Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 54
FRUMKVÖÐLAVERÐLAUN Ice- landair voru nýverið veitt í fyrsta sinn og féllu þau í hlut Íslenskra fjallaleið- sögumanna fyrir hugmynd er nefnist „Gönguferðir á ís“. Fólust verðlaunin í 500 þúsundum króna auk tíu far- seðla á leiðum Icelandair til að kynna hugmyndina erlendis. Sérstök hvatn- ingarverðlaun hlutu Björg Juto og Ólöf María Ólafsdóttir fyrir hugmynd er nefnist „Skuggarnir“. Í fréttatilkynningu frá Icelandair kemur fram að verðlaunahugmyndin snúist um að koma ferðamönnum í beina snertingu við ís, að ferðamað- urinn gangi á ís, snerti hann og horfi á hann. Að mati dómnefndar hafi vant- að hér tækifæri fyrir almenna ferða- menn, án tækja og tóla, til að komast í beina snertingu við þennan stóra þátt íslenskrar náttúru og hugmyndin skemmtileg nýjung í þær dagsferðir sem boðnar eru ferðamönnum. Þá hafi dómnefnd þótt ástæða til að veita sérstök hvatningarverðlaun fyr- ir nýstárlega og skemmtilega hug- mynd, „Skuggarnir“, en sú hugmynd felst í að á þar til gerðu landsvæði verði ferðamönnum boðið að gera af þeim styttu í fullri stærð með nýrri tækni. Viðkomandi einstaklingur er skannaður í þrívídd í forrit sem stýrir vélfræsara. Stytturnar eru síðan fræstar úr hertri þungri plastblöndu þannig að á fáum klukkustundum verður til fullkomin eftirmynd, sem síðan stendur um ókomna tíð. Icelandair efndi sl. vor til þessarar samkeppni frumkvöðla á Íslandi um nýja vöru eða viðburð sem höfðað get- ur til erlendra ferðamanna. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu er til- gangur félagsins að hvetja alla þá sem búa yfir hugmyndaauðgi og fram- kvæmdagleði í ferðaþjónustunni til dáða. Icelandair veitir frumkvöðlaverðlaun DR. RAGNHILDUR Helgadóttir var nýlega skipuð í stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík að fengnu dómnefndaráliti um hæfi hennar. Skv. upplýsingum háskólans hefur Ragnhildur verið mjög virk í lög- fræðilegum rannsóknum á undan- förnum árum, m.a. ritað fjölda greina í fræðirit og haldið fyrirlestra um lögfræðileg efni. Hún er formað- ur ritstjórnar um sögu þingræðis á Íslandi og vinnur nú að rannsókn á verkefninu „Almannatryggingar: Hlutverk og samspil við önnur bóta- úrræði“, ásamt dr. juris Guðmundi Sigurðssyni. Að rannsókninni standa einnig Tryggingastofnun ríkisins og sérfræðingar sem þar starfa. Ragnhildur er fædd hinn 30. apríl 1972. Hún lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hún starfaði hjá Umboðsmanni al- þingis 1997–1998 og stundaði meist- aranám við lagadeild Virginíuhá- skóla 1998–1999 og lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Veturinn 2004–2005 var hún gestakennari við lagadeild Univers- ité de Montréal. Ragnhildur hefur starfað við laga- deild HR síðan í maí 2002. Dr. Ragnhildur Helgadóttir tekur við hamingjuóskum frá Þórði S. Gunn- arssyni, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Nýr prófessor við lagadeild HR 54 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fundir/Mannfagnaðir Það er gott að búa í Kópavogi Sjálfstæðisfélag Kópavogs Opið hús Ágætu Kópavogsbúar, opið hús verður laug- ardaginn 29. apríl 2006 milli kl. 10 og 12 í Hlíða- smára 19. Allir velkomnir. Dagskrá: Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi og skólastjóri Lindaskóla, sem skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosning- ar, fjallar um málefni Kópavogs. