Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Síðasta þriðjudag barst sú sorgarfréttað Syd Barrett, upprunalegur með-limur hljómsveitarinnar Pink Floyd,sem búið hafði í einangrun nánast öllsín fullorðinsár vegna andlegrar van- heilsu væri látinn, aðeins sextugur að aldri. Ein- hvern veginn kom það ekki á óvart að fréttin væri lengi að berast þar sem síðari hluti ævi- skeiðs Syds er sveipaður hulu. Þó er vitað að hann lést í friðsæld, umkringdur fjölskyldu sinni, en dánarorsök er talin vera sykursýki sem Syd þjáðist m.a. af síðustu árin. Geðveikur Innslag Barrett í sögu í Pink Floyd var að vísu lítið sé mælt í árum og lagafjöld. En markið sem hann setti á rokksöguna á þeim stutta tíma er mikið. Barrett var óskoraður leiðtogi og drif- kraftur sveitarinnar á fyrstu breiðskífu hennar, Piper at the Gates of Dawn, sem út kom 1967 og er hún einn af tilkomumestu frumburðum rokksins frá upphafi og eitt besta dæmið um þá ótrúlegu breytingu og framþróun sem sýr- urokkið svokallaða bar með sér. Á henni á Barr- ett lungann af efninu en auk þess samdi hann lögin sem prýddu þrjár fyrstu smáskífur Floyd, „Arnold Layne“, „See Emily Play“ og „Apples and Oranges“. Á næstu plötu Floyd, A Saucer- ful of Secret, átti Barrett hins vegar aðeins eitt lag, hið tiltölulega léttvæga „Jugband Blues“. Barrett hraktist í kjölfarið úr Floyd en sneri aftur með tvær sólóplötur árið 1970, The Mad- cap Laughs og Barrett, snilldarplötur báðar tvær og á þeim byggist sú mikla aðdáun sem Barrett naut allt til hins síðasta dags. Til eru þeir sem skilgreina sig sem harða „Syd“-menn og vilja sem minnst af Floyd vita, nema vitan- lega af þeim lögum sem Syd átti þátt í. Satt best að segja settist að manni nokkur tregi við að heyra af fráfalli Barrett, svo undar- lega sem það kann að hljóma. Það er skrýtið að andlát eldri manns frá Englandi sem ég þekkti aldrei hafi hreyft við manni. Ég þekkti hann eðlilega bara í gegnum tónlistina hans, sem er mögnuð; ægifalleg og sorgbundin í senn og hef- ur „náð“ inn í mig, vafið sig fast um taugarnar og viðbrögðin þess vegna verið eftir því. Ég virðist alls ekki einn um þetta og ég held að þessi sorg yfir fráfallinu sem skynja má sé vegna þess að fólki hafi fundist að Barrett ætti betra skilið, hann byggi yfir einhverju sem hann gat ekki komið frá sér vegna þess að hann var bundinn í hlekki geðveikinnar. Barrett er í fyrsta sæti hins óformlega topp- lista hinna geðveiku snillinga, sem inniheldur meðal annars Roky Erickson, fyrrum leiðtoga 13th Floor Elevators, ekki síður áhrifamikillar sýrurokksveitar, Daniel Johnston, Brian Wil- son, Captain Beefheart og Skip Spence. Syd var fórnarlamb LSD-misnotkunar, þó að efalaust hafi margt annað spilað inn í, og bjó í einangrun mestalla ævi sína í kjallaranum heima hjá mömmu sinni í Cambridge, æskuheimili sínu. Hann sást reglubundið á leið sinni úti í kjörbúð en þess á milli sinnti hann garðyrkju. Uppruni Viðbrögð aðdáenda hafa verið að hrúgast inn á netið og í blöðin að undanförnu og þeir tónlist- armiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa allir brugðist við með einhverjum hætti.. Á síð- unni I Love Music (http://ilx.wh3rd.net/new- questions.php?board=2) segir einn harmi sleg- inn tónlistarunnandi „I feel uncomfortably numb“ (Ég er óþægilega dofinn). Meðlimir Floyd í dag, ásamt Roger Waters, hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segjast „eðlilega vera í uppnámi yfir fráfallinu. Syd hafi lýst leiðina í upphafi og áhrif hans lifi áfram“. David Bowie, sem hljóðritaði „See Emily Play“, segir á heimasíðu sinni: „Ég kem sorg minni ekki í orð. Syd var mér gríðarlegur innblástur. Í þau skipti sem ég sá hann á tónleikum verða að eilífu greypt í hausinn, svo ótrúlega frumlegur og sjarmerandi sem hann var …“ Bowie tiltek- ur að auki að Syd hafi verið sá fyrsti, ásamt Ant- hony Newley, sem hann heyrði syngja rokk/ popptónlist með enskum hreim. Þessi „ensku- háttur“ Syds, hvernig hann umfaðmaði og gerði út á enskt uppeldi