Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í NÝLEGRI skoðanakönnun um
vitsmuni þjóða, reyndust Þjóðverjar
vitrastir. Öll komust Norðurlöndin á
blað nema Ísland, sem ekki var nefnt.
Þó er staðreynd, að íslenskir læknar,
tónlistar-, hugvits- og tæknifólk, er á
heimsmælikvarða. Hvað veldur þá?
Rúmi skynsemin hegðun og lífstíl,
þarf ekki að rýna lengi til að sjá
ástæðurnar. Á Íslandi
er sjálfsgagnrýni hverf-
andi, eins virðing fyrir
náunganum og skiln-
ingur á mikilvægi nátt-
úrunnar. Fólk lætur
stjórnast af græðgi og
eigingirni og lifir langt
um efni fram. Menn
kaup rándýra bíla, þó
þeir eigi ekki fyrir
gömlum skrjóð. Þeir yf-
irkeyra sig í húsnæðis-
kaupum og dýrum hlut-
um sem auðvelt er að
vera án. Þó er vitað, að
manneskjur sem stilla sína strengi í
takt við raunhæfa getu, lifa þægilegra
og innihaldsríkara lífi.
Sýndarmennskan skreytir ekki,
hún afmyndar og er hluti af mann-
skemmandi snobbinu. Nýlegasta
dæmið er vitið vék fyrir græðginni,
var þegar nígerískir glæpamenn fé-
flettu landa mína með hætti sem 10
ára börn sæju við. Auðtrúa greyin
gleyptu lygina hráa og létu galdra-
mennina frá Nígeríu fjölfalda pen-
inga fyrir sig. Framsókn á von, með-
an slíkir finnast.
Græðgin er undirrót alls ills. Með-
an þjóðin átti bankana, símann, póst-
inn og fleiri arðbær fyrirtæki, sátu
forráðamenn þeirra í vellystingum á
margföldum launum og ofurfríð-
indum. En unnu þeir fyrir þessu?
Réðu þeir sérfræðinga til að auka
arðsemi, eins og hægt hefði verið?
Voru þeir pínulítið óþarfir, eða
kannski alveg? Skrítið að valdhafar
mátu hvern þeirra meira virði en 20
til 30 starfskonur í umönnunar-
störfum. Þó þurfti að selja arðbær-
ustu eigur þjóðarinnar fyrir skít á
priki, vegna getuleysis þeirra.
Kannski lágu aðrar hvatir að baki söl-
unum. Eftir rausnarlega verkloka-
samninga eru sumir þessara manna
komnir í ævilanga lúxushvíld á fjór-
földum launum kvennanna í umönn-
un. Þrátt fyrir að vera
hættir að vinna, eru
þeir metnir margfalt á
við starfandi konur í að-
hlynningu og sem reka
heimili með börnum og
tilheyrandi. Getur ís-
lenska þjóðin „ein af
þeim ríkustu í veröld-
inni“ verið sátt við
framkomu ríkisstjórnar
sinnar við þetta fólk og
skjólstæðinga þess? Svo
sorglegt og ótrúlegt
sem það er, verður ekki
betur séð.
Þögnin virkar ekki vel og enn síður
fylgisaukning misréttisflokkanna. Ís-
lendingar geta orðið fokreiðir út í
þjóðir eins og Kínverja, fyrir það sem
þeir kalla mannréttindabrot. Þeir
gera sér ekki ljóst að þessi mikla þjóð
hefur unnið stórkostleg afrek í mann-
réttindamálum. Sjálfsögðustu rétt-
indi hvers manns eru að fá nægju
sína af mat, húsaskjól og vinnu. Man
einhver eftir viðvörunum til mat-
vöndu barnanna okkar? Viltu deyja
úr hungri eins og fátæku börnin í
Kína? Langt er síðan Kínverjar réðu
bót á þessu og miklu meira. Fólkið
sem lætur ömurleg kjör umönn-
unarfólksins sér í léttu rúmi liggja,
gæti verið það, sem deilir á Kínverja
fyrir að meina hjónum að eiga fleiri
börn en eitt. Ef þetta færi úr bönd-
unum hjá þessari fjölmennustu þjóð
veraldar, yrðu afleiðingarnar hörmu-
legar og ekki aðeins fyrir Kínverja.
Það gæti orsakað hungursneyð og
landvinningastyrjaldir.
Hungursneyð hefur herjað í Ind-
landi og fleiri svokölluðum lýðræð-
isríkjum. Græðgin er versti fylgi-
fiskur mannsins og kínversk
stjórnvöld hafa kjark til hemja hana.
