Morgunblaðið - 27.04.2006, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is
F A S T E I G N A S A L A
Um er að ræða mjög
vel staðsett 46 fm
sumarhús, ásamt 6 fm
aukahúsi. Bústaðurinn
stendur í fallega
ræktuðu 11 þúsund
fermetra eignarlandi
rétt vestanmegin við
Laugarvatn á
skjólgóðum og
rólegum stað.
V. 12,7 m.
SUMARHÚS - VIÐ LAUGARVATN
Egilsstaðir | Heilbrigðisráðuneytið
og forsvarsmenn Heilbrigðisstofn-
unar Austurlands (HSA) starfa nú
að því að meta fjárhag stofnunar-
innar á grundvelli reiknilíkans sem
aðilar komu sér saman um á fundi í
ráðuneytinu sl. mánudag. HSA vant-
ar um 100 milljónir króna til að láta
enda ná saman á árinu og hafa verið
boðaðar lokanir og mikill samdrátt-
ur í rekstri.
Stjórn HSA og sveitarstjórnir á
Austurlandi hafa skorað á ríkisvald-
ið að skoða málefni stofnunarinnar
náið með það að leiðarljósi að fjár-
veitingar til hennar séu engan veg-
inn í takt við þá þenslu og fólks-
fjölgun sem átt hefur sér stað í
fjórðungnum á undanförnum miss-
erum.
„Því miður fékk ég ekki fulla vasa
fjár með mér heim, sem hefði verið
besta niðurstaðan, en verið er að
leggja á borðið reiknilíkan til að
máta rekstur starfseminnar inn í,
þ.e.a.s. það er verið að vinna í því
núna að skoða með hvaða aðferðum
heilbrigðisráðuneytið úthlutaði okk-
ur fé og hvernig það stemmir við
raunveruleika stofnunarinnar,“ seg-
ir Einar Rafn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri HSA.
Lausn þarf að finnast fljótlega
„Nú er því farið í gang nokkurra
daga vinnuferli þar sem menn reyna
að gera sér ljósa grein fyrir hvar
fjármagn vantar mest inn rekstur-
inn og hvaða þættir hans hafa verið
vanmetnir fjárhagslega. Ráðuneytið
telur sig hafa lagt nægt fé af mörk-
um en við segjum að vanti fé, við er-
um ekki sammála um þetta og ekki í
hvaða geira rekstursins féð vantar.
Ég vona að þetta leiði til einhverr-
ar rökréttrar niðurstöðu og að við
komumst hjá lokunum. Lausnir
finnast vonandi mjög fljótlega, ella
erum við í miklum vandræðum,“
segir Einar Rafn.
Heilbrigðisstofnun Austurlands,
sem starfar á níu stöðum í fjórð-
ungnum er með um 330 manns á
launaskrá og veltan um 1,6 milljarð-
ar króna. Í byrjun árs 2005 var staða
HSA neikvæð um 16 milljónir króna.
Halli ársins nam 67 milljónum
króna. Í upphafi þessa árs var stofn-
unin því að velta á undan sér halla
sem nemur 83 milljónum króna.
Fulltrúar ráðuneytis og Heilbrigðisstofnunar Austurlands gaumgæfa rekstur og fjárhag
Leitað lausna á rekstrarvanda HSA
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Starfsemin verðlögð Heilsugæslan á Egilsstöðum er meðal þeirra eininga
HSA sem þröngt er orðið um fjárhagslega svo til vandræða horfir.
Neskaupstaður | Á morgun, föstu-
daginn 28. apríl, verða hátíðahöld í
íþróttahúsi Neskaupstaðar vegna
20 ára starfsafmælis Verkmennta-
skóla Austurlands í Fjarðabyggð.
Í tilefni af afmælinu var gefið út
afmælisrit, sem dreift hefur verið
inn á öll heimili á Austurlandi. Þar
er m.a. rakin skólasaga Norðfjarðar
í máli og myndum, sem undir-
strikar þann mikilvæga grunn sem
starfsemi Verkmenntaskólans
byggir á í dag. Ritstjórar eru
Smári Geirsson og Þórður Kr. Jó-
hannsson.
Að sögn Helgu M. Steinsson
skólameistara er VA skóli verk- og
starfsnáms í fjórðungnum auk þess
að vera framhaldsskólinn í Fjarða-
byggð. „Margar fjölbreyttar náms-
leiðir eru í boði innan skólans auk
þess sem við hann er heimavist og
mötuneyti,“ segir Helga. „Við skól-
ann starfa nú um 30 manns og
nemendfjöldi er um 200. Flestir
þeirra koma úr Fjarðabyggð en
VA fagnar afmæli
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
VA fagnar tímamótum Nemendur í
málmiðnum ásamt kennara sínum,
Ásmundi Þorsteinssyni.
LANDIÐ
AUSTURLAND
Ísafjörður | „Ég fer að slaka á þegar ég verð
gömul. Það er ekki komið að því ennþá,“ segir
Ruth Tryggvason, kaupkona í Gamla bakaríinu
á Ísafirði. Hún verður 85 ára í næsta mánuði og
stendur daglega vaktina í bakaríinu eins og hún
hefur gert í áratugi. Í dag verður Ruth kosin
heiðursborgari Ísafjarðarbæjar og Ísfirðingum
er gefinn kostur á að samfagna henni.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman
til síns 200. fundar í dag. Eina málið á dagskrá
er tillaga um að gera Ruth Tryggvason heið-
ursborgara. Af þessu tilefni er fundurinn hald-
inn í Íþróttahúsinu á Torfnesi, klukkan 17.30,
og er öllum bæjarbúum boðið að vera viðstaddir
og þiggja veitingar, kaffi og hátíðartertu sem er
að sjálfsögðu frá Gamla bakaríinu.
