þúsundum Palestínu- manna sem séu fangar í ísraelskum fangelsum. „Það eru margir aðrir sprengju- menn á leiðinni,“ segir hann. Á myndbandinu les Hamad úr Kóran- inum með riffil í annarri hendi. For- eldrar Hamads búa ásamt átta son- um sínum í smáþorpi nálægt Jenín. Þau sögðust vera skelfingu lostin og þau hefðu ekki haft hugmynd um fyrirætlanir hans. Hann hefði gerst mjög trúaður fyrir skömmu. Blóðugasta tilræði í Ísrael í tvö ár Abbas Palestínuforseti fordæmir verknaðinn og segir sjálfs- vígstilræði ekki þjóna hagsmunum Palestínumanna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is AP Sami Salim Mohammed Hamad, 21 árs gamall Palestínumaður sem sprengdi sig í Tel Aviv í gær og tók minnst níu Ísraela með sér í dauðann. Foreldrar hans sögðust ekki hafa haft hugmynd um fyrirætlanir hans. MÖRG þúsund manns voru í gær flutt á brott af hættusvæðum í Rúmeníu vegna flóða í Dóná og nokkrum þverám hennar sem talið er að nái hámarki næstu daga. Hundruð húsa hafa þegar eyði- lagst, víða er reynt að hækka og styrkja flóðgarða með sandpokum. Vatnavextirnir í Dóná eru taldir vera þeir mestu í meira en öld og hafa valdið miklum vanda víða á Balkanskaga, einkum í Serbíu áður en flaumurinn færðist suður á bóg- inn til Rúmeníu og Búlgaríu. Hér bjargar bóndi í þorpinu Stari Kostolac, um 80 km frá Belgrad í Serbíu, kú sem ella hefði drukknað í fjósinu. Reuters Mikil flóð í Dóná N’Djamena. AFP. | Ráðamenn í Afr- íkuríkinu Tsjad sökuðu í gær stjórn- völd í grannríkinu Súdan um að vera að skipuleggja uppreisnarher sem ætti að steypa stjórn Tsjad. Hins vegar drógu þeir til baka fyrri yf- irlýsingar um að þeir myndu reka úr landi um 200.000 flóttamenn frá Darfur-héraði í Súdan er hafa hrak- ist til Tsjad vegna mannskæðra átaka síðustu þrjú árin og búa nú í flóttamannabúðum. Um 300.000 manns munu hafa fall- ið í stríðinu í Darfur og alls hafa um tvær milljónir manna misst heimili sitt, margt af því fólki hefur hrakist til grannlandanna. Tsjad sleit stjórnmálatengsl við Súdan á föstudag og kallaði heim fulltrúa sinn í friðarviðræðum sem fara fram í Nígeríu milli stríðandi fylkinga í Darfur. Yfirmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði í gær að Idriss Deby Itno, forseti Tsjad, hefði fullvissað sig um að flóttafólkið yrði ekki rekið burt. Hópur vopnaðra manna gerði misheppnaða tilraun til að leggja undir sig höfuðborg Tsjad, N’Djamena, í liðinni viku. Er um að ræða lið úr samtökum er nefnast Sameinaða fylkingin um breytingar, FUC, sem vill steypa Deby forseta. „Súdanar eru að undirbúa nýtt blóðbað,“ sagði varnarmálaráðherra Tsjad, Ahmat Allami, í símaviðtali í gær. Ljóst þykir að fulltrúum FUC hafi tekist að fá marga nýliða í raðir sínar í flóttamannabúðum Darfur- fólksins, meðal annars með því að heita ungum mönnum peningum en einnig með hótunum. Lofa að reka ekki flóttamenn burt Forseti Tsjad segir stjórnvöld í Súdan skipuleggja uppreisn gegn sér AP Idriss Deby Itno (fyrir miðju), for- seti Tsjad, ásamt lífvörðum sínum. Veracruz. AP. | Rúta með ferðamenn steyptist í gær fram af brattri 200 metra hárri fjallshlíð í Mexíkó og er talið að yfir 60 manns hafi látið líf- ið. Lögreglan telur að hemlar hafi bilað. Mannskæð bílslys eru mjög tíð um páskahelgina í Mexíkó enda mikil umferð á vegunum. Umræddur vegur er talinn einn af fimmtán hættulegustu vegum landsins, hann liggur í fjölmörgum hárnálasveigjum um bratta hlíðina. Talið er að hraðinn hafi verið 110– 115 kílómetrar á klukkustund en víða er gert ráð fyrir að rútur aki ekki hraðar en á 95 km hraða. Sagði embættismaður alríkislög- reglunnar í Mexíkó að bráðabirgða- rannsókn benti til þess að ökuhrað- inn hefði verið svona mikill vegna hemlabilunar. Rútan var á leið frá Guadalajara til Tabasco-héraðs sem er við Kar- íbahaf. Hundruð þúsunda Mexíkóa voru á vegum landsins í gær á leið heim úr páskaleyfi. Yfir 60 fórust í rútuslysi í Mexíkó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.