Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 21 MENNING Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is Á R S F U N D U R Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík miðvikudaginn 26. apríl 2006 kl. 17.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. 3. Tillaga um hækkun réttinda. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og er einnig að finna á heimasíðunni, www.gildi.is Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Reykjavík 10. apríl 2006, lífeyrissjóður Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 2 0 0 6 KOLBEINN Bjarnason er bæði mjög góður og fjölhæfur flautu- leikari sem býr jafnframt yfir þeim eiginleikum góðs kennara að geta opnað hug og eyru áheyr- enda sinna bæði í orði og á borði. Þannig hófust tónleikarnir í Laugarborg að Kolbeinn sagði, að fyrsta sónatan, sú í E-dúr, væri skrifuð fyrir flautu og fylgibass- arödd með tölusettum bassa. Þannig fóru áheyrendur að beina athygli sinni að vel flúruðu spili Guðrúnar á sembalinn í hægri hendi. Mjög áheyrileg og vel flutt sónata. Lokaþátturinn fannst mér spori of hraður og virkaði á mig ögn órólegur. Sónatan í h-moll er miklu lengri og alvöruþrungnari tónsmíð og þar vísaði Kolbeinn í kynningu til þeirrar tilfinningar frá barrokkt- íma að sú tóntegund tjái dýpri til- finningar. Þarna var einnig hlut- verk Guðrúnar enn stærra þar sem Bach hafði svissað upp- haflegri annarri flautu úr sónötu fyrir 2 flautur í d-moll yfir á sembalið. Mér fannst fyrsti þátt- urinn mjög grípandi og áhrifa- mikill í flutningi þeirra, en aftur fannst mér lokaþátturinn ýta of mikið á mig í hraða. Eftir hlé var svo stokkið ca 260 ár fram í tímann og Íslendingi þá á Ítalíu, Úlfari Inga Haraldssyni, gefinn tónninn. Kolbeinn og Guð- rún fluttu verkið L’union Sacre (Hið heilaga bandalag?) að lokinni vandaðri kynningu Kolbeins. Verkið kemur víða við og gefur flautunni og sembalnum fjöl- breytta útfærsluhætti í leik. Mér finnst það bera viss einkenni ung- gæðings, sem sýnir fullmargar gangtegundir í stað þess að gera færri betri skil. Eigi að síður fannst mér verkið í flutningi hins helga bands skemmtilegt. Í lokin kom svo sónatan í þeirri dýru og góðu tóntegund g-moll, sem Kolbeinn upplýsti að væri ranglega kennd Jóhanni Sebast- ian, en væri nú talin eftir yngsta son hans, sem hugsanlega hefði notið einhverrar aðstoðar pabb- ans. Hvort það voru þessar upplýs- ingar eða flutningsmáti sem fluttu eyra mitt inn á hinn forklassíska rókókótíma get ég ekki vitað. Fal- legt verk og fjarska vel flutt var verðugt til að segja amen eftir efninu og renna saman við klapp þakklátra, en allt of fárra tón- leikagesta. Það er synd hve góð tækifæri sem þetta ganga mörg- um úr greipum. Hugur og eyru opnuð TÓNLIST Laugarborg Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari fluttu verk eftir J.S. Bach og Úlfar Inga Haraldsson. Sunnudaginn 9. apríl kl. 15. Kammertónleikar Jón Hlöðver Áskelsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.