Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýjung!
Sykurskerta Kókómjólkin inniheldur
helmingi minni viðbættan sykur og fitu
en hefðbundin Kókómjólk og orkuinni-
haldið er fjórðungi lægra.
Yfir 80% af mjólkursykrinum hafa verið
klofin og hentar drykkurinn því flestum
þeim sem hafa mjólkursykursóþol.
helmingi
léttari!
viku. „Við höfum eitt ár til þess að
vinna þessar hugmyndir áfram, þróa
þær og fá botn í það hvort um það
tekst samstaða að bæta kjör þessa
fólks,“ sagði Sigursteinn.
Víðtæk pólitísk sátt
Hann sagði samtökin telja að um
hugmyndirnar gæti náðst víðtæk
pólitísk samstaða en auk þess að
kalla eftir þátttöku stjórnmálaflokk-
anna yrði samráð haft við fleiri, þar á
meðal aðila vinnumarkaðarins. „Það
hefur orðið gliðnun í íslensku sam-
félagi á undanförnum árum. Aldraðir
og öryrkjar hafa setið eftir á góð-
æristímbilinu og það er algerlega
óviðunandi í samfélagi sem á að gera
ráð fyrir öllum og á að sinna öllum.
Hér er um að ræða tillögugerð sem
felur í sér að við getum stigið skref
til framfara í næstu framtíð án þess
að um sé að ræða einhverja há-
stemmda kröfugerð. Við erum að
leggja til að sjálfsögðu að almanna-
tryggingarnar verði einfaldaðar, að
lífeyris- og skattleysismörk verði
hækkuð, að skerðingar vegna at-
vinnutekna verði minnkaðar. En við
erum líka að leggja til nútímaleg úr-
ræði til að efla atvinnuþátttöku
allra,“ sagði Sigursteinn. Þá þyrfti
að stórauka menntun og endurhæf-
ingu þeirra hópa sem um ræddi. „Við
leggjum átta sinnum minna fé sem
ENDURSKOÐA þarf frá grunni lög
um almannatryggingar og þjónustu
Tryggingastofnunar ríkisins og auka
möguleika öryrkja og eldri borgara á
atvinnuþátttöku. Einnig þarf að
huga að menntun, hæfingu og end-
urhæfingu hjá þessum hópum, sem
og búsetumálum, fjölskyldulífi, stoð-
þjónustu og aðgengi og hönnun
góðrar heilbrigðisþjónustu þeim til
handa. Þetta kemur fram í skýrslu
sem unnin hefur verið af hópi 56 ein-
staklinga á vegum
Landssambands eldri borgara,
Landssamtakanna Þroskahjálpar og
30 aðildarfélaga Öryrkjabandalags
Íslands. Hópurinn hefur verið að
störfum frá því snemma á árinu en
hugmyndir hans voru kynntar á
blaðamannafundi í gær. Samtökin
þrjú telja að breytinga sé þörf eigi að
takast að skapa á Íslandi eitt sam-
félag fyrir alla „sem við viljum meina
að hafi ekki verið til staðar hingað
til,“ að því er fram kom í máli Sig-
ursteins Mássonar, formanns ÖBÍ, á
fundinum. Sigursteinn sagði hug-
myndirnar hafa verið kynntar leið-
togum allra þeirra stjórnmálaflokka
sem fulltrúa eiga á Alþingi. Eigi
samtökin von á því afstaða flokkanna
til hugmyndanna liggi fyrir í næstu
hlutfall af vergri landsframleiðslu í
endurhæfingarmál á Íslandi að með-
altali heldur en hinar Norðurlanda-
þjóðirnar,“ sagði Sigursteinn. Hug-
myndir um einstaklingsmiðuð
úrræði fyrir búsetu og samfélags-
þátttöku, aukin þátttaka í menntun,
hæfingu og endurhæfingu snerust
ekki fyrst og fremst um kostnað,
heldur fjárfestingu sem myndi skila
sér aftur til baka inn í samfélagið á
margvíslegan hátt.
Fólk hafi val um búsetu
Gerður Aagot Árnadóttir, formað-
ur Landssamtakanna Þroskahjálp-
ar, benti á að huga þyrfti að búsetu-
málum. „Það sem við viljum sjá er að
fólk sem býr við örorku eða er orðið
aldrað eigi möguleika á að velja sér
búsetu og fá þá þjónustu sem það
þarf til sín,“ sagði Gerður. Þessir
hópar geti þannig lifað sambærilegu
lífi á við aðra, líkt og tryggt sé í lög-
um en sé ekki reyndin. „Við viljum
sjá nýja hugsun í þessum mála-
flokki,“ sagði Gerður.
