Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 43
UMRÆÐAN
Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður
formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les-
endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar.
Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar
MIKIÐ hefur verið rætt um hnignun miðbæja og
margar kenningar eru á lofti um hverjar ástæðurnar
séu. Augljósasta skýringin er sú að eftir því sem íbú-
um tiltekins bæjarhluta fækkar er
minni spurn eftir þjónustu á því svæði.
Það gefur sem sagt augaleið að rekst-
ur hverfisverslunar, svo dæmi sé tekið,
versnar í réttu hlutfalli við fækkun
íbúa í viðkomandi hverfi.
Breyttir lífshættir leiða af sér eðli-
lega þróun og breytingar á umhverfi
miðbæjanna. Íbúum þar fækkar eftir
því sem íbúabyggðin færist yfir í úthverfin. Að sama
skapi færist verslun og þjónusta í auknum mæli yfir í
stórmarkaði og verslunarmiðstöðvar, sem gjarnan
eru utan miðbæjarsvæðisins. Þessi þróun hefur átt
sér stað í flestum löndum hins vestræna heims.
Að skekkja samkeppnisstöðuna
Á seinni árum hafa yfirvöld skipulagsmála í mörgum
borgum og stærri bæjum lagt áherslu á að fjölga íbú-
um í miðbænum með það að markmiði að gæða
miðbæinn auknu lífi. Þessi viðleitni hefur sætt gagn-
rýni. Spurt hefur verið hvers vegna sveitarfélag eigi
að nota skattpeninga til að „bjarga“ verslunarrekstri
í gamla miðbænum og af hverju miðbærinn megi ekki
þróast á eigin forsendum eins og aðrir bæjarhlutar;
rísa og hnigna?
Ég hygg að flestir vilji innst inni hafa jákvæð áhrif
á þróun miðbæjarins síns. En hvernig á að gera það
án þess að kosta miklu til og skekkja samkeppnisstöð-
una? Það getur ekki talist eðlilegt að sveitarsjóður
hlúi sérstaklega að rekstri fyrirtækja sem eru stað-
sett á miðbæjarsvæði. Að sama skapi er óeðlilegt að
bæjarsjóður leggi mismunandi álögur á íbúa eða fyr-
irtæki eða innheimti misháar tekjur af atvinnu-
starfsemi eftir því hvar hún er staðsett í bænum.
Enga stöðumæla, takk!
Dæmi um skekkta samkeppnisstöðu er innheimta
gjalds fyrir stöðu bíla á miðbæjarsvæði. Hvers vegna
á bæjarsjóður að hafa tekjur af viðskiptavinum fyr-
irtækja í miðbænum með innheimtu bílastæðagjalda?
Dæmi eru um að bæjarfélag hafi umtalsvert hærri
tekjur af rekstri bílastæðasjóðs en sem nemur þeim
gjöldum sem til falla vegna rekstrar bílastæða á mið-
bæjarsvæðinu. Slíkt er auðvitað ótækt með öllu.
Við Akureyringar tókum upp nýtt fyrirkomulag í
fyrra við stjórnun á stöðu bíla í miðbænum. Öll gjald-
taka á almennum stæðum var lögð af og í stað mið-
amæla og stöðumæla voru teknar upp bílastæða-
klukkur. Þær eru notendum að kostnaðarlausu svo
framarlega sem þeir gæta þess að geyma ekki bifreið
sína lengur en leyfilegt er í tilteknu stæði.
Næg bílastæði og allir ánægðir
Reynslan af breytingunni og þessu nýja kerfi er væg-
ast sagt mjög jákvæð og eigendur fyrirtækja í mið-
bænum hafa fundið fyrir mikilli breytingu til hins
betra. Og það sem meira er: Í ljós hefur komið að
bílastæði eru nógu mörg og að alltaf eru laus stæði,
jafnvel á háannatímum! Þar fóru hrakspár úrtölu-
manna fyrir lítið!
