Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 41

Morgunblaðið - 07.06.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2006 41 DAGBÓK Vestnorræna ráðið heldur þemaráðstefnu íManiitsoq á Grænlandi 6. til 9. júní. Um-ræðuefni ráðstefnunnar eru málefni vest-norrænna ferðamála og ferðaþjónustu auk samstarfs vestnorrænu landanna í ferðamálum. Halldór Blöndal er formaður Íslandsdeildar Vestnorræna þingmannaráðsins: „Ísland, Græn- land og Færeyjar hafa um langt skeið átt mjög náið samstarf í ferðamálum og er ferðamálaráðstefna þessara þriggja landa haldin árlega, til skiptis í hverju landanna þriggja,“ segir Halldór. „Ákveðið var á ferðamálaráðstefnunni 1991 að auka sam- vinnu þjóðanna, meðal annars með það að markmiði að efla flugsamgöngur og greiða sérstaklega fyrir ferðum félagasamtaka og ungmenna milli land- anna.“ Halldór segir vestnorrænu löndin hafa mikinn ávinning af slíku samstarfi: „Þessi lönd hafa sér- stöðu, bæði landfræðilega, náttúrulega og menning- arlega. Grænland, Færeyjar og Ísland hafa flug- og sjósamgöngur sín á milli sem bjóða upp á þann möguleika að löndin eigi sameiginlegan ferða- mannamarkað. Þemaráðstefna Vestnorræna ráðs- ins er haldin til að undirstrika þetta og til að skapa vettvang til endurmats á þeirri stöðu sem er í ferða- málum landanna um leið og leitað er nýrra leiða til að ná auknum árangri,“ útskýrir Halldór. „Ferðamannaþjónusta skiptir sköpum fyrir efnahag þjóða. Við vitum að hrein og frjáls náttúra landanna þriggja hefur mikið aðdráttarafl sem áfangastaður ferðamanna og hafa löndin upp á margt að bjóða fyrir gesti. Það eitt og sér er þó ekki nóg, heldur þarf með markvissum hætti að vekja at- hygli á sérstöðu þjóðanna og kostum og stuðla að góðum samgöngum milli landanna.“ Halldór bætir við að þó Ísland, Grænland og Fær- eyjar vilji byggja upp sterkan ferðamannaiðnað sé það um leið sameiginlegt stefnumál þjóðanna að gæta þess að náttúran spillist hvorki né verði fyrir hnjaski. „Við þurfum að fara vel með þær nátt- úruauðlindir sem við eigum og huga þarf vel að nytj- um og samspili manns og náttúru.“ Á þingi Vestnorræna ráðsins verður margt áhugaverðra fyrirlesara, bæði frá hinu opinbera og frá fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. Meðal fyr- irlesara má nefna fulltrúa ferðamálaráða þjóðanna. „Ferðamálaráðherrar Færeyja og Grænlands munu halda erindi, en fyrir Íslands hönd mætir Sigríður Anna Þórðardóttir, samstarfsráðherra Norður- landanna, og verður með mjög áhugavert innlegg,“ segir Halldór. Meðal annarra fyrirlesara eru Klaus Æ. Mogen- sen frá Rannsóknarsetri um framtíðina í Danmörku, Árni Gunnarsson frá Flugfélagi Íslands og Ársæll Harðarson frá Ferðamálaráði Íslands. Nánar má lesa um starfsemi Vestnorræna ráðsins á heimasíðunni www.vestnordisk.is. Ferðamál | Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins í Maniitsoq á Grænlandi 6. til 9. júní Vestnorræn ferðamál og -þjónusta  Halldór Blöndal fædd- ist í Reykjavík 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959 og stundaði nám í lögfræði og sagn- fræði við HÍ. Hann var landbúnaðar- og sam- gönguráðherra 1991– 1995 og samgöngu- ráðherra 1995–1999. Halldór hefur setið á Al- þingi síðan 1979 og var forseti Alþingis á árunum 1999–2005. Hann hefur setið í Utanríkisnefnd frá 2005 og er for- maður Íslandsdeildar Vestnorræna þing- mannaráðsins frá 2005. Halldór á þrjú börn og er kvæntur Kristrúnu Eymundsdóttur kennara. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 a6 7. g4 h5 8. g5 Rg4 9. Bc1 Db6 10. h3 Re5 11. Rb3 g6 12. Be3 Dc7 13. f4 Rec6 14. Dd2 Rd7 15. 0–0–0 b5 16. Kb1 Bb7 17. Hh2 Be7 18. Hf2 Rc5 19. Bg2 0–0 20. f5 Re5 21. f6 Rc4 22. De2 Bd8 23. e5 Rxb3 24. exd6 Rxd6 25. Bxb7 Dxb7 26. axb3 Rf5 27. Bc5 Bb6 28. Hxf5 exf5 29. Bxf8 Hxf8 30. Rd5 Bc5 31. b4 Ba7 Staðan kom upp í opnum flokki á ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Tórínó á Ítalíu. Stórmeist- arinn Þröstur Þórhallsson (2.448) hafði hvítt gegn argentínska al- þjóðlega meistaranum Diego Valerga (2.470). 32. Re7+ Kh7 33. Rxf5! Dc8 svartur hefði orðið mát eftir 33. … gxf5 34. Dxh5+ Kg8 35. Dh6. 34. Rd6 Dd8 sennilega hugðist svartur leika 34...Dxh3 en því hefði hvítur svarað með 35. De7! Kg8 36. Rf5! Dxf5 37. Dxf8+! og hvítur mátar. Eftir texta- leikinn er taflið einnig gjörtapað. 35. Rxf7! og svartur gafst upp. Þröstur fékk hæsta vinningshlutfallið í ís- lenska liðinu en hann fékk fimm vinn- inga af sjö mögulegum og samsvaraði árangur hans 2.489 stigum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is Hvítur á leik. Hraðinn. Norður ♠ÁK9 ♥ÁG10 V/NS ♦G93 ♣KG64 Vestur Austur ♠10864 ♠32 ♥K54 ♥83 ♦ÁKD2 ♦10854 ♣D3 ♣Á10982 Suður ♠DG75 ♥D9762 ♦76 ♣75 Suður spilar þrjú hjörtu eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl 3 tíglar 3 hjörtu Pass Pass Pass Samningurinn er traustur og leg- an góð – svo góð, reyndar, að tíu slagir eru í boði. Eigi að síður fór sagnhafi einn niður eftir tígulkóng- inn út. Hvernig gat það gerst? Spilið kom upp í frönsku móti fyr- ir margt löngu. Í vestursætinu var bridshöfundurinn José Le Dentu. Hann gerði sér grein fyrir að vörnin ætti í mesta lagi tvo tígulslagi, og ennfremur að lítil von væri á fimm slögum ef sagnhafi héldi á laufás. Le Dentu skipti því snarlega yfir í laufþrist í öðrum slag. Slíkt gera menn gjarnan með ás- inn og suður glotti þegar hann stakk upp kóngnum. En austur átti ásinn og spilaði aftur laufi. Þetta var einmitt það sem Le Dentu hafði vonast til, en nú var komið að ör- lagastundinni – hann spilaði LITLUM tígli undan ÁD! Allt gerist þetta fumlaust og sagnhafi lét níuna úr borði, gjör- samlega sofandi fyrir þeim mögu- leika að gosinn gæti haldið slag. Austur komst þannig inn á tíuna til að spila laufi og tryggja Le Dentu fimmta slaginn á hjartakóng. Svona vörn verður að spila hratt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjórn@mbl.is Óliðlegheit í Sambíói 10 ÁRA dóttir mín og bekkj- arsystur hennar ákváðu að gera sér dagamun og fara í bíó. Ég skrifaði fyrir hana ávísun uppá 1.000 kr., bíómiðinn kostaði 400 kr. (hún var með miða upp á 2 fyrir 1 frá Sím- anum). Farið var föstudaginn 26. maí kl. 15.45 á Shaggy dog í Sam- bíóinu í Álfabakka. Klukkan 16 hringdi dóttir mín í mig, grátandi, vegna þess að ekki var tekið við ávísun nema gegn skilríkjum eða skrifaðar á staðnum. Þar sem hún er ekki með skilríki, enda 10 ára, og ekki með ávís- anareikning, enda 10 ára, þá fékk hún ekki að kaupa miða. Ég fékk að tala við afgreiðslustúlkuna, sem tjáði mér reglurnar með ávísanir. Ég spurði þá hvort ég gæti borgað með kreditkorti, s.s. símgreiðslu, og það var nú aldeilis sjálfsagt, ég gæti borgað miðann í gegnum sím- ann