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Sérhæft þjónustufyrirtæki Okkur hefur verið falið að finna kaupanda að vaxandi sérhæfðu þjónustufyrirtæki með góð viðskiptasambönd og umboð. Nánari upplýsingar veitir Hörður Örn hjá Viðskiptaþjónustunni í síma 517 0100 eða hordurorn@vth.is . Aðalfundur Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands heldur aðalfund á Hótel Holti fimmtudaginn 4. maí kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Félagslíf I.O.O.F. 11  1862748½  MR Landsst. 6006042719 VIII GÞ Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Björn Tómas Kjaran. I.O.O.F. 5  1874278  Fimmtudagur 27. apríl 2006 Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Predik- un Samúels Ingimarssonar. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is. Raðauglýsingar 569 1100 Skrifstofuherbergi Til leigu rúmgott og snyrtilegt skrifstofu- herbergi við Suðurlandsbraut 6. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Einnig 1—2 herb. í Ármúla. Upplýsingar gefnar í síma 899 3760. Atvinnuhúsnæði Raðauglýsingar augl@mbl.is Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Álfatún 23, þingl. eig. Jóhann S. Sigurdórsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga, Íbúðalánasjóður og Kópavogsbær, þriðjudaginn 2. maí 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 26. apríl 2006. Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr. Nauðungarsala FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- flokksins á Seyðisfirði fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar 27. maí nk. er frágenginn. Eftirfarandi aðilar skipa listann: 1. Ólafur H. Sigurðsson, skóla- stjóri. 2. Katrín Reynisdóttir, grunn- skólakennari. 3. Ómar Bogason, framkvæmda- stjóri. 4. Elfa Rúnarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur. 5. Adolf Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri. 6. Sveinbjörn Orri Jóhannsson, stýrimaður. 7. Daníel J. Níelsson, fiskeld- isfræðingur. 8. Margrét Guðjónsdóttir, BA í sál- fræði. 9. Guðný Þorvaldsdóttir, fé- lagsliði. 10. Hjörtur Harðarson, versl- unarmaður. 11. Svava Lárusdóttir, grunnskóla- kennari. 12. María Ólafsdóttir, bankastarfs- maður. 13. Páll Þ. Guðjónsson, suðumaður. 14. Hrafnhildur Sigurðardóttir, þroskaþjálfi Listi sjálf- stæðismanna á Seyðisfirði FRAMBOÐSLISTI Samfylking- arinnar og óháðra til sveitastjórn- arkosninga í Húsavíkurbæ, Keldu- neshreppi, Raufarhafnarhreppi og Öxafjarðarhreppi liggur nú fyrir. Eftirtalin skipa listann: 1. Tryggvi Jóhannsson bæj- arfulltrúi, Húsavík 2. Þráinn Gunnarsson rekstr- arstjóri, Húsavík 3. Kristbjörg Sigurðardóttir versl- unarstjóri, Kópaskeri 4. Dóra Fjóla Guðmundsdóttir, leikskólakennari, Húsavík 5. Gunnar Bóasson bæjarfulltrúi, Húsavík 6. Jakob Hjaltalín afgreiðslumað- ur, Húsavík 7. Guðrún Kristinsdóttir grunn- skólakennari, Húsavík 8. Jón Hafsteinn Jóhannsson nemi í stjórnmálafræði við HÍ, Húsa- vík 9. Þóra Björg Sigurðardóttir nemi við HA, Raufarhöfn 10. Agnes Árnadóttir nemi við FSH, Húsavík 11. Ingólfur Jónsson sjómaður, Húsavík 12. Tinna Þórarinsdóttir nemi í stjórnmálafræði við HÍ, Húsavík 13. Þorbjörg Jóhannsdóttir grunn- skólakennari og bæjarfulltrúi, Húsavík 14. Benedikt Björgvinsson verka- maður, Kópaskeri 15. Jón Ásberg Salómonsson slökkviliðsstjóri, Húsavík 16. Sturla Halldórsson fram- kvæmdastjóri, Raufarhöfn 17. Hörður Arnórsson f.v. for- stöðumaður dvalarheimilisins Hvamms, Húsavík 18. Herdís Guðmundsdóttir