Það er bjargföst trú mín að með breyttu skipulagi
og fjölgun íbúa á miðbæjarsvæðum megi hjálpa til við
þróunina: Miðbærinn lifnar við á eigin forsendum.
Þróun miðbæja og aðgerðir sveitarstjórna
Eftir Guðmund Jóhannsson
Höfundur er formaður umhverfisráðs Akureyrar og skipar
12. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórnarkosn-
ingunum 27. maí nk.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Stór sumarbústaðalóð á Þingvöllum
Vorum að fá í einkasölu 10 þús. fm sumarbústaðarlóð á eftirsóttum stað á
Þingvöllum. Glæsilegt útsýni og gott aðgengi að vatninu. Heimilt er að
byggja sumarhús sem yrði 150 fm að grunnfleti auk 30 fm gestahúss.
V. 17,0 m.
1.272 fm húseign við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Um er að ræða 38 sam-
þykktar stúdíóíbúðir í traustri útleigu sem verið er að ljúka við að innrétta.
Leigusamningur til lengri tíma er í gildi um allar íbúðirnar við einn leigutaka.
Sameign í góðu ástandi og ný lyfta. Góð aðkoma og næg bílastæði.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Bæjarhraun - Hafnarfirði
Heimili fyrir þig - alhliða eignaumsýsla
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Allar nánari upplýsingar veitir Bogi Pétursson,
löggiltur fasteignasali, á skrifstofu Heimilis eða
í síma 699 3444.
Óskum eftir sérbýli,
raðhúsi, parhúsi eða einbýli
í Grafarvogi
Bogi
Pétursson
lögg.
fasteignasali
ER spurt en lítum á staðreyndir málsins. Reykjavíkurflugvöllur í Vatns-
mýri hefur þjónað íslensku samfélagi vel í gegnum árin og getur haldið því
áfram um ókomin ár. Nú er þó svo komið að landið undir Vatnsmýrar-
flugvelli þykir eftirsóknarvert til húsbygginga og meirihluti borgarbúa vill
flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Ef það er vilji fólksins að flug-
völlurinn víki þarf að finna aðra staðsetningu fyrir hann á
höfuðborgarsvæðinu, en það er skoðun mín og þeirra flug-
manna sem ég hef rætt við vegna málsins að ekki komi til
greina að höfuðborgin Reykjavík verði flugvallarlaus. Hvers
vegna ekki og hvar skal þá byggja flugvöll?
Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar um staðsetningu
flugvallarins. Að mínu mati kemur ekki til greina að setja
hann fyrir austan borgina, eins og t.d. á Hólmsheiði. Þar eru
aðstæður þannig að landið liggur hátt og því oft lágskýjað. Einnig er þar
vindasamt og nálægð við fjöll ógnar flugöryggi. Ég get fallist á að flugvöllur
á Álftanesi sé ákjósanlegur kostur. Þar eru aðstæður til flugs svipaðar og á
Reykjavíkurflugvelli, ef ekki betri, en bæjaryfirvöld á Álftanesi hafa þver-
tekið fyrir flugvöll þar. Einnig verður landsvæði Álftaness væntanlega eft-
irsótt til húsbygginga í framtíðinni, svipað og með Vatnsmýrina nú. Þar með
getur tæpast talist raunhæfur kostur að landinu þar verði ráðstafað undir
flugvöll.
Löngusker eru því sá kostur sem stendur uppúr, í bókstaflegri merkingu.
Aðstæður þar til flugs eru góðar og litlu sem engu landi væri fórnað undir
flugvöllinn. Ef flugvöllur yrði byggður á Lönguskerjum myndi vinnast mun
meira land í Vatnsmýri en þyrfti að búa til á Lönguskerjum fyrir flugvöll.
