Morgunblaðið - 27.04.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 61
MENNING
Guðmundsson, og byggist á „Charlie
and the Chocolate Factory“ eftir
Roald Dahl. Hún segir frá fjölskyldu
Kalla sem lifir í örbirgð, Villa
Wonka, súkkulaðiverksmiðju hans
og Úmpalúmpunum í verksmiðjunni,
frá Mikka sjónvarpsglápara, Veru
frekjudós og svo stóra happdrætt-
isvinningnum.
Tónskáldið, Hjálmar H. Ragn-
arsson, heimsótti unglingadeildir
Söngskólans og kynnti Kalla fyrir
nemendum þegar æfingar hófust
fyrr í vor. Undirbúningur hefur ver-
UNGLINGADEILD Söngskólans í
Reykjavík flytur óperuna Kalli og
sælgætisgerðin eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, í kvöld kl. 20.00 í Tón-
leikasal Söngskólans, Snorrabúð,
Snorrabraut 54.
Hjálmar samdi óperuna að til-
stuðlan Tónmenntaskóla Reykjavík-
ur, sem sýndi hana í Íslensku óper-
unni á aldar afmæli skólans, fyrir
nokkrum árum. Flytjendur nú eru
söngnemendur unglingadeilda Söng-
skólans, á aldrinum 10 til 15 ára.
Texti óperunnar er eftir Böðvar
ið í höndum kennara deildarinnar,
Hólmfríðar Sigurðardóttur píanó-
leikara, Sibylle Köll sem sviðsetur
og semur sviðshreyfingar, Nönnu
Maríu Cortes sem jafnframt er
sögumaður og Hörpu Harðardóttur
sem stjórnar undirbúningi. Á loka-
sprettinum bættist deildinni liðs-
auki, Davíð Þór Jónsson píanóleik-
ari, sem stjórnar og leikur með á
píanóið.
Það verður aðeins þessi eina sýn-
ing, þar sem framundan eru próf-
annir hjá þátttakendum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Krakkarnir úr Söngskólanum í Reykjavík flytja Kalla og sælgætisgerðina í kvöld.
Kalli og sælgætisgerðin
ingu og sýna hana þá er ætlun ferð-
arinnar einnig að kynna Áströlum ís-
lenska myndlist. „Við tókum með
okkur helling af kynningarefni í þeim
tilgangi,“ segir Birta. „Við höfum líka
verið dugleg að nálgast listamenn
héðan og safnstjóra með það í huga
að efla tengsl á milli landanna sem
hafa hingað til ekki verið mjög mik-
il.“
Birta segir að Ástralarnir hafi sýnt
sýningunni mikinn áhuga og jafn-
framt íslenskri myndlist almennt og
„ÍSLAND og Ástralía eiga að
minnsta kosti það sameiginlegt að
vera bæði eylönd þar sem auðnin rík-
ir í miðjunni. Löndin eru hol að innan
en jafnframt uppfull að fantasíum, á
sitt hvorum enda veraldarinnar eins
og við þekkjum hana.“ Svona hljóm-
ar inngangur í sýningarskrá samsýn-
ingar íslenskra listamanna sem var
opnuð í Melbourne í Ástralíu í gær.
Sýningin ber yfirskriftina „The
Other Side of Things (On The Other
Side)“, og samkvæmt fréttatilkynn-
ingu vísar titillinn til landfræðilegrar
fjarlægðar milli heimalands sýnenda
og sýningarstaðarins sjálfs á suður-
hluta Ástralíu. Listagalleríið sem
hýsir sýninguna heitir BUS Gallery
og er staðsett í miðri Melbourne.
Fantasíur og ljóðræn sýn
„Ég kynntist galleríeigandanum
(Tristian Koening) í Feneyjum í
fyrrasumar og hann bauð mér að
sína í galleríinu sínu og það þróaðist
út í að halda samsýningu með fleiri
íslenskum listamönnum,“ segir Birta
stjórnandi sýningarinnar en hún
fékk til liðs við sig þau Darra Lor-
enzen, Geirþrúði Finnbogadóttur
Hjörvar, Harald Jónsson og Sigurð
Guðjónsson til að taka þátt í sýning-
unni. Þar sem það er bæði ansi
kostnaðarsamt og tímafrekt að kom-
ast til Ástralíu voru aðeins tveir lista-
mannanna viðstaddir opnunina, þau
Birta og Haraldur.