Ung og ástfangin
Ruth er fædd í Danmörku á árinu 1921. Hún
kynntist Aðalbirni Tryggvasyni, bakarasyni frá
Ísafirði, þegar hann fór til verslunarnáms í
Kaupmannahöfn. „Hann var búinn að vera einn
dag í Kaupmannahöfn þegar hann fór í Tívolíið
og þar hittumst við,“ segir Ruth. Þau voru í
Kaupmannahöfn í fjögur ár, á meðan Aðalbjörn
var í verslunarskólanum en fluttu þá til Ísa-
fjarðar. Það var árið 1950. „Við vorum ung og
ástfangin og til í allt,“ segir Ruth þegar hún er
spurð að því hvort ekki hafi verið ógnvekjandi
að flytjast til Ísafjarðar í febrúarmánuði. Hún
segist hafa yfirunnið það fljótt og aldrei fundist
fjöllin þrengja að sér. „Mér hefur alltaf þótt
fjöllin hér svo falleg. Það fyrsta sem ég geri
þegar ég vakna á morgnana er að líta til fjalla,“
segir hún.
Aðalbjörn fór að vinna við Gamla bakaríið
sem faðir hans rak og seinna keyptu þau fyr-
irtækið. Þau opnuðu fyrstu húsgagnaverslunina
á Vestfjörðum í húsi fyrirtækisins. „Mig langaði
að gera eitthvað annað,“ segir Ruth til skýr-
ingar. Hún byrjaði á því að selja húsgögn frá
húsgagnaverksmiðjunni Valbjörk á Akureyri
en fór síðan að flytja inn dönsk húsgögn. Auk
þess að reka fyrirtækin kenndi Aðalbjörn í
gagnfræðaskólanum á Ísafirði enda segir Ruth
að hann hafi haft mikla ánægju af kennslu. „En
það var mikið að gera hjá honum,“ segir hún.
Aðalbjörn veiktist og dó á árinu 1970, aðeins
45 ára, og Ruth stóð eftir með fyrirtækin og
þrjú börn þeirra, á aldrinum sjö til nítján ára.
Hún hélt rekstrinum áfram og rekur enn
Gamla bakaríið með dyggri aðstoð barna sinna
og tengdabarna. „Þetta gekk ágætlega. Krakk-
arnir voru duglegir og svo var ég með fólk sem
hafði lengi unnið hjá okkur,“ segir hún.
Auðgað mannlífið
Ruth hefur komið víða við í mannlífinu á
þessum tíma. „Allt frá komu sinni til Ísafjarðar
hefur hún af fádæma eljusemi auðgað mannlíf
með sinni alkunnu lífsgleði og þrótti. Ruth hef-
ur í gegnum tíðina látið sér fátt óviðkomandi og
má þar nefna […] menningarmál í víðasta skiln-
ingi,“ segir í rökstuðningi Magnúsar Reynis
Guðmundssonar bæjarfulltrúa fyrir tillögu um
að útnefna Ruth sem heiðursborgara. Ruth var
lengi ræðismaður Dana á Ísafirði og hefur unn-
ið að ýmsum mannúðarmálum og skógrækt.
Sjálf nefnir hún stofnun leikskóla á Ísafirði þeg-
ar talið fer á þessar brautir. „Ég tók eftir því
þegar ég kom hingað að ung börn léku sér á
götunni. Ég og vinkona mín tókum því þátt í að
koma á fót leikskóla og fengum skátaheimilið
lánað til þess. Núna eru voðalega fínir leik-
skólar hér á Ísafirði,“ segir hún.
Af fjölmörgum áhugamálum nefnir hún
dansinn. Segist hafa lært að dansa úti í Dan-
mörku og aðstoðað við danskennslu á Ísafirði.
„Já, ef mér er boðið upp!“ segir Ruth þegar hún
er spurð hvort hún taki enn snúning á dansgólf-
inu.
Miðpunktur mannlífsins
Gamla bakaríið við Silfurtorg er og hefur
lengi verið einn af miðpunktunum í mannlífinu
á Ísafirði. Þar stendur Ruth vaktina daglega og
nýtur þess að spjalla við viðskiptavinina.
Auk Ruthar vinna þrjú úr fjölskyldunni við
fyrirtækið, Árni sonur hennar og Rósa kona
hans og María dóttir Ruthar. Sjálf er hún við
afgreiðsluna daglega frá klukkan níu á morgn-
ana til sex síðdegis. „Ég hef svo gaman af
þessu, sérstaklega að hitta fólkið,“ segir Ruth.
Bæjarstjórn útnefnir í dag Ruth Tryggvason í Gamla bakaríinu heiðursborgara Ísafjarðarbæjar
Hef svo gaman af
því að hitta fólkið
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Heiðursborgari Ruth Tryggvason, heiðursborgari Ísafjarðar, stendur vaktina í Gamla bak-
aríinu alla daga. Hún hefur komið víða við í mannlífinu á Ísafirði síðustu áratugina.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is