Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Þessi grein er að hluta úrgreinaflokki um sjó-rannsóknir á Íslands-miðum og nálægum haf-
svæðum sem höfundur vinnur að
um þessar mundir að loknu 40
ára starfi á Hafrannsóknastofn-
uninni. Meðal annars
er fjallað um tengsl
lofts og lagar og þró-
un veðurfars með
hliðsjón af viðhorfum
og reynslu af sjórann-
sóknum höfundar.
Djúpsjávarmyndun
og Golfstraumur
Um nokkurt skeið
hefur verið til um-
ræðu hvort áhrif
hlýsjávar eða Golf-
straums á norð-
anverðu Norður-
Atlantshafi kunni að
láta undan síga (1.
mynd). Afleiðingarnar
fyrir vistkerfið til
lands og sjávar og bú-
setu við norðanvert
hafið og í Norður-
höfum væru óyggj-
andi. Orsakar þessa
væri að leita í hlýnun
af völdum gróður-
húsaáhrifa, aukningar
á ferskvatni frá fljót-
um og bráðnun íss á
norðurhjaranum.
Þannig gæti kaldur og
seltulítill og þá léttur
pólsjór dregið úr
hinni svokölluðu djúp-
sjávarmyndun og þá
streymi djúpsjávar til
suðurs yfir neðansjávarhryggina
milli Grænlands, Íslands, Fær-
eyja og Skotlands (Hjaltlands-
eyjar). Þetta djúpstreymi, svo-
nefnt „overflow“ eða yfirflæði, er
álitið veita selturíka hlýsjónum
brautargengi norður í höf í svo-
nefndum vatnsskiptum, sem aftur
stuðlar að kólnun hans þar norð-
ur frá og aukinni þyngd svo hann
sekkur í djúpið. Það er þessi fer-
ill sem gengur undir nafninu
djúpsjávarmyndun (2. mynd;1).
Umræddur ferill tengist svo aftur
„færibandinu mikla“ (Conveyor
Belt) sem spannar öll þrjú heims-
höfin (3. mynd; 2,3). Þannig eflir
djúpsjávarmyndunin í Norður-
höfum lykkjuna á sömu slóðum.
Hér togast því á öfl sem valda
ýmist kólnun eða hlýnun í Norð-
urhöfum.
Alþjóðlegar hafrannsóknir
Sókn alþjóðlegra hafrannsókna
á Íslandsmið og norður í höf á
síðari hluta 20. aldar fólust að
hluta í að huga að tengslum lofts
og lagar við veðurfar og veð-
urfarsbreytingar. Hafrann-
sóknastofnunin tók yfirleitt virk-
an þátt í þessum rannsóknum
auk hinnar hefðbundnu reglu-
bundnu vöktunar Íslandsmiða
sem var, meira eða minna við-
stöðulaus síðan a.m.k. um 1950.
Þessi vöktun Íslandsmiða var
reyndar tíðum mikilsverður bak-
hjarl hinna alþjóðlegu hafrann-
sókna. Til verkefnanna fengust
yfirleitt sérstakar fjárveitingar,
bæði erlendar sem innlendar.
Þessar rannsóknir snerust mjög
að flæði hlýsjávar norður í höf,
djúpsjávarmyndun og streymi
djúp- og botnstrauma aftur til
suðurs ásamt ferskvatnsflæðinu í
yfirborðslögum. Telja verður að
þekking í þeim efnum á íslensk-
um vettvangi sé mest á Hafrann-
sóknastofnuninni eðli sínu sam-
kvæmt og ber að varðveita þá
stöðu og nýta. Þess má geta að
haffræðingar Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins (ICES) stóðu oftast
að baki þessum rannsóknum
hvort sem verkefnin voru beint á
vegum ráðsins eða ekki. Verkefni
ráðsins snúast frómt frá sagt
ekki aðeins um fisk heldur m.a.
einnig um öflun þekkingar á eðli
og vistfræði hafsins og tengslum
þess við veðurfar (4. mynd).
Hinar ýmsu alþjóðarannsóknir
síðari áratuga 20. aldar bentu
reyndar til þess að áhrif selturíka
hlýsjávarins í djúpunum og
streyminu suður yfir neðansjáv-
arhryggina færu dvínandi a.m.k.
upp úr 1970. Þetta sýndi sig m.a.