f.v.bæj- arfulltrúi, Húsavík. Framboð S-lista á Húsavík ÁRLEGT málþing FÍUM, félags uppeldis- og meðferðarstofnana fyrir börn og unglinga, verður haldið í Hlégarði föstudaginn 28. apríl nk. Yfirskrift umræðunnar er Síbrotaunglingar, hvar eiga vondir að vera? Vísar titillinn til umræðu í samfélaginu um lítinn hóp unglinga sem meðferðar- og lagaumhverfið nær illa að halda utan um. „Þetta er hópurinn, sem einna mestu umfjöll- unina fær í samfélaginu, vegna þeirrar neikvæðu hegðunar sem þessir einstaklingar sýna og þess mikla skaða sem þeir oft valda. Á málþinginu munu ólíkar raddir kallast á um hvað sé til ráða, er þörf fyrir unglingadómstól og -fangelsi, eða þarf að endurskoða meðferð- arkerfið með þarfir þessa hóps í huga?“ segir í fréttatilkynningu Málþingið hefst kl.8:30 og stend- ur til 15:30. Þátttökugjald er 4.000 kr. fyrir starfsmenn aðildarstofn- ana FÍUM og 7000 fyrir aðra gesti. Nemar greiða 2000 kr. Málþing um síbrotaunglinga Í FRÉTT blaðsins um rannsókn á heiðarleika lögreglunnar sem birtist mánudaginn 24. apríl, láðist að geta þess að höfundur rannsóknarinnar, Ólafur Örn Bragason, er starfs- maður embættis ríkislögreglustjóra og var rannsóknarritið gefið út af embættinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Ríkislögreglustjóri útgefandinn LIONSKLÚBBURINN Freyr í Reykjavík færði nýlega Ljósinu, endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, góðar gjafir. Annars vegar var um að ræða skrifstofubúnað; tölvuskjá, tvo prentara, ljósritunarvél, fax- tæki og skanna. Hins vegar tæki í handverkshús Ljóssins og má þar nefna þrjár saumavélar, trésmíða- tæki og efni til tréútskurðar. Ljósið hefur aðsetur í Neskirkju og er opið alla virka daga milli kl. 8:00 og 16. Þangað leita nú að jafnaði um 70 manns, bæði krabbameinsgreindir og aðstand- endur þeirra, til að fá endurhæf- ingu og stuðning, segir í frétta- tilkynningu. Forstöðumaður Ljóssins er Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi. Ljósið fær góðar gjafir NÝTT vefrit umhverfisráðuneyt- isins, Hreint & klárt, hóf göngu sína á Degi umhverfisins 25. apr- íl. Fyrirhugað er að vefritið komi út um það bil einu sinni í mánuði. Tilgangur útgáfunnar er að efla og bæta umhverfismál hér á landi. Meðal efnis í þessu fyrsta tölu- blaði eru fréttir af Degi umhverf- isins og umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, umfjöllun um útstreymi þrávirkra lífrænna efna í andrúmsloft og ávarp frá umhverfisráðherra, svo eitthvað sé nefnt. Hreint & klárt má nálg- ast á vef umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is. Hreint og klárt hefur göngu sína STOFNAÐ var Íslendinga- félag í Peking í Kína sl. þriðju- dag en tilgangur félagsins er m.a. að halda utan um og efla félagsstarfsemi Íslendinga í Peking og nágrenni. Mark- miðið er jafnfram að efla og rækta tengsl félagsmanna við Alþýðulýðveldið í Kína eftir því sem tök eru á. Ríflega 30 Íslendingar á öll- um aldri búa í Peking og er mikill hluti þeirra námsmenn. Á stofnfundinn mættu 15 manns og voru eftirfarandi kosnir í stjórn: Hafliði Sæv- arsson formaður, Guðný Reynisdóttir ritari og Kristín Aranka Þorsteinsdóttir gjald- keri. Varamaður í stjórn er Jökull Jóhannsson. Stofnfundurinn var haldinn í sendiráði Íslands í Peking og að honum loknum bauð sendi- ráðið upp á léttar veitingar. Íslendingafélag hefur verið stofnað í Peking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.