Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 11
skapa forsendur fyrir því að Mósam- bík geti staðið á eigin fótum. Fjármagn er lagt í vegagerð til að gera samgöngur auðveldari og enn- fremur er unnið að því að styrkja und- irstöður helstu atvinnuvega, s.s. ferðamannaiðnaðar, en þar er mikill vaxtarbroddur m.a. vegna stórbrot- innar náttúru (strandlengjan er um 2.500 km löng og víða að finna fallegar eyðistrendur) og dýralífs (fílar, ljón, vísundar). Að sögn Fernandos Sumb- ana jr., ráðherra ferðamála, sem við hittum að máli, koma nú um 700.000 erlendir ferðamenn til Mósambík ár hvert, og eru 80% þeirra frá ná- grannaríkinu Suður-Afríku. Kom fram í máli hans að stjórnvöld í Mó- sambík vonuðust til að njóta góðs af því er heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu yrði haldin í S-Afríku 2010, en ljóst má vera að tekjumöguleikar eru fyrir hendi í tengslum við keppnina. Sjávarútvegur skiptir líka máli í Mósambík. Talsvert er veitt af rækju við strendur landsins, mikið er hins vegar um ólöglegar fiskveiðar og eft- irlit hefur verið lítið. Félagsmálin fá sinn skerf, landbún- aðurinn einnig. Þá er lögð áhersla á að skapa að- stæður til þess að erlendir fjárfestar vilji koma til Mósambík. Er unnið að því að styrkja lagalegan grundvöll fyrir slíku og sjá til þess að lögum sé fylgt. Hér hefur þegar náðst mark- verður árangur, en árið 2000 var vígð í útjaðri Mapútó risavaxin álverk- smiðja, Mozal, sem menn segja að hafi rutt leiðina fyrir aðra fjárfesta. Spilling er mikið vandamál Átta prósenta hagvöxtur hefur mælst í Mósambík undanfarin miss- eri, sem bendir til að það miði í rétta átt, og raunar segjast kunnugir sjá mikinn mun í Mapútó á mjög skömm- um tíma; mikið sé um framkvæmdir og nýbyggingar, svo dæmi séu tekin. Ennfremur sýnir ný rannsókn, sem gerð var 2002–2003, að nú búi „að- eins“ 54% landsmanna við fátækt. Mósambík hlaut um 200 milljón dollara í þróunaraðstoð á árinu 2005, en helstu styrktaraðilar hér eru Evrópusambandið, Alþjóðabankinn, USAID og Þróunarbanki Afríku, svo nokkrir séu nefndir. Engu að síður jókst landsframleiðsla, fulltrúar Al- þjóðabankans lögðu áherslu á að í Mósambík sæjust ekki merki „hol- lensku veikinnar“, sem svo er kölluð, þ.e. að allt þetta innflæði fjár lamaði frumkvæði og sjálfsbjargarviðleitni heimamanna. Eitt helsta vandamálið sem við blasir í Mósambík er hins vegar aug- ljóslega sú spilling sem tíðkast hefur í stjórnkerfinu, um þetta virtust flestir sammála, bæði erlendir styrktaraðil- ar sem og heimamenn sem við var rætt. Flestir viðmælenda minna voru þó jákvæðir á að árangur ætti eftir að nást í þeirri baráttu, eins og á svo mörgum öðrum sviðum. david@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 11 Þetta barn fannst í ruslahaug í Mapútó, illa leikið af pöddum, í vor. Um dreng er að ræða og er talið að hann geti verið allt að fimm ára. Hann kann hins vegar ekki að ganga eða tala og það er einungis nýverið, sem hann er farinn að greina umhverfi sitt, t.d. þegar lyklakippu er hringlað yfir honum. Enginn veit hvers konar hörmungarlífi hann hefur mátt lifa. Faðir Andre stofnaði heimili sitt fyrir heim- ilislaus börn, fatlaða og langveika í Mapútó árið 1991. Þar búa nú 85 börn og fullorðnir sem eiga það sameiginlegt að geta ekki séð fyrir sér sjálf sökum veikinda eða fötlunar. Mörg barnanna eru mun- aðarlaus og fundust sum þeirra á götunni eða í ruslinu. Faðir Andre hjálpar líka 29 ein- stæðum mæðrum og 13 alnæmissmituðum kon- um sem búa utan heim- ilisins og styrkir 16 fátæk börn utan heimilisins til að ganga í skóla. Morgunblaðið/Davíð Logi Börnin á heimili Föður Andre eru ófeimin en misjafnlega brosmild. Lítið