Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 17
í verkfallinu 1984 var verið að tak- ast á um þessa miklu byltingu. All- an tímann eftir að ég var orðinn varaformaður og síðar formaður prentiðnaðarins, fór meirihlutinn af tímanum í að berjast fyrir því að komið yrði á bættri menntun, nýj- um námskrám og endurmenntun fyrir bókagerðarmenn, sem endaði með því að við stofnuðum Prent- tæknistofnun, sem hóf starfsemi 1991. Það þurfti meira að segja að berjast fyrir stofnun hennar, það var ekki fyrr en við hjá Félagi prentiðnaðarins hótuðum að stofna Prenttæknistofnun einir, án þátt- töku bókagerðarmanna, að þeir komu til samstarfs. Allt samstarf við bókagerðar- menn síðan hefur verið með miklum ágætum, þar sem við höfum sam- eiginlega lagt okkar af mörkum við endurmenntun þeirra. Þeirra stétt hefur gengið gegnum ótrúlegar breytingar á síðustu áratugum.“ – Það hlýtur að hafa tekið stund- um á að vera í fylkingarbroddi í átökum þessara ára? „Alveg gífurlega,“ segir Örn og hristir höfuðið. „Þetta voru ótrúlega mikil átök. Í mörg ár var járn í járn. Og raunverulega alveg þar til við stofn- uðum Prenttæknistofnun. Allar göt- ur síðan ég byrjaði að tala við IBM árið 1963 og sá möguleikana í tækninni, hefur blasað við mér hvað þörfin fyrir endurmenntun hefur verið mikil. Þá þótti mönnum sú hugmynd ekkert sérstaklega merki- leg, enda ekki búið að finna upp endurmenntunarstofnanir á þeim tíma.“ Örn býr yfir mikilli reynslu við samningaborðið, bæði fyrir hönd stéttarinnar og einnig innan fyrir- tækisins, en hann segir andann í samningaferlinu hafa breyst mikið á seinni árum. „Ég lagði alltaf áherslu á að ná persónulegu sambandi við viðsemj- endur, með gagnkvæmum trúnaði og trausti. Segja má að allir seinni tíma samningar hafi farið fram á faglegum nótum. Þótt VSÍ hafi farið með samningsumboðið þá voru hvorki bókagerðarmenn né blaða- menn í heildarsamtökum launþega svo við sátum alltaf í sérsamningum við þá. En nú eru bókagerðarmenn komnir í ASÍ. Ég kom að samningamálunum þar til ég hætti í stjórn Samtaka iðnaðarins, 2004, þá fór ég að draga mig út úr því. En fyrir utan þessi trúnaðarstörf hef ég vitaskuld verið í daglegum rekstri hér á blaðinu.“ – Þú hefur unnið náið með þrem- ur framkvæmdastjórum á þessari hálfu öld, fyrst Sigfúsi, þá Haraldi Sveinssyni og nú síðast Hallgrími Geirssyni, og með stjórn Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. „Jú, ég hef setið stjórnarfundi Árvakurs síðan 1966 og samstarfið við framkvæmdastjórana hefur ver- ið mjög gott.“ – Eins og það hefur horft við okk- ur starfsfólkinu hér hafið þið fram- kvæmdastjórinn myndað tvíeyki sem stjórnaði rekstrinum, og raun- verulega hefur maður ekki alltaf áttað sig alveg á verkaskiptingunni. Örn hlær en segir að það kunni að hafa verið erfitt fyrir marga að vita inn um hvorar dyrnar þeir áttu að fara. „Það var aldrei bein verka- skipting, en þróaðist út í það. Ég hef æði oft verið samningamaðurinn gagnvart starfsfólkinu, sem leiddi af því að ég var í launasamning- unum við stéttarfélögin.“ Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en 1973, þegar skipt var yfir í filmuskeytingu og offset, sem form- lega voru skipaðir verkstjórar á deildum blaðsins. Fram að því heyrðu starfsmenn beint undir framkvæmdastjórann. „Mesta breytingin fyrir mig var síðan þegar framleiðslustjórinn var ráðinn fyrir tíu árum, þá tók hann yfir daglega stjórn framleiðslu- deildar og prentsmiðju. Svo breytt- ist mikið þegar ráðinn var fjármála- stjóri og starfsmannahald sett í gang. Þessir þættir lágu áður fyrr hjá mér og framkvæmdastjóran- um.