Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
UNDANFARIÐ hefur verið skrifað
um væntanlegt vegarstæði frá Bjarka-
lundi að Flókalundi. Flestir (nær allir)
eru á þeirri skoðun að þvera firðina
(Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufu-
fjörð) og koma veginum á suðurfirðina
niður á láglendi.
Það á að velja vegtæknilegustu og
bestu leiðina, færa til framtíðar, við er-
um að byggja til næstu 25–50 ára miða
við vegagerð undanfarinna ára. Með
því að þvera Þorskafjörð strax fæst
hagræðing á flutningi efnis í veg-
arstæðið við Teigsskóg í Hall-
steinsnes, þannig fæst minnst umrót.
Og síðan að brúa yfir Djúpafjörð og
Gufufjörð í Melanes. Það skiptir íbúa
suðurfjarða mjög miklu máli að veg-
urinn sé settur niður á láglendi sökum
flutninga á fiski til útflutnings eða á
markað enda þá ekki spurt um færð,
heldur verður að fara með farminn
fljótt, krafan er bara sú að kaupandi
ræður, annars er engin sala, Blómstr-
andi byggð svarar kalli markaðarins,
annars verða aðrir til þess og byggð-
irnar tapa. Einnig þarf að flytja nauð-
synjavörur svo sem mjólk og fleira. Þá
er sótt mjólk á firðina til vinnslu í Búð-
ardal og vörur fluttar þangað til dreif-
ingar á Patreksfjörð, Tálknafjörð og
Bíldudal, svo ekki sé minnst á aukna
umferð ferðafólks um þetta svæði.
Vegarstæðið verður án efa eitt hið
fegursta á landinu og mikil lyftistöng
fyrir ferðamennsku í Dölum og Reyk-
hólasveit.
Við erum löngu komnir af hesta-
kerruöldinni inn á bíla upp á 49 tonn.
Hvernig á að vera hægt halda áætlun
með því að fara með þessa farma upp
16% halla um þessa hálsa. Það er því
lykilatriði að getað mokað þessa vegi á
sem skemmstum tíma á veturna, og þá
þarf vegurinn að vera helst sem snjó-
léttastur til að mokstur taki ekki heilu
og hálfu dagana eða svo vikum skiptir
um hálsana samanber á tímabilinu
1989 til 1995.
Ef leið B, vegtæknilegasta leiðinn
að mati Vegagerðarinnar, er farin eru
moksturstæki frá Búðardal og Reyk-
hólum komin að Klettshálsi að sunn-
anverðu á 3 tímum og einnig frá Pat-
reksfirði, því ætti að vera
hægt að opna t.d. leiðina
Reykjavík-Patreks-
fjörður um kl. 10.
Hvar eru úrtölumenn-
irnir nú sem vildu ekki
Gilsfjarðarbrú, veg um
Vatnaleið, um Kolgraf-
arfjörð svo dæmi séu tek-
in. Ég held að þeir (þau)
séu dauðfegnir að keyra
þessa vegi, ég veit hverju
vegurinn um Gilsfjörð gjörbreytti. Og
nú þegar umræður eru um aukið um-
ferðaröryggi hlýtur það að vera krafa
að umferðaröryggi sé sett í fyrirrúm,
þökk sé ráðamönnum þjóðarinnar og
ætla ég að vona að ráðherrar sam-
göngu- og umhverfismála taki áfram
ákvarðanir til framtíðar til sóma fyrir
land og þjóð.
Skrifað að Kinnarstöðum 1. apríl
2006
GUNNBJÖRN ÓLI
JÓHANNSSON,
Kinnarstöðum,
380 Króksfjarðarnesi.
Hvers virði eru bættar samgöngur
og hverju má fórna fyrir þær?
Frá Gunnbirni Óla Jóhannssyni
Norðmenn leggja sína vegi á skerjum.
NÚ ÞEGAR bæði geistleg og ver-
aldleg yfirvöld hafa staðið að og
skipað sóknarprest í Keflavík-
urprestakalli og sýnt fádæma vald-
hroka með því að hundsa beiðni mik-
ils meirihluta safnaðarins um að
séra Sigfús B. Ingvason yrði skip-
aður í starfið, er máske rétt að skoða
framhaldið.
Það vita allir, sem bera sæmilega
greind í kolli, að allur sá fjöldi safn-
aðarfólks, sem undirritaði áskorun
til biskups og ráðherra kirkjumála
um að fara gegn vilja svokallaðrar
„Valnefndar“ og skipa séra Sigfús B.