í ítarlegum rannsóknum fær-
eyskra, norskra og skoskra haf-
fræðinga frá Fær-
eyjaálum (4) og
breskra haffræð-
inga frá Grænlandi
og Grænlandshafi
(5). Það var reyndar
1971 að síðast
mældist djúpsjáv-
armyndun allt til
botns (3.800 m) í
Norður- Græn-
landshafi eða í haf-
inu fyrir norðan Jan
Mayen (75°N; 0°V),
m.a. í leiðangri Haf-
rannsóknastofn-
unarinnar á r.s.
Bjarna Sæmunds-
syni í febrúar 1971
(6). Verður fjallað
nánar um þennan
sögulega leiðangur
síðar.
Síðari fréttir
Nýlega (2005)
hafa svo birst í
virtu vísindariti
(Science) athygl-
isverðar niðurstöður
færeyskra, norskra
og íslenskra haf-
fræðinga (7), m.a.
Héðins Valdimars-
sonar á Hafrann-
sóknastofnuninni,
um að hlýsjórinn að
sunnan hafi í kringum þúsalda-
mótin 2000 ekki látið undan síga
við umrædda atburðarás. Atl-
antíski hlýsjórinn á norðurslóð
hefur heldur aukið áhrif sín og
útbreiðslu hin síðari ár eða síðan
1996 (8,9). Sjórannsóknir Haf-
rannsóknastofnunarinnar, þ.e.
vöktun miðanna, bera m.a. þess
glöggt vitni. Um er að ræða m.a.
breytilegt ástand sjávar og sjó-
gerða. Rök eru færð fyrir þessu
með hliðsjón af þróun ríkjandi
aðstæðna í hafinu frá Labrador-
miðum um Grænlands- og Ís-
landsála, þ.e. í hringrás haf-
strauma á nefndum hafsvæðum
(5. mynd; 10). Um er að ræða
svonefnda „Subpolar Gyre“ í
Labrador- og Grænlandshafi og
jafnvel í Íslandsdjúpi (slóðir Ís-
landslægðarinnar). Niðurstaðan
byggist á tengslum selturíks inn-
flæðis í Norðurhaf að gerð og
stöðu hringrásarinnar samkvæmt
m.a. stöðugum hæðarmælingum á
sjónum frá gervitunglum
(„altimetry“) um árabil (11).
Svo birtist aftur í árslok 2005
athyglisverð grein í virtu vís-
indariti (Nature) eftir breska vís-
indamenn (12), sem segir frá
dvínandi áhrifum hlýsjávarins
langt suður í hafi. Um er að ræða
snið á 25°N milli V-Afríku og
Mið-Ameríku á slóðum Azor-
hæðarinnar. Þetta mældist svo í
stökum rannsóknum á árunum
1998 og 2004 miðað við athuganir
frá 1957, 1981 og 1992 í þeirri
kvísl Golfstraumsins sem leitar
norður í haf. Þetta eru einmitt
sömu árin sem hlýi sjórinn við Ís-
land og norður í hafi jók mátt
sinn og útbreiðslu. Þessar nið-
urstöður á 25°N byggjast á reikn-
ingum á eðlisþyngdarstraumi
fárra ára samkvæmt hita- og
seltumælingum ásamt snúningi
jarðar, (svokölluð „geostrophia“).
Svona stóðu þá leikar 5 árum eft-
ir þúsaldamótin 2000 hvað varðar
skilning og þróun mála.
Staða mála
Eins og sagði hér að ofan eru á
líðandi stundum í kringum þús-
aldamótin 2000 engar vísbend-
ingar um að atlantíski hlýsjórinn
á Íslandsmiðum sé á undanhaldi.
Hann hefur heldur aukið út-
breiðslu sína norður á bóginn á
árunum 1996–2005 a.m.k.
anborið við það sem var f
hluta tuttugustu aldar (7,
Hvort svo aftur hlýindi og
un íss líðandi missera í kr
árið 2000 leiði til kólnuna
versnandi veðurfars á nor
anverðu Norður-Atlantsh
nálægum löndum skal ósa
þótt að vísu megi færa rö
því. Þannig sýndu einnig
annefndar norrænar (4) o
ar (5) rannsóknir við Fær
og í Grænlandssundi og s
Grænlandshaf að selta dj
botnsjávar fór minnkandi
áratugi 20. aldar. Þetta v
vera vísbending um minn
þátt selturíka hlýsjávarin
í haf. Þar varð þó lát á ei
kom m.a. fram í erindi Bo
Hansen, haffræðings frá
eyjum, á alþjóðlegri ráðst
veðurfar á norðurslóðum,
haldin var í Reykjavík 20
(ACIA; Arctic Climate Im
Assessment 2005 (13)). Þ
urstaða var svo áréttuð í
hyglisverðu grein norræn
fræðinganna 2005 (7), sem
var á áður hér að framan
ACIA-ráðstefnunni var m
áhersla lögð á neikvæð áh
urfarsbreytinga eða hlýnu
vistfræði og lífshætti í lön
nyrst á norðurhjaranum o
hvernig skyldi bregðast v
leiðingunum. Minna var r
hlýnun á syðri mörkum n
urhjarans eins og t.d. á o
kringum Ísland. Á þeim s
má vel ætla að hlýnunin v
kvæð á ýmsum sviðum til
lands.
