Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Við vorum 17 ára og
áttum allt lífið fram-
undan. Árið var 1968
og við vorum nýbyrj-
aðar í 4. bekk í MR.
Við vorum þrjár Kvennaskólastúlk-
ur og fyrir framan okkur settust
tvær sætar og hressar úr Kópavog-
inum. Þetta var upphafið að yndis-
legri vináttu. Sigrún og Togga voru
Kópavogsskvísurnar og við þrjár
vorum Kvennaskólameyjarnar.
Sigrún var ekki bara falleg og
skarpgreind, heldur líka bráð-
skemmtileg og átti heiðurinn af ýms-
um uppákomum og nýyrðasmíði.
Ógleymanlegar eru ferðir okkar á
Taunusnum um ýmsar götur höfuð-
borgarsvæðisins og ófá voru þau lög-
in sem þá voru sungin. Við ákváðum
að stofna saumaklúbb og gáfum hon-
um nafn. Fimmeyringurinn skyldi
hann heita, og það hefur hann gert
fram á þennan dag. Leiðir skildi lít-
illega, þegar menntaskólaárunum
lauk og háskólanámið hófst, en við
bárum gæfu til að láta ekki verða
langt hlé á saumaklúbbnum, þrátt
fyrir nám einnar erlendis og búsetu
annarrar í Vestmannaeyjum.
Sigrúnu lá á. Við sjáum það núna.
Hún varð fyrst til að eignast barn,
hún eignaðist þau líka flest. Amma
varð hún einnig fyrst af okkur. En
hún átti líka yndislegan mann, hann
Jóa, og saman hafa þau komið upp
fjórum vel gerðum börnum, sem
bera foreldrum sínum gott vitni.
Í rúm níu ár hefur Sigrún barist
við krabbameinið sem að lokum lagði
hana að velli. Hún var ótrúlega dug-
leg, sterk og seig. Fyrir örfáum vik-
um hélt hún okkur matarveislu í
saumaklúbb heima hjá sér. Hún átti
aðdáun okkar óskipta. Sigrún var
hetja í okkar augum og við munum
ávallt sakna hennar og heiðra minn-
ingu hennar.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
SIGRÚN
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Sigrún Magnús-dóttir fæddist í
Reykjavík 17. febr-
úar 1951. Hún lést á
líknardeild LSH í
Kópavogi 14. apríl
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Kristskirkju í
Landakoti 26. apríl.
Lifir þó ljósið bjarta,
Lýsir upp myrkrið
svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
Gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir
streyma.
Þér munum við ei
gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Við sendum Jóa,
Hönnu Dóru, Páli,
Kristínu Þóru, Signýju og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð blessi minningu Sig-
rúnar Magnúsdóttur.
Bergþóra, Ragna Birna og
Kristín (Diddý) og fjölskyldur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Það er sumardagurinn fyrsti. Ég
veit, að vorið er á næsta leiti, þótt
enn sé vetrarlegt um að litast hérna í
sveitinni minni. Hugur minn er líka
þungur, þar sem vinkona mín, Sig-
rún Magnúsdóttir, hefur kvatt þenn-
an heim langt um aldur fram.
Við Sigrún hittumst fyrst fyrir
þrjátíu og þremur árum. Ég var þá
nýbúin að kynnast manninum mín-
um, honum Mássa, og hún var unn-
usta hans Jóa, vinar hans. Sigrún
kom mér fyrir sjónir sem snaggara-
leg og ákveðin, ung kona. Hún var
fríð sýnum með fallegt dökkt hár.
Þegar ég kynntist henni betur komu
mannkostir hennar í ljós. Hún var
hreinskilin, og það var alltaf hægt að
treysta henni. Sýndarmennska var
henni fjarri. Hún var alltaf hún sjálf.
Öll verkefni leysti hún einstaklega
vel af hendi. Hún fékk góðar gáfur í
vöggugjöf, sem hún nýtti afar vel.
