Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEGNA gífurlegs aðstreymis að- sendra greina í aðdraganda borg- ar- og sveitarstjórnarkosninga verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt frá og með deginum í dag. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma grein- unum á framfæri fyrir kosningar. Frambjóðendum býðst að skrifa greinar í blaðið og verður lengd greinanna miðuð við 3.000 tölvu- slög með bilum. Skila skal greinum í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, mbl.is. Smellt er á reitinn „Kosn- ingar 2006“ sem er staðsettur of- arlega á forsíðu mbl.is. Þar er boð- ið upp á þrjá valkosti: í fyrsta lagi geta frambjóðendur skrifað grein- ar sem birtar verða í blaðinu, í öðru lagi geta stuðningsmenn einstakra frambjóðenda skrifað greinar sem birtast á mbl.is og í þriðja lagi er hægt að lesa greinar sem sendar hafa verið. Engin lengdarmörk á mbl.is Greinar sem skrifaðar eru til stuðnings einstökum framboðum eða frambjóðendum verða ein- göngu birtar á mbl.is. Engin lengd- armörk eru á þeim greinum er þar birtast. Útbúið hefur verið sér- stakt stílsnið sem höfundar geta sjálfir skrifað greinar sínar inn í. Stílsniðið er undir hnappnum „Kosningar 2006“ á forsíðu mbl.is. Þeir sem ekki hafa sent greinar áð- ur í gegnum þetta stílsnið þurfa að skrá sig inn og fá þá sent lykilorð í tölvupósti. Að því fengnu er hægt að skrifa og senda greinar í gegn- um stílsniðið. Einnig er hægt að senda myndir af höfundum í gegn- um stílsniðið. Boðið er upp á að raða greinum eftir flokkum og sveitarfélögum og birtast grein- arnar þá undir þeim flokki, sveitar- félagi eða landshluta sem valinn hefur verið. Greinarnar verða yf- irfarnar af starfsmönnum rit- stjórnar Morgunblaðsins áður en þær birtast á netinu, en réttritun er á ábyrgð höfunda. Þessi háttur á birtingu greina frambjóðenda og stuðningsmanna í borgar- og sveit- arstjórnarkosningunum verður eins og áður segir tekinn upp frá og með deginum í dag, 18. apríl. Breytt fyrirkomulag aðsendra greina vegna kosninga GRÍÐARLEGAR fjárhæðir fara í gegn hjá okkur en velgengni á þessu sviði hefur byggst á því að að við höfum gætt hófs hér á landi, að því er Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kredit- korta hf., segir, en ekki alls fyrir löngu birti fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrstu skýrslu sína um viðamikla rannsókn á greiðslu- kortum í aðildarlöndum ESB. Segir þar m.a. að greiðslukort hækki smásöluverð í Evrópu um allt að 2,5%, og að neytendur greiði of mikið fyrir de- bet- og kreditkort vegna of lítillar samkeppni. Kortagjöld í smásöluverslun að meðaltali um 0,9% Ragnar segir að staða Íslands sé að mörgu leyti ólík því sem gerist í öðrum Evrópulöndum, ekki síst þar sem Íslendingar noti greiðslukort á við milljón manna þjóð, og í reynd sé þjóðfélagið því sem næst seðlalaust, fyrst allra. Ragnar segir að hér á landi séu kortagjöld á smásöluverslun að meðaltali um 0,9% í stað þeirra 2,5% sem greint er frá í skýrsl- unni. Hafi þessum kostnaði verið velt út í verðlagið hafi það gerst fyrir mörgum árum og valdi ekki verðlagshækkunum nú þegar þessi kostnaður fari lækkandi. „Það er gífurleg veltuaukning í þjóðfélaginu sem hefur leitt til hríðlækkandi þjónustugjalda hjá okkur, þannig að þau gjöld sem við erum að taka eru mun lægri að meðaltali en þau voru á miðjum síðasta áratug. Við erum með einhver lægstu gjöld á seljendur sem þekkjast í Evrópu,“ segir Ragnar sem telur tvær skýringar vera á því. „Veltan á mannsbarn í okkar hagkerfi er sennilega fimmföld miðað við t.d. Bretland. Við erum með fimm sinnum meira gegnumstreymi á mannsbarn í okkar kerfi og fáum því miklu betri nýtingu en annars staðar. Önnur skýring er sú að á Íslandi hefur þess alltaf verið gætt vandlega að tekjurnar hafa verið teknar í sömu hlutföllum og kostnaðurinn fellur til, annars vegar af þjónustu við seljendur og hins vegar við korthafa.