Morgunblaðið - 27.04.2006, Page 63

Morgunblaðið - 27.04.2006, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 63 TÓNLISTARHÁTÍÐIN Vorblót hefst í kvöld á NASA við Austurvöll. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en ætlunin er að hún verði fast- ur viðburður í tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Dagskráin teygir sig frá fimmtudegi til og með sunnudeginum 30. apríl. Á hátíðinni ægir saman ýmsum tónlistarstefnum og straumum eins og djassi, fönki, salsa, blús og heimstónlist og þar koma fram tónlistarmenn frá ýmsum heimshornum, t.a.m. sígaunabandið KAL frá Belgrad, Salsa Celtica frá Edinborg, bossa nova listamaðurinn Ife Tolentino frá São Paulo og Mezzoforte frá Reykja- vík. Dagskráin í kvöld kl. 20.00 – húsið opnað kl. 21.00 – Ife Tolentino fer á svið, Mezzoforte í kjölfarið kl. 00.00 – Áætluð dagskrárlok Mezzoforte Aðalnúmerið á upphafskvöldi Vorblótsins er stórsveitin Mezzoforte sem er nýkomin úr tónleikaferð um Mið- og Austur Evrópu. Í framhaldi af tón- leikum sínum á Vorblótinu heldur sveitin áfram tónleikaferð sinni um Norðurlönd og Evrópu. Mezzoforte hefur ekki spilað heila tónleika hér- lendis um nokkuð skeið og því mikill fengur fyrir hátíðargesti að fá að njóta fönksveiflu frá þessari stórmerku sveit. Ife Tolentino Brasilíski bossanova listamaðurinn Ife Tolentino hefur á ferli sínum spil- að og tekið upp með mörgum fræknustu tónlistarmönnum Brasilíu og má þar nefna Fagner, Toninho Horta, Nana Vasconcelos, João Donato og Jacques Morelenbaum. Ife er fæddur í São Paulo 1952 en hefur síðustu ár búið í London. Síðasta breiðskífa hans Brazil In Black and White, sem er tileinkuð er Chico Burarque, einum ástsælasta tónlistarmanni og ljóð- skáldi Brasilíu, þykir með hans bestu verkum. Ife hefur upp á síðkastið unnið með listamönnum á borð við John Paricelli, Clare Foster, rússneska plötusnúðnum DJ Vladim – og íslenska saxófónleikaranum Óskari Guð- jónssyni sem mun koma fram með honum á tónleikunum á Vorblótinu. Erlendir fjölmiðlar á Vorblóti Blaðamenn frá tímaritunum Mojo og Songlines og Breska ríkisútvarp- inu BBC eru meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem koma hingað til lands til að fylgjast með Vorblóti, eða Rite of Spring eins og hátíðin er titluð erlend- is. Songlines er eitt stærsta og virtasta tónlistarrit heims á sviði heims- og þjóðlagatónlistar. Blaðamenn þess eru mjög spenntir fyrir hátíðinni, ekki síst að sjá serbnesku hljómsveitina KAL og þá innlendu listamenn sem koma fram á hátíðinni. Þeir ætla sér heldur ekki að missa af skotunum í Salsa Celtica, en ekki er langt síðan hún prýddi forsíðu blaðsins. Vorblót – Rite of Spring er haldin af Hr. Örlygi í samvinnu við Ice- landair. Vorblót | Mezzoforte og Ife Tolentino Mikill áhugi erlendra fjölmiðla Miðaverð á hverja tónleika er 2.900 kr (auk 225 kr. miðagjalds). Miði á alla hátíðina kostar 5.900 kr (auk 400 kr. miðagjalds). Forsala að- göngumiða fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Selfossi og Akureyri og á netinu hjá www.Midi.is. Einnig verða seldir miðar á tónleikadag á NASA. Morgunblaðið/Jim Smart Mezzoforte hefur ekki leikið heila tónleika hér á landi í háa herrans tíð. HOLLENSKA tríóið Treble sem er framlag Hollendinga til Evróvisjón í ár, kom til landsins í gær en tríóið er um þessar mundir á ferð um öll 37 þátttökulöndin til að kynna sig og hitta aðra þátttakendur. Stúlkurnar hollensku óskuðu að sjálfsögðu eftir því að hitta okkar einu sönnu Silvíu Nótt en áður en sá fundur átti að fara fram var skipulögð heimsókn í sjón- varpsþáttinn 6 til sjö þar sem Treble hugðist flytja sigurlag sitt. Þangað mætti Silvía hins vegar óforvarandis og eftir að hafa kynnt sig, kærasta sinn Romario og lífverðina tvo, bauðst hún til að hjálpa stelpunum við flutninginn á laginu (lesist: þær áttu að vera bakraddasöngkonur Silvíu). Það gekk hins vegar ekki bet- ur en svo að í miðju lagi urðu hinar hollensku söngmeyjar að stöðva flutninginn til að kenna Silvíu Nótt réttan framburð og svo fór allt meira eða minna úr böndunum eftir að Silvía byrjaði að leika á rafmagns- gítar við lagið sem hún var vel að merkja að heyra í fyrsta skipti. Eftir þáttinn bauð Silvía Nótt stúlkunum út að borða á Óliver þar sem ljósmyndarar og sjónvarps- tökumenn frá hollenska ríkissjón- varpinu biðu þeirra. Silvía sagði í viðtali við hollenska sjónvarpið að hollenska lagið væri uppáhaldslagið hennar og væri líklega það besta sem hún hefði heyrt. Hollenska tríóið fór af landi brott í gærmorgun. Tónlist | Framlag Hollendinga til Evróvisjón heimsótti Ísland Uppáhaldslag Silvíu Nóttar Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ástmaður Silvíu Nóttar, Romario, stóð vörð um ástkonu sína en ekkert bólaði á vini hans Pepe. Hollensku stúlkurnar stilltu sér upp fyrir ljósmyndara en það er auðséð hver er stjarnan á þessari mynd. Silvía Nótt lék á rafmagnsgítar við hollenska lagið í þætt- inum 6 til sjö á Skjá einum. FRÁ ÖLLUM HANDRITS-HÖFUNDUM „SCARY MOVIE“ 2 af 6 ÞÉR MUN STANDA AF HLÁTRI! 400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími - 551 9000 -bara lúxus Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.30 eee LIB, Topp5.is eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið 42.000 manns á aðeins 18 dögum! Kl. 4 og 6 ÍSL. TAL Vinsælasta myndin á Íslandi í dag RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 16 ára “Ekkert mun búa þig undir kraftinn og þungann í þessari mynd.” -Quentin Tarantino SVAKALEGUR SPENNUTRYLLIR SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM FRÁ UPPHAFI TIL ENDA „Ég er dolfallinn“ eee ROGER EBERT „Rosaleg kvikmyndaupplifun“ eee M.M.J. Kvikmyndir.com eee s.v. Mbl eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv walk the line The Hills Have Eyes kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára Ice Age 2 m/ensku tali kl. 6, 8 og 10 Lucky Number Slevin kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára When a Stranger Calls kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Walk the Line kl. 5.30 Ekki missa af frumlegustu gamanmynd ársins. Sýnd kl. 4Kl. 10.20 B.i. 16 ára RANGUR TÍMI, RANGUR STAÐUR, RANGUR MAÐUR „FRÁBÆR, FLOTT OG FYNDIN... OFURSVALUR SPENNUTRYLLIR“ FHM eee LIB, Topp5.is eee DÖJ kvikmyndir.com eeee DÓRI DNA dv Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu Allra síðustu sýningar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.