Henni gekk afburðavel í námi og
starfaði við sitt fag, eins lengi og hún
gat.
Það sem skipti hana mestu máli í
lífinu var hins vegar heimili hennar
og fjölskylda. Heimilið var alltaf óað-
finnanlegt. Hún hugsaði af mikilli
natni um börnin sín fjögur og hann
Jóa sinn. Þau voru svo hamingjusöm
og samhent hjón. Þegar maðurinn
minn sá hana í fyrsta skipti sagði
hann við vin sinn: „Slepptu henni
ekki, þessari.“
Það var mikið áfall, þegar hún
greindist með krabbamein fyrir
rúmum níu árum. Hún barðist eins
og hetja. Þá kom líka best í ljós,
hversu sterkur persónuleiki hún var.
Ég trúi því, að þetta líf sé undirbún-
ingur fyrir lífið fyrir handan. Það
hlýtur því að hafa verið tekið vel á
móti henni eftir allar þær raunir,
sem hún var búin að ganga í gegnum
í þessu lífi síðustu níu árin.
Þegar ég heimsótti hana síðast á
líknardeildina var hún sárþjáð, en
andlegt atgervi hennar var eins og
áður. Hún var ræðin og spurði um
fólkið, sem við þekkjum.
Ég vil þakka Sigrúnu fyrir allar
yndislegu samverustundirnar, sem
við áttum á heimilum okkar á höf-
uðborgarsvæðinu og í sumarbústöð-
um okkar við Þingvallavatn.
Jói, Signý, Kristín Þóra, Páll,
Hanna Dóra og fjölskyldur, við
Mássi, Siggi og Birgir sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður guð styrkja ykkur í ykk-
ar miklu sorg. Minningin um góða
konu lifir.
Elna Sigrún Sigurðardóttir.
Glitrandi perlur minninganna rað-
ast ein af annarri á festina. Sigrún,
ung og frjálsleg í fasi, ástfangin af
Jóhannesi og hann af henni. Allt lífið
framundan.
Sigrún, móðir fjögurra mannvæn-
legra barna sem glöddu hana sífellt
meira eftir því sem árin liðu með
elskulegu viðmóti, heilbrigði æsk-
unnar og góðum árangri í því sem
þau tóku sér fyrir hendur.
Sigrún, miðpunktur samheldinnar
fjölskyldu.
Sigrún, brosmild, röggsöm, ákveð-
in, glettin, rökföst, heiðarleg og dug-
leg. Sigrún, óþreytandi glaður gest-
gjafi.
Sigrún, baráttukona til hinstu
stundar, trúuð og ákveðin í að gefast
ekki upp, hugrökk í fullvissu þess að
hennar biði eilíf vist í faðmi almætt-
isins sem öllu ræður.
Perlurnar halda áfram að skína
skært en við sendum Jóhannesi og
fjölskyldunni allri innilegar samúð-
arkveðjur með hjartans þökk fyrir
að hafa hlotnast sá heiður að vera
samferða Sigrúnu nokkurn spöl á
vegferð okkar gegnum lífið.
Hún hvíli í friði.
Einar og Steinunn.
Kveðja frá samstarfsmönnum
Sigrún Magnúsdóttir lyfjafræð-
ingur í apóteki Landspítalans and-
aðist hinn 14. apríl sl. eftir langa og
erfiða baráttu við krabbamein.
Sigrún var góður vinnufélagi og
fagmaður og einstaklega þægileg í
öllu viðmóti.
Í erfiðum veikindum sýndi hún
mikinn dugnað og æðruleysi og aldr-
ei heyrðum við hana kvarta.
Um leið og við kveðjum góðan
samstarfsmann söknum við góðs vin-
ar.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Stgr. frá Grímsstöðum.)
Fjölskyldunni sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Samstarfsmenn apóteki
Landspítalans.
