Morgunblaðið - 03.07.2006, Síða 4
4 F MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Selfoss | Eignamiðlun er með til
sölu um 330 fm einbýlishús með bíl-
skúr á Austurvegi 21C á Selfossi.
Húsið var byggt árið 1980. Á að-
alhæð eru forstofa, hol, snyrting,
eldhús, búr, stofa, borðstofa, þrjú til
fjögur herbergi og baðherbergi. Í
kjallara eru tvö herbergi, baðher-
bergi, þvottahús og mikið óinnréttað
rými með gluggum.
Komið er inn í flísalagða forstofu
með fatahengi. Úr forstofu er gengið
inn í mjög rúmgott korklagt hol með
skápum. Inn af holi er flísalögð
snyrting. Úr holi er gengið inn í
stórt dúklagt herbergi (tvö skv.
teikningu). Eldhúsið er korklagt og
með beykiinnréttingu. Inn af eldhúsi
er búr með hillum. Borðstofa með
sérsmíðuðum skápum og stofa með
kamínu eru korklagðar. Svefnálman
er dúklögð og herbergin eru tvö.
Baðherbergið er flísalagt. Það er
með baðkari og sturtuklefa.
Úr holi er gengið niður í kjallara,
en einnig er sér inngangur í kjall-
arann. Þar eru tvö góð dúklögð her-
bergi, baðherbergi með sturtu, rúm-
gott þvottahús, geymslur og stórt
óinnréttað rými með gluggum og
fullri lofthæð. „Þetta er mjög fallegt
og vandað einbýlishús og kjallarinn
bíður upp á mikla möguleika,“ segir
Magnea Sverrisdóttir hjá Eigna-
miðlun.
Ásett verð er 41,5 milljónir.
Austurvegur 21C
Eignamiðlun er með í sölu um 330 fm einbýlishús með bíl-
skúr á Austurveg 21C á Selfossi. Ásett verð er 41,5 millj. kr.
Heitir & fallegir
Ofnar
Ofnlokar
Handklæðaofnar
Sérpantanir
www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is
Háteigsvegi 7
Sími: 511 1100