Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Stökktu tilboð 2. ágúst. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 14.000. Verð kr.49.990 Takmarkaður sætafjöldi Stökktu til Rimini yfir Verslunarmannahelgi 2.-9. ágúst frá kr. 39.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Rimini. Njóttu lífsins yfir Verslunar- mannahelgina á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Rimini er ekki aðeins frábær áfangastaður út af fyrir sig heldur eru ótrúlega spennandi val- kostir í næsta nágrenni, vilji menn kyn- nast mörgum andlitum Ítalíu í einni ferð. Bókaðu flugsæti og 4 dögum fyrir brott- för færðu að vita hvar þú gistir. Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúd- íó/íbúð í viku. Stökktu tilboð 2. ágúst. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 14.000. Nýi meirihlutinn líður nú ekki að svona sé farið með borgarana, Geiri minn, bentu mér bara á sökudólginn. Greinileg aukninghefur orðið áneyslu amfetamíns og kókaíns á þessu ári en þessi efni virðast vera mik- ið í umferð á skemmtistöð- um borgarinnar. Þetta seg- ir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, og bendir á að lögreglan hafi orðið vör við töluverða neyslu um- ræddra efna í heimsóknum sínum á skemmtistaði. Þörfin fyrir amfetamín og kókaín er því eflaust gríðarlega mikil en í árs- skýrslu SÁÁ fyrir árið 2005 kemur fram að út frá fjölda amfetamín- fíkla megi álykta að landsmenn noti 640 kg af amfetamíni á ári. Ekki liggja sambærilegar tölur fyrir hvað varðar kókaín en út frá fjölda kókaínfíkla má álykta á sam- bærilegan hátt að landsmenn noti á þriðja hundrað kílóa af kókaíni á ári. Samkvæmt upplýsingum af vef SÁÁ sést að verð á amfetamíni og kókaíni er nokkuð stöðugt. Am- fetamín er selt á 3.500 til 5.000 krónur grammið en kókaínið á 10.000 til 15.000 krónur. Af þessu má draga þá ályktun að framboðið af þessum efnum sé nokkuð stöð- ugt en um það er ekki hægt að full- yrða. Örvandi efni áberandi Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli hefði lagt hald á eitt kíló af kókaíni sem íslenskt par á þrítugsaldri reyndi að smygla til landsins í gegnum Leifsstöð. Fyrr á árinu voru þrír 18 ára piltar tekn- ir með hálft kíló af kókaíni í Leifs- stöð. Þá voru tekin tæp 4 kg af am- fetamíni af íslensku pari á þrítugsaldri í febrúar og skömmu seinna var Lithái tekinn með am- fetamínvökva í fórum sínum. Talið er að hægt hefði verið að ná rúm- lega 13 kg af amfetamíni úr vökv- anum. Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, segir að þar hafi menn orðið varir við greinilega aukningu á amfetamíni og kókaíni. Hins vegar hafi ekki verið gerðar tilraunir til þess að smygla meira magni nú en áður en efnin séu þó almennt betur falin. „Þessi efni hafa verið miklu meira áberandi síðastliðin tvö ár en áður hefur sést,“ segir Jóhann og bendir á að Litháar hafi augljós- lega verið stórtækir í innflutningi þessara efna upp á síðkastið. „Þegar sú staðreynd liggur fyrir að verð á fíkniefnum á Íslandi er með því hæsta sem þekkist munu erlendir glæpahópar reyna að koma efnum til Íslands. Við höfum ítrekað verið varaðir við því af er- lendum samstarfsaðilum og sjáum að erlendir glæpahópar eru að hasla sér völl hér á landi.“ Jóhann vonar að aukinn árangur í haldlagningu sé almennt til marks um gott starf lögreglu og tollgæslu en ekki stökkbreytingu í neyslu. Það sé hins vegar eitthvað sem enginn geti fullyrt á þessu stigi málsins. Ástandið ekki að skána Flestir þeirra sem fóru í með- ferð hjá SÁÁ árið 2005 voru háðir örvandi efnum en yfir 60% þeirra sem koma á Vog eru háð örvandi efnum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir á Vogi, segir að svo virðist sem kókaín hafi skyndilega komið hing- að til lands árið 1999 en síðan þá hafi fjöldi nýgreindra tilfella aukist nokkuð hratt. „Þetta jókst til ársins 2001 en síðan þá hafa ekki verið miklar breytingar. Ástandið er þó ekki að skána og þetta vex hægt,“ segir Þórarinn en tilfelli vegna kók- aínfíknar hafa aukist úr 170 í 220 á síðastliðnum fimm árum auk þess sem fjöldi daglegra neytenda hefur aukist. Amfetamínneysla hefur hins vegar aukist nokkuð meira en í fyrra voru 600 tilfelli vegna am- fetamínfíknar samanborið við 540 árið 2004. Þar af voru 270 ný- greindir amfetamínneytendur í stað 220 árið á undan. „Þetta segir okkur að tilfellunum sé að fjölga al- mennt séð og hvert stefnir.