Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 40

Morgunblaðið - 27.04.2006, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINKAVÆÐING Ríkisútvarps- ins hefur nú algjöran forgang meirihlutans á Alþingi. Kjör aldr- aðra og láglaunafólks, smánarlaun fólks við umönnunarstörf og skort- ur á fólki til starfa á hjúkr- unarheimilum, sem brýnt er að tekið verði á, fá ekki umræðu og úrlausn á þingi. For- ysta Framsókn- arflokksins og frjáls- hyggjulið Sjálf- stæðisflokksins barðist fyrir því að auðlindin vatn, rigningin og snjórinn verði í einka- eign. Með samstilltu átaki stjórnarandstöð- unnar tókst að fresta gildistöku þeirra laga þar til eftir næstu kosningar. Fyrr hefði mörgum framsóknarmanninum þótt það tíð- indi að forysta flokksins og ný- frjálshyggjuliðið í Sjálfstæð- isflokknum gengju þannig í eina sæng. Einkavæðing á RARIK var samþykkt og nú eru það verkefni Ríkisútvarpsins, Íbúðalánasjóðs, Matvælaeftirlits, Landhelgisgæslu og Flugmálastjórnar sem fara næst á sölulista nái áform ríkisstjórn- arinnar fram að ganga. Menn eru jafnvel reiðubúnir að fórna millilandaflugvellinum okkar í Keflavík. Það er eins og ríkisstjórn sé haldin einkavæðingaræði. „Einkavætt og selt“ Á síðastliðnum 10 árum hafa sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins barist fyrir að Ríkisútvarpið yrði bútað niður og selt. Og eftir 2000 hefur það verið opinbert baráttu- mál ungliðahreyfinga Sjálfstæð- isflokksins. Bæði í fyrra og einnig í vetur fluttu forystumenn í þingliði Sjálfstæðisflokksins frumvarp um brottfall laga um Ríkisútvarpið. Flutningsmenn tala þar tæpitungu- laust: Fyrst skal það hluta- félagavætt og svo selt. Í síðustu útgáfu frumvarps þessara andstæð- inga Ríkisútvarpsins segir: „Einkavæðing RÚV: Með frum- varpi þessu er lagt til að lög nr. 122/ 2000 um Ríkisútvarpið verði felld úr gildi 1. janúar 2007 en nán- ar tilgreind ákvæði þeirra verði tekin upp í útvarpslög nr. 53/2000. Stofnað verði hluta- félag um rekstur Rík- isútvarpsins og það selt.“ Þarna tala pólitískir sálufélagar framsókn- armanna. Framsókn gengin í björg einkavæð- ingar? Einstaka stjórn- arliðar reyna að slá um sig sauðagæru og tala með holum hljómi um að ekki standi til að selja RÚV hf. Stofnun nýs lög- aðila um útvapið sé bara form- breyting. Það er þó eins og þeir finni á sér að enginn trúi þeim. Ná- kvæmlega sama var sagt þegar einkavæðing Landssímans hófst. Hann yrði ekki seldur. Hvernig fór? Jú, hann var seldur með grunnneti og öllu saman þvert á gefin loforð og gegn vilja meg- inþorra þjóðarinnar. Sú var tíðin að framsóknarmenn hreyktu sér af því að þeim væri treystandi til að standa vörð um Ríkisútvarpið sem sameign allra landsmanna. Þeir stæðu gegn hugmyndum og vilja sjálfstæðismanna um að gera Rík- isútvarpið að hlutafélagi. Nú er ljóst að forysta Framsóknarflokks- ins er að svíkja þau loforð og kyng- ir fórn Ríkisútvarpsins klígjulaust enda samvinnuhugsjónin og fé- lagshyggjan djúpt niðri í skúffu. Þeir sem æmta þar á bæ eru fljótt kveðnir í kútinn. Útvarpsstjóri þulur ríkisstjórnarinnar Þáttur Páls Magnússonar út- varpsstjóra í umræðunni um út- varpið er með eindæmum, en hann hefur stigið fram á ritvöllinn og gerst ákafur erindreki ríkisstjórn- arinnar í aðförinni að Ríkisútvarp- inu og réttindum starfsfólki þess. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi ritstjóri Fréttablaðsins, segir í góðri grein í Fréttablaðinu sum- ardaginn fyrsta um bein afskipti útvarpsstjóra af umræðunni: „Útvarpsstjóri er jafnframt þeirri stöðu sinni þulur á frétta- stofu Sjónvarpsins og er maklega virtur fyrir það. Með því að blanda sér í opinbera umræðu um eitt mesta pólitíska deilumál þessa þings á þann veg sem hann hefur gert kemur hann aukheldur fram sem eins konar þulur ríkisstjórn- arinnar í málinu. Sennilega er það í fyrsta skipti sem útvarpsstjóri ger- ist með svo skýrum hætti þátttak- andi í stjórnmáladeilum.“ Hver sem endalok frumvarpsins um að háeffa RÚV verða hefur út- varpsstjóri með afskiptum sínum rýrt verulega þann trúverðugleika sem maður í hans stöðu gagnvart þjóðinni verður að ráða yfir. Víst er að þjóðin er að vakna til varnar þjóðarútvarpinu sínu. Stjórnarandstaðan á Alþingi mun sameinuð berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar og gegn því að Rík- isútvarpinu verði fórnað. Þjóðin getur treyst því að þing- menn Vinstri grænna munu í þeim efnum ekki láta sitt eftir liggja. Glæpur gegn þjóðinni að fórna Ríkisútvarpinu? Jón Bjarnason fjallar um málefni Ríkisútvarpsins ’Stjórnarandstaðaná Alþingi mun sam- einuð berjast fyrir hagsmunum þjóð- arinnar og gegn því að Ríkisútvarpinu verði fórnað.‘ Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. KÆRU landsmenn. Hafið þið nokkuð velt fyrir ykkur hvers vegna þið heyrið svo sjaldan í fólki sem stamar? Þið hafið ef til vill aldrei heyrt neinn stama sem nokkru nemur? Það furðulega er að um einn af hundraði landsmanna stamar, um þrjú þúsund manns. Margir lítið, sumir þannig að fáir taka eftir, en þó- nokkrir stama það mikið að þeim er ómögulegt að lifa því sem flestum finnst eðlilegt líf. En af hverju vitum við ekki af þessu fólki sem á svona erfitt? Af hverju sjáum við aldr- ei mann standa á önd- inni og koma ekki upp orði vegna stams? Ætli það sé ekki vegna þess fólk sem stamar heldur sig til hlés og þegir. Fólk nýtir ekki hæfileika sína sem neinu nemur. Fer ekki í skóla, tek- ur ekki þátt í félagsmálum og held- ur sig yfirleitt frá öllu sem hvetur til munnlegra samskipta. Hér er um að ræða þjóðfélagsþegna sem líður gjarnan illa og eiga félagslega ákaflega erfitt uppdráttar. Við skulum hafa þennan mögu- leika í huga þegar við fréttum af barni sem stamar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa viðkomandi yfir það sem vonandi er tímabundið ástand. Talið er að 80% þeirra sem byrja að stama ungir hætti því af sjálfsdáðum eða með aðstoð innan nokkurra mánaða. Þá eru samt eftir 20% sem eru plag- aðir af þessum vanda í einhvern tíma. Fyrir foreldra þessara krakka er lykilatriði að fá tilsögn hjá talmeinafræðingi og það strax, ekki bíða og sjá til. Ég tel, að ef öll börn sem byrja að stama fá viðeig- andi stuðning strax getum við fækkað þeim sem stama fram á fullorð- insár verulega, til óendanlegs gagns fyrir viðkomandi og veru- legs gagns fyrir allt samfélagið. Undirrit- aður skorar því á alla sem ábyrgð bera á ungum börnum sem stama, foreldra, leik- skólakennara, grunn- skólakennara, afa, ömmur, frændur og frænkur, að