Hinsvegar greiða íslenskir valdhafar
græðginni allar leiðir. Umönn-
unarfólkið á skilið aðdáun og virð-
ingu, samfara góðum launum. Þess í
stað, hefur það ekki efni á að hvílast
og notalegt líf í óséðri fjarlægð. Svo
kölluð velmegun þjóðarinnar er
stundarfyrirbrigði sem hverfur þegar
gráðuga liðið hefur farið sínu fram.
Afleiðingarnar verða svo ormar á
gulli og meira misrétti. Umönn-
unarstörf eru erfið og sérlega krefj-
andi. Þetta fólk, sem mér finnst búa
við kúgun og eiginlegt harðræði, sér
ýmislegt sem svokallað fínt fólk veit
ekki að er til og finnst best að loka
augum og eyrum fyrir.
Fjöldi manns þarf á hjálp að halda
við nánast allt og það eru ekki bara
gamlir og sjúkir. Í umönnun felst
meðal annars að hátta og klæða, sal-
ernisferðir og böð. Þetta er ekki
vinna fyrir puntudúkkur og snobb-
ara. Hver eru svo laun þessa ómiss-
andi fólks? Þau eru eins og aftur úr
miðöldum, það er eitt hundrað og tíu
til tuttugu þúsund kr. Hugsið rang-
lætið og fyrirlitninguna sem fólkið
þarf að þola og það sama á við um
skjólstæðingana. Laun umönn-
unarfólks eru þjóðarskömm.
Þjóðarskömm
Albert Jensen fjallar
um þjóðfélagsmál ’Fjöldi manns þarf áhjálp að halda við nánast
allt og það eru ekki bara
gamlir og sjúkir.‘
Albert Jensen
Höfundur er trésmíðameistari.
HVERNIG í veröldinni stendur
á því að sorphaugar Akureyrar
eru með þeim ósköpum sem blasa
við neðst í Glerárdalnum? Ekki er
nóg með að þeir séu
griðland nagdýra og
annarra kvikinda
heldur líka mikið lýti
á annars undurfögru
og tignarlegu útivist-
arsvæði bæjarbúa og
gesta þeirra.
Getur verið að eitt-
hvað hafi farið úr-
skeiðis í meðförum
bæjaryfirvalda og
þau veðjað á rangan
hest þegar samstarfi
í þessu efni var hafn-
að við sveitarstjórnir
vestan Tröllaskaga
og austan Vaðlaheið-
ar? Sýnir reynslan að
samstarfið um sorp-
hreinsun við sveit-
arstjórnir Eyjafarðar
hafi verið farsælt?
Því miður má lesa
svarið við síðustu
spurningunni í þeirri
forsmán sem sorp-
haugar Akureyringa
eru. Á sama tíma
hafa Þingeyingar
leyst málið farsællega og eru nú
albúnir þess að brenna allt sitt
sorp og búa til úr því orku sem
nýtt er íbúum og fyrirtækjum til
hagsældar.
Staða málsins
Stjórnvöld hafa gert lands-
áætlun um meðferð úrgangs sem
hefur að markmiði að förgun þess
skaði umhverfi sem minnst. Þessi
áætlun felur m.a. í sér að meira
sorp verði endurunnið og end-
urnýtt og minna urðað. Stefnt er
að því að árið 2016 verði magn líf-
ræns úrgangs frá heimilum og
fyrirtækjum, sem fer í urðun, að-
eins 35% af því sem var árið 1995.
Þetta markmið útheimtir að nauð-
synlegt er að flokka sorp og úr-
gang eftir settum reglum, bæði í
fyrirtækjum og á heimilum. Að
því loknu þarf að losna við þennan
flokkaða úrgang til endurvinnslu
eða endurnýtingar í samræmi við
þá aðgreiningu. Af sjálfu leiðir að
þessi ferill er bæði dýr og flókinn
og margir telja hann því ekki
raunhæfan kost enda önnur og
einfaldari leið viðurkennd. Hún
felst í því að brenna úrgang og
sorp og nýta orkuna sem af því
fæst. Sú aðferð leysir heimili og
fyrirtæki að mestu undan kröfu
um flokkun auk þess sem ruslið
hverfur með öllu en er ekki
geymt að hluta í jörðu eins og
gerist með flokkunarleiðinni.
Bent hefur verið á að mark-
miðið hljóti að vera að minnka úr-
gang og er það út af fyrir sig
góðra gjalda vert. Sé hins vegar
litið raunhæft á málið verður að
teljast ólíklegt að verulegur ár-
angur náist í þeim efnum þar sem
kjarni efnahagsstefnu flestra
ríkja er að auka hagvöxt og bæta
kaupmátt launa. Sú stefna leiðir
til aukinnar neyslu sem aftur fæð-
ir af sér meiri úrgang. Því er að
margra dómi óraunhæft annað en
að miða lausnir við þá þróun enda
þótt það sé út af fyrir sig göfugt
markmið að draga úr ofurneyslu
og afleiðingum hennar.
