Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 1

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 113. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ráðskonan í rútunni Rakel Jónsdóttir sér um að metta maga tökuliðsins í Mýrinni | Daglegt líf Viðskipti | Útsjónarsamur frumkvöðull Skemmtileg ham- hleypa Íþróttir | Barcelona og Arsenal mætast í úrslitum Washington og Nets jafna metin  Heiðar í atvinnumennsku FRAMKVÆMDIR við álver Alcoa á Reyðar- firði ganga samkvæmt áætlun og í gær var síð- asti hluti stálvirkis í kerskála verksmiðjunnar hífður á sinn stað. Búið er að klæða þrjá fjórðu hluta skálanna að utan. Alcoa fær fyrsta húsið afhent í lok næsta mánaðar, en þar er um að ræða skautsmiðju verksmiðjunnar. Björn S. Lárusson, samskiptastjóri Bechtel sem reisir álverið, sagði að framkvæmdir við byggingu álversins gengju mjög vel og í gær hefðu þeir fagnað þeim áfanga að síðasti bitinn í stálvirki kerskálanna hefði verið hífður á sinn stað. Björn sagði að fyrsta húsinu yrði skilað til Alcoa í lok maímánaðar. Þar væri um að ræða skautsmiðju verksmiðjunnar. Þá gæti Alcoa hafist handa um að setja bakskaut í kerin, en byrjað væri að koma kerunum fyrir í skál- unum. Fram kom að kerskálarnir eru tveir talsins og hvor um sig um einn kílómetri og lengd. Um 25 þúsund tonn af stáli fara í kerskálana og um 27 þúsund tonn í verksmiðjuna alls. Stálið var flutt hingað til lands frá Kína í sex förmum. Morgunblaðið/Helgi Garðars Síðasti hluti stálvirkis kerskálanna á sinn stað LEIÐTOGAR Írana hótuðu í gær árásum á Bandaríkjamenn og eignir þeirra „um allan heim“ færi svo að ríkisstjórn George W. Bush í Wash- ington gerði hernaðarárás á Íran vegna deilnanna um meintar kjarna- vopnatilraunir klerkastjórnarinnar. „Íranska þjóðin mun hefna fyrir sér- hverja árás með tvöfalt öflugri árás,“ sagði áhrifamesti leiðtogi Írana, ajatollah Ali Khamenei. Forseti Ír- ans, Mahmoud Ahmadinejad, hafði fyrr um daginn sagt að Íranar myndu ekki verða við kröfum örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um að hætta að framleiða auðgað úran sem nota má í kjarnorkusprengjur. Hafi Íranar ekki hætt tilraunum sínum á morgun getur farið svo að samþykktar verði að tillögu Banda- ríkjanna og Evrópusambandsríkja alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn rík- inu. Sumir óttast jafnvel að Banda- ríkjamenn og Ísraelar muni hefja loftárásir á tilraunastöðvarnar með það að markmiði að koma í veg fyrir að Íranar smíði kjarnavopn. Ajatollah Khamenei sagði eftir fund með Omar al-Bashir, forseta Súdans, að „geta Írana á sviði kjarn- orkumála“ væri eitt af mörgu sem vísindamenn landsins hefðu tileinkað sér. „Íslamska lýðveldið Íran er reiðubúið að miðla reynslu, þekkingu og tæknikunnáttu vísindamanna sinna,“ sagði Khamenei. Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þessi ummæli íranska leiðtogans vera uggvænleg. Birgðastaða betri en reiknað hafði verið með Deilurnar hafa ásamt öðrum þátt- um valdið verðhækkunum á olíu á heimsmarkaði en Íran er eitt af mestu olíuútflutningsríkjum heims. Nokkur lækkun varð samt á olíu- verði á Bandaríkjamarkaði í gær þar sem birgðastaða reyndist mun betri vestra en reiknað hafði verið með. Er ástæðan sögð vera sú að neyt- endur hafi sparað bensín vegna þess hve dýrt það er orðið. Háttsettur ráðgjafi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta, Ígor Sjúl- akov, varaði hins vegar við því að drægjust deilurnar við Írana á lang- inn gæti olíuverð farið