Morgunblaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 59
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
farið í heimsókn til eldri borgara í
Þorlákshöfn, fjölbreytt dagskrá og
kaffihlaðborð, skráning á staðnum
og í síma 575 7720.
Félagstarfið Langahlíð 3 | Hár-
greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opn-
ar frá kl. 10. Sögustund með Unni kl.
10.30. Handmennt almenn kl. 13.
Söngstund með Söngdísunum frá
Hæðargarði og Hjördísi Geirs í kaffi-
tímanum kl. 14.30.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9
smíðar og útskurður. Kl. 14 boccia,
ath. breyttan tíma. Kaffiveitingar kl.
15, allir velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur
á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin,
hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leik-
fimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 fé-
lagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Pútt kl. 10. Leikfimi kl. 11.20. Gler-
bræðsla kl. 13. Opið hús í boði stjórn-
málaflokkanna kl. 14.
Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá
Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé-
lagsvist kl. 13.30, kaffi og nýbakað.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir,
hársnyrting. Sími 535 2720.
Hæðargarður 31 | Hrafnhildur
Schram segir frá bók sinni „Huldu-
konur í íslenskri myndlist“ föstudag-
inn 28. apríl kl. 14. Allir velkomnir.
Fastir liðir eins og venjulega. Sími
568 3132. Netfang: asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug á morgun kl.
9.30.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Félagsheimilið Há-
túni 12: Skák kl. 19. Allir velkomnir.
Valhöll við Grindavík | Aðalfundur,
gönguferð og grill Málbjargar laug-
ardaginn 29. apríl kl. 13.30 í Valhöll,
sem er rétt austan við Grindavík.
Dagskrá er samkvæmt lögum félags-
ins. Kl. 14 verður gengið á fjallið Þor-
björn og endað á grillveislu í boði
Málbjargar. Allir félagar og vænt-
anlegir félagar eru velkomnir ásamt
foreldrum. Stjórn Málbjargar.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla- og fóta-
aðgerðir kl. 9–16, boccia kl. 9–10 , að-
stoð v/böðun kl. 9.15–14, handavinna
kl. 9.15–15.30, spænska kl. 10.15–
11.45, hádegisverður kl 11.45–12.45,
leikfimi kl. 13–14, kóræfing kl. 13–16,
glerbræðsla kl. 13–16, kaffiveitingar
kl. 14.30–15.45.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30. Bókband, pennasaumur og
hárgreiðsla kl. 9. Morgunstund og
fótaaðgerð kl. 9.30. Boccia kl. 10.
Handmennt almenn kl. 13. Gler-
skurður kl. 13. Almenn spilamennska
kl. 13.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12.
Áskirkja | Foreldrum boðið til sam-
veru í Áskirkju milli kl. 10–12. Opið
hús í dag. Samsöngur með organista
í dag kl. 14–16. Kaffi og meðlæti. Allir
velkomnir.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10. Leikfimi ÍAK kl. 11.10. Bænastund
kl. 12. Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á
neðri hæð.Unglingastarf kl. 19.30–
21.30 á neðri hæð. www.digra-
neskirkja.is
Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og
Félagsstarf
Árbæjarkirkja | Kvenfélag Árbæj-
arkirkju. Uppskeruhátíð verður hald-
inn 2. maí að Hótel Heklu, Skeiðum.
Farið verður frá Árbæjarkirkju kl. 18.
Matur kr. 2.500. Skráning hjá Öldu
Magnúsdóttur í síma 866 8556 sem
fyrst.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Boccia kl. 9.30. Helgistund
kl. 10.30. Leikfimi kl. 11. Myndlist kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
fótaaðgerð, myndlist, bókband. Fé-
lagsvist á morgun kl. 13.30. Vorgleð-
inni 3., 4. og 5. maí lýkur með mat
og balli. Nánar auglýst síðar. Uppl. í
síma 535 2760.
Broadway | Aðalfundur Ísfirðinga-
félagsins verður haldinn á Broadway,
(Ásbyrgi) Ármúla 9, Reykjavík mið-
vikudaginn 3. maí kl. 20. Veitingar í
boði félagsins, fjölmennið og takið
með ykkur nýja félaga.