Veðjað á rangan hest
Lögum samkvæmt er það hlut-
verk sveitarstjórna að sjá til þess
að heimili og fyrirtæki geti losnað
við úrgang og hann sé meðhöndl-
aður í samræmi við gildandi kröf-
ur. Þess vegna sameinuðust sveit-
arstjórnir í Eyjafirði um að finna
nýjan samastað fyrir sorphauga í
stað þeirra sem nú er að finna
neðst í Glerárdal. Um leið var því
hafnað að vinna með nágrönnum
okkar í vestri og austri um fram-
tíðarlausn þessara mála þar sem
allir kostir væru skoðaðir og þar
á meðal að brenna sorpið. Svo
virðist sem Eyfirðingar líti svo á
að annað komi ekki til álita en að
halda urðun áfram.
Því var brennsluað-
ferðinni ekki gefinn
nægjanlegur gaumur
né heldur þeim ávinn-
ingi sem gæti hlotist
af því að vinna á
þeim grundvelli með
öðrum Norðlend-
ingum.
Þegar svo lá fyrir
að ekki náðist nokkur
samstaða um sorp-
stæði í Eyjafirði,
þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir, er augljóst
að við Akureyringar
sitjum uppi með af-
leiðingar af rangri
stefnumörkun í þess-
um efnum. Ég nenni
ekki að kenna öðrum
Eyfirðingum um
þvergirðingshátt í
þessum efnum; stað-
reyndin er einfald-
lega sú að enginn vill
hafa sorphauga í sínu
umdæmi – svo einfalt
er það.
Farsæl lausn
Lausnin er auðvitað sú að
brenna sorpið í fullkominni
brennslustöð eins og gert verður
á Húsavík og raunar víðar með
góðum árangri. Stofnkostnaður
við byggingu sorpbrennslu ná-
granna okkar var í samræmi við
áætlanir sem mér hefur verið sagt
að stjórnendur Sorpeyðingar
Eyjafjarðar hafi talið með öllu
óraunhæfar. Það sorglega í þessu
öllu er þó, samkvæmt traustum
heimildum, að ef slík brennsla
hefði verið byggð sameiginlega
fyrir Eyjajörð og Þingeyjarsýslu
hefði eyðingarkostnaður í henni
orðið nær helmingi minni en verð-
ur í þessari nýju stöð Húsvíkinga
eða um 7 krónur á kíló. Það sem
er þó meira um vert er að Ak-
ureyringar væru búnir að leysa
þetta mikilvæga verkefni í góðu
samstarfi við nágranna okkar og
farnir að græða landið í Gler-
árdal.
Um leið og ástæða er til að
óska Húsvíkingum til hamingju
með farsæla lausn á sínum sorp-
hirðumálum hljóta Akureyringar
að gera þá kröfu til þeirrar bæj-
arstjórnar sem kjörin verður til
að stjórna bænum næstu fjögur
árin að hún taki þessi mál nýjum
og árangursríkari tökum en gert
hefur verið til þessa.
Sorpvandi
Akureyrar
Ragnar Sverrisson
skrifar um sorp
’Lausnin er auðvitað sú að
brenna sorpið í
fullkominni
brennslustöð
eins og gert
verður á
Húsavík …‘
Höfundur er kaupmaður.
Ragnar Sverrisson
FÉLAG stjórnenda
Slökkviliðsins á Kefla-
víkurflugvelli (FSSK)
vill koma því á fram-
færi, í framhaldi af um-
ræðu um framtíð
reksturs Keflavíkur-
flugvallar við brottför
Varnarliðs Bandaríkj-
anna, að mikilvægt er
að ákvörðun um rekst-
ur Keflavíkurflugvallar
verði hraðað eftir
fremsta megni til þess
að eyða því óöryggi
sem skapast hefur.
Það er staðreynd að starfsmenn
Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar
(SK) eru allir mjög hæfir á hinum
ýmsu sviðum, enda eru gerðar kröf-
ur um ákveðna grunnmenntun til
þess að geta sótt um slíkt starf. Að
auki hafa þeir allir aflað sér mennt-
unar sem snýr beint að starfi þeirra.
Starf slökkviliðsmanna á Kefla-
víkurflugvelli er mjög sérhæft og
engir aðrir á Íslandi hafa menntun
og reynslu til að sinna því starfi.