sjá til þess að talmeinafræðingur meti barnið sem fyrst. Batahorfur eru þeim mun betri sem fyrr er tekið á vandanum af fagmanni. Næsta skref, fyrir bæði foreldra og barn, er að hitta aðra í svip- aðri stöðu. Foreldrar bera saman bækur sínar og börnin efla samskiptagetu og vilja með samveru við börn og fullorðna sem stama líka. Þess vegna skora ég á foreldra barna sem stama að mæta á aðal- fund og gönguferð Málbjargar næsta laugardag í Grindavík og kynnast því hvað það getur gert börnunum gott að hitta jafningja sem stama. Mætið með börn ykkar og unglinga þrátt fyrir að þau séu treg til að mæta eins og þeim er svo tamt. Það tekur á að hitta nýtt fólk, en hagnaðurinn getur skipt sköpum fyrir lífsgæðin í framhald- inu. Er það nokkurt mál þótt nokkrir meðbræður okkar stami? Björn Tryggvason fjallar um vanda þeirra sem stama Björn Tryggvason ’Næsta skref,fyrir bæði for- eldra og barn, er að hitta aðra í svipaðri stöðu.‘ Höfundur er formaður Málbjargar, félags um stam. SAMFYLKINGIN er nafn á íslenzkum stjórnmálaflokki, sem staðsetur sig vinstra meg- in á miðjunni í íslenzkri pólitík. Þessi samfylking varð til við samruna Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista og nokkurra pólitískra öreinda, þó ekki Fylkingarinnar, sem var alvöru vinstrisinnaður flokkur án fylgis í raun. Við stofnun Samfylkingarinnar varð líka til Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem innihélt frá upp- hafi nokkra einlæga sósíalista og vinstrimenn og vernd- unarsinna, pólitíska hagleiks- menn, sem undu ekki nefndri samfylkingu. Hingað til hefur fylgi þess flokks nánast ein- göngu byggzt á sannfæring- arkrafti og mælsku formanns flokksins, aðrir talsmenn hans hafa frekar talað fólk frá flokknum en að. Nafnið Samfylkingin er nafn- leysa. Ekkert gefur til kynna, að um sé að ræða stjórn- málaflokk, betra nafn hefði ver- ið út frá stofnsögu flokksins: Sameiningarfylkingin, en það er hálf kristilegt og óþjált orð og gefur of mikið til kynna. Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag eða jafnvel Jafnaðarmanna- flokkurinn hefðu verið betri nöfn fyrir þennan pólitíska flokk, en það mátti ekki af sögulegum ástæðum. Sund- urlyndisfjandinn leiddi þetta merkingarsnauða nafn: Sam- fylkingin því til öndvegis hjá stofnendunum. Aðrir íslenzkir stjórn- málaflokkar: Framsókn- arflokkur, Sjálfstæðisflokkur, já jafnvel Frjálslyndi flokk- urinn heita skiljanlegum nöfn- um, þótt vísan í sjálf nöfnin gefi ekki mikið til kynna um raunverulega stefnu flokkanna. Vinstri hreyfingin – grænt framboð er auðvitað á vorum ímyndarvæddu tímum vita- vonlaust nafn, jafnvel nafnið á pólitískum afa þessa flokks: Sameiningarflokkur alþýðu – sósíalistaflokkurinn hefði ekki verið leiðinlegra en núverandi nafn. En nafn Vinstrigrænna hefur þó það fram yfir Sam- fylkinguna, að í því felst og skilst hinn huglægi pólitíski ásetningur félaganna. Í Samfylkingunni felst ekki neitt, nema að óljóst margir hafi komið saman í hóp. Bragi Kristjónsson Nöfn og nafnleysur Höfundur er bókakaupmaður. EFTIR sameiningu Tækniháskóla Íslands við Háskólann í Reykjavík (HR) á síðasta ári hefur orðið til öflug tækni- og verkfræðideild innan skól- ans. Á komandi hausti er áætlað að nemendur við HR verði um 