Laugardag fyrir páska fengum við
þær fréttir að Sigrún Magnúsdóttir
hefði látist aðfaranótt föstudagsins
langa. Hún lést langt um aldur fram
eftir að hafa háð langa og stranga
baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Við kynntumst Sigrúnu og Jó-
hannesi manni hennar í gegnum
dætur okkar. Signý yngsta dóttir
þeirra og Björg okkar urðu miklar
vinkonur aðeins sex ára gamlar.
Samskipti á milli heimilanna voru tíð
árin sem á eftir komu. Þetta voru
skemmtileg ár. Stelpurnar skiptust
mikið á að gista hvor hjá annarri og í
mörg sumur fór Björg í ferðalög með
Signýju og foreldrum hennar. Sig-
rún og Jóhannes voru Björgu ein-
staklega góð. Björg minnist allra
þessara stunda með þakklæti og
hlýju.
Við kynntumst Sigrúnu fyrst og
fremst sem mömmu Signýjar. Hún
var frábær móðir, umhyggjusöm og
hlý. Forgangsröðun vafðist ekki fyr-
ir henni, fjölskyldan gekk fyrir öllu
öðru. Bera börn þeirra Jóhannesar
þessari alúð fagurt vitni. Sigrún og
Jóhannes voru samhent hjón, vönd-
uð og heilsteypt.
Sigrún var svipsterk og falleg
kona. Hún var greind, hrein og bein í
tali og framkomu. Skýrmælt og rösk
með mikinn húmor. Þannig munum
við ætíð minnast hennar.
Síðustu ár hafa verið Sigrúnu og
fjölskyldu hennar erfið. Stundum
hefur birt til og vonin um bata
glæðst. Það hefur verið lærdómsríkt
að fylgjast með úr fjarlægð hversu
vel þau hafa farið með góðu stund-
irnar. Við vitum líka að trúin hefur
verið og er þeim mikill styrkur.
Kæri Jóhannes og fjölskylda. Við
fjölskyldan á Unnarbraut 14 vottum
ykkur öllum okkar dýpstu samúð og
biðjum guð að blessa minningu Sig-
rúnar og gefa ykkur styrk til að tak-
ast á við sorgina.
Elsku Signý. Mundu að þú átt
okkur ætíð að.
Björg, Sólveig, Torfi,
Páll og Áslaug.
Þegar vorsólin bræðir af sér klaka
og snjó liðins vetrar og birta og ylur
vex með degi hverjum er langvinnri
og hetjulegri baráttu Sigrúnar
Magnúsdóttur við illvígan sjúkdóm
lokið. Svona langt og erfitt stríð, án
uppgjafar, lýsir best sálarstyrk
hennar og lífsvilja. Aldrei var vonin
úti, öðru nær.
Segja má, að tímabilið hafi ein-
kennst fremur af mörgum smásigr-
um og þau hlé sem þá sköpuðust vel
notuð til ferðalaga og samskipta í
góðra vina hópi.
Þrátt fyrir, að við Jói hefðum unn-
ið hjá sama atvinnurekanda í yfir 30
ár, hófust kynni okkar ekki að ráði,
fyrr en við stofnuðum og hófum
rekstur Aðalvíkur ehf árið 1998.
Samstarf okkar og kynni einkennast
af trausti og vináttu sem Sigrún átti
svo ríkan þátt í. Framganga hennar
svo hlý og einlæg, jákvæð og
heillandi. Hennar verður nú sárt
saknað úr okkar röðum, en minning-
in situr eftir, svo skær og hrein. Okk-
ur er efst í huga þakklæti fyrir allar
samverustundirnar á ferðalögum
hér heima sem erlendis, söknuður,
góðs vinar og félaga og virðing fyrir
hetjulundina einstöku.
Kæra fjölskylda, Jói, börn,
tengdabörn, barnabörn og móðir,
færum ykkur öllum innilegustu sam-
úðarkveðjur okkar. Megi góður guð
sefa sorg og söknuð við fráhvarf
yndislegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og dóttur.
Inga og Páll.
Þung er sú þögn í landi –
álfar ugga um sinn hag
þá horfið er af heiminum brott
það ljúflingslag
– lindin spyr vindinn:
Hví syngur hann ekki í dag?
