Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson SÓLIN hækkar nú ótt á himni og dagarnir lengjast. Kári farinn að slappast og Vetur kon- ungur að leggjast í dvala. Aðeins tveir dagar eru nú þar til fyrsti dagur sumars breiðir faðm sinn yfir landið og er vorið farið að kippa í landsmenn til sjávar og sveita. Systurnar Ída og María Smáradætur, sem eru á tuttugasta og sautjánda aldursári, ákváðu þegar þær horfðu út í fallega veðrið í gær að ljúka við að mála tíu metra bút af girð- ingunni í kringum hús fjölskyldunnar í Loga- fold í Grafarvogi. Þær systur kveða komandi sumar leggjast afar vel í sig, þótt það sé dálítið seint á ferð. „En þetta er allt að koma,“ segir Ída bjartsýn. Þrátt fyrir að veðrið væri gott í gær var hit- inn einungis í kringum fimm gráður í höf- uðborginni. Búist er við áframhaldandi sól og léttskýjuðu sunnanlands í dag en éljagangi fyrir norðan. | Miðopna Vorverkin hafin Morgunblaðið/Svanur Steinarsson Brenton Birmingham smellir kossi á bikarinn sem Njarðvíkingar fengu afhentan eftir sig- urinn á Skallagrími í gær. Guðmundur Jóns- son bíður eftir að röðin komi að honum. NJARÐVÍKINGAR voru í gærkvöldi krýnd- ir Íslandsmeistarar í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik þegar þeir báru sig- urorð af Skallagrími, 81:60, í fjórða úrslita- leik liðanna, sem háður var í Borgarnesi. Njarðvík vann einvígið, 3:1, og hampaði Ís- landsmeistaratitlinum í 13. sinn í sögu fé- lagsins en Njarðvík varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Njarðvíkingar sýndu frábær tilþrif í „Fjósinu“ í Borgarnesi í gærkvöldi. Varnarleikur þeirra var magnaður og áttu leikmenn Skallagríms ekkert svar við hon- um. Borgnesingar geta engu að síður verið stoltir af frammistöðu sinna manna en Skallagrímur var klárlega spútniklið vetr- arins og liðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins. | Íþróttir Njarðvík meistari í 13. sinn ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKUR ferðamaður lést þegar hann féll um tuttugu metra niður í gil á portúgölsku eyjunni Madeira á páskadag. Maðurinn, sem var á áttræðisaldri, var í tíu km göngu ásamt eiginkonu sinni og fleiri ferðamönnum þegar slysið varð, að sögn fréttastofu AFP. Fékkst þetta staðfest hjá utanríkisráðuneytinu í gærkvöldi. Gönguleiðin sem um ræðir liggur um nokkuð hrjóstrugt svæði en er talin hent- ug fyrir byrjendur. Maðurinn kom til Funchal á Madeira, sem er í Atlantshafi, um 600 km vestur af Mar- okkó, á fimmtudag og ætlaði hópurinn að dvelja þar til 23. apríl. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Íslenskur ferðamaður lést á Madeira FORMLEGAR viðræður um kjör ófaglærðra starfs- manna á hjúkrunarheim- ilum hefjast kl. 14.00 í dag í höfuðstöðvum Eflingar stéttarfélags í Reykjavík. Fyrir páskana var hald- inn óformlegur fundur með forsvarsmönnum launanefndar Samtaka fyr- irtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og tals- mönnum starfsmanna ásamt Eflingu. Álfheiður Bjarnadóttir, sem hefur verið talsmaður ófaglærðra starfsmanna á Hrafn- istu, sagði að viðræðurnar næðu til starfs- manna Hrafnistu, Eirar, Skógarbæjar, Sunnuhlíðar, Áss í Hveragerði og Grundar. Hún kvaðst telja að starfsfólkið væri fremur bjartsýnt á að lausn fyndist á deilunni og von- aði að barátta starfsfólksins skilaði árangri. Fundur með ófaglærðum í dag Ellefu innbrot um páskahelgina ELLEFU innbrot voru til- kynnt til lögreglunnar í Reykjavík um páskahelg- ina og gætu fleiri tilkynn- ingar skilað sér í dag eða á næstu dögum