Dalbraut 18–20 | Allir velkomnir.
Fastir liðir eins og venjulega. Fé-
lagsvistin er alltaf á þriðjudögum
nema annað sé auglýst! Söngurinn,
framsögnin og leikfimin, allt eins og
venjulega. Allar upplýsingar í síma
588 9533. Netfang: asdis.skuladott-
ir@reykjavik.is Listasmiðja Dal-
brautar 21–27 opin frá 8–16 alla
virka daga.
Félagamiðstöðin Grettisgötu 89 |
Aðalfundur Lífeyrisþegadeildar SFR
– stéttarfélags í almannaþjónustu
verður haldinn fimmtudaginn 27.
apríl. Á dagskrá eru hefðbundin að-
alfundarstörf. Stjórn LSFR.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Stjórnmálafundur með
forystumönnum framboðanna í Rvk
verður á Hótel Sögu, Súlnasal, föstu-
dag 28. apríl kl. 14. Leikfélagið Snúð-
ur og Snælda sýna Glæpi og góðverk
í Iðnó sunnudag 30. apríl kl. 14. Ath.
síðasta sýning. Miðasala í Iðnó í síma
562 9700 og við innganginn.
Félag kennara á eftirlaunum | Kór-
æfing í KHÍ kl. 17–19. Bridsæfing í KÍ–
húsi kl. 14–16.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05 og 9.50, rammavefnaður kl.
9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30,
rólegar æfingar kl. 10.50, Bókband
kl. 13, Myndlist 16.30, Gömlu dans-
arnir kl. 20, Línudans kl. 21, síðasta
dansæfing í vor. Myndlistar- og sölu-
sýning 5 kvenna í myndlistarhópi
Gjábakka stendur til 4. maí.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tví-
menning alla mánu- og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13.
Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi
kl. 13.15 í Mýri. Í Garðabergi er opið
12.30–16.30 og þar er handa-
vinnuhorn. Glerhópur kl. 14 í Kirkju-
hvoli. Sumarskot, kvöldskemmtun kl.
19.30 í Kirkjuhvoli þar sem fram
koma meðal annarra hljómsveit
Árna Ísleifs og tríó Ólafs Steph-
ensen.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30
helgistund, umsj. Ragnhildur Ás-
geirsdóttir, djákni í Fella- og Hóla-
kirkju. Frá hádegi vinnustofur opnar,
m.a. myndlist undir leiðsögn Nönnu
S. Baldursd. Miðvikud. 3. maí verður
bænastund í hádeginu á fimmtudög-
um kl. 12.15. Staldrið við í asa lífsins,
takið andartak frá til þess að eiga
stund með Guði. Tónlistin er vel fallin
til að leiða mann í íhugun og bæn.
Allir velkomnir.
Garðasókn | Fræðsla um 12 sporin,
andlegt ferðalag í kvöld kl. 20 í
umsjá „Vinir í bata“. Kyrrðarstund í
beinu framhaldi kl. 21. Gott er að
ljúka deginum og undirbúa nóttina í
bæn og kyrrð í kirkjunni. Tekið er við
bænarefnum af prestum og djákna.
Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
Garðasókn | Á morgun, föstudaginn
28. apríl, stendur Eldriborgaranefnd
Garðasóknar fyrir sýningu mynd-
arinnar, „Hroki og hleypidómar“ eftir
Jane Austen í Safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli kl. 14. Kaffi og umræður á
eftir. Þorlákur sækir þá sem óska,
sími 869 1380. Verið velkomin. Uppl.
veitir Nanna Guðrún í síma
895 0169.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyr-
irlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í
Húsaskóla kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9
ára. Kirkjukrakkar í Grafarvogskirkju
kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Málsverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 7–9
ára starf, er í Hjallakirkju á fimmtu-
dögum kl. 16.30–17.30.
KFUM og KFUK | Síðasti fundur
vetrarins í AD KFUM Holtavegi 28
verður fimmtudaginn 27. apríl kl. 20.
Alla-kvöld í söng. Karl S. Benedikts-
son fv. skólastjóri hefur hugleiðingu.
Kaffi. Allir karlmenn eru velkomnir.