(Jóhannes úr Kötlum.)
Mér fannst sem drægi fyrir sólu
fyrir rúmum níu árum, þegar Sigrún
hringdi til mín og sagði, að hún hefði
greinst með illkynja mein, sem nú
hefur lagt hana að velli eftir erfitt
stríð. Allir, sem fylgst hafa með
henni í sigrum og áföllum gegnum
þessi ár, hafa fyllst aðdáun á kjarki
hennar og stillingu. Hún var ekki
margorð um veikindi sín, en ræddi
þau af skynsemi, ef á þurfti að halda.
Hún stóð ekki ein í baráttunni, eig-
inmaður hennar og fjölskyldan öll
hafa staðið fast við hlið hennar og
gert allt sem í mannlegu valdi stóð til
að létta henni lífið.
Sigrún hafði átt gott og gæfuríkt
líf, ólst upp hjá ástríkum foreldrum
og tveim eldri bræðrum, giftist
mannkostamanni og átti heilbrigð og
góð börn og barnabörn og gekk vel í
skóla og starfi. Hún rækti öll sín
hlutverk í lífinu af sannri trú-
mennsku og gleði. Sigrún var vönd-
uð manneskja, heiðarleg, greind og
skynsöm og einstaklega glaðvær –
ég held ég hafi ekki hlegið jafn mikið
með nokkurri annarri manneskju.
Við urðum vinkonur snemma í
barnaskóla og var þar stofnað til vin-
áttu, sem aldrei bar skugga á.
Á þessum tímamótum leitar hug-
urinn til baka og ég sé okkur fyrst
fyrir mér þar sem við erum að æfa
okkur með þrem og fjórum boltum
upp við húsvegg í Holtagerðinu og
svo að prjóna eða hekla með góðri
leiðsögn Kristínar móður hennar.
Ég minnist líka kvöldferða á Þing-
völl, þegar pabbi hennar var að
veiða, mamma hennar leit í blöðin og
við fórum í göngutúra og spiluðum
badminton. Ég fékk að vera með
fjölskyldunni og fylgjast með fyrstu
útsendingu íslenska sjónvarpsins.
Svo vorum við stundum að passa
elstu börn bræðra hennar á kvöldin.
Heima hjá mér var hún auðvitað tíð-
ur gestur og góður vinur fjölskyld-
unnar. Þar vorum við m.a. í kjall-
aranum að framkalla ljósmyndir,
sem pabbi kenndi okkur. Alltaf var
Sigrún glöð og kát og hló gjarnan
svo tárin runnu niður kinnarnar.
Við fórum samferða yfir klettana
hjá Kópavogskirkju í Gagnfræða-
skólann í Kópavogi í þrjú ár og vor-
um þar í sama bekk. Á þeim árum
var mikið talað og hlegið og við stóð-
um oft og töluðum langtímunum
saman, þegar við komum úr skólan-
um.
Eftir eitt ár í MR fórum við á
lýðháskóla í Danmörku mánaðar-
tíma um sumarið, sem var mikið
„oplevelse“. Ekki þótti okkur auð-
velt að skilja talaða dönsku, þegar
við komum, en okkur þótti við brill-
era í danskri málfræði, enda vel und-
irbúnar frá Ólafi Jens úr gagnfræða-
skólanum. Þarna lærðum við
ýmislegt, saumuðum út í klukku-
strengi og lásum „gribende kær-
lighedsromaner“ til að efla dönsku-
kunnáttuna. Þessi ferð var okkur
báðum ógleymanleg.
Síðar í menntaskólanum kynnt-
umst við þrem vinkonum, Beggu,
Birnu og Diddý, og stofnuðum
saumaklúbbinn „fimmeyringinn“,
sem enn „starfar“ og hefur staðið
saman í blíðu og stríðu í gegnum ár-
in.