Svo lengi sem jörðin s
Hvað sem líður getur s
miðsjávar einnig tekið vir
þátt í yfirflæðinu á neðan
arhryggjunum milli Græn
og Skotlands og viðhaldið
skiptum við hlýsjóinn að
þótt seltulítill pólsjór dre
ur á bóginn í efstu lögum
Eins skal bent á að viðha
isins þar með „færibands
nefnda, byggist ekki eing
djúpsjávarmyndun í Norð
eða norðan neðansjávarhr
anna, heldur og á mun ví
áttumeira svæði sunnan h
eða við Grænland sunnan
(Labrador- og Grænlands
þessum slóðum verður lóð
blöndun eða straumar af
kælingar og rangsælis str
kerfisins (sbr. lægðir í lof
unum), straumar sem síð
ast suður um allt Atlants
þaðan í Indlandshaf og K
(6. mynd). Í sígildum skó
haffræðinnar (14, 15) er þ
straumakerfi m.a. uppspr
súrefnisforða í djúpum he
anna og samsvarar það v
hluta „færibandinu mikla
síðari tíma.
Annars má hér að loku
álykta að svo lengi sem jö
snýst um möndul sinn og
blása þá mun Golfstraum
væntanlega halda velli a.m
okkar jarðneska mælikva
tíma.
Lokaorð
Hlýnunin á jörðinni af
aukinna gróðurhúsaáhrifa
urkennd þróun. Þáttur ha
í því dæmi einnig viðurke
Eðli sínu samkvæmt geta
brögðin verið ólík frá einu
svæði til annars. Þannig g
hlýnun andrúmsloftsins s
staðar leitt til kólnunar v
staðhátta í gerð og legu h
isins. Enn er leitað eðlislæ
skýringa á atburðarásinn
að greiningu á milli náttú
sveiflna og manngerðra. Í
ljósi er lega Íslands „á m
hins svokallaða byggilega
nyrst í Atlantshafi einkar
verð. Landinu má líkja vi
verði milli Norður-Atlant
Norðurhafa – eða eins ko
„Gíbraltar“ hins mikla inn
milli heimsálfanna Evrasí
Norður-Ameríku (Norður
Sjór og veðurfar
Eftir Svend-Aage Malmberg
’… þrátt fyrirmiklar rann-
sóknir eru þekk-
ing og skilningur
á þróun mála
nyrst í Atlants-
hafi þannig enn
ekki einhlít. Rök
eru færð bæði
fyrir hugsanlegri
kólnun sem og
hlýnun.‘
Svend Aage Malmberg
STEFNUFESTA EÐA
STEFNUBREYTING?
Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra sagði í ræðu á að-alfundi Samtaka atvinnu-
lífsins, að ríkisstjórnin væri
fylgjandi stefnufestu en ekki
stefnubreytingu í efnahagsmálum.
Er einhver að kalla eftir stefnu-
breytingu?
Að mati Morgunblaðsins er kraf-
an á hendur ríkisstjórninni einmitt
sú, að fylgja þeirra stefnufestu,
sem hefur einkennt störf hennar
allmörg undanfarin ár en ekki að
hún breyti um stefnu.
Krafan er sú, að hún fylgi eftir
þeirri stefnu, sem hefur tryggt
efnahagslegan stöðugleika í land-
inu um nokkuð langt árabil. Krafan
er sú, að hún sitji ekki aðgerð-
arlaus.
Forsætisráðherra sagði:
„Á sama tíma og ríkisstjórnin er
sökuð um aðhaldsleysi er nær dag-
lega kallað eftir ákvörðunum um
ný útgjöld.“
Getur Halldór Ásgrímsson bent á
eitthvert tímabil undanfarna ára-
tugi, þar sem ekki hafa dunið á rík-
isstjórn kröfur um útgjöld? Þetta
er engin röksemd í þeim um-
ræðum, sem nú fara fram um efna-
hagsmálin.