í 100 dollara fatið. Það var í gær um 72 dollarar bæði í New York og London. Segjast svara árás með gagnárásum Íranskir leiðtogar hóta atlögum gegn Bandaríkjamönnum og eignum þeirra „um allan heim“ verði ráðist á ríkið Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mahmoud Ahmadinejad Ayatollah Ali Khamenei ÍBÚÐALÁN viðskiptabankanna þriggja hafa dregist saman um tæp- an helming á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2005 veittu bankarnir 5.832 lán að upphæð 60,7 milljarða króna. Hins vegar voru 3.065 lán veitt á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fyrir 30,9 milljarða króna. Á sama tímabili námu ný útlán Íbúðalánasjóðs á fjórðungnum 10,1 milljarði, sem er um 7 milljörðum minna en á síðasta ári. Friðrik Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka, segir í Viðskiptablaði Morgunblaðsins að fasteignalán bankans hafi dregist saman um 20% á milli mánaðanna mars og apríl. „Hærri vextir hafa augljóslega haft áhrif á markaðinn. Breyttar horfur í efnahagsmálum og hærri verðbólgu- spá hafa einnig áhrif, en fólk dokar eðlilega við meðan jafnmiklar sveifl- ur eru á mörkuðum og verið hafa. Þrátt fyrir samdrátt í íbúðalánum bankanna og Íbúðalánasjóðs á fyrstu þremur mánuðum ársins, hefur fast- eignaverð haldið áfram að hækka. Hægir á hækkunum Samkvæmt tölum frá Fasteigna- mati ríkisins hækkaði vísitala íbúða- verðs á höfuðborgarsvæðinu í mars um 1,7% frá fyrra mánuði. Síðast- liðna 3 mánuði hefur hún hækkað um 4,3% og sl. 6 mánuði um 7,4%. Á síð- ustu 12 mánuðum nemur hækkunin um 21%. Ýmislegt bendir þó til að hægja fari á hækkun íbúðaverðs á næstu misserum. Fasteignasalar sem Morgunblaðið hefur rætt við eru sammála um að dregið hafi úr íbúða- kaupum á undanförnum vikum og að algengara sé að menn bjóði nú lægra en uppsett verð fyrir íbúðir. Þá spá greiningardeildir bankanna þriggja að draga muni verulega úr hækkun- inni á komandi sumarmánuðum. Samdráttur um 30 milljarðar Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is  Samdráttur í íbúðalánum | B8 Íbúðalán viðskiptabankanna þriggja Harare. AFP. | Stjórnvöld í Zimbabwe eru reiðubúin að afhenda hvítum bændum, sem reknir voru frá bújörðum sínum að skipun Roberts Mugabe, forseta landsins, býlin sín aftur. Zimbabwe var í eina tíð eitt mesta landbúnað- arland Afríku en þegar Mugabe ákvað að flæma hvítu bændurna burt, hrundi framleiðslan og þar með efnahagslífið í landinu. Nú er svo komið, að fjórðungur lands- manna amk. lifir á bón- björgum og matargjöfum hjálparstofnana. Þótt um sé að ræða kúvendingu í stefnu stjórnvalda neitaði landbúnaðarráðherrann, Joseph Made, því og sagði, að allar umsóknir um land, frá svörtum sem hvítum, yrðu tekn- ar til vinsamlegrar athugunar. Sagt er, að ákvörðunin hafi verið tekin að tillögu nefndar, sem falið var að kanna hvernig til hefði tekist hjá þeim svörtu bænd- um, sem fengu fyrir lítið jarðirnar, sem hvítu bændurnir höfðu áður. Mun niðurstaðan vera að svörtu bændurnir hafi sjaldnast fjár- hagslega getu eða kunnáttu til að stunda stórbúskap. Síðan Mugabe hófst handa við landbún- aðarstefnu sína hafa 4.000 hvítir bændur misst jarðir sínar og eru nú aðeins 600 eftir. Nokkuð er þó um, að stjórnvöld í nágranna- löndunum hafi verið að bera víurnar í hvítu bændurna í því skyni að auka landbúnaðar- framleiðsluna þar. Fá hvítir jarðir á ný? Stefna Zimbabweforseta veldur efnahagshruni og hungursneyð Robert Mugabe Viðskipti og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.