Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í júlí á ótrúlegum kjörum. Gríptu tæki- færið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem bíður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. kr. 29.994 Netverð á mann, m.v. hjón með 1 barn, 2 - 11 ára í hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð 20. eða 27. júlí. Aukavika kr. 10.000. kr. 34.990 Netverð á mann. m.v. 2 fullorðna í hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð 20. eða 27. júlí. Aukavika kr. 10.000. Súpersól til Búlgaríu 20. eða 27. júlí frá kr. 29.994 Síðustu sætin - SPENNANDI VALKOSTUR BERGSTEINN Jóns- son, fyrrverandi pró- fessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, lést 10. júlí sl. á 80. aldursári. Bergsteinn fæddist í Reykjavík 4. október 1926, sonur hjónanna Jóns Árnasonar verka- manns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. Bergsteinn lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1945, cand. phil. og BA- prófi, og loks cand. mag. prófi frá Háskóla Ís- lands 1957. Hann starfaði sem póstafgreiðslu- maður með námi, en kenndi að námi loknu við Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar, Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann í Reykjavík. Berg- steinn hóf störf hjá Háskóla Íslands 1967 og starfaði þar við fræða- og kennslustörf allt til ársins 1992. Bergsteinn var af- kastamikill fræðimaður og höfundur og með- höfundur fjölda rita og greina um sagnfræði og tengd efni. Hann samdi meðal annars Mannkynssögu 1648– 1789 sem kom út 1963 og samdi ásamt Birni Þorsteinssyni Íslands- sögu til okkar daga sem út kom 1991. Síðast lét Bergsteinn frá sér verkið Báran rís og hnígur, sem kom út árið 2005, um samfélag íslensku- mælandi fólks í Norður-Dakóta. Eftirlifandi kona Bergsteins er Guðrún Þórey Jónsdóttir húsmóðir. Eiga þau þrjú börn: Auði, Jón og Önnu. Andlát BERGSTEINN JÓNSSON Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is NÝRRAR Herjólfsferju er nú leitað og sagði Sigurmundur G. Einarsson hjá Viking Tours í Vestmannaeyjum að nokkrar ferjur hefðu nú verið skoðaðar. Hann segir að skipin séu skoðuð út frá kröfum Siglingastofn- unar en ekki hafi fundist neitt slíkt ennþá. Aðspurður hvert sé næsta skref ef hentugt skip finnst sagði Sig- urmundur það vera að þrýsta á stjórnvöld: „Ef við finnum hentugt skip hefur Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar, gefið það út að þá sé ekkert annað en að drífa í því að kaupa nýjan Herjólf sem uppfyllir þær kröfur sem til hans eru gerðar.“ Tæplega 2.000 manns hafa skrifað nafn sitt á vefsíðuna eyjafrelsi.net en þar segir að undirritaðir telji ástand í samgöngumálum á milli lands og Eyja sé með öllu óásættanlegt. Er talið að ferðaþjónusta í Eyjum muni hrynja ef ekki verður gert átak í flug- samgöngum, sem eru í ólestri nú og að ákvörðun verði tekin um ferjuna Herjólf, sem er svo til fullnýtt alla daga sumarsins. Segir hópurinn að ráðamenn hafi svikið gefin loforð um bættar samgöngur. Skynsamlegt að skoða málið Guðmundur Hallvarðsson, formað- ur samgöngunefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið að sam- göngur á milli lands og Eyja hefðu breyst mikið á undanförnu árum og að pláss nýttist ekki eins vel í Herjólfi og áður: „Það er orðið þannig fyrir Eyjamenn sem eru að fara í land að þeir lenda í því eins og Reykvíkingar sem eru að leggja í stæði í miðborg- inni, að bílar hafa allir stækkað og bílastæði sem áður tóku 100 bíla taka nú 80. Þetta sama er að gerast um borð í Herjólfi. Það er orðið svo að Vestmannaeyingar sem eru að á leið- inni í land þurfa jafnvel að senda bíl- inn í land áður en þeir fara sjálfir,“ sagði Guðmundur og bætti því við að stundum þyrftu heilu fjölskyldurnar að skipta sér upp. Guðmundur sagði að með því að leggja niður strand- flutninga hefði álagið á Herjólfi auk- ist, en gámaflutningar með ferjunni hafa aukist til muna á kostnað bif- reiðaflutninga. Guðmundur taldi það skynsamlegt að skoða þetta mál hið fyrsta í ljósi breyttra aðstæðna og kaupa eða leigja nýtt skip fremur en að bíða til ársins 2010 þegar áformað er að endurnýja Herjólf. Um 2.000 manns krefjast bættra samgangna á milli lands og Eyja