“ Aðspurður segist Þórarinn ekki merkja breytingu á aldri þeirra sem neyta örvandi lyfja. „Það er venjan að ungir menn byrja á kannabisneyslu og fara úr henni yfir í hin efnin. […] Það sem hefur hins vegar gerst á seinni ár- um er að fólk fer beint úr áfeng- isneyslu yfir í örvandi efni og þá eldra.“ Aukning á vorin Þeim framkvæmda- og rekstrar- stjórar skemmtistaða sem Morg- unblaðið ræddi við vegna vinnslu fréttarinnar bar saman um að bæði amfetamín og kókaín hefðu löngum verið viðloðandi næturlífið og á því væri engin breyting. Einn sagðist ávallt hafa fundið fyrir aukningu á þessum efnum á vorin. „Þá eru harðari menn komnir í samfélagið aftur sem eru búnir að sitja inni og er hleypt út á vorin. Það er eins og þeir stuðli að meiri innflutningi,“ sagði hann. Fram kom að aukið eftirlit hefði mikil áhrif en það væri undir eig- endum sjálfum komið. Jafnframt væri sýnileiki lögreglunnar mikil- vægur. Það væri gott að fá hana í heimsókn og ákveðnir aðilar létu sig hverfa þegar þeir yrðu varir við hana. Fréttaskýring | Aukin neysla örvandi efna Neyslan vex stöðugt Hátt verð fíkniefna á Íslandi laðar að erlenda glæpahópa Stöðug aukning er á neyslu örvandi fíkniefna Harðari menn stuðla að meiri innflutningi  Þeim framkvæmda- og rekstr- arstjórar skemmtistaða sem Morgunblaðið ræddi við bar sam- an um að bæði amfetamín og kókaín hefðu löngum verið við- loðandi næturlífið og á því væri engin breyting. Einn sagðist ávallt hafa fundið fyrir aukningu á þessum efnum á vorin. „Þá eru harðari menn komnir í samfélagið aftur sem eru búnir að sitja inni og er hleypt út á vor- in. Það er eins og þeir stuðli að meiri innflutningi.“ Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komið þeirri ábendingu á framfæri við félagsmálaráðuneytið að betur verði hugað að því hver afstaða ráðuneytisins sé til þess hvort vald- heimildir sveitarfélaga standi til þess að láta reglur um rjúpnaveiðar á afréttarlöndum innan marka sveitarfélaga taka til svæða utan eignarlanda sveitarfélaga. Umboðsmaður fékk kvörtun frá aðila vegna tveggja álita ráðuneyt- isins þar sem ekki voru gerðar at- hugasemdir við ákvarðanir bæjar- stjórna Húnaþings vestra og Vesturbyggðar um sölu á rjúpna- leyfum og fyrirkomulag veiða haust- ið 2005. Þegar umboðsmaður spurð- ist fyrir um málið hjá ráðuneytinu fengust þau svör að það væri skýr afstaða ráðuneytisins að sveitar- stjórn Húnaþings vestra réði fyr- irkomulagi rjúpnaveiða á sínu eign- arlandi. Hins vegar hefði í álitinu verið gerður sá almenni fyrirvari að ráðuneytið ætti ekki úrskurðarvald um hvort öll landsvæði sem auglýs- ing sveitarfélagsins um fyrirkomu- lag veiðanna tækju til væru eign- arlönd. Viðurkenndi ráðuneytið að skilja hefði mátt orðalag í álitinu svo að reglur Húnaþings vestra tækju til alls afréttarlands innan staðarmarka sveitarfélagsins en sú væri ekki raunin heldur eingöngu tekið gjald fyrir veiðar á landi í eigu þess. Ráðuneytið sagði líka að ákveðin óvissa kynni að vera um eignarhald á einstökum svæðum er auglýsingin tæki til og ráðuneytið teldi sig ekki bært að taka afstöðu þar að lútandi. Ráðuneytið hafi eftirlit Umboðsmaður áréttaði að úr- lausnir ráðuneytisins ættu að vera skýrar og glöggar og ekki til þess fallnar að valda vafa um réttarstöðu málsaðila, í þessu tilfelli um heim- ildir sveitarstjórnar til þess að setja reglur um rjúpnaveiðar á afréttar- löndum innan Húnaþings vesta og um afstöðu ráðuneytisins gagnvart þeim. Benti umboðsmaður á að ráðuneytið ætti samkvæmt sveitar- stjórnarlögum að hafa eftirlit með því að sveitarstjórnir gegndu skyld- um sínum samkvæmt þessum lögum og öðrum löglegum fyrirmælum. Félagsmálaráðuneytið beðið um að tala skýrar SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur í tveimur nýjum úrskurðum sín- um veitt Ný-ung ehf., sem rekur Bif- reiðastöð Hafnarfjarðar, og Aðalbílum í Reykjanesbæ heimild til að gefa út hámarkssölutaxta fyrir bifreiðastjóra sem reka leigubif- reiðar frá stöðvum félaganna. Heim- ildin er veitt til eins árs og bundin til- teknum skilyrðum. Eru þessar ákvarðanir teknar í framhaldi af fyrri ákvörðunum Sam- keppniseftirlitsins, sem veittu Hreyfli og BSR sömu heimildir. Fá heimild fyrir há- markstaxta ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.