“ Alltaf bullandi samkeppni á auglýsingamarkaði Í áratugi var Morgunblaðið stærst á blaðamarkaðinum og þand- ist út. Á síðustu árum hefur fyr- irtækið síðan staðið í harðri sam- keppni. „Auðvitað nutum við stærðarinn- ar og sterkrar stöðu á markaðinum, en krafturinn í útgáfunni minnkaði ekkert þótt keppinautarnir týndu tölunni. Það má ekki gleyma því að á auglýsingamarkaðinum hefur allt- af verið bullandi samkeppni, frá út- varps- og sjónvarpsstöðvum, tíma- ritum og öðrum miðlum. Samkeppnin hefur alltaf verið til staðar þótt við höfum verið ráðandi á dagblaðamarkaðinum í langan tíma. Við áttum líka í góðu samstarfi við keppinauta. Það voru framsýnir menn sem ákváðu á sínum tíma að prenta aðalkeppinautinn, DV. Og þeir treystu okkur fyrir prentuninni þótt við værum aðalkeppinauturinn. Það samstarf gekk mjög vel, alveg fram undir það síðasta. En samkeppnin á auglýsinga- markaði hefur verið mjög hörð síð- ustu árin. Með tilkomu Fréttablaðs- ins harðnaði hún verulega, sérstaklega hvað verð snertir.“ Örn hefur sem skrifstofustjóri tekið þátt í rekstri blaðsins, en þar hljóta ýmsar ákvarðanir varðandi útgáfuna að hafa verið teknar í samstarfi við ritstjórana. „Það hefur yfirleitt hvílt meira á herðum framkvæmdastjórans að eiga við ritstjórnina, en ég get ekki neitað því að marga rispuna höfum við tekið ritstjórarnir þrátt fyrir það.“ Hann glottir og kveikir upp í pípunni. „Og eðlilega ekki alltaf verið sammála. Undanfarið hef ég reyndar ekkert komið að þeim mál- um en ég man ekki annað en menn hafi svona yfirleitt komist að nið- urstöðu sem allir sættust á.“ Þrátt fyrir að oft hafi mætt tals- vert á Erni í störfum hans fyrir fag- ið og prentiðnaðinn hefur hann haft það sem reglu að halda sig til hlés frá kastljósinu, með það að leið- arljósi að hann sé fjölmiðlamaður og að fjölmiðlamenn eigi ekki að vera sjálfir í fjölmiðlum. „Orka okk- ar á blaðinu átti að fara í að búa til blaðið, ekki að vera sjálf efni fyrir fjölmiðla,“ segir hann. Ólst upp með tónlist í eyrunum Þessa daga er verið að fara yfir umsóknir um styrk úr Minningar- sjóði Jean Pierre Jacquillat, þar sem Örn er formaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Jac- quillat, sem var stjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, en hann lést í bílslysi fyrir tuttugu árum, 51 árs að aldri. Þetta verður í 15. sinn sem efni- legur tónlistarmaður verður styrkt- ur til framhaldsnáms. Örn og Edda kynntust Jacquillat náið þegar hann stjórnaði hljóm- sveitinni og segir Örn hann hafa verið sem einn af fjölskyldunni. Var hann mikið á heimili þeirra í Garða- bæ og þau dvöldu hjá honum í sum- arhúsinu í Frakklandi. Örn er mikill áhugamaður um tónlist. „Ég hef alla tíð hlustað á klassíska tónlist,“ segir hann þegar spurt er um kynni þeirra Jacquillat. „Þegar ég var yngri og álagið hvað mest í vinnunni, þá hafði ég það fyr- ir reglu, þegar ég kom heim seint á kvöldin, að setja plötu á fóninn og hlusta á tónlist í um það bil hálftíma áður en ég fór að sofa. Ég hafði haft yndi af óperum en Jean Pierre opnaði fyrir mér nýjan skilning og þekkingu á því að hlusta á söng. Við sátum oft tveir saman heima hjá mér og spiluðum þrjár mismunandi útgáfur af sama verk- inu. Við spiluðum sömu kaflana með ólíkum flytjendum og þá fyrst upp- götvaði ég túlkunarmismuninn í söng. Upp úr því varð Callas ein af eft- irlætissöngkonum mínum. Þótt hún syngi jafnvel falskt þá var túlkunin svo stórkostleg. Síðan hef ég verið afskaplega krítískur á söng – en nýt þess sem vel er gert.