en dóttir mín mætti ekki fá miðann, ég yrði að koma og sækja hann og afhenda dóttur minni, hmmm … til hvers er ég þá að borga hann í gegnum síma? Nú var ég alveg að fara á límingunum, myndin byrjuð, stelpan grátandi, vinkonurnar væntanlega orðnar órólegar og engrar miskunnar eða liðlegheita að vænta hjá starfs- manninum. Úr varð að vinkonurnar gátu skrapað saman í miða handa henni og gáfu henni með sér af poppinu. Ég hef notað ávísanir í 20 ár og oftast hefur það gengið vel. Ég held að starfsmaðurinn hafi ekki getað tekið fagmannlega á mál- unum vegna ungs aldurs. Spurning hvort fyrirtækið þurfi annaðhvort að tíma að ráða eldri starfsmenn (hærri laun, ættu að hafa efni á því – ekki er ódýrt að skreppa í bíóferð með fjölskylduna en það er annar handleggur) eða að kenna starfsmönnum að bregðast við og leysa úr aðstæðum sem koma upp. Sérstaklega finnst mér þetta alvarlegt vegna aldurs við- skiptavinar, ef þetta hefði verið ég að koma með ávísun hefði þetta verið bara fúlt en þetta eru börn að koma glöð í bragði og eru svo brot- in niður með reglum fullorðna fólksins, sem ekki eru þó þannig í þessu tilviki að ekki megi redda. Bara spurning um liðlegheit. Hanna Magga Nielsen. Blár gári týndist á Seltjarnarnesi BLÁR gári flaug af heimili sínu á Seltjarnarnesi föstudaginn 2. júní og er hans sárt saknað. Þeir sem hafa séð eða fangað bláan gára frá og með föstudeginum eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við Ragnheiði í síma 868 0899. Fund- arlaun. Simbi týndist í Garðabæ SIMBI týndist frá Arnarási í Garðabæ 31. maí sl. Hann er bröndóttur, með hvíta bringu, 5 ára. Hann var með gula ól og merki. Merktur í eyra. Hann gæti verið á leið í Hafnarfjörð þar sem hann bjó áður. Þeir sem ahfa orðið varir við Simba vinsamlega hafið samband í síma 840 3080, 565 1019. Grár köttur í óskilum á Ásvallagötu STÓR grár heimilisköttur, ómerkt- ur en með far eftir hálsband er á vergangi á Ásvallagötu. Eigandi hafi samband í síma 551 5501. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÓPERA eftir Antonio Vivaldi verður flutt í fyrsta sinn í margar aldir í Spoleto á Ítalíu í sumar, að því að New York Times greinir frá. Um er að ræða óperuna L’Er- cole su’l Termodonte og er sagt að hér sé um fyrsta opinbera flutning hennar frá árinu 1723 að ræða. Flutningurinn fer fram á tón- listarhátíðinni „Tveir heimar“ í Spoleto í sumar og mun banda- ríski stjórnandinn Alan Curtis stjórna Baroque Ensemble í verk- inu. „Ég hef verið að vinna að þessari óperu í meira en tíu ár,“ sagði Cortis á blaðamannafundi sem haldinn var af tilefninu. „Mezzósópransöngkonan Cecilia Bartoli sagði að nokkrar af uppá- halds aríum sínum væru úr þessari óperu. Ég lagðist því í að finna þær allar.“ Hátíðin fer fram dagana 30. júní – 16. júlí í Spoleto, sem er um 130 kílómetrum fyrir norðan Róma- borg. Sjaldgæf Vivaldi-ópera á fjalirnar í Spoleto ÚT ER komin bók- in Specim- ina Com- mercii eftir Ívar Brynj- ólfsson. Þar er lýst á mynd- rænan hátt niðurstöðu 12 ára rannsóknar höfundar á sjónrænu útliti samtíma- verslanaumhverfis Íslendinga. EKKI PRESS forlagið gefur út. Nýjar bækur mbl.is smáauglýsingar Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. 10-50% AFSLÁTTUR Tilboðsdagar Af öllum vörum miðvikudag, fimmtudag og föstudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.