Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI JÓHANNESSON fyrrverandi aðalgjaldkeri, Hæðargarði 29, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 19. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Þóra Þorleifsdóttir, Halldóra M. Helgadóttir, Þorbergur Atlason, Hörður Ó. Helgason, Sigrún Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GESTUR GUÐJÓNSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést laugardaginn 8. apríl á St. Jósefsspít- ala verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.00. Þórunn F. Benjamínsdóttir, Guðjón A. Gestsson, K. Erla Gestsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Guðmundur I. Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN SUMARRÓS JÓNSDÓTTIR, Sunnuvegi 5, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. apríl kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Kaldæinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar nr. 1101-05-750100, kt. 480883-0209. Kristín Pálsdóttir, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Páll Arnar Sveinbjörnsson, Henny María Frímannsdóttir, Þröstur Sveinbjörnsson, Kristín Steinunn Helga Þórarinsdóttir, Sigurrós Lilja Pálsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HREGGVIÐUR HERMANNSSON læknir, Nónvörðu 14, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 19. apríl kl. 14.00. Lilja Jóhannsdóttir, Margrét Hreggviðsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Hermann Torfi Hreggviðsson, Ágústa Hildur Gizurardóttir, Elín Kristín Hreggviðsdóttir, Júlíus Sigurðsson, Guðmundur Páll Hreggviðsson, Sólveig Silfá Karlsdóttir, Björn Blöndal, Gísli Blöndal, Sólveig Leifsdóttir, James William Sandridge, Jóhann Dalberg, Kristín Ruth Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ERLENDSDÓTTIR, Lyngbrekku 11, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 11. apríl verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.00. Magnús Kr. Finnbogason, Erlendur Magnússon, Steinunn H. Guðbjartsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lárus Pálmi Magnússon, Sonja Lampa, barnabörn og barnabarnabörn. INGI STEINAR GUÐLAUGSSON, frá Miðsamtúni, lést föstudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal, miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Glæsibæjarkirkjugarði. Aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA JAKOBSDÓTTIR, Syðri-Reykjum, Biskupstungum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstu- daginn 14. apríl. Jarðsungið verður frá Skálholtskirkju laugardag- inn 22. apríl kl. 13.30. Grímur Þór Gretarsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Ólafur Gretarsson, Selma Sigrún Gunnarsdóttir, Guðmundur Hrafn Gretarsson, Þórey Svanfríður Þórisdóttir, Ingibjörg Ragnheiður Gretarsdóttir, Sigurgeir Guðjónsson, Dagný Rut Gretarsdóttir, Einar Guðmundsson, og barnabörn. ✝ Anna JónínaJónsdóttir, lengst af til heimilis í Skipagötu 2 á Ak- ureyri, fæddist á Fagranesi á Langa- nesi 20. janúar 1920. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni í Reykjavík 5. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Þor- steinsson frá Blika- lóni á Melrakka- sléttu, f. 29. ágúst 1889, d. 4. desember 1939, og Sig- rún Sigurðardóttir frá Grund í Svarfaðardal, f. 12. júní 1891, d. 8. nóvember 1972. Systkini Önnu eru: Sigurður Friðrik, f. 1914, d. 2003, Þorsteinn, f. 1916, d. 1993, Kristinn Karl, f. 1918, d. 2005, Þorbjörg Friðrika, f. 1921, Sigríð- ur Dagmar, f. 1922, d. 1983, og Júlía, f. 1924. Anna giftist 20. janúar 1938 Páli Tómassyni húsasmíðameistara frá Bústöðum í Austurdal í Skaga- firði, f. 4. október 1902, d. 16. jan- úar 1990. Foreldrar hans voru Tómas Pálsson, f. 7. október 1869, d. 18. júní 1938, og Þórey Sigur- laug Sveinsdóttir, f. 6. janúar 1872, d. 2. ágúst 1926. Anna og Páll eignuðust fjórar dætur, þær eru: 1) Sigrún Sigur- laug, f. 18. júní 1939, gift Sveini Gíslasyni, búsett í Reykjavík. Syn- ir Sigrúnar eru Páll Tómasson og Hilmar Þórðarson. 2) Sigurbjörg, f. 18. des. 1944, búsett á Akureyri, gift Finni Birgissyni. Synir þeirra eru Birgir, Jón Hrói og Páll Tóm- as, sonur Finns er Árni. 3) Anna Pála, f. 17. september 1953, búsett í Reykjavík, dóttir hennar er Inga Rán Reynisdóttir. 