“ Örn hefur lagt sig eftir því að safna verkum Mozarts, sem er í sér- stöku uppáhaldi, og á hann hljóðrit- anir af öllum verkum hans. Er óper- an Töfraflautan mikið eftirlæti. Varðandi tónlistaráhugann segist hann vera eins og svo margir aðrir af sinni kynslóð, alinn upp með klassíska tónlist Ríkisútvarpsins í eyrunum. Þá var faðir hans, Jóhann Jóhannesson, tónelskur maður. „Það var mikil tónlist heima hjá mér. Pabbi lærði eiginlega sjálfur á orgelið í kirkjunni í Bjarnarhöfn, á árunum 1915 til 18. Hann spilaði alltaf mikið og mikið söngfólk var í hans fjölskyldu. Það síaðist inn.“ Örn segist aldrei hafa gert mikið af því að leika tónlistina af plötum sínum og diskum fyrir aðra, en um helgar ólust synir hans upp við það að Örn lék hin og þessi verk, óperur ekki síst, á laugardögum og sunnu- dögum. „Þeir bölvuðu því stundum, ekki síst á morgnana,“ segir Örn bros- andi, „en það skilaði sér, án þess þeir vissu af, því þeir hafa í dag báðir gaman af klassískri tónlist.“ Ekki í gallerírekstur En nú er Örn að pakka saman og flytur ekki með hinu starfsfólkinu í Hádegismóa. „Ég þarf að ganga frá varðandi nýja húsið við eigendurna, Klasa hf, fyrir hönd blaðsins og mun ljúka því.“ – Verður ekki erfitt fyrir fram- kvæmdaglaðan mann að hætta öll- um störfum svona snögglega? „Ég er búinn að skila mínu og gott betur. Nú ætla ég að njóta þess að gera það sem mig langar til. Það er nóg af hugmyndum. Nú hef ég ekki afsökun fyrir því að spila ekki meira golf.“ Edda eiginkona Arnar á og rekur hið kunna Gallerí i8 við Klappar- stíg, sem getið hefur sér gott orð hér heima og erlendis fyrir sam- tímamyndlist. Skyldi Örn ekki fara að aðstoða hana við reksturinn? „Nei!“ svarar hann snöggt. „Það var búið að stinga upp á því við mig en ég sagði blátt nei. Við þurftum í upphafi að setja talsvert af okkar fé í galleríið og Edda sagði alltaf að þegar ég hætti að vinna tæki hún við; nú er komið að skuldadögum,“ segir Örn og hlær. „Það er búið að leggja mikið í þetta gallerí og gaman að sjá að það er farið að skila sér. En ég hef ekk- ert komið nálægt því. Það er alfarið Eddu verk. Það eru forréttindi að vera við fulla heilsu og ég verð að viður- kenna að ég hlakka til að hætta að vinna eftir allan þennan tíma.“ að vinna Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ’„Ég byrjaði á aðlenda í verkfallinu sem tók rúmar sex vikur. Ég var gerður að formanni samninganefndar – það var erfitt. En á þessum tíma höfðu orðið gífurlegar byltingar í prentiðnaðinum, öll vinnubrögð gjörbreyttust.“‘ efi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 17 Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. september Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður er sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þremur árum. Umsóknarfrestur er til 15. september næstkomandi. Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð eru á á heimasíðu Rannís, www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.