heimili – mikil áhrif á líf fólksins sem þar býr Faðir Andre með einn skjólstæðinga sinna. Samningur um þróunarsamvinnumilli Íslands og Mósambík varundirritaður í ágúst 1995 og hefur Þróunarsamvinnustofnun Ís- lands (ÞSSÍ) síðan þá verið með starfsemi í landinu. Víkur aðstoð ÞSSÍ að þremur þáttum: fiskimála- verkefnum, félagslegum verkefnum og heilsugæsluverkefnum. Er hið fyrsta stærst, en líklega fara um 60% ráðstöfunarfjár umdæmisskrifstofu ÞSSÍ í Mapútó til fiskimála. ÞSSÍ hefur einbeitt sér að upp- byggingu fiskiðnaðar í Mósambík, gæðamálum og endurbótum á vinnslu fisks í landi. Þrjár rannsókn- arstofur hafa verið byggðar í sam- vinnu við Breta og Dani til að auka gæðaeftirlit í þeim tilgangi að greiða leið fyrir fiskafurðir, einkum rækju, á erlenda markaði. Fiskgæðaeftirlit í Mósambík hefur frá stofnun þess heyrt undir sjáv- arútvegsráðuneyti landsins en frá og með síðustu áramótum er eftirlitið sjálfstæð stofnun og hefur ÞSSÍ átt stóran þátt í að gera þá tilfærslu mögulega, en íslenskir ráðgjafar hafa nær algjörlega séð um þjálfun starfsfólks rannsóknarstofnana. Í janúar lauk endurbyggingu hús- næðis í miðborg Mapútó sem hýsir starfsemi umræddrar stofnunar gæðavottunar og gæðaeftirlits á fisk- afurðum. Greiddi ÞSSÍ kostnaðinn við endurbyggingu húsnæðisins og bjó það nauðsynlegum tækjum og húsgögnum. Hvað félagsleg verkefni varðar þá hefur ÞSSÍ stutt uppbyggingu kvennamálaráðuneytisins í Mósam- bík allt frá stofnun þess 2000, en til- gangur þess er að bæta lífskjör kvenna í landinu. Hefur íslenskur verkefnisstjóri starfað við ráðuneytið frá upphafi og einnig hafa íslenskir ráðgjafar komið þar að menntun og þjálfun starfsfólks. Ennfremur var tekin sú ákvörðun á síðasta ári að styðja lítils háttar við starf Föður Andre, sbr. umfjöllun annars staðar á opnunni. ÞSSÍ hóf verkefni á sviði heilsu- gæslu í samvinnu við Rauða kross Ís- lands, Rauða kross Mósambík og heilbrigðisyfirvöld í Mósambík árið 2000. Verkefnið laut í upphafi að byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane, sem er þorp í hópi lítilla þyrpinga um 70 km suðvestur af Ma- pútó. ÞSSÍ hefur fjármagnað verk- efnið að stórum hluta en Rauði kross Íslands og Rauði kross Mósambík hafa séð um framkvæmdina. Skipu- lagning á sams konar verkefni í þorp- inu Chibucutso norður af Mapútó er komin vel á veg. Jóhann Pálsson er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Mósambík. Hann starfaði áð- ur á vegum stofnunarinnar í Malaví og hefur um tíu ára reynslu af störf- um í Afríku. Hann segir verkefnið í Mósambík hafa gengið vel. „Þetta byrjaði á sínum tíma smátt en hefur verið að þróast og dafna í gegnum ár- in. Við komum hingað inn skömmu eftir að ófriðnum lauk og starfið hér hefur verið að aukast og styrkjast í takt við þær framfarir og breytingar sem hafa orðið í landinu.“ Ekki alltaf auðvelt umhverfi Jóhann segist telja áherslur ÞSSÍ í Mósambík hinar réttu. Um góða blöndu verkefna sé að ræða. „Það er t.d. mikilvægt fyrir landið að hafa að- gang að mörkuðum erlendis fyrir sínar afurðir, og þar höfum við lagt mikið af mörkum í gegnum tíðina. Þarna nýtist þróunarlandi sú sér- fræðikunnátta sem við höfum byggt upp á Íslandi, “ segir hann. „Allt þetta starf hér tengist beint þeim grunnstoðum þeirrar stefnu í þróun- arsamvinnu sem Ísland hefur sett sér. Við vonumst til að geta hafið fullorðinsfræðsluverkefni hér í Mó- sambík á næsta ári. ÞSSÍ hefur stutt við slík verkefni í öðrum samstarfs- löndum með góðum árangri og von- umst við til að ná góðum árangri hér líka.