Þess hefur orðið vart að ýmsir að-
ilar eru að bera víurnar í starfsmenn
SK og ekki síst þess vegna er það
mikilvægt að ráðamenn dragi strax
upp mynd af því hvernig rekstri SK
verði háttað í framtíðinni þannig að
þessi dýrmæta reynsla og menntun
sem starfsmenn búa yfir glatist ekki.
Ýmsu hefur verið velt upp varð-
andi rekstur SK sem ekki verður tí-
undað hér. Hins vegar er það stað-
reynd að SK hefur verið rekið sem
sjálfstæð stofnun innan flotadeildar
Varnarliðsins með mjög góðum ár-
angri, það góðum að mælt hefur ver-
ið með því að önnur slökkvilið (innan
flotans) taki upp sömu
starfshætti. Þetta mæl-
ir eindregið með því að
slökkviliðið verði áfram
rekið sem sjálfstæð
eining og þá undir
stjórn flugvallarstjóra.
Þannig teljum við að
öryggi Keflavík-
urflugvallar verði best
tryggt.
Allt tal um hagræð-
ingu og að SK muni
geta fallið undir FLE
h/f, er nánast ávísun á
niðurskurð og minnkað
öryggi Keflavíkurflugvallar. Varast
ber að fórna öryggi notenda Kefla-
víkurflugvallar fyrir arðsemissjón-
armið, með því að blanda saman
rekstri sem þarf að skila hagnaði og
rekstri sem snýr að öryggi.
Vert er að benda á að sá búnaður
sem SK hefur yfir að ráða er mjög
sérhæfður og verðmætur. Slíkur
búnaður er ekki falur nema með
löngum fyrirvara þannig að mik-
ilvægt er að samningar náist við
Bandaríkjamenn um áframhaldandi
notkun SK á þessum búnaði. Ef það
bregst, er öryggi flugvallarins stefnt
í voða með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum. Afgreiðslutími slökkvi-
bifreiða og snjóruðningstækja af
þeirri stærðargráðu sem alþjóða-
flugvöllur krefst er allt að tveimur
árum. Aðlögun nýrra tækja og þjálf-
un á þau tekur einnig langan tíma.
Rekstur slökkviliðs eins og á
Keflavíkurflugvelli hleypur á hundr-
uðum milljóna króna árlega. Sem
dæmi má nefna að rekstrarkostn-
aður SK og flugvallarþjón-
ustudeildar var til samans u.þ.b. 1.
milljarður króna þegar mest var,
inni í þeirri tölu er allur kostnaður
fyrir utan endurnýjun á slökkvi-
bifreiðum og snjóruðningstækjum.
Nú hefur öllum starfsmönnum SK
verið sagt upp störfum og hætta
flestir í lok september. Þar af hefur
12 mönnum sem sinna hreinsun og
eftirliti flugbrauta, akstursbrauta
flugvéla og flughlaða verið sagt upp
með 3 mánaða fyrirvara þannig að
þeir hætta störfum 1. júní nk. Hverj-
um er ætlað að sjá um þessa þætti í
sumar og hverjir eiga að undirbúa
snjóruðning og ísingarvarnir næsta
vetrar? Þessir starfsmenn eru álíka
sérhæfðir í störfum sínum og
slökkviliðsmenn og ekki hægt að
fylla skörð þeirra með skömmum
fyrirvara.
Af ofangreindu er það ljóst að nú
þarf að bretta upp ermarnar og hafa
snör handtök ef takast á að afstýra
því hættuástandi sem annars skap-
ast.
Framtíð slökkviliðs og
snjóruðningsdeildar
Keflavíkurflugvallar
Guðmundur Lárusson fjallar
um framtíð slökkviliðs á
Keflavíkurflugvelli ’Af ofangreindu er það ljóst að nú þarf að
bretta upp ermarnar og
hafa snör handtök ef tak-
ast á að afstýra því
hættuástandi sem
annars skapast.‘
Guðmundur Lárusson
Höfundur er formaður FSSK.
Þorsteinn Gestsson fjallar um
vímuefni.
KOSNINGAR 2006
Guðvarður Jónsson: „Kosn-
ingaloforð“
Kári Páll Óskarsson: „Enginn
vill búa við mengun“
Toshiki Toma: „Þátttaka og við-
horf í borgarstjórn“
Magnús Helgi Björgvinsson:
„Kópavogsbúar, við látum ekki
plata okkur“
Halldór Jónsson verkfræðing-
ur: „Beitum blýantinum“
Hjörtur Hjartarson kynningar-
stjóri: „exbé = leifar Framsókn-
arflokksins í Reykjavík“
Hlynur Sæmundsson: „Kom-
andi borgarstjórnarkosningar“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar