Morgunblaðið - 27.04.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 27.04.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 47 MINNINGAR síðan fullorðin. Enda verð ég for- sjóninni ævinlega þakklát fyrir kynni mín og samveru við Ragnheiði frænku mína. Minningarnar á ég margar frá þessum stundum, og allar góðar. Hún var vel heilsuhraust alveg þar til elli kerling bankaði upp á með beinþynningu og bakverki ásamt því að sjóninni hrakaði mjög og síðustu árin var hún nánast blind. En hún lét sjúkdóma aldrei ráða ferðinni, þrátt fyrir talsverða fötlun fór hún sinna ferða og kvartaði ekki, hún var ekki þeirrar gerðar. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um hennar afkomendum og ástvin- um dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ragnheiðar Sveinbjörnsdóttur. Rósa Hilmarsdóttir. Elsku frænka mín, hún Ranka, hefur kvatt okkur um sinn. Mig langar í örfáum orðum að þakka henni fyrir hlý orð, notalegar sam- verustundir og mörg faðmlög sem hún gaf mér í gegnum árin. Ranka var ekki aðeins amma vina minna heldur fannst mér ég stundum eiga smáhlut í henni líka. Enda voru það ófáar hjólaferðirnar og bíltúrarnir sem ég fékk að fljóta með upp á Hjálmsstaði, fékk mjólk og heitar kleinur eða annað góðgæti sem hún var fljót að galdra fram. Vorið 1998 þegar ég útskrifaðist úr ML klæddist ég íslenska þjóð- búningnum við það tækifæri. Seinna frétti Ranka að mamma mín ætti einnig peysuföt og hafði á orði að hana langaði svo óskaplega til að fá að sjá okkur í þessum fallegu bún- ingum. Við mamma brugðum á það ráð að klæða okkur upp og bjóða Rönku og Dísu í kaffi um sumarið, sem var stórskemmtileg stund, því æ síðan talaði Ranka um það hvað henni þótti það gaman og hversu fínar við mæðgur vorum. Ranka er líka ein af þessum frænkum mínum sem hafa sagt mér margar sögur af henni ömmu heitinni. Ég fékk oft að heyra frá Rönku hversu lík ég væri ömmu þegar hún var ung og það er nú ekki slæmt að vera líkt við hana ömmu mína því hún var eins og Ranka kjarnakona. Ranka var yndisleg kona, átti sér fáa líka, hafði mikið að gefa og var óspör á hrós sem er öllum hollt að heyra enda mættu margir taka sér þann mannkost til fyrirmyndar. Að lokum langar mig til að votta öllum aðstandendum innilega samúð og megi minning Rönku lifa. Ég ætla að kveðja Rönku með versi úr kvæð- inu Laugardalurinn en það var eitt af uppáhaldsljóðum ömmu minnar heitinnar og það vissi Ranka. Ég ætla einnig að standa við loforðið sem Ranka tók af mér síðastliðið sumar þegar að því kemur. Af Hálsinum stari ég hugfanginn á hverareykinn sig teygja hátt yfir vatnið í himininn hverfa, týnast og – deyja! (Einar E. Sæmundsen.) Kveðja, Sabína Steinunn Halldórsdóttir. Látin er í hárri elli frú Ragnheið- ur Sveinbjörnsdóttir á Hjálmsstöð- um í Laugardal, sem fædd var 17.7. 1916 á Snorrastöðum, rétt að verða níræð. Ragnheiður er fædd og lifði langa æfi í búsældarlegum, skógi- vöxnum hlíðum Laugardalsfjalla, og flutti á blómaskeiði lífsins um set en aðeins yfir Hjálmsstaðaána. Ragn- heiður gekk í Laugarvatnsskóla árin ’36–’37 og hlaut þar menntun, sem ekki var sjálfgefin meðal jafnaldra hennar. Ragnheiður var falleg stúlka og vel gerð og naut sín glimr- andi vel meðal skólasystkina sinna. Eiginmaður hennar varð Pálmi Páls- son frá Hjálmsstöðum, greindur og hagmæltur sem Páll faðir hans, en fór dult með. Pálmi var atgervismað- ur að lífsmynd, myndarlegur og ákveðinn, alþekktur hörkukarl fyrir dugnað og árvekni, féll aldrei verk úr hendi. Er ég þeirrar skoðunar að hans jafningi hafi verið torfundinn. Sjómennska var sjálfsögð hjá öllum sveitastrákum sem krækja vildu sér í aura, því enginn fékk neitt nema skjól og skæði sem heima sat. Pálmi var skemmtilegur, söng- og gleði- maður. Þau hjón byggðu upp öll hús til lífsviðurværis við búskapinn á Hjálmsstöðum eftir 1940 og bjuggu þar æ síðan. Steinsteypt íbúðarhús reis á hólnum, í örskotsfjarlægð frá gömlu bæjarhúsunum, með stæði- legu reyniviðarhríslunum, sunnan- við. Man vel þá frétt er dökkhærða stelpuhnátan Berglind Gróa skaust í heiminn, fyrsta barn hjónanna. Sú telpa varð með tímanum frú hér á Laugarvatni og fjölskyldur okkar búa enn við Torfholtið og una sér vel. Ragnheiður gegndi húsmóðurstarfi og stóð m.a. við eldavélina og hafði ávallt margt í heimili en þau hjón áttu sex börn, sem upp komust. Þykja þau hafa fetað í fótspor feðr- anna sem vænsta fólk og glaðsinna, sem og makar þeirra. Bræðurnir eru orðlagðir grínistar, því er oft glatt á hjalla í kringum þá. Ragnheiður bjó lengst af á sínu heimili en á síðustu árum í næsta húsi hjá Páli syni sín- um og tengdadótturinni Fanneyju. Þar leið henni vel enda borin á örm- um umhyggju og hlýju til hinsta dags. Við Ester þökkum „blómarós sveitarinnar“ eins og ég komst stundum að orði, er við hittumst, fyr- ir hin góðu kynni og vottum fjöl- skyldunni samúð okkar. Hvíl í friði. Þorkell Bjarnason. Að heilsast og kveðj- ast er lífsins saga, en alltaf er erfitt að kveðja þá sem maður hefur verið samferða svo lengi, en nú kveður Ester Landmark vinkona mín. Þeim fækkar hetjunum sem með vinnu- hörku og nægjusemi komu börnum til manns, því nægjusemi, umhyggjan og létta lundin var henni svo sannarlega í blóð borið. Ester fylgdist mjög vel með og hlustaði á útvarp og sjónvarp eftir því sem hún gat, og oft kom ég og þá sagði hún mér fréttir, hissa leit hún á mig og spurði hvort ég fylgdist ekki með. Ester var vön að fara vel með allt og var nægjusöm, einu sinni spurði ég hana hvort hún vildi ekki fá ESTER LANDMARK ✝ Ester Landmarkfæddist á Akur- eyri 16. maí 1915. Hún lést þriðjudag- inn 24. janúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Siglufjarðarkirkju 31. janúar. hitaveitu eða að minnsta kosti heitt vatn í krana, leit hún á mig sínu sposka brosi og hlýju í augunum og sagði „Magga mín, til hvers í ósköpunum ætti ég að fá mér heitt vatn í krana, ég á þenn- an fína hraðsuðuketil og hann slekkur á sér sjálfur“ og hvað er hægt að segja? Ekkert. Þetta var kona með reynslu af lífinu. Fjöl- skyldan var henni allt og fylgdist hún vel með öllu, oft sýndi hún mér stolt myndir af litlum lang- ömmudreng í Noregi, eða sagði mér að hjá Ester hefðu verið að fæðast kettlingar. Fjölskyldan og það sem hana varðaði var hennar líf. Það er tómlegt að horfa út um glugga það er engin sem