“ En vitaskuld eru ýmis ljón í veg- inum einnig. „Það er oft ekki auðvelt að vinna hér í þessu umhverfi. Hlutir ganga oft hægt og einföldustu hlutir geta oft tekið langan tíma. Þá reynir oft á þolinmæðina og að fylgja mál- um eftir. Kannski er þetta það sem er erfiðast, þessi endalausa eftir- fylgni sem fylgir því að vinna hér. En við höfum verið heppin í gegnum tíð- ina og flest okkar samvinnuverkefni hér hafa verið farsæl og vel heppnuð. Svo er svo margt jákvætt líka, vilji og áhugi fólks hér til að breyta hlut- um er oft aðdáunarverður sér- staklega þegar litið er á það um- hverfi sem það starfar í.“ Jóhann heldur áfram: „Mósambík hefur sýnt miklar framfarir síðustu ár. Stöðugleiki er í stjórnmálum, mikill hagvöxtur og spilling er á und- anhaldi. Allt þetta mun hjálpa þessu landi að komast út úr þessari miklu fátækt sem hér er. En þetta mun taka langan tíma og mikið starf verð- ur að vinna. Stjórnvöld hér hafa gert mikið af því síðustu ár að gera for- gangsáætlanir og setja sér markmið til að ná árangri. Þau reiða sig mikið á aðstoð að utan, bæði með fjármagn og þekkingu, til að framfylgja þess- ari stefnu. Þarna eigum við Íslend- ingar að halda áfram því sem við höf- um verið að gera, að aðstoða þau sjálf við að láta hlutina gerast. Fólk hér er bjartsýnt á framtíðina og hlutir eru að breytast hratt, ég hef séð gríðarlega mikla breytingu á síðustu árum, stjórnkerfið er orðið mun öflugra og einkageirinn er far- inn að taka vel við sér.“ ÞSSÍ leggur áherslu á aðstoð í fiskimálum Morgunblaðið/Davíð Logi Starfsfólk umdæmisskrifstofu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mapútó; f.v. er Dóróthea Jóhannsdóttir, Jóhann Pálsson umdæmisstjóri, Marta Ein- arsdóttir og Franklín Georgsson. Á myndina vantar Jóhann Þorsteinsson.         ! " # $ % &             '()  Gífurleg uppbygging hefur áttsér stað í Edouard Mondl-ane-háskóla, helsta háskól- anum í Mósambík, á síðustu árum. Námsmönnum hefur fjölgað og kennurum einnig, en fjárskortur stendur skólanum þó talsvert fyrir þrifum. Edouard Mondlane-háskóli var stofnaður árið 1962 og hefur heitið nokkrum nöfnum en frá 1976 hefur hann verið kenndur við stofnanda frelsishreyfingar Mósambíka, Fre- limo, sem ráðinn var af dögum 1969. Mósambík hlaut sjálfstæði frá Portúgal 1975. Að sögn Angelo Macuacua, að- stoðarrektors við háskólann, stund- uðu 6.500 stúdentar nám við Edou- ard Mondlane-háskóla árið 1999. Í dag, aðeins sjö árum síðar, eru þeir hins vegar 12.500. Kennararnir eru nú 1.160 talsins, en voru 700 árið 1999; og hafa 66% kennara BA- gráðu, 34% einhverja hærri gráðu. Segir Macuacua að unnið sé að því að auka hlutfall síðarnefnda hópsins, m.a. með því að bæta kjör kennara. Edouard Mondlane-háskóli er í 21. sæti á lista yfir bestu háskólana í Afríku en metnaður einkennir allt tal manna í Mósambík og vilja stjórnendur skólans komast enn of- ar. Af máli Macuacua mátti ráða að stjórnendur háskólans gerðu sér skýra grein fyrir því hvað þyrfti að gera til að bæta gæði kennslunnar og námsins. Þá sagði hann að auka þyrfti rannsóknir og fjölga konum í röðum námsmanna, en þær eru á bilinu 25–30% allra námsmanna. Hins vegar stæði það mönnum fyrir þrifum hversu mjög skorti ýmis tæki og tól til kennslunnar, auk húsnæðis fyrir námsmenn af landsbyggðinni. Háskólinn er dreifður yfir allstórt svæði í Mapútó, höfuðborg Mósam- bík, en nú er m.a. unnið að því að reisa stúdentaheimili og nýtt bóka- safn. Fram kom í máli Macuacua að helmingur rekstrarfjár skólans kæmi frá ríkinu, 39% kæmu frá er- lendum styrktaraðilum, s.s. Alþjóða- bankanum, og 11% kæmu í formi ýmissar þjónustu sem skólinn sinnti. Háskóli sem stækkar ört Morgunblaðið/Davíð Logi Starfsmaður Mondlane-háskóla sýnir svæðið þar sem nýtt bókasafn á að rísa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.