KFUM og KFUK | Konur eru vel-
komnar á fund í AD KFUM Holtavegi
28 fimmtudaginn 27. apríl kl. 20.
Fundarefni er Alla-kvöld í söng.
Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í
Kristniboðssalnum í dag kl. 17. Mar-
grét Jóhannesdóttir verður gestur
fundarins. Bænastund á undan fund-
inum kl. 16.30. Allar konur velkomn-
ar.
Langholtskirkja | Opið hús kl. 10–12
fyrir foreldra ungra barna. 27. apríl
fjallar Unnur Guttormsdóttir barna-
sjúkraþjálfari um hreyfiþroska barna
til 2ja ára aldurs. Kaffisopi; söngur
fyrir börnin. Foreldarar ungra barna
eru allir velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrð-
arstund í hádegi. Léttur málsverður
á eftir. Kl. 14 Samvera eldri borgara.
Þorvaldur Halldórsson söngvari flyt-
ur gömlu góðu lögin. Kaffiveitingar.
Kl. 17 adrenalín gegn rasisma. Kl. 20
gospelkvöld Hátúni 10. Þorvaldur
Halldórsson syngur, Guðrún K. Þórs-
dóttir stjórnar.
Neskirkja | Samtal um sorg kl. 12.
Samtal um sorg er opinn vettvangur
þeirra sem glíma við sorg og missi
og vilja vinna úr áföllum sínum. Þar
kemur fólk saman til að tjá sig eða
hlusta á aðra. Prestar kirkjunnar
leiða fundina.
Mannfagnaður
Safnaðarheimili Kristskirkju, Landakot |
Bingó verður haldið í safnaðarheimili Krists-
kirkju við Hávallagötu fimmtudaginn 27.
apríl kl. 20. Verð á spjaldi 250 kr. Fjöldi
góðra vinninga. Allur ágóði rennur í org-
elsjóð Kristskirkju Landakoti.
Fyrirlestrar og fundir
Byggðasafn Hafnarfjarðar | Í „Fróðleiks-
molum“ í Pakkhúsinu fjallar Katrín Gunn-
arsdóttir, fornleifafræðingur, í máli og mynd-
um um fornleifaskráningu í landi
Hafnarfjarðar. Fróðleiksmolarnir hefjast kl.
20, er aðgangur ókeypis.
Garðyrkjufélag Íslands | Ingólfur Guðnason
ræktandi á Gróðrarstöðinni Engi í Laugarási
er með fyrirlestur kl. 20 sem hann nefnir
Gróður til gagns og gleði á miðöldum.
Fræðsluerindið verður haldið í húsnæði
Orkuveitunnar á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
Kristniboðssalurinn | Félagsfundur í KFH
verður haldinn fimmtudaginn 27. apríl kl. 20
í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58–60.
Efni fundarins: Farið út um allan heim.
Kristniboðarnir Bjarni Gíslason, kennari og
Elísabet Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur
fjalla um efnið.
Lögberg stofa 101 | Í tilefni 50 ára afmælis
kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði á
Íslandi standa bókasafns- og upplýsinga-
fræðinemar við Háskóla Íslands fyrir mál-
þingi kl. 12.30 þar sem þeir kynna rannsókn-
arverkefni sín. Léttar veitingar verða í boði
félagsvísindadeildar. Allir eru velkomnir. Að-
gangur ókeypis.
Salurinn, Kópavogi | Ársfundur Útflutnings-
ráðs Íslands föstudaginn 5. maí kl. 14: Orð-
spor og árangur er yfirskrift fundarins er
það valið með hliðsjón af þeirri staðreynd að
umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis hafa
vakið mikla athygli. Meðal ræðumanna á
fundinum verður Leif Beck Fallesen aðalrit-
stjóri og framkvæmdastjóri viðskiptablaðs-
ins Børsen.
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands | MBA-námið í Háskóla Íslands heldur
ráðstefnu 27. apríl kl. 13–17 í Salnum, Kópa-
vogi: Þekkingarstjórnun hjá alþjóðafyr-
irtækjum. Innsýn í hvernig öflun, varðveisla,
miðlun og notkun þekkingar er hjá fjórum
framúrskarandi fyrirtækjum. Nánari upplýs-
ingar og skráning eru á www.mba.is
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Europris í Skútuvogi kl. 11–15. Allir velkomnir.