Ingvason, starfandi prest und-
anfarin 13 ár, sem sóknarprest í
Keflavíkurprestakalli, var ekki að
biðja séra Sigfús að hætta prests-
starfi hér og nú, heldur þvert á móti.
„Valnefndin“ færði ekki haldbær rök
fyrir vali sínu, enda hafði hún ekkert
út á störf séra Sigfúsar að setja.
Hún beinlínis „lýsir þeim einlæga
vilja sínum að séra Sigfús gegni
áfram embætti prests við Keflavík-
urkirkju“, eins og tekið er fram í
umsögn þeirra.
Meirihluti „Valnefndar“ hagaði
sér eins og strútur með höfuðið í
sandi, og kynnti sér ekki vilja safn-
aðarins, eða taldi sér trú um að hon-
um kæmi sá vilji ekkert við. En það
er öðru nær. Allir sem rituðu nöfn
sín á lista til biskups og ráðherra
hafa lýst óánægju sinni með ykkar
störf á afgerandi hátt. Það er því
krafa mín og fjölmargra annarra
sóknarbarna, ef þið hafið meint eitt-
hvað með viljayfirlýsingu um að Sig-
fús gegndi áfram embætti prests hér
í bæ, að þá segið þið af ykkur trún-
aðarstörfum fyrir söfnuðinn og segið
ykkur bæði frá sóknarnefnd og „Val-
nefnd“. Með því munduð þið auð-
velda Sigfúsi að sinna embætti sínu
áfram. Þið eruð rúin trausti safn-
aðarins.
KARL G. SIGURBERGSSON,
Keflavík, Hamragarði 4,
230 Reykjanesbæ.
Krafa sóknar-
barna í Keflavík
Frá Karli G. Sigurbergssyni
ANSI er ég hræddur um að reglu-
gerðin vegna deilu hjartalækna og
Tryggingastofnunar hjálpi ekki
Framsóknarflokknum í kosning-
unum.
Eftir að kynnast henni af eigin
raun er mér óskiljanlegt af hverju
þarf að fá tilvísun frá heilsugæslu-
lækni, sem sjaldnast er hægt að fá
tíma hjá þegar þörf krefur. Síðan er
hlutunum reddað með nýútskrif-
uðum, reynslulitlum lækni til að gefa
út skrifaðan snepil. Er þetta at-
vinnubótavinna fyrir nýútskrifað
fólk úr læknadeild? Það skal tekið
fram að eftirlit hafði verið ákveðið
löngu fyrr, vegna brjóstholsskurð-
aðgerðar á síðasta ári.
Fólk er niðurlægt, tíma þess eytt
til einskis, við að fá notið þeirra rétt-
inda sem það hefur til unnið með
skattgreiðslum.
Persónulega hef ég þurft að njóta
ráðlegginga hjartasérfræðinga í 14
ár og gengið vel að halda heilsu, en
að þurfa að fá tíma hjá manni sem
ekkert faglegt gagn er af að hitta, er
svo arfavitlaus og mikill tímaþjófur
að engu tali tekur.
ÞORKELL VALDIMARSSON,
Efstaleiti 10, Reykjavík.
Til þeirra er
málið varðar
Frá Þorkeli Valdimarssyni
Í ÞEKKINGARÞJÓÐFÉLAGI
nútímans eru fræðastarf og rann-
sóknir sá grundvöllur sem stefnu-
mótun, skipulagning og fram-
kvæmdir þurfa að byggjast á. Það
hlýtur að eiga við um
málefni fatlaðs fólks
eins og á öðrum svið-
um að besta þekking
hvers tíma skuli höfð
að leiðarljósi í stefnu
og starfi. Því er mik-
ilvægt að efla fræða-
starf og rannsóknir á
þessu sviði. Fram á
sjónarsviðið er komin
ný fræðigrein, fötl-
unarfræði, sem vaxið
hefur hratt á stuttum
tíma. Þessi grein
beinist að rann-
sóknum og fræðum
sem að gagni geta
komið í málefnum
fatlaðs fólks.
