Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 25

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 25
alltaf er eitthvað um nemendur frá höfuðborgar- og Akureyrarsvæð- inu.“ Helga segir Verkmenntaskólann undanfarna áratugi hafa átt sinn þátt í að fjölga iðn- og starfsmennt- uðu fólki í atvinnulífi Austurlands og þannig auðveldað íbúunum að afla sér starfsréttinda í heimabyggð án þess að flytjast búferlum. „Svo mun verða áfram, ekki síst í ljósi þeirrar miklu atvinnulífsbyltingar sem nú á sér stað hér eystra.“ Margt gesta mun ávarpa sam- komuna á föstudaginn sem hefst kl. 14.00, auk þess sem nemendur munu skemmta með söng og leik. Þá verður opið hús í Búlandinu, en það er sameiginlegt húsnæði VA, Náttúrustofu Austurlands og Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Um kvöldið munu svo núverandi og fyrrverandi nemendur skólans í hljómsveitunum Sue Ellen, Siva og Out Loud troða upp með dansleik frá kl. 21–24 í íþróttahúsi Neskaup- staðar. Allir íbúar Fjarðabyggðar og Austurlands eru velkomnir á af- mælishátíðina og eldri nemendur sérstaklega hvattir til að mæta. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 25 MINNSTAÐUR STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 • Kópavogi • Sími 510 7300 • www.ag.is 30% afslá ttur Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Hæðarstilling á setu og baki Veltustilling á setu og baki Mjúk hjól Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Sleði til að færa setu fram og aftur Mark 30 Fullt verð 58.900 kr. Tilboðsverð 41.230 kr. H im in n o g h a f / SÍA Borgarnes | Útibú KB banka í Borg- arnesi hefur flutt í nýtt og stærra hús- næði. Húsnæðið er 314 fermetrar að stærð og er hönnun húsnæðisins ný- stárleg með miklu opnu rými og gler- skilrúmum. Þetta er fyrsta útibúið sem KB banki endurinnréttar í sam- ráði við breska hönnuði, Mworldwide, en til stendur að önnur útibú bankans verði innréttuð í sama stíl. Í tilefni af þessum tímamótum var efnt til fjölskylduskemmtunar á laug- ardaginn í nýja húsnæðinu og á plani útibúsins. Þá var í fyrsta sinn efnt til svokall- aðs Söguhlaups UMSB og KB banka. Hlaupið var frá Brúartorgi niður á Settutanga, suður Englendingavík og út á Brákarbraut til móts við Land- námssetrið. Þaðan var hlaupið upp Borgarbraut og endað aftur á Brúar- torgi við nýja útibú KB banka. Hlaup- ið var vel sótt þrátt fyrir nokkuð kald- an strekking. Vegalengd var 3 km og fengu allir viðurkenningu. Sá sem hljóp á bestum tíma heitir Einar Ás- bergsson og fékk Sögubikarinn til varðveislu í eitt ár. Um kvöldið veitti Gylfi Árnason útibússtjóri 500.000 krónur í styrki til félagasamtaka.Tvö hundruð þúsund krónur runnu til Hollvinasamtaka Englendingavíkur sem hafa það að markmiði að varðveita og endur- byggja gömlu verslunarhúsin. Önnur tvö hundruð þúsund fóru til körfu- knattleiksdeildar Skallagríms. Þá var veitt hundrað þúsund krónum til skákdeildar UMSB. KB banki heldur fyrsta söguhlaupið Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Sögulegt hlaup Lagt af stað í fyrsta söguhlaup UMSB og KB banka. Sigurvegarinn varðveitir sögubikarinn í ár. Slitlag á Norðfjarðarflugvöll | Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið bæjarstjóra að óska skýringa heil- brigðisyfirvalda á tilviki er varðaði flutning sjúklings á Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað, sem síðan þurfti að flytja upp á Hérað og koma á sjúkraflug frá Egilsstaðaflugvelli. Krefst bæjarráð þess að Flug- málastjórn hlutist til um að leggja bundið slitlag á Norðfjarðarflugvöll sem allra fyrst. „Það er ólíðandi að ekki skuli vera hægt að sinna sjúkra- flugi til og frá Norðfjarðarflugvelli með eðlilegum hætti,“ segir í bókun bæjarráðs. BYRJAÐ er að þreifa á kjarasamn- ingagerð fyrir starfsmenn álvers Al- coa Fjarðaáls og leiðir Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðar- sambandsins viðræður, sem eru á byrjunarstigi. Vonir standa til að ljúka megi samningum á næstu vik- um, en óljóst er hvort það tekst. Kjarasamningar hjá Alcoa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.