Ferðaklúbbur eldri borgara | Vegna forfalla
eru 4 sæti laus í Færeyjaferð Ferðaklúbbs
eldri borgara dagana 30. maí til 9. júní. Einn-
ig eru hafnar skráningar í aðrar ferðir sum-
arsins. Upplýsingar gefur Hannes í síma
892 3011
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
MENNING
ANNAN veturinn í röð starfa leik-
félagið, tónlistarskólinn og fram-
haldsskólinn saman að því að setja
upp stóra leiksýningu í Hornafirði.
Nú er það hinn vinsæli Gauragang-
ur eftir Ólaf Hauk; skemmtilegt og
mjög vel skrifað leikrit með söngv-
um. Samstarfið hefur tekist ljóm-
andi vel undir stjórn leikstjóra og
tónlistarstjóra; svo vel reyndar að
sýningin er með þeim betri sem ger-
ast í áhugaleiklistinni um þessar
mundir.
Mjög margir þekkja söguna um
Orm Óðinsson úr samnefndum bók-
um Ólafs en þær hafa verið notaðar
til íslenskukennslu árum saman.
Uppfærsla Þjóðleikhússins á leikrit-
inu var afar vel gerð og feikna vin-
sæl og fjölmörg áhugaleikfélög hafa
tekið það upp á sína arma. Þetta
breytir ekki því að verkið stenst vel
tímans tönn og fær trygga aðdá-
endur til þess að gleyma stund og
stað þegar vel tekst til eins og nú
því að leikur, söngur, hljóðfæra-
leikur, lýsing og leikmyndahönnun
er allt saman unnið af alúð með
sterka heildarsýn.
Persónurnar voru margar afar
áhugaverðar í meðförum leikara á
ýmsum aldri. Framhaldsskólanem-
arnir sem léku krakkana stóðu sig
afar vel og fremstur þeirra var Elv-
ar Bragi Kristjánsson í hlutverki
Orms. Elvar Bragi þurfti að fara
með gríðarlega mikinn texta því
Ormur er orðsins maður, skáld og
heimspekingur hið innra auk þess
sem hann slær látlaust um sig með
kaldhæðni og fyndni. Þetta sýndi
Elvar allt saman mjög skýrt og var
glettilega snöggur í viðbrögðum fyr-
ir utan leikandi létta sviðs-
framkomu. Ef ekki væri fyrir
óskýra framsögn á köflum væri leik-
ur Elvars með þeim betri sem sést
hefur í hlutverkinu. Rósa Dröfn
Pálsdóttir sem Halla, Nanna Hall-
dóra Imsland sem Linda, Ívar Sv.
Friðriksson sem Ranúr og Emil
Morávek sem Þór þorskhaus voru
öll örugg og skemmtileg í hlut-
verkum sínum. Guðrún Ingólfs-
dóttir var mjög sannfærandi sem
hin þreytta en trausta móðir Orms
og alger andstæða hennar sem móð-
ir Lindu, stíf og hrokafull. Helga
Hlín Bjarnadóttir var sérstaklega
fyndin og barnsleg sem Ása, systir
Orms og Ingibjörg Pálmadóttir
sannfærandi sem Gunnfríður. Knút,
íþróttamannslega kærastann henn-
ar, lék Róbert Ferdinandsson mjög
vel. Helga Erlendsdóttir kom sterk
inn í litlu hlutverki Kristrúnar
koppaþeytis og Halldór Tjörvi Ein-
arsson einnig sem faðir Orms. Sig-
urður Kr. Sigurðsson átti alltaf svið-
ið þegar hann lék hin ólíku hlutverk
sem honum voru falin; föður Lindu,
skólastjórann, og Hreiðar forn-
bókasala. Í þeim tveimur síð-
arnefndu var hann hlýr og húm-
orískur; hann var auðmjúkur
vitringur sem Hreiðar en ábyrgð-
arfullur og barnslegur í senn sem
skólastjórinn. Þar fyrir utan er Sig-
urður með mjög fallega rödd og
man ég ekki eftir að hafa heyrt Ský
í buxum sungið betur en hann gerði
þarna. Enn eru leikarnir sem léku
kennara Orms ótaldir en þeir gerðu
hvort tveggja vel að syngja og leika.