“ Þrátt fyrir að umhverfi greiðslukorta hér á landi sé að mörgu leyti annað en hjá öðrum Evr- ópuþjóðum segir Ragnar margt athyglisvert í skýrslunni og þörf á því að fara vandlega yfir hana, sjá hvað má betur fara og hvað hægt sé að læra af henni. Hann telur hins vegar að oft gleymist það í umræðunni að kostnaði við seðla og mynt sé velt yfir á skattgreiðendur í stað þess að setja gjöld á kostnaðarsama meðhöndlun reiðufjár. Ragnar Önundarson segir gjöld á greiðslukort lægri hér en í flestum Evrópulöndum Notum greiðslukort á við milljón manna þjóð Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ragnar Önundarson OPINBER heimsókn forseta Ís- lands Ólafs Ragnars Grímssonar og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff í Austur-Skaftafellssýslu verður dag- ana 25. og 26. apríl. Þriðjudaginn 25. apríl munu for- setahjónin lenda á Hornafjarð- arflugvelli kl. 9.00. Þennan dag heimsækja forsetahjónin og fylgd- arlið þeirra skóla, fyrirtæki og stofn- anir á Höfn og deginum lýkur með fjölskylduhátíð í Íþróttahúsinu kl. 20.00 til heiðurs forsetahjónunum og eru allir velkomnir þangað. Miðvikudaginn 26. apríl munu for- setahjónin og fylgdarlið aka í Lón um Almannaskarðsgöngin. Síðan verður ekið til baka um Almanna- skarð og haldið að Seljavöllum í Nesjum. Þaðan liggur leiðin út í Ný- heima á Höfn þar sem forsetinn mun ávarpa málþing um skapandi at- vinnugreinar. Að því loknu halda forsetahjónin vestur á bóginn og koma við á býl- um, stofnunum og söfnum á leiðinni. Endapunkturinn í vestri er þjóð- garðurinn í Skaftafelli. Heimleiðis halda forsetahjónin síðan frá Fag- urhólsmýri að kvöldi þessa dags. Forsetahjónin heimsækja Austur-Skafta- fellssýslu NÝ FERJA sigldi inn í höfnina í Stykkishólmi kl. 11 á laugardag. Ferjan ber nafnið Baldur og er hún áttunda skipið sem ber þetta nafn og hefur stundað siglingar um Breiða- fjörð með vörur og farþega. Nýi Baldur var keyptur frá Hol- landi og var notaður þar til ferjusigl- inga. Sæferðir í Stykkishólmi eru eig- endur nýju ferjunnar og sjá um rekstur hennar. „Nýja ferjan mark- ar ný spor í samgöngumálum Breið- firðinga. Þarna er komin stór og mikil ferja þar sem öll aðstaða fyrir farþega og bíla er allt önnur og betri en á gamla Baldri. Þetta er ekki sambærilegt,“ segir Pétur Ágústs- son, skipstjóri og framkvæmdastjóri Sæferða. Ferjan er 62 m á lengd og 12,5 m á breidd. Hún tekur um 300 farþega í sæti og 45–50 bíla á millidekk. „Þessar tölur segja ekki allt,“ seg- ir Pétur. „Með nýju ferjunni verður miklu þægilegra að ferðast. Í henni er borðsalur sem tekur yfir 200 manns í sæti. Annar salur, setustofa, tekur um 100 manns í sæti, þar sem boðið er upp á þægilega stóla, þar sem farþegar geta látið fara mjög vel um sig á meðan á siglingu stend- ur. Farþegasalirnir eru ofan sjólínu og eru gluggar á bæði borð og far- þegar sjá vel út. Stórt eldhús er í ferjunni og öll vinnuaðstaða fyrir áhöfn er mjög góð.