Borgþór Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Landssambands eldri
borgara, sagði að samtökin teldu að
samstarfið við Þroskahjálp og ÖBÍ
hefði skilað mjög góðum grundvelli
að byggja á og starfa áfram útfrá.
Mörg mál brynnu á eldri borgurum,
þar á meðal búsetu- og atvinnumál.
Endurskoða þarf frá grunni
lög um almannatryggingar
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ hlaut fyrstu
verðlaun í alþjóðlegri auglýsinga-
samkeppni á vegum INMA (Int-
ernational Newspaper Marketing
Association). Um er að ræða sam-
keppni þar sem verðlaunaðar eru
bestu markaðsherferðirnar sem
dagblöð út um allan heim hafa stað-
ið að. Þetta var í 71. skipti sem sam-
keppnin er haldin á vegum INMA
og að þessu sinni voru 1.019 inn-
sendingar í keppnina frá 206 dag-
blöðum í 37 löndum.
Auglýsingaherferðin „Innihaldið
skiptir öllu máli“ sem Hvíta húsið
vann fyrir Morgunblaðið hlaut
fyrstu verðlaun í flokki dagblaða
með upplag undir 75 þúsund eintök.
Verðlaunin voru veitt fyrir skömmu
á heimsþingi INMA sem haldið var
á Drake-hótelinu í Chicago þar sem
voru samankomnir um 350 þátttak-
endur víðsvegar að úr heiminum.
Dómnefndin sagði um auglýs-
ingar Morgunblaðsins sem unnu
verðlaunin að þarna væri um að
ræða vel útfærða hugmynd, auglýs-
ingarnar væru grafískar og kæmu
beint að kjarna málsins. Auglýsing-
arnar sem verðlaunaðar voru verða
birtar í bókinni Best in Print.
„Við erum hæstánægð með þenn-
an árangur, enda er þetta mikill
heiður. Og svo er auðvitað alltaf
skemmtilegt að vinna, sérstaklega í
alþjóðlegum keppnum,“ segir
Sverrir Björnsson hjá Hvíta húsinu.
Aðspurður segir hann auglýsing-
arnar ávallt þýddar yfir á ensku í
svona keppnum til þess að hægt sé
að meta þær, en engu að síður
skipti alltaf mestu að hugmyndin í
auglýsingunni og framsetning skili
sér til fólks. „Mér finnst afar
ánægjulegt að menn hafi séð og
skynjað það að þetta væri góð
markaðssetning á blaði sem leggur
áherslu á innihaldið,“ segir Sverrir.
Vöktu athygli
Við verðlaununum tóku Margrét
Kr. Sigurðardóttir, forstöðumaður
sölu- og markaðssviðs Árvakurs hf.,
og Unnur I. Jónsdóttir markaðs-
stjóri. Að sögn Margrétar og Unnar
er þetta ánægjuleg viðurkenning.
„Ef horft er á fjölda innsendinga í
keppnina þá held ég að við stöndum
okkur bara vel í markaðssetningu í
samanburði við önnur dagblöð í
heiminum. Auglýsingarnar okkar
vöktu athygli enda er um að ræða
slagorð og framsetningu sem hægt
væri að nota fyrir dagblöð víðs veg-
ar í heiminum. Það eru öll dagblöð
að keppast um að fá fleiri lesendur
og í þessum auglýsingum er athygl-
inni beint að gæðum blaðsins og
reynt að segja með einföldu mynd-
máli það sem máli skiptir.“
Morgunblaðsauglýs-
ingar verðlaunaðar
Margrét Kr. Sigurðardóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Árvak-
urs hf. (t.h.), og Unnur I. Jónsdóttir markaðsstjóri taka við verðlaununum
úr hendi forseta INMA, Ross McPherson, á heimsráðstefnu samtakanna.
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, varð
sextugur í gær og samfagnaði fjöldi manna með honum á þessum tímamót-
um. Óhætt er að segja að í veislunni hafi verið margt í, enda voru 500 gestir
komnir fyrstu klukkustundina. Til veislunnar var blásið síðdegis í björtu og
fallegu aprílveðri og samkoman haldin í Gullhömrum í Grafarholti þar sem
Vilhjálmur ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur, tóku á móti
gestum.
Morgunblaðið/Ómar
Margt var um manninn í afmælisveislunni og má hér m.a. sjá Geir Sveinsson,
handknattleiksmann og maka Jóhönnu, dóttur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar.
Fjölmenni samfagnaði
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Morgunblaðið/Ómar
Gísli Marteinn Baldursson óskar Vilhjálmi til hamingju með árin sextíu.