Í fréttatilkynningunni stendur að
„verk listamannanna einkennast af
fantasíu, tilfinningalegri nálgun og
ljóðrænni sýn, sem eru einkennandi
þættir í íslenskri myndlist. Sýningin
gengur útfrá persónulegum upplif-
unum og skynjunum, sem ekki er
hægt að orða.“
Verkin eru unnin í ýmsa miðla en
þarna eru þrjú vídeóverk, ljósmyndir
og svo eru skúlptúrar og hljóðverk.
Að sögn Birtu tengjast verkin ekki
beint í viðfangsefni heldur meira í
fagurfræði.
„Þetta var ofboðslega fín opnun,
mikill fjöldi af fólki. Meirihluti gest-
anna var fólk úr listheiminum hérna
sem við höfum kynnst á þessari viku
sem við höfum dvalið hér,“ segir
Birta.
Upphaf góðrar vináttu
Fyrir utan að setja upp þessa sýn-
vill hún meina að það sé góður
grundvöllur fyrir öflugra menningar-
samstarfi á milli landanna. „Það hef-
ur verið mikið spurningaflóð á báða
bóga því þó að Ástralía sé mikið
stærri en Ísland og allt það þá hef ég
fundið það út að það er svo margt
sameiginlegt með okkur líka. Það eru
svona eyjarskeggja-komplexar í
gangi hjá okkur. Ég finn einnig fyrir
þörf beggja aðila við að halda og efla
tengslin. Þetta er bara blábyrjunin á
góðri vináttu held ég.“
Myndlist | Fimm íslenskir listamenn sýna verk sín í Ástralíu
Þar sem auðnin ríkir
Vídeóverk eftir Sigurð Guðjónsson, sem nú er sýnt í Melbourne í Ástralíu.
Ljósmyndaverk eftir Birtu Guðjónsdóttur ásamt vídeóverki Geirþrúðar
Finnbogadóttur og pappírsverki eftir Harald Jónsson.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
ÚT UM glugga á Laugaveginum
horfa um þessar mundir tvö dul-
arfull andlit. Þegar nánar er að
gætt, reynast þau vera andlits-
myndir tveggja myndlistarmanna,
Andreu Maack og Unnar Mjallar
S. Leifsdóttur – listteymisins Mac
n’Cheese – sem nú sýnir ásamt
Serge Comte í galleríi Kling og
Bang undir yfirskriftinni „Smaack
My Cheese“. Myndirnar vann
Comte með því að líma alls um 10
þúsund smáa, kringlótta límmiða á
vegg. Í kjallararými gallerísins
getur að líta innsetningu listteym-
isins: vinstra megin er að sjá fag-
urlega mótaða sveðju sem minnir
einna helst á sjóræningjasverð en
hægri megin liggur afskorin hönd
á hjólaborði, líkt og á skurðstofu.
Höndin reynist vera úr osti. Sýn-
ingin gefur líkt og vísbendingar
um hroðaverknað sem þar hafi átt
sér stað og kemur hugarflugi sýn-
ingargestsins af stað.
Í texta sýningarskrár segir að
listteymið mun hafa neytt lista-
manninn, sem upprunalega ætlaði
að halda einkasýningu, til þess að
gera af sér andlitsmyndir og hafi
að því loknu sneitt hægri hönd
hans af og breytt í ost. Því mætti
gera sér í hugarlund að osturinn
vísi til forgengileikans. Í viðtali við
Comte (Morgunblaðið, 8. apríl
2006) kemur fram að unnið hafi
verið út frá hugmynd um að þær
hafi rænt sýningunni frá honum.
Með sýningunni sé verið að huga
að yngri listamönnum sem reynist
oft erfitt að koma sér á framfæri:
Verkið eigi að tákna á ýktan hátt
hvernig ungir listamenn taki við af
þeim eldri.