4) Helena, f. 14. desem- ber 1957, búsett í Reykjavík, gift Sverri Þórissyni. Börn þeirra eru Anna Pála, Sindri og Sunna Mjöll, son- ur Sverris er Krist- ján Þór. Auk dætr- anna ólu Anna og Páll upp dótturson sinn, Pál Tómasson, f. 4. júní 1956, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Agnarsdóttur. Börn þeirra eru Sólveig Ösp Haraldsdóttir og Sig- rún, Agnar Páll og Anna Sigríður Pálsbörn. Anna ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Fagranesi á Langanesi til 1926, en síðan á Syðri Grund í Svarfaðardal sem áður hét Blakksgerði. Ung að aldri fluttist hún til Akureyrar þar sem hún var í vist í Ragnarshúsi en síðar vann hún einnig við saumaskap o.fl. Á fyrstu búskaparárum sínum byggðu Anna og Páll sér húsið Skipagötu 2 í miðbæ Akureyrar. Þar bjó Anna alla tíð síðan að und- anskildum síðustu fjórum æviár- unum er hún dvaldist á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni í Reykjavík. Í Skipagötunni var jafnan gest- kvæmt og var ættingjum og vinum alltaf tekið tveimur höndum. Anna hafði ætíð mikinn áhuga á tónlist og hafði fallega söngrödd. Á yngri árum fékk hún nokkra tilsögn í orgelleik og síðar söng hún lengi í Kantötukór Akureyrar, kvenna- kórnum Gígjunni og kirkjukórum. Útför Önnu verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún Anna tengdamóðir mín var óvenjuleg kona um margt. Það upp- götvaði ég fljótlega þegar ég tók að venja komur mínar í Skipagötuna í tilhugalífinu með Sigurbjörgu dóttur hennar sem síðar varð kona mín. Viðmót Önnu einkenndist af jafnað- argeði, jákvæðni og hlýju. Hún var opinská og einlæg, hafði yndi af sam- skiptum við annað fólk og kunni flestum betur þá list að gleðjast á góðri stundu. Aldrei ávítaði hún okk- ur unga fólkið þótt örugglega hafi stundum verið ástæða til, og raunar minnist ég þess ekki að hafa heyrt hana viðhafa styggðaryrði um nokk- urn mann. Það var ekki hennar hátt- ur að dvelja við neikvæðar hliðar til- verunnar, heldur að gleðjast yfir því jákvæða. Þannig var Anna þegar ég kynntist henni fyrst og alla þessa góðu eiginleika varðveitti hún fram á síðasta dag þótt ellin sækti fast að undir lokin. Þó hafði lífið hennar Önnu alls ekki verið átakalítill dans á rósum. Æskuheimili hennar í Blakksgerði í Svarfaðardal varð Dalvíkurjarð- skjálftanum 1934 að bráð og áður en uppbyggingu nýs húss í þess stað var lokið dó faðir hennar á besta aldri frá stórum barnahópi. Kornung batt hún ást við Pál Tómasson sem hún kynntist þegar hann vann að húsasmíðum í Svarf- aðardal eftir jarðskjálftann. Hann var rúmum 17 árum eldri en hún en þau giftust um leið og hún hafði ald- ur til og hófu búskap í ófullgerðu húsi sem Páll var að byggja með- fram annarri vinnu að Skipagötu 2 í miðbæ Akureyrar, með verslunar- plássi á neðstu hæð og þremur íbúð- um uppi. Þau fluttu fyrst inn í neðstu hæðina en fluttu sig svo ofar eftir því sem byggingunni miðaði áfram og bjuggu sér að lokum fallegt heimili á þriðju hæð. Páll var vissulega dugn- aðarforkur sem aldrei féll verk úr hendi, en mér hefur samt alltaf fund- ist þessi byggingarsaga kraftaverki líkust og hún hlýtur að hafa kostað ómælt erfiði þeirra beggja. Í Skipagötunni ólu þau Páll og Anna svo upp dæturnar fjórar og uppeldissoninn. Þar dvaldist einnig hjá þeim Sigrún móðir Önnu síðustu 15 árin sem hún lifði og naut umönn- unar dóttur sinnar. Í húsinu voru jafnan leigjendur, oftast ungt fólk sem var að hefja búskap. Margt af því fólki tengdist þeim hjónum var- anlegum vináttuböndum, því þau komu fram við leigjendur sína sem heimilisvini og deildu með þeim gleði og sorgum. Á heimili Páls og Önnu var gest- um jafnan tekið fagnandi og þar var oft glatt á hjalla. Þá var Anna í ess- inu sínu, sér í lagi ef gestirnir voru söngvnir og gátu tekið undir með henni í íslenskum sönglögum sem hún kunni ógrynnin öll af. Söngurinn var henni yndi og ástríða alla tíð og efalaust er það mörgum minnisstætt þegar hún steig á svið á áttræðisaf- mæli sínu fyrir sex árum og söng fyrir gestina uppáhaldslagið sitt með styrkri röddu og af djúpri innlifun. Þá var ekki laust við að tár sæjust blika á hvarmi hér og hvar í salnum. En nú tekur Anna Jóns ekki lagið framar í þessum heimi. Langri og farsælli ævi er lokið en eftir situr dýrmæt minning um hreinlynda og góðviljaða konu sem alltaf gaf meira af sér en hún þáði. Blessuð sé minn- ing hennar. Finnur Birgisson. Ég kynntist tengdamömmu minni fyrir hartnær 30 árum á Akureyri. Hún heilsaði mér hlæjandi með út- breiddan faðminn og frá fyrstu stundu vorum við mestu mátar og aldrei bar skugga á. Þegar ég hitti Önnu hinsta sinn nokkrum dögum fyrir kallið mikla, heima í Skaftahlíð, lá vel á henni að venju. Það var föstudagur og ég sótti Önnu í Sóltún. Þegar heim kom bauð ég henni að þiggja kaffi eða bjór. Hún leit kankvíslega á mig og sagði: „Ég held ég vilji nú frekar bjórinn, en ekki mikið samt.“ Svo kvöddumst við stuttu síðar og Anna kvaddi mig með sama hlátrinum og fyrrum með útbreiddan faðminn. Ekki hvarflaði það að mér þá að tengdamóðir mín væri á förum, al- farin. Svona mun ég alltaf muna Önnu Jóns. Óþvinguð samskipti með bros á vör. Ég hef stundum vitnað til þess sem Óskar Wilde sagði að ungir menn ættu ekki að velja sér eigin- konu heldur tengdamóður. Ég hef alltaf verið afar þakklátur fyrir að eiga Önnu sem tengdamóður og það dró síður en svo úr vilja mínum til að eiga Helenu sem lífsförunaut að kynnast Önnu Jóns. Minning um góða konu lifir. Þinn tengdasonur, Sverrir Þórisson. ANNA JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.