Forsætisráðherra er bjartsýnn á
framtíðina. Það er gott. En getur
verið að hann sé of bjartsýnn? Er
hugsanlegt að hann hafi ekki efni á
því að vera of bjartsýnn og þess
vegna þurfi hann að grípa til að-
gerða, sem endurnýi traust, sem
hefur tapazt vegna neikvæðra um-
ræðna um stöðu bankanna og vax-
andi verðbólgu?
Um þetta snúast þær umræður
um stöðu efnahagsmála, sem nú
standa yfir.
Og þetta er nú kannski það, sem
Ingimundur Sigurpálsson, formað-
ur Samtaka atvinnulífsins, var að
segja á aðalfundi samtakanna í
fyrradag en hann sagði m.a.:
„Verðbólgan verður ekki hamin
og henni verður ekki náð niður
nema með samræmdum aðgerðum
á sviði hagstjórnar.“
BUSH OG OLÍUVERÐIÐ
Þegar Bandaríkjaforseti tekurákvörðun um að draga úr
olíubirgðum Bandaríkjahers er
það jafnan til marks um að benz-
ínverðið í Bandaríkjunum er kom-
ið yfir þolmörk. Bush tilkynnti í
fyrradag að hann hefði tekið slíka
ákvörðun. Það bendir líka til að
hann hafi áhyggjur af áhrifum hás
benzínverðs á gengi repúblikana í
þingkosningunum í haust.
Hér á Íslandi hefur ríkisstjórnin
staðið frammi fyrir margvíslegum
kröfum um lækkun á verði olíu og
benzíns enda er verðið líka komið
yfir þolmörk hér. Ríkisstjórnin
hefur neitað að grípa til nokkurra
aðgerða í því skyni. Þetta er rétt
afstaða. Geir H. Haarde, utan-
ríkisráðherra, sagði fyrir nokkr-
um dögum, að verðhækkun á olíu
og benzíni, væri eins konar skatt-
ur á þjóðarbúið, sem kæmi utan
frá og við gætum engin áhrif haft
á. Þetta er rétt hjá utanríkisráð-
herra.
Þótt þessi verðhækkun sé þung-
bær fyrir fólk og eigi eftir að
verða erfiðari er ekkert annað að
gera en kyngja henni. Það væri
vitlaus efnahagspólitík að gera
sérstakar ráðstafanir til að draga
úr þessari verðhækkun.
Þessi verðhækkun verður þeim
mun erfiðari þar sem landsmenn
hafa keypt mikið af dýrum bílum
síðustu árin, sem eyða meira elds-
neyti en minni bílar. En auðvitað
eru bílar nú almennt sparneytnari
en bílar voru fyrir aldarfjórðungi,
þegar mikil olíukreppa skall yfir
og að því leyti til er þessi verð-
hækkun nú kannski ekki eins
þungbær og þá.
MATVÆLAVERÐ HVERGI HÆRRA
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-herra kom fram með merki-
legar upplýsingar í ræðu sinni á að-
alfundi Samtaka atvinnulífsins í
fyrradag, þegar hann upplýsti að
matvælaverð væri hvergi hærra í
Evrópu en hér á Íslandi. Sagði for-
sætisráðherra, að þetta kæmi fram
í verðmælingum Hagstofunnar og
útreikningum hagstofu Evrópu-
sambandsins og OECD.
Almenningur hefur að vísu lengi
verið þessarar skoðunar en engu að
síður er mikilvægt að fá þessa stað-
festingu frá opinberum aðilum.
Um þetta sagði forsætisráðherra
m.a.:
„Ég tel mikilvægt að einfalda
sem mest skattlagningu matvæla,
fella niður þá skatta, sem hafa
óæskileguppsöfnunaráhrif og út-
rýma gildandi undanþágukerfi.
Jafnframt þarf að huga að álagn-
ingu tolla á innfluttar landbúnaðar-
vörur meðal annars vegna alþjóða-
samninga, sem eru í burðarliðnum.
Lækkun matvælaverðs hér á landi
yrði mikil kjarabót fyrir heimilin í
landinu auk þess, sem hún yrði
mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón-
ustuna.“
Af þessum orðum Halldórs Ás-
grímssonar er ljóst, að hann ætlar
sér að ná árangri í lækkun mat-
vælaverðs á næstu mánuðum. Fátt
mundi duga Framsóknarflokknum
betur í næstu þingkosningum en ef
þetta tækist.