2.800 tals- ins og þar af munu um 1.200 nem- endur stunda nám í tækni- og verk- fræðideild á 17 mismun- andi námsleiðum í tæknifræði, tölv- unarfræði og verkfræði. Með uppbyggingu deild- arinnar hefur HR mark- að sér skýra stöðu sem leiðandi háskóli á tækni- sviðinu samhliða áherslum á við- skiptafræði, lögfræði og kennslufræði/lýðheilsu. Tækni- og verk- fræðideild HR stefnir að því að starfa í fremstu víglínu tækni og vísinda, bjóða greinar sem eru í örum vexti og beita framsæknum kennslu- aðferðum. Síðastliðið haust hófst kennsla í verkfræði með greinum sem eru nýjar hér á landi. Fjármála-, rekstrar-, heilbrigðis- og iðnaðarverk- fræði. Þótt iðnaðarverkfræði hafi verið kennd hér á landi áður er lögð áhersla á hátækniverkfræði (e. mechatronics) í iðnaðarverkfræðinni í HR sem er nýtt. Á komandi hausti er stefnt að því að bæta við námsbraut í hugbún- aðarverkfræði enda býr HR að því að eiga öflugt tölvunarfræðisvið. Tæknifræðin heldur sérstöðu sinni sem hagnýtt háskólanám sem lýkur með embættisprófi að loknum 3,5 ár- um. Námsleiðirnar eru byggingar-, rafmagns- og véltæknifræði. Tækni- fræðingar eiga þess nú kost að bæta við sig meistaragráðu innan HR. Hún getur annaðhvort falist í sérmenntun innan faggreina og aukinni sérhæf- ingu, eða verk- efnastjórnun, fram- kvæmda- og rekstrarfræði. Eins geta þessir nemendur valið tilteknar fræðilegar greinar í meistaranámi og orðið verkfræðingar þegar þeir ljúka náminu. Sérstaða greinanna verður samt áfram skýr. Verkfræðin er fremur fræðileg en tæknifræðin hagnýtari. Þeirri að- greiningu er hægt að halda alveg upp í meist- aragráðu, en einnig er hægt að skipta úr tæknifræði í verkfræði. Í tölvunarfræði er öflugt grunnnám sem veitir sterka undirstöðu til starfa í atvinnulífinu og til frekara náms. Um 300 nemendur stunda nú grunnnám á tölvunarfræðisviði. Innan tölv- unarfræðisviðs eru fimm öflug rann- sóknarsetur og umtalsverður fjöldi meistaranema stundar nám innan þess. Stefna tækni- og verkfræðideildar er að vanda val nemenda inn í hverja námsbraut og fylgja þeim þétt eftir, fremur en að taka inn stóra hópa með tilheyrandi brottfalli. Þjónustustig deildarinnar er hátt og nemendum er fylgt vel eftir. Kennsluhættir og námsfyrirkomulag eru með öðru sniði en tíðkast hefur á fyrstu árum há- skólanáms hér á landi. Í stað þess að kenna fimm námskeið í 15 vikur eru fjögur námskeið kennd í 12 vikur sem lýkur með prófum. Síðan taka nem- endur fimmta fagið á þremur vikum þar sem kennslan er mjög sam- þjöppuð og byggist gjarnan á hag- nýtum viðfangsefnum. Þessi tilhögun auðveldar deildinni að fá erlenda gestafyrirlesara og nemendum að fara í námsferðir innanlands og utan í tengslum við námið. Tækni- og verkfræðideild státar af afar öflugu liði fastra kennara auk þess sem mikill fjöldi stundakennara úr atvinnulífinu leggur henni lið. Tækni – Háskólinn í Reykjavík Dr. Bjarki A. Brynjarsson fjallar um tækni- og verk- fræðideild HR ’Tækni- og verkfræði-deild HR stefnir að því að starfa í fremstu víglínu tækni og vísinda, bjóða greinar sem eru í örum vexti og beita fram- sæknum kennslu- aðferðum.‘ Bjarki A. Brynjarsson Höfundur er forseti tækni- og verk- fræðideildar Háskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.