Vilja skoða kaup eða leigu á nýjum Herjólfi Morgunblaðið/Þorgeir ÞINGMENN Suðurkjördæmis hafa heitið Vestmannaeyingum stuðningi sínum í baráttu þeirra fyrir bættum samgöngum og þar á meðal sjúkra- flugi milli lands og Eyja. Þingmenn- irnir áttu fund með bæjarstjóra á fimmtudag vegna ástands í sam- göngumálum og sjúkraflugi sem er mikið hitamál vegna misbrests á því að hafa tiltæka sjúkravél þegar á þurfti að halda nýverið. Bráða- birgðaniðurstöður starfshóps á veg- um heilbrigðisráðuneytisins, sem skoðar hvort ástæða sé til að rifta samningi um sjúkraflug við Lands- flug, eru væntanlegar á morgun, mánudag. Þá átti Guðmundur Hall- varðsson, formaður samgöngunefnd- ar Alþingis, fund með bæjarstjóra á fimmtudag vegna samgöngumála. Þar lýsti hann yfir fullum stuðningi og vilja til að bæta samgöngurnar. Að sögn Elliða Vignissonar bæjar- stjóra er sjúkraflugið fellt þar undir, enda sé það ein gerð af samgöngum. Ekki var þó rædd nein ákveðin þingsályktunartillaga á fundunum. „Hins vegar er ljóst að á næstu dög- um mun liggja fyrir vilji okkar heimamanna hvað varðar sam- göngur næstu fjögur árin,“ segir El- liði. „Við fögnum mjög niðurstöðum varðandi Bakkafjöru og tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra en hins vegar er ljóst að við getum ekki búið við núverandi sam- göngur næstu fjögur árin.“ Þingmenn lofa stuðningi vegna sjúkraflugs til Eyja ANTON Holt, myntfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að tveir silfurpeningar sem fundust á bökk- um Öxarár á Þingvöllum styrki þá söguskoðun að á Þingvöllum hafi menn komið saman ekki aðeins til að setja lög heldur einnig til að eiga viðskipti. Peningarnir sem fundust eru norskir og voru slegnir á tíma- bilinu 1065–1080. Anton segir fátítt að finna gamla silfurpeninga á Íslandi, en það sé hins vegar skemmtilegt að á síðustu árum hafi menn fundið nokkra slíka peninga. Þessir peningar séu allir af svipuðum toga, þ.e. norskir pen- ingar frá 11. öld. Anton segir að peningarnir sem fundust á Þingvöllum séu það sem kallað sé „anonymous“, en það þýði að þeir séu ekki gefnir út í nafni til- tekins konungs. Þessi „anonymous“- tímabil séu nokkur, en þeir sem fundust á Þingvöllum séu frá fyrsta tímabilinu sem stóð frá 1065–1080. Fyrir þetta tímabil fór Haraldur Sigurðarson hinn harðráði með konungsvald í Noregi (1047–1066). Sá sem tók við af honum var Ólafur kyrri Haraldsson (1067–1093). Anton segir að á framhlið mynt- arinnar sé bylgja sem sé stíliseruð mynd af dýri, líklega dreka. Á hinni hliðinni sé klassískt krossmark. „Þessi peningafundur styrkir kenn- ingar um að á Þingvöllum hafi menn komið saman m.a. til að stunda við- skipti. Menn voru að kaupa sverð, spjót, land, ambáttir og fleira. Síðan urðu menn fullir og þá vildi einn og einn peningur týnast,“ segir Anton. Sú fornleifarannsókn sem gerð var í Miðmundartúni á Þingvöllum 2002–2006 leiddi í ljós að þar er mikið af fornleifum. Anton segir ekki langt síðan þar fannst hálfur silfurpeningur þegar verið var að grafa fyrir niðurfalli. Hann segir ekki ólíklegt að fleiri peningar eigi eftir að finnast á Þingvöllum verði uppgreftri þar haldið áfram.                                                                      !                "  Á Þingvöllum voru stunduð viðskipti Ívar Brynjólfsson/Þjms Ísl. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MANNLAUS jeppi steyptist niður klettabelti í Vesturárdal í Miðfirði á fimmtudag og hafnaði í Vesturá. Að sögn lögregl- unnar á Blöndu- ósi varð óhappið um kl. 11 að kvöldi. Fór jepp- inn niður um 10– 15 metra kletta- belti og lenti á framendanum en hélst á hjólunum. Var hægt að aka bílnum í ánni, en ekki hægt að koma honum aftur upp á veg hjálparlaust. Var Flugbjörgunarsveitin á Laugarbakka fengin til aðstoðar við að ná bílnum upp úr ánni. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun ökumaður bifreið- arinnar hafa skilið bílinn eftir til að skima eftir fiskum í ánni, og ekki vitað fyrr til en bíllinn rann framhjá honum og steyptist í ána. Engin slys urðu á fólki en ekki fylgir sögunni hvort löxunum í ánni hafi orðið meint af. Jeppi hafnaði í Vesturá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.