Fötlunarfræði er
kennd sem fram-
haldsnám við fé-
lagsvísindadeild Há-
skóla Íslands og var
námið sett á fót
haustið 2004 í sam-
starfi við félagsmála-
ráðuneytið með
samningi sem fól í
sér að ráðuneytið
kostar starf lektors í
fötlunarfræðum við félagsvís-
indadeild HÍ til fimm ára. Mark-
mið samningsins er að efla
kennslu og fræðistörf á sviði fötl-
unarfræða og styrkja þannig rann-
sóknir, framþróun og stefnumörk-
un á fræðasviðinu og í málefnum
fatlaðs fólks. Með samningnum
viðurkenna stjórnvöld nauðsyn
þess að framfarir í þessum mála-
flokki þurfi að byggjast á skipu-
legri þekkingaröflun.
Fötlunarfræði
Fötlunarfræði fela í sér nýja
orðræðu um fötlun sem gagnrýnir
ríkjandi skilning og leggur til ný
nálgun til að skilja líf og aðstæður
fatlaðs fólks. Fötlunarfræðin eru
tengd kröfunni um fulla sam-
félagsþátttöku fatlaðs fólks, mót-
mælum gegn einangrun á sér-
stofnunum og útilokun frá
venjulegu lífi. Fötlunarfræði hafa
því þróast í nánum tengslum við
daglegt líf og baráttu fatlaðra ein-
staklinga og hreyfingar þeirra.
Þrátt fyrir að meirihluti þeirra
fræðimanna sem stunda fötl-
unarrannsóknir séu ófatlaðir þá
hafa fatlaðir fræðimenn verið
áhrifamiklir á alþjóðavettvangi og
áberandi meðal þeirra sem hafa
haft mótandi áhrif á hin nýju
fræði.
Þau félagslegu sjónarhorn sem
nú er verið að þróa innan fötl-
unarfræða eiga sér rætur í gagn-
rýni á hina hefðbundnu lækn-
isfræðilegu sýn á fötlun. Félagsleg
sjónarhorn leggja áherslu á að
þær hindranir sem er að finna í
umhverfinu eigi stóran þátt í að
skapa fötlun einstaklingsins. Þess-
ar félagslegu hindr-
anir, svo sem óað-
gengilegar byggingar
og upplýsingar, for-
dómar og neikvæð við-
horf, eiga ekki síður
þátt í að skapa fötlun
fólks en líkamlegar
eða andlegar skerð-
ingar. Innan fötl-
unarfræða er litið svo
á að takmarkaðir
möguleikar fatlaðs
fólks til að taka þátt í
daglegum athöfnum
séu oft og tíðum af-
leiðing af samfélags-
legum hindrunum og
erfiðleika fólks megi
því oft rekja þangað
fremur en til skerð-
ingarinnar.
Fræðin skipta máli
Hvaða skilning við
leggjum í fötlun er
annað og meira en
fræðilegir loftfim-
leikar. Hér er mikið í
húfi. Ráðandi skiln-
ingur á fötlun skiptir
afgerandi máli því
hann stýrir því hvernig brugðist
er við fötluðu fólki. Ef litið er svo
á að fötlun sé galli sem búi innra
með einstaklingnum þá eru rök-
rétt viðbrögð að lækna, laga eða
gera við viðkomandi, setja í með-
ferð, þjálfun, endurhæfingu eða
grípa til viðlíka aðgerða. Ef hins
vegar er litið svo á að fötlun eigi
sér jafnframt rætur í félagslegum
hindrunum þá beinir það sjónum
að mikilvægi umhverfisins og sam-
félaglegra breytinga. Fræðin
skipta því máli því þau stýra því
hvernig við skiljum fötlun og
bregðumst við fötluðu fólki.
Nám í fötlunarfræðum
Framhaldsnám í fötlunarfræðum
er ætlað fötluðu og ófötluðu fólki
sem lætur sig málefni fatlaðra
varða eða vill hasla sér völl á þeim
vettvangi. Námið hentar þeim sem
vilja starfa að stefnumótun eða í
öðrum leiðandi störfum í mál-
efnum fatlaðs fólks, og starfsfólki
og stjórnendum í þjónustukerfinu.
Námið býr fólk undir margvísleg
störf með áherslu á framþróun í
málaflokknum. Námið hentar einn-
ig fólki sem vill sinna rannsóknum
og fræðistörfum eða búa sig undir
frekara fræðilegt nám, t.d. dokt-
orsnám. Markmið námsins er að
veita nemendum viðamikla fræði-
lega og hagnýta þekkingu á fjöl-
breytilegum þáttum sem varða
fatlað fólk og málefni þess.