Næst sé ég okkur fyrir mér í stúd-
entsprófunum og við erum að kvíða
fyrir að fara inn í munnlegt íslensku-
próf á Sal. Allt gekk þetta vel og í
minningunni er alltaf sól og blíða
þetta vor.
Seinna þetta sumar kom Sigrún í
heimsókn og sagði mér, að hún hefði
hitt ungan mann og hann myndi
koma og sækja hana til mín. Svo kom
bíll og stoppaði á götunni, ég var
hálffeimin og veifaði bara í stað þess
að fara og heilsa upp á hann. Hann
veifaði á móti og ég hugsaði með
mér, að þetta hlyti að vera ágætis-
maður. Þarna var þá kominn Jó-
hannes, sem hefur staðið við hlið
hennar síðan og aldrei hef ég efast
um þetta mat mitt á honum í upp-
hafi.
Sigrún las lyfjafræði og við lukum
prófum samtímis frá HÍ, þótt ekki
væri í sömu grein.
Samskiptin urðu eðlilega minni,
þegar út í lífið var komið, bréfa-
skipti, þegar ég bjó erlendis, heim-
sóknir, saumaklúbbar, svo vorum við
saman í leikfimi um tíma – Sigrún og
Jói áttu gott heimili þar sem börnin
uxu úr grasi – og árin liðu. – Sigrún
og Jói að ferma, gifta og útskrifa
börnin úr skólum – og barnabörn líta
dagsins ljós.
Við fórum að hitta okkar gamla
barnaskólabekk, 12 ára K, og Hug-
rúnu kennara árið 1990 og átti bekk-
urinn þar góða kvöldstund saman.
Það var nú spenningur í loftinu hjá
öllum að hitta skólafélagana aftur,
sumir höfðu ekki sést í 26 ár. Við fór-
um samferða og urðum eins og smá-
stelpur aftur, þegar við nálguðumst
salinn og heyrðum hvíslað manna á
milli „Sigrún og Togga eru að
koma“.
Síðasta ár hefur verið henni erfitt
og varð hún að hætta störfum í maí
2005. Hinn 8. febrúar sl. hafði hún
saumaklúbb fyrir okkur – með glæsi-
legum veitingum að vanda. Síðan
versnaði heilsa hennar að mun.
Ógleymanleg er mér ein heimsókn
Mig langar að þakka
Garðari fyrir langan,
góðan og umfram allt
traustan vinskap í
gegnum öll 22 árin. En
þá urðu mín fyrstu kynni af honum.
Og mér eins og svo mörgum öðrum,
vildi hann allt til gera til að hjálpa og
setti hann mig því inn í varahlutasöl-
una og var ég byrjuð að vinna hjá
honum áður en langt um leið. Það var
þá sem ég gekk með mitt fyrra barn
og var honum umhugað um að ég
hefði það sem best og yrði alls ekki
kalt. Þetta var um vetur og þá var
Garðar með partasöluna sína fyrir of-
an kirkjugarðinn í Hafnarfirði.
Alltaf gátum við Garðar talað sam-
an um allt og ekkert, og hann tók
GARÐAR
PÁLMASON
✝ Garðar Pálma-son fæddist á
Sauðárkróki 28.
október 1946. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 22.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Höfðakapellu
31. mars.
mjög nærri sér ef eitt-
hvað var að hjá mér.
En þá stakk hann upp
á bíltúr austur yfir fjall
eða í Hvalfjörðinn og
keypti hann þá handa
okkur kók og prins-
póló.
Mig langar að þakka
honum fyrir allt og
allt. Hann mátti aldrei
neitt aumt sjá og var
alltaf reiðubúinn að
hlaupa til. Þær voru
alltaf góðar samveru-
stundirnar þegar ég
kom svo með stelpurnar mínar í
heimsókn, það virtist endalaust hægt
að hlæja saman.
En hér ætla ég að láta staðar num-
ið, því ég gæti svo endalaust sett á
blað kveðjuorð og þakklæti mitt fyrir
að hafa kynnst Garðari.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Birna.