Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÖLLUM lykilspurningum sem lúta að áhrifum uppbyggingar á Geldinganesi á þenslu í efnahags- lífinu, þróun fasteignamarkaðar og stöðu borgarsjóðs er ósvarað og sömu sögu er að segja um áhrif aukins hraða uppbyggingar í Úlf- arsárdal. Þetta kom fram á fundi borgarráðs á fimmtudag. Það má heita merkilegt að engar grein- ingar eða gögn hafi legið fyrir þeg- ar nýr meirihluti borgarstjórnar tilkynnti um stóraukið framboð lóða síðar á þessu ári í Úlfarsárdal og á næsta ári í Geldinganesi. Þó liggur fyrir að um 6.000 íbúðir geta byggst í Reykjavík til 2010 á grundvelli gildandi skipulags eða allt að 50% umfram árlegri með- aleftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í borginni. Við þessi áform er hinum nýju úthlutunum ætlað að bætast. KB banki áætlar að á þessu ári verði þegar um 1.000 umfram- íbúðir til sölu og 2.000 umfram- íbúðir samtals á þessu ári og næsta. Spáir bankinn raunlækkun íbúðaverðs og að markaðurinn verði að líkindum 2–3 ár að jafna sig. Þó kemur fram að bankinn tekur ekki mið af því að borg- arstjórnarmeirihlutinn í Reykja- vík hyggst bæta þúsundum bygg- ingarlóða á gjafverði við fyrirliggjandi áform um 6.000 íbúðir að ógleymdum metn- aðarfullum áformum nágranna- sveitarfélaga Reykjavíkur sem losa varlega áætlað um 12.000 íbúðir næstu árin. Samanlögð eru þessi áform því langt umfram eft- irspurn. Við blasir að ef fram fer sem horfir muni þó nokkur hverfi byggjast hægar upp en áætlanir gera ráð fyrir og standa hálfbyggð með haltrandi þjónustu árum sam- an. Fróðlegt væri ef greining- ardeildir bankanna legðu mat á áhrif þessara áforma. Samtök atvinnulífsins kvörtuðu í vikunni undan því að Seðlabank- inn skyldi ekki spá minni þenslu á byggingarmarkaði á næsta ári, einsog öll skynsemi og könnun innan byggingariðnaðarins benti til. Það skyldi þó ekki vera að Seðlabankinn hafi tekið mið af áformum Reykjavíkurborgar um uppbyggingu Geldinganess og hefði innan sinna veggja þekkingu á fordæmum úr sögunni þar sem of hröð uppbygging íbúðahverfa fór saman við lækkun fast- eignaverðs. Í skýrslu KB banka kemur fram að árin 1982–86 hafi offramboð íbúðahúsnæðis verið svipað og nú (2.000 umframíbúðir) og raunlækkun fasteignaverðs hafi orðið 36%! Hundruð fjölskyldna misstu heimili sín. Á þessum árum settu Davíð Oddsson borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, met við úthlutun nýrra lóða í Graf- arvogi. Dagur B. Eggertsson Reynist Geldinga- nesið glapræði? Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í borgarstjórn. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Reynihlíð - Suðurhlíðar, Reykjavík Mjög fallegt og vandað 330 fm endaraðhús á tveimur hæðum auk kjallara. Innbyggður bílskúr. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: Stofa, borðstofa, eldhús, herbergi, hol, forstofa og snyrting. 2. hæð: Baðher- bergi, fjögur herbergi og sjónvarpshol. Í kjallara eru tvö herbergi, geymslur og lítil íbúð með sérinn- gangi (einnig innangengt). Húsið er vel staðsett á skjólsælum stað innst í botnlanga. Lóðin er mjög fal- lega ræktuð. Góð sólverönd úr timbri til suðurs. Verð 59,5 millj. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali SUMARHÚS Í VAÐNESI Sérlega fallegt og vandað sumarhús á tveimur hæðum í landi Vaðness í Grímsnesi. Húsið er skráð 71,6 fm en við það bætist svefnloft. Húsið var byggt árið 2002 og skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, gott svefnloft, eldhús, snyrting, geymsla og forstofa. Miklir og vand- aðir pallar eru við húsið ásamt góð- um heitum potti með skjólveggjum. Bústaðurinn stendur á 7000 fm eignarlóð. Fallegt útsýni. V. 22,0 m. 5973 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Fallegt einbýlishús á þremur hæðum á góðum stað í gamla bænum í Kópavogi. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og er stór og mikil lóð með húsinu. Bílskúrinn er nýr frá árinu ‘02 og er húsið og skúrinn klætt með báruklæðingu. 3 góð sv.herb., 2 stofur og frábær tenging við garðinn. V. 38,0 m. 5976 Melgerði - Hjarta Kópavogs SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Mjög góð 97,3 fm íbúð í lyftuhúsi á jarðhæð með sérgarði. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu. Stórt eldhús með glugga og borðkrók, stórar samliggjandi stofur, parket á gólfi, hellulögð verönd þar útaf og sérgarður með trjágróðri. Svefnherbergi, fataskápar. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, þvottavélartengi. Stór sameign sem er m.a. stór billjardstofa í kjallara og samkomusalur á jarðhæð. Falleg eign. Frábær staðsetning innarlega í lokaðri götu, stutt í alla verslun og þjónustu. ÍBÚÐIN VERÐUR LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali EIÐISMÝRI - 60 ÁRA OG ELDRI Íbúðir ER LÝÐRÆÐI á Íslandi? Svarið er nei. Íslendingar búa við keypt lýðræði. Hjá þjóðfélagi sem lætur sér lynda að bókhald stjórn- málaflokkanna sé ekki opið al- menningi, þar er ekki allt með felldu. Lýðræðisþjóð- félagið líður ekk- ert pukur með sín mál. Því þarf að efla þann eina flokk sem býður upp á opið bókhald, það er vísir að hinu sanna lýðræði. Því vil ég beita mér fyrir því að Frjálslyndi flokkurinn standi fyrir útgáfu lítils vikublaðs sem beri nafnið Sann- leikurinn. Þar fái almenningur upplýsingar sem byggist á blá- köldum staðreyndum. Blaðið má kosta eitthvað og það mun verða rifið út og það mun eflast. Nýtt dæmi: Landsvirkjun og Al- coa. Er það ekki athyglivert fyrir garðyrkjubændur og góð mynd af Framsókn. Væri það ekki fróðlegt ef leyndarmálinu um kvótakerfið sem átti fyrst að verða til bráða- birgða yrði ljóstrað upp? Hverjir högnuðust á því persónulega? Hvað sagði Ingibjörg Sólrún á fundi með LIÚ klíkunni? Verðum við ekki að sætta okkur við orðinn hlut? Enda var manni fyrir einn stærsta kvótaeigandann plantað inn í Samfylkinguna. Ég vil að allir standi saman um að byggja upp heilbrigt þjóðfélag sem aldrei getur orðið að veru- leika öðruvísi en menn skilji for- sendur þess að sannleikurinn er sagna bestur. Þá fyrst má ráða bót á öllu misrétti og þá fyrst er grunnurinn að sönnu lýðræði fyrir hendi. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. Er lýðræði á Íslandi? Frá Garðari H. Björgvinssyni: Garðar H. Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.