Morgunblaðið - 27.04.2006, Síða 26
B
altasar Kormákur var ánægður
með vel heppnaðar tökur fyrir
kvikmyndina Mýrina, en næst
síðasti tökudagur í Reykjavík
var á þriðjudaginn og svo eru
örfáar tökur eftir úti á landi. „Þetta hefur
gengið rosalega vel og við erum á áætlun,
höfum verið að skjóta í sex vikur og erum
þegar farin af stað með klippingu. Okkur
hefur alls staðar verið tekið vel þar sem við
höfum þurft að athafna okkur, bæði af ein-
staklingum og stofnunum.“ Baltasar segir
þetta stífa törn og lítill tími gefist fyrir ann-
að á meðan. „Ég hef aðeins komist tvisvar á
hestbak síðan tökur hófust, en það er besta
slökun sem ég get hugsað mér. Ég endur-
nærist við það að ríða út.“ Hann er mjög
sáttur við starfsfólkið sitt og segir þennan
hóp sem vinnur að myndinni vera einn þann
allra besta sem hann hefur kynnst. „Sumir
eru þeir færustu á sínu sviði, eins og Kjart-
an hljóðmaður sem ég hef unnið lengi með
en öðrum er ég að vinna með í fyrsta sinn.“
Ráðskonan Rakel Jónsdóttir er einmitt ein
þeirra sem ekki hafa áður unnið með Baltas-
ar en hún segir samstarfið hafa gengið vel.
Vaskar upp í litlu vaskafati
„Ég á eiginlega að vera mamman í hópn-
um og reyni að hugsa eins vel um alla og ég
mögulega get. Ég sé um að gefa fólkinu að
borða og drekka, ber í þau kaffi og meðlæti
á tökustað og svo koma þau hingað inn í
rútu til að borða einu heitu máltíðina sem
þau fá yfir daginn, en ég þarf ekki að elda
hana, heldur sé um að panta hana úti í bæ
og sæki hana. Það er ekki eldunaraðstaða
hér í rútunni og ekki heldur rennandi vatn.
Ég er með fimmtíu lítra tunnu, fulla af
vatni, sem dugar mér yfir daginn og svo
vaska ég leirtauið upp í litlu vaskafati.“ Rút-
an, sem er vinnustaður Rakelar um þessar
mundir, er tuttugu og þriggja ára Int-
ernational langferðabifreið sem kölluð er Ís-
firðingurinn en upphaflega kemur hún frá
hernum á Keflavíkurflugvelli og Rakel hefur
prófað að keyra hana, enda er hún með
meirapróf. „Þetta er svaka trukkur. En ef
það er frost úti þá verður stundum svolítið
kalt hérna inni, því það er engin miðstöð í
henni. En við erum með litla blástursofna og
þetta reddast allt saman. Ég reyni þá bara
að hlaupa mér til hita þegar kallað er í mig í
talstöðinni og ég beðin um að koma með
eitthvað á tökustað.“
Mæting klukkan sex á morgnana
Vinnudagurinn hjá hóp sem er að taka
upp kvikmynd er langur og óreglulegur.
„Vinnudagurinn er sjaldan undir tólf tímum
og stundum fer hann upp í fimmtán tíma.
Stundum þurfum við að mæta klukkan sex á
morgnana og stundum seinnipartinn, en ég
veit aldrei með vissu fyrr en í lok hvers
dags hvenær ég á að mæta daginn eftir,“
segir Rakel sem er á fullu allan daginn, að
smyrja samlokur, kaupa inn og gera allt
sem þarf að gera. „En mér finnst þetta
gaman og þetta er líka bara tímabundið
verkefni. Það er til dæmis skemmtilegt að
láta hugmyndaflugið ráða í efnisvali við sam-
lokugerðina og gera tilraunir. Sumir í hópn-
um hafa hvatt mig til að opna samlokustað.