sitt og háttu reyndist afar áhrifaríkur; heilu stefnurnar í breskri tónlist áttu eftir að nýta sér þetta sem útgangspunkt. Waters vottar þá hinum gamla félaga sínum virðingu á yfirstandandi tónleikaferðalagi sínu. Í laginu „Shine on you Crazy Diamond“, en það fjallar um Syd, er brugðið upp myndskeiðum af hinum fallna félaga. Á Live8 tónleikunum, þar sem Pink Floyd kom saman á ný, tileinkaði hann Syd lagið „Wish You Were Here“. Það er eins og Waters hafi fundið á sér hvað í vændum væri en hann á að hafa brostið í grát er Barrett, feitur og útitekinn, með rakaðar augnabrýr, lét sjá sig í hljóðverinu er upptökur á plötunni Wish You Were Here fóru fram árið 1975. Annars var David Gilmour, hinn gamli skóla- félagi Barrett sem kom upprunalega inn í Floyd til að leysa Barrett af (þó að í agnarstutta stund hafi sveitin verið fimm manna), sá eini sem hélt einhverju teljandi sambandi við Syd, og þá að- allega í gegnum mömmu hans. Roger Keith „Syd“ Barrett fæddist árið 1946, nánar tiltekið 6. janúar og er því steingeit, fyrir þá sem áhuga hafa á slíku. Síðar á ævinni kaus hann að vera kallaður Roger. Hann ólst upp í efri miðstéttarfjölskyldu í Cambridge og var einn af fimm systkinum. Pink Floyd var stofn- sett árið 1965 eftir að hafa gengið í gegnum nokkrar nafnbreytingar eins og venja er (hétu m.a. The Megadeaths á tímabili!). Það var Barr- ett sem kom með Pink Floyd nafnið, en það fann hann á upplýsingatexta sem fylgdi með plötu blúsarans Blind Boy Fuller árið 1962, en þar er minnst á blúsmennina Pink Anderson og Floyd Council. Floyd byrjuðu eins og svo margar sveitir á þessum árum á því að spila blús en fljótlega fór spuni að setja mark sitt á tónleika sveitarinnar og 1966 var Floyd málið í neðanjarðarsenu Lundúnaborgar (ásamt The Crazy World of Arthur Brown og Soft Machine). Floyd lönduðu fljótlega samningum við E.M.I og tóku Piper … upp í Abbey Road- hljóðverinu frá því í janúar til júlí árið 1967, á sama tíma og Bítlarnir voru að taka Sgt. Pep- per. Floydarar, sem þá voru ögn yngri en Bítl- arnir, rákust víst eitthvað á hina eldri menn, sem þá þegar voru komnir á stall hálfguða. Lítið samneyti var þó á milli og sumir tala jafnvel um spennu og markmiðsbundið skeytingarleysi. Félagar Piper kom svo út í ágúst og vakti athygli, fékk góða dóma og var vel tekið af kaupendum en smáskífur Floyd höfðu hitað mannskapinn upp. Á Piper gefur að heyra dæmi um enskuleg- inn vögguvísustíl Barretts en platan heitir eftir kafla í uppáhalds barnabók Barretts, Þytur í laufi. Lög eins og lokalagið „Bike“, „The Gnome“ og „Matilda Mother“ eru gott dæmi um þetta stílbragð en hið spunakennda geim- rokk fær hins vegar að óma í lögunum „Astro- nomy Domine“ og „Interstellar Overdrive“. Andlegri heilsu Barrett hrakaði hins vegar fljótt eftir útkomu plötunnar, hálfu ári síðar var hann kominn út úr sveitinni. Hann átti til að detta út óforvarandis. Roger Waters hefur t.d. rifjað upp að eitt sinn var hann að tala við Syd og á meðan brann sígaretta alla leiðina upp á milli fingra hans. Á tónleikum hætti hann oft að syngja eða sló á gítarinn eitt- hvað út í bláinn og aðrir meðlimir þurftu að stíga upp að hljóðnemanum og redda málum. En frægð Floyd fór vaxandi og pressan mikil á að standa sig. Á þessum tíma var komið fram við hljómsveitir eins og skólastráka, völd út- gáfufyrirtækja og umboðsmanna voru mun meiri og öðruvísi en í dag. Hegðan Barretts pirraði félaga hans því svo um munaði og hann virtist hreinlega ekki standast álagið. Barrett átti þó eftir að snúa aftur, undir merkjum E.M.I. Fyrsta opinberlega útgáfa hans sem sólólistamanns var smáskífan „Octo- pus“ og kom hún í nóvember 1969. Breiðskíf- urnar tvær komu svo báðar út árið 1970. Mad- cap Laughs í janúar og Barrett í nóvember. Sérfræðingar telja að efnið á plötunum hafi flest allt verið samið á árunum 1966 og 1967, á því tímabili sem Barrett var að springa af sköp- unarkrafti. Fyrri platan var þá hljóðrituð í tvennu lagi, í maí og júní 1968 og svo aftur