Nám í fötlunarfræðum er fram-
haldsnám og er um þrjár náms-
leiðir að velja: Diplómanám í fötl-
unarfræðum (15e), MA nám sem
er starfstengt rannsóknanám (45e)
og MA nám sem er rannsóknanám
(60e). Með því að bjóða upp á
þrjár námsleiðir er unnt að mæta
fjölbreytilegum þörfum og óskum
þeirra sem hafa áhuga á að til-
einka sér þessa nýju fræðigrein.
Frekari upplýsingar má finna á
Vefsetri í fötlunarfræði www.fotl-
unarfraedi.hi.is
Fötlunarfræði –
ný fræðigrein,
nýtt fram-
haldsnám
Rannveig Traustadóttir fjallar
um nýja námsgrein
Rannveig Traustadóttir
’Framhaldsnámí fötlunarfræðum
er ætlað fötluðu
og ófötluðu fólki
sem lætur sig
málefni fatlaðra
varða eða vill
hasla sér völl á
þeim vettvangi.‘
Höfundur er prófessor við fé-
lagsvísindadeild Háskóla Íslands.
MIKIL ánægja var að lesa páskahugleiðingu Matthíasar
Johannessen í bundnu máli, í Morgunblaðinu nýlega. Hún
var innlegg í þá trúarumræðu sem bloss-
ar upp í aðsendum greinum í Morgun-
blaðinu öðru hvoru, og endurspeglar þörf
landans fyrir eitthvað meira en hina ríg-
skorðuðu Biblíuarfleifð. Því þar fór meira
fyrir tilvitnunum í goðafræði Snorra-
Eddu en í kristna heimssýn. Er það til
marks um að menn þurfi ekki að ganga úr
Þjóðkirkjunni í Ásatrúarfélagið, þó svo að
þeir verði smám saman meðvitaðir um að
forsöguleg trúararfleifð Evrópu sé enn alls staðar á sveimi
kringum þá kristnu.
Jafnvel biskupinn yfir Íslandi viðurkenndi þetta óbeint
fyrir mér um daginn, þegar hann spurði hvort ekki mætti
líta á heiðna goðafræði sem líkingamál fyrir boðskap
kristninnar? Í menntaskóla lærðum við að landnámsmað-
urinn Ingimundur gamli; sem þótti forn í skapi; hefði
svarað kristniboða á þessa leið: ,,Eigi festist mér það í
minni er þú segir mér af Hvíta-Kristi þessum, en vel má
það vera, því mörg dæmi hafa gerst í forneskju“. (Mun
þessi fróðleiksmoli vera kominn frá Birni Þorsteinssyni
sagnfræðingi; sællar minningar). En þetta þótti vera
dæmi um þá tilhneigingu fjölgyðismanna að bæta bara
nýju goðmögnunum í kerfi það sem fyrir var.
Þetta viðhorf kann ég vel að meta, enda hefur gríska
goðafræðin orðið mér æ hugleiknari með árunum. En hún
er svipaðrar ættar og sú norræna, nema hvað hún er
margfalt fjölbreytilegri og bókmenntalegri. Eftir á að
hyggja má sjá í öllum mínum níu ljóðabókum hvernig hún
hefur verið að fá á sig æ trúarlega inntak. En mér þykir
nú sem vel megi troða Kristi inn í það kerfi; t.d. sem
myndbirtingu Díónýsusar eða Prómeþeifs; og þá föður
hans Guði sem myndbirtingu áa Ólympsfjölskyldunnar;
þeim Úranosi eða Krónosi. En Maríu mey og Evu mætti
þá jafna við Afródítu. Væri ég þá að ganga í svipaða átt og
goðsagnarithöfundurinn Robert Graves gerði; en hann er
mikið lesinn af íslenskum listamönnum.
En mikilvægt er að þúsund blóm fái að dafna í trú-
málum á síðum Morgunblaðsins, af því trú er ekki bara
einhver örþrifalausn gegn óttanum við forgengileikann,
heldur er hún kannski fyrst og fremst skapandi viðbót við
venjulegt tilfinningalíf. Þetta ættu kennarar nú að hafa
hugfast á öllum stigum skólakerfisins!
TRYGGVI V. LÍNDAL,
þjóðfélagsfræðingur og skáld.
Um áleitni fjölgyðistrúanna
Frá Tryggva V. Líndal
Tryggvi V. Líndal