þegar fólk er komið heim úr fríum og vitjar eigna sinna. Inn- brotin ellefu voru tilkynnt frá skírdegi til dagsins í gær og telst sá fjöldi ekki mikill miðað við stóra ferðahelgi að sögn varðstjóra. Sérstakt eftirlit var skipulagt af hálfu lögreglu um helgina til að mæta mögulegri innbrotahrinu sem búist var við á meðan margir væru í burtu. Eftir er þó að meta fyllilega hvernig til tókst þar sem ekki voru alveg öll kurl komin til grafar síðdegis í gær. Innbrotin ellefu voru framin í bíla, íbúðar- hús, nýbyggingu og fyrirtæki. Flest innbrotin voru í íbúðarhúsnæði, eða fjögur talsins. Þrjú voru í bíla og fyrirtæki og eitt í nýbyggingu. Var stolið munum allt frá bjórdollum upp í plasmaskjái en skemmdir voru ekki meiri- háttar þar sem þjófarnir höfðu í sumum til- vikum komist inn um ólæstar dyr eða brotna glugga. LÖGREGLUMENN á Snæfellsnesi höfðu um páskahelgina afskipti af tveimur börnum, níu ára dreng og ellefu ára stúlku, sem voru á ferð á litlum fjórhjólum í almennri umferð við Arn- arstapa. Voru nöfn forráðamanna barnanna tekin niður og verða þeim send sektarboð. Skv. upplýsingum lögreglu lögðu margir leið sína á Snæfellsnes um páskahelgina og fór skemmtanahald að mestu vel fram, fyrir utan smávægilegar stimpingar sem urðu við dans- leik á Grundarfirði aðfaranótt laugardags. En þegar leið á annan í páskum þótti lög- reglunni fólki liggja nokkuð á í bæinn. Alls stöðvaði lögreglan 12 ökumenn fyrir hrað- akstur á leið til Reykjavíkur. Þá þurftu lög- reglumenn að árétta það við fjölmarga ferða- menn að ekki má aka torfæruhjólum og fjórhjólum utan vega í náttúru landsins, enda hefur lögreglan miklar áhyggjur af vaxandi utanvegaakstri í umdæminu. Tvö börn á fjórhjólum í almennri umferð LÖGREGLAN í Reykjavík fékk fjóra menn úrskurðaða í þriggja vikna gæsluvarðhald á föstudag- inn langa vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið hér á landi. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur lögreglan lagt hald á um og yfir 20 kg af fíkniefnum, am- fetamíni og kannabisefnum. Tollgæslan í Reykjavík fann efnin í innfluttum bíl við hefð- bundið eftirlit í Sundahöfn fyrr í vor og var þá hafin rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík sem leiddi til handtöku fjögurra manna. Voru efnin falin í litlum flöskum í bensíntanki bílsins. Þrír mannanna sem Héraðs- dómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald eru Íslendingar en sá fjórði er Hollendingur. Lögreglan handtók þrjá mann- anna þegar þeir voru að flytja fíkniefnin úr bíl við Höfða í Reykjavík en fjórði grunaði aðil- inn er eigandi bílsins. Einn hinna handteknu var sá er þyngsta dóm- inn hlaut í stóra fíkniefnamálinu í héraðsdómi árið 2000, níu ára fangelsi. Var þeim dómi ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Í því máli voru tekin 24 kíló af hassi, fjögur kíló af amfetamíni, 680 grömm af kókaíni og tæplega 5.500 e-töflur. Einn hinna handteknu hefur þá komið við sögu lögreglu með því að hann var framseldur frá Hol- landi vegna óútskýrðs hvarfs Val- geirs Víðissonar á sínum tíma. Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglu um málið í gær, þegar eftir því var leitað. Teknir með á þriðja tug kílóa af fíkniefnum Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefnin fundust í bíl sem stóð á svæði tollgæslunnar í Sundahöfn. Fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Ómar Friðriksson Efnin höfðu verið falin í flöskum í bensíntanki bifreiðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.