Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 27.04.2006, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2006 65 GÍNEA BISSÁ, nafnið hljómar framandi í eyrum enda heiti eins hinna litlu og sárafátæku landa Afr- íku – þeirra sem komast ekki í frétt- irnar öðruvísi en sökum hörmunga, styrjalda og hungursneyða. Þá sperrum við eyrun og samviskan nagar um sinn, síðan gerist lítið í málunum uns næsta blóðbað eða matvælaskortur hrjáir íbúana að nýju. Gínea Bissá er smáríki í Vestur- Afríku, eitt af fyrrum nýlendum herraþjóðanna í Evrópu, í þessu til- felli Portúgala, sem var ekki stætt á nýlendustefnunni lengur er kom fram yfir miðja síðustu öld. Ruku með arðinn til síns heima og skildu löndin eftir í sárum. Heilbrigðis- og menntakerfi í molum og víðast hvar tók við stjórnmálaleg upplausn þar sem ættarhöfðingjar eða stríðs- herrar tóku völdin og hörmungar landanna margfölduðust oftar en ekki eftir að svokallað „sjálfstæði“, tók við. Dúi J. Landmark kvikmynda- gerðarmaður hefur sent frá sér at- hyglisverða og fræðandi heimild- armynd Gínea Bissá – landið sem gleymdist, og bætir hún bæði úr grundvallarskorti á almennum upp- lýsingum um þetta fjarlæga land og þjóð og enn frekar gefur hún innsýn í þá ómennsku eymd og ótrúlegu fá- tækt sem ríkir í landinu. Kveikjan að Gínea Bissá – landið sem gleymdist, er styrkur sem Baugur Group og fleiri íslensk fyr- irtæki og einstaklingar færðu land- inu á síðasta ári og UNICEF hefur verið að nýta til uppbyggingar á heilbrigðis- og menntakerfinu í þessu smáríki, sem er röskur þriðj- ungur af stærð Íslands en íbúarnir hins vegar um það bil þrefalt fleiri. Þetta verkefni, sem hófst á síðasta ári, er það viðamesta sem íslenskir einkaaðilar hafa tekist á hendur í þróunarstarfi. Dúi fer vítt um Gíneu Bissá, talar við fulltrúa UNICEF um það gagn sem landið hefur af lífsnauðsyn- legum styrktaraðilum ríkari þjóða; lækna og hjúkrunarfólk og almenn- ing sem einkum er allslausar, margra barna mæður og feður. Það kemur í ljós að við eigum fátt annað skylt með íbúunum en að vera landfræðilega staðsett á sama tímabelti; bæði löndin liggja að sjó og við strendur þeirra eru auðug fiskimið. Ef horft er fyrst til hafsins, blasir við að innanlandsútgerð er lít- il, frumstæð og fátækleg á meðan Rússar og Japanir fara ránshendi um landgrunnið. Innanlands er flest ef ekki allt í hræðilegum ólestri. Ríkisstjórnin nýtur engar virðingar, hvorki heima fyrir og því síður út á við, sem gerir að verkum að erfitt reynist að fá styrktaraðila til að bæta hag lands- manna, koma skikk á ónýtt heil- brigðiskerfi þar sem 1.000 börn deyja mánaðarlega úr sjúkdómum, tala sem auðvelt væri að lækka með utanaðkomandi hjálp. Þarna vantar sjúkrahús, lækna, hjúkrunarfólk, lyf, þ. á m. líður þjóðin fyrir skort á joði, sem m.a. er valdur að óheyri- lega háum barna- og mæðradauða og lágum meðalaldri sem er aðeins 45 ár. Stjórnsýslan er í svipuðu kalda- koli. Læsi kvenna er 24%, lands- manna tíu prósentustigum hærri. Fátæktin og stjórnleysið gerir að verkum að mikill skortur er á grunnskólamenntun, að ekki sé tal- að um æðri menntun. Fátt bendir til að hlutirnir lagist á meðan viðvar- andi, pólitískt ójafnvægi ræður ríkj- um í landi sem á gjöful fiskimið, mikla málma og olíu í jörðu. Frjó- saman jarðveg og fallega þjóð í ógn- arvanda sem mannúðarsjónarmið auðugari heimshluta hafa kosið að gleyma. Einn dalur á dag RÚV SJÓNVARP Íslensk heimildarmynd eftir Dúa J. Land- mark. Handrit, kvikmyndataka og klipp- ing: Dúi J. Landmark. Hljóðupptaka og önnur kvikmyndataka: Insumba Baitché. Tónlist: Zé Manel og Super Mama Djombo. Þulur: Gunnar Ingi Gunn- steinsson. Sérstakar þakkir: UNICEF, Geir Gunnlaugsson læknir, Hólmfríður Anna Baldursdóttir mannfræðingur. Sýn- ingartími 45 mín. Myndin er studd af Baugi Group og af UNICEF á Íslandi og Gíneu Bissá. Landmark kvikmyndagerð 2006. RÚV í apríl. 