Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 42

Morgunblaðið - 16.07.2006, Side 42
Kalvin & Hobbes AÐEINS NEÐAR... SVONA... FÍNT TAKK FYRIR AÐ HJÁLPA MÉR AÐ SETJA UPP RÓLUNA HVAR FANNSTU EIGINLEGA SVONA FÍNT DEKK? KALVIN!! ÉG ÞARF AÐ KOMAST Í VINNUNA!! Kalvin & Hobbes MAMMA! MÁ ÉG KEYRA BÍLINN Á LEIÐINNI HEIM? AUÐVITAÐ EKKI KALVIN MÁ ÉG STÝRA? ÉG LOFA AÐ KEYRA EKKI Á NEITT NEI KALVIN EN MÁ ÉG VERA Á BENSÍNGJÖFINNI OG ÞÚ STÝRIR? NEI KALVIN ÞÚ LEYFIR MÉR ALDREI NEITT! Kalvin & Hobbes HÉRNA SJÁUM VIÐ ÖRT VAXANDI BORG MEÐ NÝJUM BYGGINGUM OG STERKUM EFNAHAG ÞAÐ ER MIKIÐ UM AÐ VERA Í ÞESSARI LIFANDI BORG. HÉRNA KEMUR BÓNDI SEM ÆTLAR AÐ SELJA AFURÐIR Á MARKAÐNUM EN ÞVÍ MIÐUR HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM ÞAÐ AÐ BYGGJA VIRKJUN FYRIR OFAN ÞESSA VAXANDI BORG Hrólfur hræðilegi Kalvin & Hobbes HOBBES ER ORÐINN DÁLÍTIÐ SKÍTUGUR. FINNST ÞÉR EKKI? ÞIÐ ÆTTUÐ BÁÐIR AÐ FARA Í BAÐ ÉG ER AÐ KOMA KALVIN, ÞÚ FERÐ Í BAÐKERIÐ UPPI HEPP- INN! NEMA ÞEGAR ÉG ER SKOLAÐUR MEÐ KÖLDU Kalvin & Hobbes VIÐ SKULUM SJÁ HVAÐ SKÓLASTJÓRINN HEFUR AÐ SEGJA UM SKORT Á ATHYGLI VIÐ HÖFUM NÁÐ STÖKKBREYTTA GEIMFARANUM GEIMVERURNAR VILJA VAFALAUST FORMÚLUNA FYRIR KJARNAKNÚNA OSTASKERANN ÁÐUR EN FARIÐ VAR AÐ PYNTA HANN ÞÁ EYDDI HANN FORMÚLUNNI AF HVERJU ER HANN AÐ BORÐA MJÓLKURMIÐANA Kalvin & Hobbes TRÚIR ÞÚ Á ÖRLÖG? MEINARÐU AÐ ALLT SÉ FYRIRFRAM ÁKVEÐIÐ? AÐ EKKERT SEM VIÐ GERUM SKIPTI MÁLI SKELFI- LEGT! Dagbók Í dag er sunnudagur 16. júlí, 197. dagur ársins 2006 Víkverji tekur eftirþví að ýmsar verzlanir og fyrirtæki taka það fram í aug- lýsingum sínum og upplýsingabæklingum að þau veiti tveggja ára ábyrgð á hlutum, sem þar eru keyptir. Kannski hugsa ein- hverjir neytendur sem svo, að það sé sérstök manngæzka að bjóða tveggja ára ábyrgð; einu sinni var bara árs ábyrgð á því, sem keypt var. Stað- reyndin er hins vegar sú, að tveggja ára ábyrgð er lög- bundin, eins og kemur skýrt fram í lögum um neytendakaup frá 2003. Í sumum tilvikum getur ábyrgðin raunar verið allt að 5 ár ef viðkom- andi hlut er „ætlaður verulega lengri endingartími en almennt gerist um söluhluti“. Það er merkilegt ef ein- hver ætlar að slá sig til riddara út á það eitt að fara að lögum. x x x Eru upplýsingakerfi í fyrirtækjumekki meðal annars hugsuð til þess að einn maður geti ekki hætt eða farið í frí með alls konar upplýs- ingar, sem þarf til að geta þjónustað viðskiptavininn? Þetta hugsaði Víkverji þegar hann skipti við Hús- gagnahöllina á dög- unum. Þar gat að líta á útstillingarsvæði for- láta sólbaðsbekk og tekið var fram á skilti hjá bekknum að hann fengist í tveimur lit- um. Víkverji hugðist festa kaup á tveimur bekkjum og bar sig upp við afgreiðslu- mann. Sá sagði honum að þetta væri síðasti bekkurinn, birgðirnar væru búnar (og þar með annar liturinn) og bekkirnir kæmu ekki aftur. Kollegi hans var ekki sammála honum; sagði að bekk- urinn kæmi vafalaust aftur og skrif- aði niður nafn og símanúmer Vík- verja og litinn, sem hann vildi, til að geta látið hann vita þegar varan yrði til á ný. Þegar Víkverji vildi fá úr því skorið hvor afgreiðslumaðurinn hefði rétt fyrir sér, gat hvorugur flett upp í tölvunni til að sannreyna annaðhvort að bekkurinn yrði aftur til sölu eða hið gagnstæða. Og þegar Víkverji spurði hver vissi þetta fyrir víst, var svarið að það væri inn- kaupastjórinn. Hann væri bara í þriggja vikna fríi. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Leiklist | Sjálfstæðu leikhúsin í samvinnu við Draumasmiðjuna ætla að sýna leikritið This Side Up frá Singapore sem er hluti af alþjóðlegri Döff- leiklistarhátíð á Akureyri sem heitir „Draumar 2006“. Sýnt verður í kvöld, sunnudaginn 16. júlí, kl. 20:30 í Tjarnarbíói. Miðaverð er 2000 kr. Leikari sýningarinnar heitir Ramesh Meyyappan og var hann tilnefndur sem besti leikari á leiklistarverðlaunahátíðinni Life! árið 2006. This Side Up í Tjarnarbíói MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.