í apr- íl og júlí 1969. Barrett var þá kominn langleið- ina til stjarnanna, veikur, en síðari upptöku- törnin var í höndum félaga hans, Roger Waters og David Gilmour. Meðlimir úr Soft Machine (sem Robert Wyatt spilaði með á þessum tíma) lögðu þá hönd á plóg. Þrátt fyrir allt, var taugin á milli Barretts og gömlu félaga hans alla tíð sterk. Gilmour sá persónulega til þess, allt fram í andlátið, að Barrett fengi örugglega sendar til sín greiðslur vegna stefgjalda, nokkuð sem hélt honum uppi meira og minna. Seinni platan var tekin upp árið 1970 og sá Gilmour um upptökustjórn. Þetta ár, í júní, kom Barrett fram á tónleik- um sem sólólistamaður í fyrsta og síðasta skipti. Með honum voru Gilmour og Jerry Shirley úr Humble Pie, sem hafði og tekið þátt í Barrett. Tríóið spilaði í minna en hálftíma, söngrödd Barrett heyrðist ekki og í miðju lagi númer fjögur lagði okkar maður niður gítarinn sinn og læddist út af sviðinu. Farinn Lítið fréttist af Barrett eftir þetta en tónlistin var þó ekki alveg horfin úr huga hans. Árið 1972 stofnsetti hann bandið Stars sem varð skamm- líft og árið 1974 tókst að koma honum í Abbey Road hljóðverið, og voru menn að vonast til að einhver tónlist læki nú út úr honum. Mikil var trúin greinilega á snilldina og þrautseigjan og þrjóskan við að reyna að koma Syd í gang ótrú- leg, svona eftir á að hyggja. Er hér var komið sögu var Syd hins vegar endanlega „farinn“ og ekkert haldbært kom út úr þessari upptöku- törn. Eftir þetta bjó Barrett einn í Cambridge. Hann málaði eitthvað, en myndlist hafði hann stundað áður en hann fór á fullt í Floyd. Myndir af Barrett frá síðustu æviárum má nálgast á vefsíðunni www.sydbarrett.net sem er reyndar lokuð í augnablikinu í virðingarskyni við hinn látna. Plötur Barrett á að vera auðvelt að nálgast, og innihalda þær aukaefni. Safnplatan Wouldn’t You Miss Me? gefur ágæta mynd af ferlinum og svo var gefin út plata með efni sem aldrei kom út á sínum tíma, Opel, árið 1988. Ólöglegar út- gáfur eru svo eðlilega í umferð. Á nefndri safnplötu er að finna lagið „Bob Dylan Blues“ sem aldrei hafði komið út áður (safnplatan kom út árið 2001). Fleira slíkt ku vera að rykfalla einhvers staðar og eru vanga- velturnar um slíkt æði miklar. Staða Barretts er slík að menn myndu glaðir rífa upp veskin fyrir mínútu langt, óskýrt gítarglamur, ef slíkt væri að fá. Bara að það sé Syd sem glamrar. Fyrir þá sem vilja demba sér af krafti í Syd-ísku er rétt að benda á hina ágætu bók Lost In The Woods: Syd Barrett and the Pink Floyd eftir Julian Palacios. Oft er sagt að til að njóta virðingar í rokki þurfi maður helst að deyja ungur, því þá ná menn ekki að spilla gullaldartímabilinu með seinni tíma verkum. Einbúalíf Barrett og brott- hvarf hans frá tónlist gerði að verkum að goð- sögur fóru snemma á kreik. Þegar fólk veit ekk- ert um hagi manna, og fær aldrei fréttir byrjar það að smíða kenningar, velta vöngum fram og til baka og rýna linnulítið í það takmarkaða efni sem liggur fyrir. Þetta er spennandi, töfrandi jafnvel, og fólk hefur lítinn áhuga á köldum og ömurlegum staðreyndum. Saga Syd er að sönnu sorgleg en merkilegast er að tónlist Syd Barretts stendur undir þessu öllu saman. Hvíli Syd í friði en megi tónlistin halda áfram að fjörga um aldur og ævi. „Myndirðu ekki sakna mín?“ Syd Barrett, fyrrum leiðtogi Pink Floyd og viðfang gríðarlegrar költ- aðdáunar síðar á ævinni, lést 7. júlí síðastliðinn. Arnar Eggert Thor- oddsen rekur feril þessa merkilega tónlistarmanns, en ævi hans var á margan hátt mikil sorgarsaga. Syd Barrett á yngri árum. Mestalla ævi sína bjó hann í einangrun í kjallaranum heima hjá mömmu sinni í Cambridge. arnart@mbl.is Barrett er í fyrsta sæti hins óformlega topplista hinna geðveiku snillinga, sem inniheldur meðal annars Roky Erickson, fyrrum leiðtoga 13th Floor Elevators, ekki síður áhrifamikillar sýrurokksveitar, Daniel Johnston, Brian Wilson, Captain Beefheart og Skip Spence.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.