Í ljósi þess hversu áberandi ung-
ir listamenn á þrítugs- og fertugs-
aldri hafa verið á stórum sýning-
arviðburðum hérlendis að
undanförnu, mætti hins vegar ætla
að óþarfi sé að hafa áhyggjur af
sýnileika ungu kynslóðarinnar í
bili, og má þar nefna myndlist-
arþátt Listahátíðar á síðasta ári og
sýningarröð Listasafns Íslands að
undanförnu þar sem leitast hefur
verið við að endurspegla list-
sköpun yngri kynslóðarinnar.
Freistandi er að túlka afskorna
hönd listamannsins í stærra sam-
hengi: breski listamaðurinn
Damien Hirst mun hafa sagt (sbr.
Paul Wood: Movements in Modern
Art. Conceptual Art.Tate Publ-
ishing, 2002) eitthvað á þá leið að
hann teldi hönd listamannsins ekki
skipta máli lengur – það væri hug-
myndin sem gilti. Þar á hann við
hverfandi þátt handverks and-
spænis „konseptúalisma“ – arfleifð
hugmyndalistarinnar í samtíma-
myndlist.
Sýningin „Smaack My Cheese“
sameinar hins vegar hugmynd og
vandað handverk og sjónræna út-
færslu. Portrettmyndir Comte,
sem eru prýðilegt handverk, eru
unnar eftir tölvuskönnuðum ljós-
myndum sem hann tók með sterku
flassi – eins og til að afhjúpa list-
teymið. Myndirnar eru „digital“,
eða búnar til með fingrum lista-
mannsins – sbr. latneska orðið
„digit“ (fingur) – með límmiðum
sem mynda eins konar stafræna
„pixla“. Myndirnar tvær eiga sér
samsvörun í tvennu tvíeykisins í
kjallaranum, stálhnífnum og osta-
hendinni, hvorttveggja vandlega
unnið og í „kaldranalegu“ samspili
við hráleika kjallararýmisins.
Í verki sínu notar Comte lím-
miða líkt og þá sem notaðir eru til
að merkja seld listaverk á sýn-
ingum og vísar þannig í samband
myndlistar og markaðar. Sé litið til
unga listteymisins Andreu og Unn-
ar Mjallar – sem ræningja er
sneiða hönd eldri/virtari lista-
manns af, sér til framdráttar,
mætti segja að Comte komimeð
krók á móti bragði: hann dregur
upp portrett af yngri listamönn-
unum sem felur í sér vísun í list-
rænar afurðir sem almenna mark-
aðsvöru, og umbreytir jafnframt á
lúmskan hátt ímynd listteymisins í
venjulega markaðsafurð. Hvað er
þá orðið af framsækni ungu kyn-
slóðarinnar? Comte bregður sér í
hlutverk hins raunverulega sjó-
ræningja: kapteins Króks (með af-
skorna hönd) sem minnir á þá
ímyndasköpun sem gegnsýrir
neyslusamfélag okkar tíma.
Handbragð
og fingraför
MYNDLIST
Kling og Bang
Sýningin stendur til 30. apríl 2006
Serge Comte
Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifs-
dóttir
Anna Jóa
Morgunblaðið/Ásdís
„Í verki sínu notar Comte límmiða líkt og þá sem notaðir eru til að merkja
seld listaverk á sýningum og vísar þannig í samband myndlistar og mark-
aðar,“ segir m.a. í umsögn gagnrýnanda um sýninguna í Kling og Bang.
LJÓÐSKÁLDIÐ Þóra Jónsdóttir
mun lesa úr verkum sínum í Kaffi-
búðinni í Hamraborg í Kópavogi í
dag klukkan 17.15. Þóra Jónsdóttir
er ein athyglisverðasta sam-
tímaskáldkona okkar, hún hefur
gefið út níu ljóðabækur, en sú fyrsta
Leit að tjaldstæði kom út 1973. Í
haust kom út safn úrvalsljóða úr öll-
um bókunum, safnið ber heitið:
Landið í brjóstinu.
Félagar í Ritlistarhópnum í Kópa-
vogi hvetja alla þá sem unna ljóðlist
að mæta og hlusta á upplestur Þóru
Jónsdóttur. Hjörtur Pálsson mun
fjalla um skáldkonuna í stuttu máli.
Upplestur á vegum Ritlistarhópsins í Kópavogi