Þórður Ingvarsson hafði fullt vald á
mjög góðri söngröddinni í ýmsum
lögum sem Arnór kennari söng og
var makalaust þreyttur unglinga-
kennari með ábyrgðartilfinningu
sem var að sliga hann. Að lokum
skal Birni Sigfinnssyni hrósað alveg
sérstaklega fyrir eftirminnilegan
leik. Hann var geysilega fyndinn í
hlutverki Gumma Gumm leikfimi-
kennara og svo einlæglega hissa og
pirraður á Ormi og Ranúri að það er
líklega ekki hægt að gera betur í að
sýna þessa vel skrifuðu stereótýpu
hjá Ólafi Hauki. Björn lék líka
Magnús, vin móður Orms. Hann er
alger andstæða Gumma Gumm en
sömuleiðis var þetta afar vel gert
hjá Birni.
Gauragangur er skemmtilegt
verk sem snertir við fólki og býr yfir
fjölbreyttu persónusafni. Þessu er
vel komið til skila í uppfærslu Horn-
firðinga og nokkur synd ef fleiri fá
ekki að sjá sýninguna en heima-
menn.
Gott samstarf á Höfn
Hrund Ólafsdóttir
LEIKLIST
Leikfélag Hornafjarðar
Framhaldsskólinn í
Austur-Skaftafellssýslu
Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson.
Leikstjóri: Hörður Sigurðarson. Tónlistar-
stjóri: Jóhann Morávek. Ljósahönnun:
Skúli Rúnar Hilmarsson. Leikmynda-
hönnun: Hörður Sigurðarson.
Sýning í Mánagarði, 2. apríl 2006.
Gauragangur
„Á TÓNLEIKUNUM
mun ég eingöngu
syngja leikhústónlist.
Fyrir hlé er íslensk
leikhústónlist og eftir
hlé syng ég Broadway
tónlist, aðallega um
ástir og örlög kvenna í
Broadway söng-
leikjum,“ segir Þór-
unn Arna Kristjáns-
dóttir, mezzósópran
sem heldur útskrift-
artónleika sína frá
tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands í Iðnó kl.
21 í kvöld. „Það sem
mér finnst spennandi
er að flestir þekkja
mörg af þessum lögum en vita ekki
að þetta er úr leikhúsinu.“
Þórunn segir efnisskrána bland-
aða af uppáhaldstónlist sinni og
öðru sem hún vill
kanna. „Ég hef skoðað
söngleiki alveg frá því
ég var lítil og er komin
með safn af því sem
mér finnst skemmti-
legast úr þeim. Ég hef
haldið mikið upp á My
fair lady og lögin eftir
Hjálmar Helga Ragn-
arsson, sem ég mun
flytja, hef ég líka hald-
ið upp á lengi.“
Bæði píanóleikari
og djasstríó, sett sam-
an fyrir tónleikana,
munu spila undir hjá
Þórunni. „Þetta verða
léttir og skemmtilegir
tónleikar sem ættu að koma fólki í
sumarskap,“ segir Þórunn sem hef-
ur leiklistarnám við Listaháskóla
Íslands í haust.
Útskriftartónleikar LHÍ | Þórunn Arna
Kristjánsdóttir
Leikhústónlist í uppáhaldi
Þórunn Arna
Kristjánsdóttir
Hjá Máli og menningu er kominn út í
kilju Hrafninn eftir Vilborgu Davíðs-
dóttur.
„Vilborg er þekkt fyrir sögulegar
skáldsögur sínar sem notið hafa
mikilla vinsælda. Hér varpar hún
ljósi á framandi heim inúíta og ráð-
gátuna um norrænu byggðina á
Grænlandi sem hvarf sjónum inn í
þoku tímans um miðja fimmtándu
öld. Hrafninn er
spennandi og
áhrifarík skáld-
saga um það
sem gerist þegar
örlög einstaklinga
rekast á veggi for-
dóma og hefða.
Hrafninn var til-
nefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna árið
2005.“
Nýjar kiljur