Morgunblaðið - 03.07.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 03.07.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 F 31 Reykjavík – Híbýli fasteignasala er með í einkasölu 120,2 fm neðri sér- hæð í þríbýlishúsi í Granaskjóli 16. Komið er í forstofu með fataskáp og flísum á gólfi. Inn af forstofu er gott forstofuherbergi með fataskáp og nýuppgert gestasalerni. Í eldhúsi er borðkrókur og upprunaleg innrétt- ing, uppgerð og lökkuð. Hún er með tækjum, t.d. örbylgjuofni, kaffivél og stálklæddum ísskáp. Borðplötur eru úr gegnheilu mahóní. Eldhúsborð og stólar eru sérsmíðuð í stíl við borð- plötuna og úr sama efni og geta fylgt. Borðstofa og stofa eru samliggjandi og er gengið úr stofu út á suðursvalir. Úr holi er gengið inn svefngang. Baðherbergið er með marmaraflísum og baðkari, barnaherbergið er með fataskáp og úr hjónaherberginu er gengið út á svalir. Sjónvarpstenglar eru í öllum herbergjum og mahoníp- arket í nær allri íbúðinni. Innangengt er úr íbúð í kjallara þar sem er þvottahús með góðri að- stöðu og sérgeymsla. Nýtt gler og opnanleg fög eru í íbúðinni og öryggiskerfi frá Sec- uritas. Garðinum hefur verið haldið vel við og bílastæði fylgir ásamt bíl- skúrsrétti. „Þetta er mjög góð eign á besta stað í bænum og stutt í alla þjónustu og skóla,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir hjá Híbýli. Ásett verð er 35,9 milljónir. Granaskjól 16 Híbýli fasteignasala er með í einkasölu 120,2 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi í Granaskjóli 16. Ásett verð er 35,9 millj. kr. Borgin skoðar málefni Laugavegar  SKIPULAGSRÁÐ Reykjavík- urborgar hefur skipað starfshóp um skipulag, uppbyggingu og um- bætur við Laugaveg. Tekið skal mið af núgildandi deiliskipulagi og þróunaráætlun miðborgar og hlut- deild borgaryfirvalda í umbótum sem styrkt geta Laugaveginn sem mikilvægustu verslunar- og þjón- ustugötu Reykjavíkur skoðuð. Strætó við Hestháls  REYKJAVÍKURBORG hefur fest kaup á húseign og lóð Lands- nets við Hestháls í Reykjavík undir nýtt athafnasvæði Strætó bs. Nýja aðstaðan leysir af hólmi athafna- svæði Strætó við Kirkjusand. Um er að ræða framtíðarsvæði fyrir starf- semi Strætó í iðnaðarhverfi í ná- munda við gatnamót Vesturlands- vegar og Suðurlandsvegar. Ríkisstjórnin dregur úr þenslu  FRAMKVÆMDUM sem ekki hafa verið boðnar út á vegum rík- isins verður frestað, rætt verður við sveitarfélögin um að dregið verði úr þeirra framkvæmdum, og hlut- fall lána og hámarksupphæð þeirra hjá íbúðalánasjóði verða lækkuð úr 90% í 80% og úr 18 milljónum króna í 17 millj. kr., samkvæmt tillögu forsætisráðherra sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í lið- inni viku. 783 umsóknir um 100 lóðir  BÆJARRÁÐ Kópavogs út- hlutaði á fundi sínum á dögunum 100 lóðum til einstaklinga og fyr- irtækja á Hnoðraholti, Smalaholti, Rjúpnahæð og Hvörfum. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, bæj- arstjóra, bárust 783 umsóknir um lóðir og var þeim úthlutað sam- kvæmt reglum bæjarráðs um út- hlutun á byggingarétti fyrir íbúðar- húsnæði. Búmenn komnir með 444 íbúðir  FYRIR skömmu voru sex íbúð- ir Búmanna vígðar í Garðinum og þar með hafa Búmenn byggt 444 íbúðir víðs vegar um land. Íbúð- irnar eru ætlaðar fólki 50 ára og eldri og eru 36 íbúðanna í Garð- inum. FASTEIGNIR ÞETTA HELST … Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 27 ára EIGNABORG Fasteignasala Laugateigur 86 fm 3ja herb. íbúð með sér inngangi, tvö svefnherb. rúmgóð stofa. Möðrufell 64 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð, suðvestur svalir V. 11,9 m. Hjallavegur góð 3ja herb. 65 fm ris- íbúð með sér inngangi í tvíbýlishúsi, björt íbúð með sér garði Arnarsmári falleg 4ra herbergja 94 fm endaíbúð á 2. hæð með miklu útsýni til vesturs, ljósar innréttingar í eldhúsi, park- et á stofu og herb. flísalagt baðherb. Þvottahús innan íbúðar. Lautasmári glæsileg 80 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð, mjög góðar innréttingar í íbúðinni, flísalagt baðherb. Eikarparket á gólfum, laus fjlótlega. Vatnagarðar - Til leigu/sölu Til leigu eða sölu glæsilegt atvinnuhús- næði á horni Vatnagarða og Sæbrautar. Húsnæðið er alls um 834 fm. þar af er skrifstofuhæðin 210 fm. Við húsið má byggja allt að 900 fm byggingu og má hún vera á einni eða tveimur hæðum (samtals 900 fm). Öll lóðin er malbikuð og heildar stærð lóðar er 2,452 fm. Núpalind 116,7 fm glæsileg 4ra her- bergja íbúð ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Rúmgóð þrjú svefnherbergi, laus. Hrauntunga glæsilegt 262,5 fm einbýl- ishús á tveimur hæðum. Á jarðhæð tveggja herbergja íbúð og um 40 fm smíðaverkstæði. Smiðjuvegur 561 fm atvinnuhúsnæð með stórri innkeyrsluhurð, möguleiki að skipta eigninni í þrjá hluta. Gistiheimili til sölu 224 fm gistiheimili að Reykhólum á Barðaströnd. Í húsinu eru 18 rúm í eins og tveggja manna herb. auk svefnpokarýmis, einnig er við húsið gott tjald- og hjólhýsasvæði. Einstakt tæki- færi. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali ÁLFAHVARF – EINBÝLI Höfum fengið til sölu 350 fm einbýlishús með fögru útsýni yfir Elliðavatn. Húsið er á byggingarstigi og er mjög smekklega skipulagt. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu. Nánari upplýsingar veitir Runólfur á Höfða í s. 892 7798. Suðurlandsbraut 20 — Sími 533 6050 — Fax 533 6055 Bæjarhrauni 22 — Sími 565 8000 — Fax 565 8013 Sjómannaskólinn við Háteigsveg í Reykjavík var teiknaður af Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni húsameisturum. Skólinn var vígður árið 1945. Veð- urstofan hafði að- setur í skólanum frá því í desember 1945, hluti Veð- urstofunnar flutti á Reykjavíkurflugvöll í ársbyrjun 1950 en skrifstofuhald var áfram í Sjómanna- skólanum til 1973. Sjómannaskólinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.