Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 10
STURLA Böðvarsson, samgönguráð- herra, sagði á Alþingi í gær að Reykjavíkurborg hefði dregið „út í hið óendanlega“ að taka ákvörðun um legu Sundabrautar, þannig að ekki væri unnt að hefja verkhönnun, sem væri undanfari útboðs. Því teldi hann óhjákvæmilegt að láta kanna það af fullri alvöru hvort ekki væri rétt að hefja framkvæmdir við Sundabraut að norðanverðu, en með því væri „verkið tekið úr þeirri gíslingu sem meirihlutinn í Reykjavík heldur því í“. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um um- ferðaröryggi á Kjalarnesi. Spurði Birgir ráðherra meðal annars um við- brögð hans við yfirlýsingum forsvars- manna R-listans um Sundabraut. „Það sem ég sé fyrir mér að kanna verði er að hefjast handa við fram- kvæmdir með breikkun vegarins á Kjalarnesi, milli syðri gangamunna Hvalfjarðarganga að þeim stað sem fyrirhugað er að Sundabraut þveri Kollafjörð. Með þessari aðgerð væri umferðaröryggismálum á Kjalarnesi og í nágrenni við Grundahverfi komið í gott horf. Teng- ingar við hverfið og á milli svæða þess yrðu með besta móti og fyllsta umferðar- öryggis yrði gætt, eins og að sjálf- sögðu er stefnt að. Verði þetta niður- staðan mun þessi hluti framkvæmdarinnar koma inn í endurskoðaða vegaáætlun fyrir árin 2007–2010 og ég tel ekkert eiga að vera því til fyrirstöðu að framkvæmd- irnar eigi sér stað á fyrri hluta þess áætlunartímabils. Þær gætu hafist á næsta ári í þágu umferðaröryggis á þessu svæði,“ sagði Sturla. Staðan með ólíkindum Sú staða sem uppi væri í skipulags- málum Reykjavíkurborgar og sneri að legu fyrirhugaðrar Sundabrautar væri með miklum ólíkindum. „Misseri eftir misseri eru samgönguyfirvöld dregin á svari um hvar Sundabrautin megi liggja yfir Kleppsvíkina,“ sagði Sturla. „Hver afsökunin er nefnd af annarri og nú síðast á fundi í borg- arstjórn í gær [fyrradag] hélt Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- ráðs borgarinnar, því fram að málið tefjist vegna þess að ,,enn sé óvissa um fulla fjármögnun verksins“. For- maðurinn vissi betur en kysi að fara Segir Reykjavíkurborg hafa dregið of lengi að taka ákvörðun um Sundabraut Kannað verði hvort rétt sé að hefja framkvæmdir að norðanverðu Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is með rangt mál til að fela aðgerðar- leysi í eigin ranni. „Það er leitt til þess að hugsa að hugtakið ,,Dagsatt“ fái nýja og miður góða merkingu þessa dagana,“ sagði Sturla. Þá væri Dagur B. Eggertsson einn um að halda á lofti þeirri skoðun að það ætti að kjósa sérstaklega um legu Sundabrautar. Þetta yrði ekki til að flýta fram- kvæmdum. Skattfé af höfuðborgarsvæðinu í vegagerð á landsbyggðinni Nokkrir þingmenn tóku til máls að loknu svari ráðherra. „Það er að sjálf- sögðu fagnaðarefni ef menn taka þá ákvörðun að breikka veginn að Kjal- arnesi frá suðurmunna Hvalfjarðar- ganga og í áttina að þeim stað þar sem fyrirhuguð Sundabraut á að koma að,“ sagði Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslyndra. Hann sagði jafnframt óskiljanlegt að menn gætu ekki komist að niðurstöðu um það hvar Sundabrautin ætti að liggja, það þyrfti ekki að vera svo flókin ákvörðun. Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar, sagði samgönguráðherra hafa varið skattfé því sem að mestu kæmi af höfuðborgarsvæðinu til vegaframkvæmda úti á landi. „Um leið gerir hann þá kröfu til Reykjavík- ur að ef hér sé vandað betur til verks en ódýrast er skuli Reykvíkingar greiða það sérstaklega,“ sagði Helgi. „Það er auðvitað fráleitt og hefur tafið verkið sem ráðherrann veit að var marga mánuði hjá umhverfisráðherra að bíða úrskurðar á síðasta ári,“ sagði hann. Framtaksleysi ráðherra væri með þeim hætti að „Faxaflóahafnir sf. hafa lýst sig reiðubúna að leggja Sundabrautina fyrir hann vegna þess að hann kemst aldrei af stað. Nú hef- ur Sjóvá boðist til þess að leggja Suð- urlandsveginn fyrir hann yfir Hellis- heiðina vegna þess að þar kemst hann heldur ekki spönn frá rassi en kýs að ráðast hér úr ræðustól Alþingis að fjarstöddum mönnum með því að uppnefna þá,“ sagði Helgi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri- grænna, sagði sannleikann þann að Reykjavíkurborg hefði verið í gísl- ingu andúðar samgönguráðherra og sjálfstæðismanna að því er varðaði vegaframkvæmdir innan Reykjavík- ur. „Það fjármagn sem hefur fengist til framkvæmda innan Reykjavíkur hefur fengist seint og illa og það hefur líka verið skilyrt,“ sagði Atli og vísaði til framkvæmdanna við Hringbraut. Sturla Böðvarsson, sagði við lok umræðnanna að fyrir lægi að það væri á valdi sveitarfélaganna í land- inu að fara með skipulagsmál. Hann sagði samgönguyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að leggja Sundabraut, en ákvörðunar um hvar hún ætti að liggja væri enn beðið. „Í því liggur minn vandi,“ sagði Sturla. 