Morgunblaðið - 27.04.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 41
UMRÆÐAN
Íslandsmótið í knattspyrnu 2006
Blaðauki með Morgunblaðinu
Föstudaginn 12. maí fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um Íslandsmótið í sumar:
Handbók þeirra sem ætla að fylgjast með boltanum í sumar.
• Kynning á öllum liðum mótsins
• Valinkunnir menn spá í spilin
• Leikmannalistar og breytingar
á liðunum
• Allir leikdagar sumarsins
• Markakóngar frá upphafi
Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16
þriðjudaginn 9. maí.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Í dag, fimmtudaginn 27. apríl 2006, efnir
Landssamband sjálfstæðiskvenna til
síðdegisfundar kl. 17.00 í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, undir yfirskriftinni
„Forystukonur í sveitarstjórnum“.
Fundarstjóri:
Ásta Möller, formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna.
Umræður leiða:
Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerði.
Ásgerður Halldórsdóttir, Seltjarnarnesi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, Reykjavík.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Mosfellsbæ.
Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Álftanesi.
Allir velkomnir!
Landssamband sjálfstæðiskvenna
Forystukonur í sveitarstjórnum
- síðdegisfundur Landssambands sjálfstæðiskvenna -
Í FRÉTTABLAÐINU 18. apríl
sl. las ég einkar athyglisverða grein
þar sem verið var að segja frá gangi
áfengismála í Eystrasaltslöndunum.
Þar segir m.a. að þar sé áfengi teyg-
að í meira magni en
víðast hvar í Evrópu –
og afleiðingarnar gjöra
vart við sig á flestum
sviðum mannlífsins.
Þarna er m.a. vitnað til
orða manns sem
stundar ólöglega sölu á
bruggi í einu Eystra-
saltsríkjanna, en um
ástandið í Lettlandi
kveður hann svo að
orði: „Ég veit ekki um
nokkurn mann sem
drekkur ekki til að
verða fullur. Jafnvel
16–17 ára unglingar drekka svo
mikið, að þeir komast ekki heim á
kvöldin.“ Ofdrykkja er víða vanda-
mál eins og við vitum, en í Eystra-
saltslöndunum þremur er hún við-
varandi. Ástandið þar er orðið
þannig, að margir íbúar þar telja
það til hinnar mestu ókurteisi að af-
þakka, þegar boðið er upp á drykk.
Sömuleiðis þykir það hinn mesti
dónaskapur að ljúka ekki alveg úr
flöskunni eftir að hún hefir verið
opnuð. Sá sem lýkur úr flöskunni á
að borga fyrir þá næstu. Þessi mikla
áfengisdrykkja veldur tjóni á flest-
um sviðum mannlífsins. Tíðni sjálfs-
víga og sjálfsskaða í Litháens telst
t.d. vera 39 á hverja 100 þús. íbúa,
hæsta tíðni í ríkjum Evrópusam-
bandsins – Eistland er í þriðja sæti
og Lettland í því fjórða. Sérfræð-
ingar telja að orsökin liggi að hluta í
gegndarlausri áfengisdrykkju. Ef
þessi sami mælikvarði væri við-
hafður á okkar 300 þús. íbúa væri
samtalan 117. Lifrarsjúkdómar og
geðraskanir eru tvímælalaust meðal
afleiðinga ofdrykkjunnar og við
mætti efalaust bæta neyzlu ýmissa
annarra fíkniefna, þótt eigi sé um
getið í tilvísaðri grein. Áfeng-
isneyzla er einnig að hluta til orsök
þess að umferðin í Eystrasaltslönd-
unum er hættulegri en nokkurs
staðar annars staðar í Evrópusam-
bandinu. „Við erum fámenn þjóð
með 1,4 millj. íbúa – og þeim fækkar
hratt,“ segir Lauri Bekmann bind-
indisfrömuður í Eistlandi. „Þjóðin
mun deyja út ef hún heldur áfram
að drekka svona,“ segir hann. Eist-
lendingar drekka að meðaltali 13,4
lítra af hreinu áfengi á hverju ári.