Það er vegna þess að stórt svæði í kringum Reykjavíkurflugvöll er ekki hægt
að nýta til húsbygginga vegna nálægðar við flugbrautirnar. Á Lönguskerj-
um væri slíkt ónýtanlegt svæði að mestu undirlagt af sjó sem er að sjálfsögðu
afar hagkvæmt.
Sumir vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og miðstöð innan-
landsflugsins flytjist á Keflavíkurflugvöll. Þessu fylgja margvíslegir ókostir.
Fyrst má nefna að nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítalann er ómet-
anlegur kostur fyrir bráðatilfelli í sjúkraflugi. Í öðru lagi yrði flugtími í inn-
anlandsflugi lengri enda allar flugleiðir utan af landi lengri til Keflavíkur en
til Reykjavíkur og aksturstími til og frá flugvelli lengdist einnig til muna. Í
þriðja lagi yrði flugöryggi ógnað því Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur
varaflugvöllur fyrir flugumferð á leið til Keflavíkurflugvallar. Eins þjónar
Keflavíkurflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir flugvélar á leið til Reykjavíkur
en það er ekki síður mikilvægt öryggisatriði fyrir innanlandsflugið.
Í allri flugstarfsemi er öryggið mikilvægast en með því að rýra flugöryggi
á einn eða annan hátt er allt of verðmætum hagsmunum fórnað. Það er nauð-
synlegt að velja raunhæfasta og besta kostinn sem er nýr Reykjavík-
urflugvöllur á Lönguskerjum.
Hvers vegna flug-
völlinn á Löngusker?
Eftir Ingvar Jónsson
Höfundur er flugstjóri hjá Icelandair og skipar 8. sæti B-listans í Reykjavík.
BORGARSTJÓRI, Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir, hefur nýverið
geyst fram á ritvöllinn til að svara
grein undirritaðs í
Morgunblaðinu þar
sem staða barna-
fólks og fjár-
hagsstaða sveit-
arfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu
var borin saman.
Hún hefur notað orðaforða sem
minnir helst á harðsvíraða götu-
stráka, enda tekur hún þetta allt
nærri sér og eitthvað er samviskan
slæm. Rétt er að taka fram eftirfar-
andi:
1. Borgarstjóri víkur ekki einu
orði að kjarna málsins, að það
sé ódýrast fyrir barna-
fjölskyldur að búa í Kópavogi.
2. Ekki vildi borgarstjóri ræða
íbúaþróun, þar sem hún veit að
barnafjölskyldum hefur fækkað
í Reykjavík undanfarin 10 ár og
fjölgað mest í Kópavogi.
3. Ekki minntist borgarstjóri á að
R-listinn hefur létt af borg-
arsjóði skuldum upp á 35 millj-
arða króna með því að skuld-
setja Orkuveituna og Félags-
bústaði um þá upphæð.
4. Eignarhlutur borgarinnar hjá
Landsvirkjun (25–30 milljarðar
króna) var færður til eignar hjá
borgarsjóði. Hann var áður eign
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
hefði átt að ganga til Orkuveit-
unnar en hlutfallslegar skuldir
Landsvirkjunar voru ekki tekn-
ar með inn í dæmið.
5. Borgarstjóri gortar af hækkun
lægstu launa en staðreyndin
var sú að þeir hæst launuðu hjá
Reykjavíkurborg fengu mest og
þeir lægst launuðu fengu
minnst.
6. Merkilegt er þó að borgarstjóri
viðurkennir loks að skuldir á
hvern íbúa í Reykjavík eru með
því hæsta sem þekkist á lands-
vísu. Þetta er nýlunda því
R-listinn hefur ekki fengist til
að tjá sig um gríðarlegan vöxt
heildarskulda Reykjavík-
urborgar á síðustu 10 árum.
Oft sannast hið fornkveðna að
sannleikanum er hver sárreiðastur.
Sannleikurinn er sár
Eftir Gunnar I. Birgisson
Höfundur er bæjarstjóri og skipar
1. sæti á D-lista Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi.
mbl.is
smáauglýsingar