2006. Gínea Bissá – landið sem gleymdist Sæbjörn Valdimarsson „Dúi fer vítt um Gíneu-Bissá, talar við fulltrúa UNICEF um það gagn sem landið hefur af lífsnauðsynlegum styrktaraðilum ríkari þjóða.“ BLAÐ verður brotið í sögu kvikmyndasýninga á Íslandi í kvöld þegar fyrsta stafræna sýning- arvélin á Íslandi verður tekin í notkun í Kringlubíói. Það er tölvuteiknimyndin Cars sem ríður á vaðið, en um er að ræða sérstaka heimsforsýningu á myndinni sem verður ekki tekin til almennra sýninga fyrr en í júní. Um er að ræða mikla byltingu því stafrænar mynd- ir eru ekki sýndar af filmum heldur af hörðum diskum, og eru bæði hljóð- og myndgæði mun betri en áður hefur þekkst í kvikmyndahúsum hér á landi. Um 60 slíkar sýningarvélar eru nú í notkun í Bretlandi, og um 300 í Bandaríkj- unum. „Þetta eru mikil tímamót, þetta er svipað og þegar THX-tæknin kom fyrst því þetta er al- gjör nýjung,“ segir Björn Á. Árnason, fram- kvæmdastjóri Sambíóanna. „Myndin er alveg skýr, sama hvort maður er að sýna myndina í fyrsta skiptið eða í þúsundasta skiptið, hún er alveg eins. Þetta er eins og að horfa á risastór- an LCD-skjá.“ Björn segir þessa tækni hafa verið lengi í þróun. „Þetta hefur tekið um 10 ár í þróun, en þetta hefur hingað til ekki þótt nógu gott, eða þótt of dýrt, en nú er þetta loksins komið,“ segir hann. „Það eru kannski um 80% mynda að koma út á stafrænu formi núna, en á næsta ári verða næstum allar á því formi. Þetta er allt komið á fulla ferð.“ Björn segir að eftir um hálfan mán- uð verði stafrænar sýningarvélar komnar í alla sali í Kringlubíói, og svo muni önnur kvik- myndahús Sam-bíóanna fylgja í kjölfarið. Hann vonast til þess að kvikmyndin Mission Impossible 3, sem frumsýnd verður hér á landi hinn 5. maí, verði sýnd á stafrænu formi strax frá upphafi í Kringlubíói. Hann segir fyr- irhugað að fleiri myndir verði sýndar á staf- rænu formi síðar á þessu ári, til dæmis Pirates of the Caribbean 2 og Superman Returns. Mikil öryggisgæsla Eins og áður segir verður Cars ekki heims- frumsýnd fyrr en í júní og af þeim sökum verð- ur mikil öryggisgæsla á forsýningunni í kvöld. „Við þurftum að suða nokkuð lengi í þeim hjá Disney til þess að fá þetta í gegn, en fengum þetta svo með því skilyrði að það verði örygg- isverðir á svæðinu,“ segir Björn, en sérstakir öryggisverðir á vegum Disney verða á sýning- unni og munu leita að hvers konar upp- tökubúnaði með sérstökum skönnum. Þá er ekki leyfilegt að hafa farsíma með sér inn í sal- inn. „Þetta er orðið þannig í dag að það þarf ekki nema einn maður að ná myndinni og setja hana á netið til þess að hún sé komin út um all- an heim,“ segir Björn. Kvikmyndir | Fyrsta stafræna kvikmyndasýningin hér á landi í kvöld í Kringlubíói Bylting í íslenskum bíóhúsum Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Cars er fyrsta kvikmyndin sem sýnd er í stafrænum gæðum í kvikmyndahúsi hér á landi. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI Með hinum eina sanna Harrison Ford. Mögnuð spennumynd frá byrjun til enda. Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt FAILURE TO LAUNCH kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FAILURE TO LAUNCH VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 FIREWALL kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 V FOR VENDETTA kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 WOLFCREEK kl. 8 - 10:10 BASIC INSTINCT 2 kl. 8:15 - 10:30 B.i. 16 EIGHT BELOW kl. 3:45 - 6 LASSIE kl. 6 BAMBI 2 M/- Ísl tal. kl. 4 FAILURE TO LAUNCH kl. 6 - 8:30 - 10:30 FIREWALL kl. 8:30 - 10:30 B.i. 16 ára EIGHT BELOW kl. 6 Ekki missa af frumlegustu gamanmynd ársins. Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.