Tölurnar fyrir Lettland og Litháen
eru heldur lægri, en þá er reyndar
ekki tekið með í reikninginn, að
áfengi er víða selt á svörtum mark-
aði og heimabrugg mikið stundað. Í
Lettlandi er ólöglega
fengið áfengi t.d. talið
nema meira en
fjórðungi alls áfengis
sem drukkið er í land-
inu. Ennþá hafa Finn-
ar, Svíar, Norðmenn
og Íslendingar, sem
hafa tilhneigingu til
þess að drekka mikið í
einu, ekki náð því að
drekka jafnmikið og
íbúar Eystrasaltsríkja
– en hvert stefnir?
Hjá oss Íslendingum
hefir áfengissala farið
vaxandi með ári hverju, allt frá því
að sala bjórsins var leyfð – andstætt
því sem haldið var fram af stuðn-
ingsliði bjórsölunnar. Margsannað
er að auðveldun aðgengis að áfengi
eykur neyzlu þess og fagurlega
skreyttar áfengisauglýsingar geta
oft kveikt gneista löngunar hjá ungu
fólki í þann görótta drykk eða hjá
öðrum þeim sem veikir eru fyrir.
Þrátt fyrir löggjöf um bann við
áfengisauglýsingum er ekkert gjört,
þótt þau lög séu þverbrotin. Ef leyfð
verður sala á áfengi – nefnt léttvín –
í matvöruverzlunum eru miklar lík-
ur á að neyzlan aukist hönd í hönd
með auðveldara aðgengi að áfengi.
Vilja menn auka enn á neyzluna,
máske nálgast það ástand sem er í
Eystrasaltsríkjunum? Á hugann
leitar setningin: „Þjóðin mun deyja
út ef hún heldur áfram að drekka
svona.“ Er það þetta sem þeir vilja
sem leyfa vilja sölu áfengra drykkja
í matvöruverzlunum – og þá einnig
þeir sem vilja einkavæða ÁTVR eða
leggja hana niður og hleypa sölu
þessara göróttu drykkja í hendur
einkaaðila? Það er löngu vitað að
áfengisauðvaldið svífst einskis.
Reynslan frá Eystrasalts-
ríkjunum – alvarleg aðvörun
Björn G. Eiríksson
fjallar um áfengismál ’Þrátt fyrir löggjöf umbann við áfengisauglýs-
ingum er ekkert gjört,
þótt þau lög séu þver-
brotin.‘
Björn G. Eiríksson
Höfundur er sérkennari,
í fjölmiðlanefnd IOGT.
MIKLAR breytingar eiga eftir að
verða á þessu ári í jarðgerð lífræns
úrgangs, allri endurvinnslu og yf-
irleitt í allri meðhöndlun úrgangs.
Endurvinnsla eða úrvinnsla er í dag
að taka miklum breyt-
ingum og ræður þar
mestu að ríkisstjórn og
sveitarfélög eru farin
að taka þátt í þróun og
kröfu okkar sem
byggjum landið, eðli-
legt ferli að verða til í
nútíma umhverfi.
Hvers konar endur-
vinnsla og úrvinnsla
hefur fram að þessu átt
erfitt uppdráttar hér á
landi og mest vegna
samkeppni við ódýra
urðun. Á það sér-
staklega við eldri urð-
unarsvæði þar sem
ekki eru gerðar kröfur
um nútímalegan frá-
gang.
Öðru máli gegnir um
brennslur. Engin
brennslustöð er starf-
andi án kröfu nútímans
um mengunarvarnir.
Brennsla er því nokkuð
dýr förgunarleið, en
þar með skapast
grundvöllur fyrir öðr-
um og ódýrari leiðum
eins og jarðgerð sem
að mínu mati er raunverulegur hring-
ur í lífkeðjunni, kallast „endurnýt-
ing“.
Stysta leiðin í endurvinnslu er
„endurnotkun“, en samt er sú leið oft
á tíðum langferð með mikilli notkun á
mengandi orku.
Flestar eða allar þjóðir í Evrópu
hafa fyrir löngu tekið miklu betur en
við á sínum sorpmálum og sumar
þjóðir voru t.d. byrjaðar að vinna líf-
rænan úrgang í jarðgerð fyrir um 30
árum síðan.
Það er mín skoðun að við munum
fljótlega verða á meðal þróaðri þjóða í
þessu, en því ekki að stefna að „sjálf-
bæru Íslandi“ og verða þá kannski
fremst eða meðal fremstu þjóða.