rúllar upp gardínunni en þetta er gangur lífsins að heilsast og kveðjast og ég kveð þig, Ester mín, með þökk fyrir allt, og bið guð að geyma þig og þitt fólk. Margrét Eyjólfs. Látinn er fyrir aldur fram góðvinur minn og hjálparhella Ögmund- ur Helgason handrita- fræðingur og þjóð- fræðingur. Um síðir varð heilsa hans og líf undan að láta fyrir illvígum sjúkdómi. Í þeirri baráttu sýndi Ög- mundur aðdáunarvert æðruleysi og kjarkur hans var óbrotinn þegar við hittumst í síðasta sinn á Stofnun Árna Magnússonar nokkru áður en hann lést. Þegar slíkur öðlingsmaður er kvaddur er margs að minnast frá liðnum tíma og langar mig að setja á blað fáein síðbúin minningarorð. Ögmundi kynntist ég fyrst nokkru eftir að ég kom heim frá tónlistar- námi í útlöndum, snemma á 8. áratug aldarinnar sem leið. Það sem leiddi okkur saman var einlægur áhugi okkar beggja á þjóðlegum fræðum af ýmsum toga. Á þessum árum fékkst Ögmundur við íslenskukennslu en var jafnframt að sinna þjóðfræði- rannsóknum, ekki síst söfnun vísna, kvæða, sagna og öðrum þjóðlegum fróðleik úr sínum heimabyggðum í Skagafirði. Efnið var ætlað til birt- ingar í Skagfirðingabók, ársriti Sögufélags Skagfirðinga. Vettvang- ur þessa rannsókna- og söfnunar- starfs Ögmundar var að drjúgum hluta til í Landsbóksafninu og hand- ritadeild þess, sem þá var í Safnahús- inu við Hverfisgötu. Í því húsi, sem nú ber heitið Þjóðmenningarhús, hafði þjóðdeildin meginhlutann með lestrarsalinn stóra á efri hæð og glugga móti norðri. Á neðri hæð, í austurenda, var handritadeildin og í vestari hluta hússins var Þjóðskjala- safn Íslands með lítinn lestrarsal á efri hæð og glugga til vesturs. Þetta var í þá gömlu og góðu daga áður en tækniþróun tölvualdar hélt innreið sína í þessar rótgrónu fræðastofnan- ir. Ég tók að venja komur mínar í Safnahúsið í leit að handritum og prentuðu efni um sögu tónlistar hér á landi, fyrr á öldum. Þetta var bæði starf mitt, yndi og áhugamál, því auk fræðagrúsksins vann ég á þessum ár- um við söfnun og útgáfu efnis til tón- menntakennslu í skólum. Og vinnu- staður minn var skammt undan, í Sjóvár-húsinu í Ingólfsstræti 5. Í samskiptum við Ögmund fann ég fljótt að þessi öðlingspiltur var óvenju hlýr og þægilegur í viðmóti. Það var alltaf gaman að hitta hann, spjalla við hann og grínast, því hann hafði ætíð á reiðum höndum mikið af skemmtilegum sögum og vísum. Sagnamennska hans ljómaði beinlín- is af glaðværð og glettni. Að loknu nokkurra ára kennslu- starfi í menntaskóla, fór Ögmundur ásamt Rögnu konu sinni og fjöl- skyldu til Kaupmannahafnar og stundaði um þriggja ára skeið hand- ritarannsóknir í Stofnun Árna Magn- ússonar þar ytra. Ég átti þess kost að hitta Ögmund einu sinni á þessum Hafnarárum, þá var ég að kynna mér sögu orgelsins og alþýðuhljóðfæra hér á landi í tilefni af tónlistarsýn- ingu í Norræna húsinu sem opnuð var í árslok 1985. Ég kom í Árna- stofnun þá um sumarið og naut þar leiðsagnar Ögmundar. Hann kynnti mig fyrir starfsfólki og gestum og leiddi mig á áfangastaðinn sem að því sinni var seðlasafn orðabókarinnar yfir fornmálið. Á einni dagsstund tókst mér vitaskuld ekki að komast yfir mikið efni en náði þó að kanna hvað til var af seðlum með tilvísunum um tvö hljóðfæri, orgel eða organ og fiðlu. Hafa þau aðföng orðið mér og fleirum notadrjúg við athuganir á sögu þessara hljóðfæra. Oft hef ég síðan óskað þess að komast aftur til Hafnar til að kanna betur hljóðfæra- ÖGMUNDUR HELGASON ✝ ÖgmundurHelgason fædd- ist á Sauðárkróki 28. júlí 1944. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 8. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 17. mars. heiti og tónlistarorð í þessari stórmerku orðabók, sem enn er að miklu leyti óútgefið seðlasafn. Heimkominn frá Kaupmannahöfn hóf Ögmundur störf á handritadeild Lands- bókasafns. Um langt árabil hitti ég hann næstum því daglega og stundum meira að segja um morgun, kvöld og miðjan dag, því við borðuðum sam- an hádegismat og drukkum síðdeg- iskaffið í mötuneyti stjórnarráðsins í kjallaranum í Arnarhváli. Jafnvel að afloknum vinnudegi mínum var hægt að finna stund til að líta á handrit því safnið var opið fram undir kvöldmat. Síðar varð Ögmundur forstöðumaður handritadeildar og tók við því starfi að Grími M. Helgasyni látnum. Þeg- ar Landsbókasafnið flutti svo úr Safnahúsinu í Þjóðarbókhlöðuna vestur á Melum, varð mikil breyting á okkar fundum og mjög lengdist á milli bæja hvað reglubundin sam- skipti okkar snerti. Fram til þess tíma höfðum við lengi verið næstum því á sama hlaðinu, eins og stundum var sagt til sveita. Ögmundur var í senn alþýðufræði- maður og hámenntaður vísindamað- ur. Þótt ekki hafi það beinlíns borist í tal okkar í milli, þá hygg ég að honum hafi þótt dálítið vænt um að eiga þess kost í námi og starfi að vera upp sprottinn undir handarjaðri merkra manna sem bæði lögðu rækt við al- þýðleg og akademísk fræði. Þeirra á meðal voru Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg, Grímur M. Helgason í handritadeild Landsbókasafns og Jón Helgason prófessor og skáld í Kaupmannahöfn. Fleiri mætti ef- laust nefna. Ögmundur var einstaklega hjálp- fús og bóngóður maður. Hann var hvers manns hugljúfi og lagði sig fram um að hjálpa öllum sem aðstoð þurftu við heimildaleit í handritum og bókum Landbókasafns. Átti það jafnt við um stúdenta og fræðimenn, aðkomna gesti, sagnfræðinga og rit- höfunda, ættfræðinga, snillinga og sérvitringa. Með árunum öðlaðist hann gríðarlega mikla yfirsýn yfir þjóðfræði og handritafræði, hann var óvenju skarpskyggn og glöggur mað- ur, ekki síst á úrlestur torlesinnar skriftar og á rithendur íslenskra handritaskrifara, einkum eftir siða- skipti. Þeirrar yfirgripsmiklu fag- þekkingar hefði margur kosið að geta notið lengur, já miklu lengur. Undir lokin náðum við Ögmundur aftur saman á nýjan leik, því síðasta misserið sem hann lifði, vorum við báðir starfsmenn hjá Stofnun Árna Magnússonar og milli skrifborða okkar var aðeins þunnur skilveggur. Aftur vorum við komnir í kallfæri hvor við annan, en einungis skamma hríð. Í síðasta skiptið sem við hitt- umst, vildi svo til ég var með í láni kvæðahandrit norðan úr Aðaldal. Það er að mestu með hendi Indriða Þórkelssonar á Ytra-Fjalli og hafði ég fengið það lánað hjá Ásu Ketils- dóttur kvæðakonu og sonardóttur skrifarans. Það gladdi okkur Ög- mund mikið að finna aftast í bókinni, samkvæmt tilvísun Ásu, einasta varðveitt handrit að óprentuðum rímum sem bera yfirskriftina: „Mirsa vitran, snúin í ljóð af Hólm- fríði Indriðadóttur“. Hugsanlega er þetta eiginhandarrit höfundarins, en skáldkonan var húsfreyja að Hafra- læk í Aðaldal, móðir Friðjóns Jóns- sonar á Sandi, sem var faðir Guð- mundar Friðjónssonar skálds og Sigurjóns bróður hans. Við Ögmund- ur vorum saman við það að fletta í gegnum bókina, þetta var undir lok vinnuvikunnar og það var fastmæl- um bundið að líta betur á handritið eftir helgina, einkum rímurnar. Aug- ljóst var að vini mínum var brugðið vegna heilsubrests og erfiðrar lyfja- meðferðar. Fáeinum dögum síðar ágerðust veikindin svo mjög að hann fór til aðhlynningar á Landspítalan- um og við náðum aldrei að hittast eft- ir þetta. Auk okkar ógleymanlega sam- starfs á vettvangi Landsbókasafns og handritadeildar, vorum við Ög- mundur um árabil félagar í Kvæða- mannafélaginu Iðunni. Einnig kenndum við saman á námskeiðum fyrir þjóðfræðinema í Háskóla Ís- lands, þar kenndi Ögmundur um þjóðkvæði en við Smári Ólason sáum um að kenna þjóðlög, rímnakveðskap og sálmasöng frá fyrri tíð. Þetta var afar skemmtilegt samstarf. Margar stemmur og vísur hafa orðið okkur þremenningum hugleiknar í kennslu- stússi og félagsstörfum. Sérstakan sess skipar þó lagboðavísa ein úr Skagafirði, kveðin við fyrstu stemm- una sem ég lærði í Iðunni. Það er draumvísan góða sem Einar Andr- ésson í Bólu lærði þegar álfkonan unga og glæsilega úr Bólugili vitjaði hans í draumi og kvað fyrir hann vel orta hringhendu við fallegt kvæða- lag: Himinsólin hylur sig, höldar róli linna, Einar í Bólu eg vil þig út á hólinn finna. Hér er ástleitni álfakvenna við yngissveina í mannheimi gerð að hugljúfu yrkisefni í rímuðum orðum og tónum. Þessi draumvísustemma hefur líka orðið mörgum kvæða- manninum töm og nærtæk til kveð- skapar. Kjartan Ólafsson, fyrsti for- maður Iðunnar, kvað þessa stemmu inn á útgáfuplötu hjá Fálkanum 1933 og aftur inn á silfurplötur Iðunnar 1935 og í bæði skiptin við sömu vísur eftir Þorstein Erlingsson. Sú fyrsta er svona: Þegar vetrar þokan grá þig vill fjötra inni: svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Ögmundur leggur upp í hinstu för yfir móðuna miklu nú þegar sól fer að hækka á lofti og hlýna tekur í veðri. Það fer vel á því að kveða síðustu vís- una í ljóði Þorsteins: Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Væri til þess nokkur von að á öðru tilverustigi gætu verið iðkuð þjóðleg fræði, kveðnar vísur, farið með ljóð, ellegar sagðar gamansögur, er ég nokkuð viss um að Ögmundur léti sig ekki vanta á slíkum vettvangi. Og þá væri eins víst að þjóðfræðaefnið gæti fengið á sig eilitla slagsíðu af skag- firskum uppruna. Það er mikil eftirsjá að Ögmundi Helgasyni. Hann er kvaddur með virðingu og þökk. Fyrrum heilsuð- umst við og kvöddumst oftast með glettnisbros á vörum. Þannig kveð ég hann einnig nú, þrátt fyrir harm í hjarta. Ástvinum hans og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. Njáll Sigurðsson kvæðamaður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.