Ég lít náttúrlega á það sem hrós.“
Kunni ekki að sjóða egg
Rakel er ekki alls óvön ráðskonustörfum
því hún hefur gert þó nokkuð að því að elda
ofan í ferðamenn sem komið hafa til lands-
ins. „Þegar ég var tvítug þá tók ég að mér
kokkastarf yfir sumar hjá rútufyrirtæki sem
var með hópferðir út á land, en þá kunni ég
ekki að sjóða egg, hvað þá meira. En allt fór
þetta vel og ég bjó í tjaldi allt sumarið, sem
var mjög gaman. Svo var ég líka ráðskona í
hestaferðum hjá Íshestum eitt sumur.“ Rak-
el er leiðsögumaður á sumrin og segist þá
stundum þurfa að elda ofan í ferðamennina
og þá kemur ráðskonureynslan sér vel. Í
leiðsögumennskunni hefur hún líka þjálfast í
því að vera með hópa þar sem einginn er
eins, en það er heilmikil kúnst. Hún segir
nokkuð sérstakt að vinna með hóp sem er að
taka upp kvikmynd og að hún hafi lært heil-
mkið af því. „Ég þarf að bregðast skjótt við
þegar kallað er í talstöðina og passa mig að
ganga ekki inn í miðja töku eða láta í mér
heyra þegar ég fer með mat út á settið. Svo
er fjöldinn í hópnum sem ég þarf að gefa að
borða breytilegur, stundum eru þetta fimm-
tán manns en getur farið upp í þrjátíu. Ef
það eru aukaleikarar þá bíða þeir mikið hér
inni í rútunni hjá mér og ég þarf náttúrlega
að sjá til þess að þá skorti ekkert. Það
krefst mikillar þolinmæði að vinna í þessu
þrönga rými og það getur tekið á að skila
sínu þegar ég get kannski næstum ekki snú-
ið mér við. En í þessum hóp eru einstök
ljúfmenni og flestir húmoristar og fyrir vikið
þá gengur þetta allt saman upp.“
Rakel færir leikstjóranum Baltasar Kormáki rjúkandi disk með kjötsúpunni kjarngóðu.
Lísa Kristjánsdóttir aðstoðarleikstjóri kemur askvaðandi í rútuna með kjötsúpu sem hún eld-
aði fyrir hópinn í tilefni af fimm hundraðasta „klappinu“ (slate) í upptökum Mýrarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Rakel tók sig til og
málaði nöfn allra
starfsmanna á bollana
þeirra og skreytti með
mynd.
khk@mbl.is
apríl
Daglegtlíf
ÞAÐ er jafnslæmt ef ekki verra að vera
þreyttur undir stýri en stútur undir stýri,
að því er sænsk rannsókn bendir til.
Fimmta hvert umferðaróhapp má nefnilega
rekja til þreytu eða svefnleysis bílstjóra, að
því er m.a. kemur fram á vef Berlingske
Tidende. Doktorsverkefni við Umeåháskóla
gekk út á að rannsaka viðbragðsflýti hjá
annars vegar þreyttum og hins vegar út-
hvíldum þátttakendum. Niðurstöðurnar
voru m.a. þær að bílstjóri sem ekki hafði
sofið nægilega mikið hafði sama viðbragðs-
flýti og maður með 0,8 prómill af alkóhóli í
blóðinu. Til samanburðar má geta þess að á
Íslandi má ekki hafa meira en 0,05 prómill í
blóðinu undir stýri.
Þreyta undir stýri
stórhættuleg
RANNSÓKN
Margir þurfa að leggja hönd á
plóg við gerð kvikmyndar og
meðal annars þarf einhver að sjá
til þess að magar séu mettir og
þorsta starfsfólks svalað. Kristín
Heiða Kristinsdóttir fékk að
læðast um á tökustað með ráðs-
konunni Rakel Jónsdóttur þegar
Mýrin var fest á filmu.
Ráðskonan
í rútunni
VERKEFNI | Rakel Jónsdóttir er mamman í Mýrinni