Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.06.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Sumarbolir og toppar - fyrir íslenska verslun Staða fiskeldis á Íslandi Útflutningshópur FÍS boðar til hádegisverðarfundar miðvikudaginn 7. júní kl. 12.00 í Skálanum, Radisson SAS Hótel Sögu. Framsögumenn verða: Guðbergur Rúnarsson, frkvstj. Landssambands fiskeldisstöðva. Yfirlit yfir stöðu fiskeldis á Íslandi Þórarinn Ólafsson, verkefnastjóri þorskeldis hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvör hf. Þorskeldi hjá H-G hf. Ólafur Sigurgeirsson, sérfræðingur í fiskeldi. Fiskeldisrannsóknir í Hólaskóla. Að loknum erindum svara framsögumenn fyrirspurnum fundar- manna. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,- Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: elin@fis.is eða í síma 588 8910. Sérlega fallegt þrílyft einbýlishús á þessum vinsæla stað í miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið er 147,4 fm með bílskúr. Skipting eignarinnar: Miðhæðin: Forstofa, eldhús með borðkróki, 2 stofur og baðher- bergi. Rishæðin: Hol og 4 svefn- herbergi. Kjallari: Geymsla, þvottahús og stórt svefnherbergi, köld útigeymsla og bílskúr. Þetta er sérlega falleg eign sem svo sannarlega er hægt að mæla með. Fallegur og gróinn garður. Eign sem vert er að skoða. Verð 35 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Mjósund - Hf. AT H! Hö fum op nað ve fsíð u - ww w.n c.isH Æ Ð A R S M Á R A 4 S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 Laugavegi 63 • s: 551 4422 F A L L E G I R SUMARJAKKAR Sjáið sýnishornin á laxdal.is FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands var nýlega afhent ávísun að upphæð 460.000 kr. frá BM Ráðgjöf sem þeir hafa safnað vegna sölu á ákveðnum diski og fleiru til lands- manna til styrktar FÍ. Styrkurinn mun gera FÍ kleift að stofna lyfja- sjóð fyrir skjólstæðinga sína sem margir eiga í erfiðleikum með að leysa út lyf sín, segir í fréttatil- kynningu. Bryndís Schram verndari Fjöl- skylduhjálpar Íslands tók á móti gjöfinni ásamt konum úr FÍ. Myndin er tekin við afhendingu styrksins og á henni eru talið frá vinstri: Anna Auðunsdóttir FÍ, Ás- gerður Jóna Flosadóttir formaður FÍ, Pétur Ottesen markaðsstjóri BM ráðgjafar, Bryndís Schram verndari Fjölskylduhjálpar Íslands, Guðrún Magnúsdóttir FÍ, Margrét Harðardóttir FÍ, Ingibjörg Arelíus- ardóttir FÍ og Ragna Rósantsdóttir FÍ. Fjölskyldu- hjálp Íslands fær styrk Morgunblaðið/Jim Smart SAMTÖK fólks sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda og fag- fólks, Heilaheill, stendur í kvöld kl. 20 fyrir fundi á 4. hæð Iðuhússins við Lækjargötu. Á fundinum verð- ur blönduð dag- skrá tónlistar- atriða og erinda auk þess sem ýtt verður úr vör söfnunarátaki. Safnað verður í sjóð sem mun bera heitið Faðmur og er honum ætl- að að vera styrktarsjóður fyrir unga foreldra sem fá heilablóðfall. Katrín Júlíusdóttir, einn tals- manna samtakanna, segir tilfelli heilablóðfalls vera um 600 á ári og drjúgur hluti þess fjölda sé ungt fólk. Blásið til sóknar. „Við vonumst til þess, samhliða svona átaki, að þá séum við að beina sjónum að málinu og það sé hægt að nota til forvarna,“ segir Katrín, en að hennar mati er mikilvægt að auka þekkingu á málefninu. Kynna þurfi hvernig einkenni heilablóðfalls lýsa sér og hvaða þýðingu það hefur að fá sjúkdóminn, jafnframt sé mikilvægt að atvinnurekendur geri sér grein fyrir því og sýni því skilning að eftir- köst heilablóðfalls geti verið lang- dregin þó þau sjáist ekki utan á sjúk- lingunum. Nauðsynlegt frumkvæði. Að sögn Katrínar er algengt að fólk lendi í vandræðum þegar það leitar réttar síns bæði hjá Trygg- ingastofnun ríkisins og einkareknu tryggingafélögunum. Heilaheill hafi því verið nauðsyn- legt að taka af skarið og sýna frum- kvæði, en það hafi samtökin gert með stofnun Faðms. „Sjúkdómurinn stingur sér niður snögglega og hefur áhrif á alla fjölskylduna,“ segir Katr- ín, „við viljum mæta þessu áfalli svo fólk þurfi ekki að hafa verulegar fjár- hagsáhyggjur í ofanálag.“ Styrktarsjóður ungra foreldra sem fengið hafa heilablóðfall Katrín Júlíusdóttir LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði við hefðbundið eftirlit bifreið sem ekið var vestur frá bænum í fyrra- kvöld. Þótti lögreglu farþegi í bif- reiðinni fremur grunsamlegur og var ákveðið að framkvæma á hon- um líkamsleit. Við leitina fannst smávegis af meintu amfetamíni og í kjölfarið ákváðu lögregluþjónar að húsleit skyldi gerð á dvalarstað mannanna. Þar fundust til viðbótar nokkur grömm af kannabisefnum auk þess sem hnífar fundust. Var lagt hald á efnin og vopnin og fengu mennirnir að gista fangageymslur lögregl- unnar á Selfossi yfir nótt en var sleppt að loknum yfirheyrslum í gærdag. Hald lagt á fíkniefni og vopn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.