10 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PERLAN Ein magnaðasta bygging Reykjavíkur á daginn. Eitt besta veitingahúsið á kvöldin. Perlan · Öskjuhlíð · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · perlan@perlan.is H rin gb ro t Silfurverðlaun á Matur 2006! Til hamingju Björn! Perlan óskar Birni Braga og fjölskyldu hans innilega til hamingu með silfur- verðlaunin í keppninni Matreiðslu- maður Íslands 2006. 1999 - Matreiðslunemi ársins 1999 - Matreiðslumaður ársins (úrslit) 2004 & 2005 - Þjálfari matreiðslunema fyrir Norrænu matreiðslunemakeppnina (bæði árin lentu nemendur skólans í 1. sæti). „MÉR sýnist að þetta sé allt í gamal- kunnugu fari. Það er stutt eftir af þinginu og greinilega örlítil spenna,“ segir Hjálmar Árnason. Hann tók í gær sæti á Alþingi að nýju eftir veik- indaleyfi, en Hjálmar fékk hjarta- áfall í lok febrúar sl. „Það er að byrja þessi hefðbundni póker þar sem stjórnarandstaðan setur fram sínar óskir um mál sem eiga að fara út og stjórnarsinnar vilja náttúrlega engin spil sýna strax. Ég fæ ekki betur séð en að Ríkisútvarpið sé þar ofarlega á blaði,“ segir Hjálmar um þingstörf næstu daga. Hann segir það blendna tilfinn- ingu að snúa aftur til starfa að loknu veikindaleyfinu. „Ég er búinn að hafa það svo gott og vera í góðri end- urhæfingu, heima hjá mér fyrst og fremst, sem og í Hveragerði. Ég er í því að ganga og geng 5–7 kílómetra á hverjum einasta degi og er af- skaplega glaður og bjartsýnn,“ segir hann. Veikindin hafi orðið til þess að hann hafi endurmetið lífsviðhorf sitt og forgangsröðun hlutanna. „En það er gaman að koma aftur í vinnuna en ég hef alltaf haft gaman af því að vinna. En þetta verður nú stutt, snarpt og mjög hefðbundið,“ segir Hjálmar Árnason. Morgunblaðið/Árni Sæberg „…það er gaman að koma aftur í vinnuna en ég hef alltaf haft gaman af því að vinna,“ segir Hjálmar Árnason sem slær á létta strengi með flokkssystk- inum sínum, Dagnýju Jónsdóttur og Magnúsi Stefánssyni, á Alþingi í gær. Blendin tilfinning Hjálmar Árnason kominn til þingstarfa að nýju eftir veikindaleyfi Morgunblaðið/Ómar Hlýtt á umræður í þingsal Jón sagði að lög virtust heimila ráðherra að ráða einn aðstoðar- mann, og því væri rétt að spyrja forsætisráðherra hvort einhverjir ráðherrar hefðu ráðið fleiri aðstoð- armenn en lög gerðu ráð fyrir. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra sagði að heimilt væri í lögum að ráða einn aðstoðarmann, en auk þess væri heimild til að ráða ráð- gjafa til að sinna tímabundnum verkefnum. For- sætisráðuneytið hefði í kjölfar fyrirspurnar Jóns óskað eftir upplýsingum um slíka starfsmenn hjá ráðuneytun- um. Í flestum svörum hefði komið fram að slíkir starfsmenn væru ekki að störfum. Þó hefðu verið ráðnir upplýsinga- fulltrúar í forsætisráðuneytinu og samgönguráðuneytinu, en þeir hefðu báðir verið ráðnir til tíma- bundinna verkefna. Upplýsinga- fulltrúar hefðu starfað að tíma- bundnum verkefnum í öðrum ráðuneytum, en gerðu það ekki lengur. Nú væri auk þess starfandi tímabundið ráðgjafi í menntamála- ráðuneytinu. Ráðuneytisstjórar pólitískir Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði rétt að breyta lögum um pólitíska aðstoð- armenn. Ráðherrar ættu að eiga þess kost að ráða með sér nokkra pólitíska aðstoðarmenn, t.d. mætti draga mörkin við þrjá. Hann sagði ráðuneytisstjóra stundum orðna full-pólitíska, sem væri ekki æskileg þróun. Jón Gunnarsson þakkaði ráð- herra skýr svör, kvað ljóst að að- eins væri heimild til að ráða einn aðstoðarmann og ráðgjafi mennta- málaráðherra hefði þá greinilega misskilið eitthvað þegar hún hefði sagst vera nokkurs konar annar að- stoðarmaður menntamálaráðherra í viðtali á NFS. Upplýsingafull- trúar og ráðgjafar ráðnir tímabundið FORSÆTISRÁÐHERRA var spurður um heimildir ráðherra til að ráða að- stoðarmenn í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, benti í fyrirspurn sinni á að í viðtali á NFS í janúar hefði komið fram að menntamálaráðherra hefði ráðið bæði pólitískan aðstoðar- mann og sérstakan ráðgjafa í menntamálum, sem liti á sig sem annan póli- tískan aðstoðarmann ráðherra. Jón Gunnarsson Sturla Böðvarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.