“ Mikil lyftistöng Einn af kostum ferjunnar er að hún er mun hraðskreiðari en gamli Baldur var. Að sögn Péturs styttist siglingatíminn yfir Breiðafjörð um 50 mínútur og tekur siglingin rúmar tvær klukkustundir í stað þriggja tíma áður. Það er um 25% stytting ferðatímans og það verður til þess að ferjan þjónar mun betur sínu hlutverki. Pétur Ágústsson segir að ferjusiglingar yfir Breiðafjörð séu og verði mikilvægur hlekkur í sam- göngum og ferðaþjónustu. „Nýja ferjan verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu, bæði norðan og sunn- an Breiðafjarðar. Ég er viss um að umferð eykst mikið í kjölfarið. Sú vissa ýtti okkur af stað í að end- urnýja ferjuna. Ég finn fyrir miklum áhuga og greinilegri velvild allra íbúa svæðisins. Fyrstu viðbrögð lofa góðu því fullbókað var í ferðir með ferjunni í gær, annan dag páska.“ Ný ferja styttir ferðatímann yfir Breiðafjörð um fjórðung Ný og öflug ferja komin til Stykkishólms Pétur Ágússtsson, skipstjóri og framkæmdastjóri Sæ- ferða, um borð í Baldri við heimkomuna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Í heimahöfn. Nýi Baldur siglir í blíðu inn í höfnina í Stykkishólmi fánum prýddur. Eftir Gunnlaug Árnason. „ÉG var utanríkisráðherra Bret- lands árið 1956 og þurfti því að verja Breta sérstaklega þegar umræðan snerist um vandamálin í Súez en gagnrýna stefnu Frakka þegar kom að stríðinu í Alsír,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, nemi á lokaári við IB-braut EABJM-skólans í Par- ís, sem vann nýverið til viðurkenn- ingar fyrir mælskulist á ráðstefnu ungs fólks úr Evrópu og víðar sem Harvard-háskóli stóð fyrir. Á ráðstefnunni setja um fjögur hundruð ungmenni sig í spor ráða- manna í alþjóðlegum stofnunum og eru m.a. settir á svið fundir hjá Sam- einuðu þjóðunum og Bandaríkja- þingi. Sigrún er keppninni vel kunn- ug en hún hefur tekið þátt í fimm slíkum og vann jafnramt til sam- bærilegrar viðurkenningar á ráð- stefnunni í fyrra – þá sem utanrík- isráðherra Íslands í NATO en í samtímanum. Nemendur frá Harvard halda utan um ráðstefn- una og velja einn- ig þá ræðumenn sem þeim finnst framúrskarandi. Var Sigrún ein af þremur sem stóðu sig best í umræðunum á NATO-fundinum. Mikill heiður Sigrún segir það mikinn heiður að fá viðurkenningu frá Harvard- háskóla og geta komið sér vel ef hún hyggst síðar sækja um í háskóla í Bandaríkjunum. Það er þó ekki á dagskrá hjá henni enn sem komið þar sem hún stefnir á nám í lögræði við Háskóla Íslands í haust. Vann til viðurkenningar frá Harvard-háskóla Sigrún Ingibjörg Gísladóttir ♦♦♦ ÞRJÁR útigangskindur fundust á föstudaginn langa í Unadal upp af Hofsósi. Vélsleðamenn fundu kind- urnar og komu þeim til byggða. Þarna var ær með tvö lömb frá bænum Minni-Reykjum. Þykir ljóst að kindurnar hafa bú- ið við talsvert harðræði síðustu vik- ur og voru svangar og búnar að leggja talsvert af. Skömmu áður hafði fundist eitt lamb í Hrolleifsdal í Sléttuhlíð en það var frá bænum Glæsibæ. Í báðum þessum dölum fundust kindur seint í haust en þá varð ekki þessara kinda vart. Útigangsfé fannst í Unadal LÖGREGLAN á Hvolsvelli fór í tvær eftirlitsferðir um páskana, annars vegar inn á hálendið og hins vegar í Þórsmörk, til að kanna ástand öku- tækja og ökumanna og ræða við fólk. Að sögn lögreglu var allt hátta- lag og ástand fólks og ökutækja til fyrirmyndar og greinilegt að fólk var komið á hálendið til að njóta veð- urs og náttúru. Virtust ferðalangar einnig ánægðir með þessa ferð lög- reglunnar um hálendið um þessa miklu ferðahelgi. Var færð góð og margt fólk bæði á hálendinu og í Þórsmörk að sögn lögreglu. Hálendisfarar til fyrirmyndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.