Mikil þróun er á tækni fyrir líf-
ræna jarðgerð og margar aðferðir í
gangi. Ég tel að vinnsla í jarðgerðar-
gámum eða jarðgerðar-tromlum sé
hagkvæmasti kosturinn í dag, virkar
best og á skemmstum tíma. Sem
dæmi um mismun, þá tekur um 1½ ár
að vinna lífrænan úrgang í opinni
múgavinnslu en með tromlu 5–14
daga. Í báðum tilvikum er æskilegt að
þessi lífræna mold, sem þar verður
til, standi haugsett í 6 mánuði í viðbót.
Í gáma- og tromluvinnslu hverfur
vandamál með lykt, vargfugl og flug-
ur. Það sem helst vantar upp á í þess-
ari tækni er að vinna metangas úr
hráefninu áður en það fer til jarð-
gerðar. Jafnvel verður mögulegt að
vinna fljótandi eldsneyti, sambæri-
legt því sem gert er hjá Kjötmjöli á
Selfossi og síðan að jarðgera, hver
veit. Ráðlegg öllum að fara varlega í
dýrum fjárfestingum á jarðgerð-
arbúnaði því að einhver viðbót-
armöguleiki mun koma fyrr en varir.
Ég tel að innan ekki langs tíma verði
til búnaður í jarðgerð sem knúinn
verður af eigin orku úr hráefninu.
Hjá Tætingu ehf. er nú verið að
prófa mjög fullkominn „jarðgerð-
argám“ sem Íslenska gámafélagið
hefur keypt frá Þýskalandi. Þessar
tilraunir gefa góða yfirsýn yfir hvað
hægt er að gera og hvernig ýmis
vandamál hverfa.
Eitt innlent fyrirtæki, SRV á
Siglufirði, er að þróa jarðgerðarvél
sem gæti virkað vel og
jafnvel betur en aðrar í
blöndun hráefnis en góð
blöndun flýtir vinnslu-
ferli. Sum fyrirtæki eru
með mjög ákveðna
stefnu í flokkun á sorpi
og fylgja því eftir að
flutnings-, móttöku- og
vinnsluaðilar vinni eftir
kröfu nútímans. Sem
dæmi um þannig fyr-
irtæki nefni ég Norð-
lenska matborðið ehf.,
en þar er fylgst vel með
hvernig gengið er frá
þeirra úrgangi og vilja
helst að honum sé öllum
breytt í verðmæti.
Akureyrarbær leggur
mikla áherslu á end-
urnýtingu og er mjög
framarlega í þeim mál-
um þó eitthvað megi enn
bæta við. Það eru þó ein-
göngu nokkur fyrirtæki
á Akureyri sem senda
sinn lífræna úrgang í
jarðgerð. Öll sveit-
arfélög í Eyjafirði stefna
að betri flokkun og meiri
endurnýtingu.
Í Eyjafirði standa öll sveitarfélögin
að Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs, stytt
í SorpEy. Undir merki SorpEy hefur
mikið verið leitað að nýjum urðunar-
stað en hvergi verið sátt um staðsetn-
ingu. Ég sé fyrir mér að Eyjafjarð-
arsvæðið myndi jarðgera allan
lífrænan úrgang en sá flokkur er
stærsti hluti sorpsins og flest annað
komið í ágætis endurvinnsluferli sem
alltaf þróast betur og betur. Það litla
sem eftir væri sé ég fyrir mér að
brenna mætti í brennslustöðinni á
Húsavík en þar verður orkan sem
myndast nýtt til raforkuvinnslu. Þar
með værum við komin með „núll eyð-
ingu“. Og þó, það er sama hvernig við
förum að, það verður alltaf að vera til
urðunarstaður því bæði er það að
eitthvað þarf að gera við öskuna úr
brennslunni og svo er ekki hægt að
brenna allt sem ekki verður endur-
unnið.
Núll eyðing
Jörundur Helgi Þorgeirsson
fjallar um urðun
lífræns úrgangs
Jörundur Helgi
Þorgeirsson
’Sum fyrirtækieru með mjög
ákveðna stefnu í
flokkun á sorpi
og fylgja því eftir
að flutnings- og
móttökuaðilar
vinni eftir kröfu
nútímans.‘
Höfundur er framkvæmdastjóri
www.taeting.is.