Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 37 MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Hjallalundi 14, Akureyri, lést á Landspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 9. júlí. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 18. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta minningarsjóð Heima- hlynningar á Akureyri njóta þess. Fyrir okkar hönd og annarra aðstandenda, Sigríður Dalmannsdóttir, Drífa Björk Dalmannsdóttir Radiskovic, Zoran Radiskovic, Alexandar Radiskovic, Sara Radiskovic, Davíð Radiskovic. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI HÖRÐUR ODDSTEINSSON, Laufbrekku 17, Kópavogi, andaðist sunnudaginn 2. júlí á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa Krabbameinsfélagi Íslands að njóta þess. Steinunn Bergsdóttir, Oddsteinn Gíslason, Helga Ösp Jóhannsdóttir, Pála Gísladóttir, Vilhjálmur J. Guðmundsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR Espigerði 20, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 14. júlí. Tryggvi Baldursson, Guðrún Edda Pálsdóttir, Valgerður Baldursdóttir, Lárus H. Blöndal, Stefán Baldursson, Bára Baldursdóttir, Haraldur Baldursson, Sigríður Amalía Þórðardóttir, Magnús Baldursson, Guðný Jóna Einarsdóttir og barnabörn. Elsku Halli minn, enn hefur verið reitt til höggs. Í hjarta mínu trúði ég ekki að þú værir farinn fyrr en ég og Auður stóðum hönd í hönd í kirkjugarðinum, ég las nafnið þitt af krossinum og fann ilminn af blóm- unum sem þöktu leiðið þitt. Ég hef búist við að vakna upp frá vondum draumi frá því að mér bárust þær fréttir að þú hefðir kvatt þennan heim. Þú varst svo góður vinur minn. Sannur vinur. Ég gat alltaf HALLGRÍMUR PÁLL GUÐMUNDSSON ✝ Hallgrímur PállGuðmundsson fæddist á Húsavík 12. nóvember 1971. Hann lést af slysför- um 6. júní síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 16. júní. leitað til þín og þú tókst alltaf svo vel í að spjalla og hjálpa. Þú slóst verndarhring ut- an um þá sem urðu svo heppnir að vera væntumþykju þinnar aðnjótandi. Ég var ein af þeim. Þú varst um- lukinn krafti sem var óháður lögmálum þessa heims og með þig að vini leið mér eins og ég hefði ekkert að óttast í lífinu. Ég hef aldrei átt slíkan vin. Þegar sorgin læðist að sæki ég styrk í minningarnar sem ég á um þig og fyrr en varir byrja ég að brosa í gegnum tárin því þú varst meinfyndinn. Ég gleymi aldrei tím- anum í forystu og samskiptum þegar við stunduðum nám við lagadeildina á Bifröst. Eitt verkefnið fólst í að setja á svið formlegan fund með við- eigandi reglum um framkvæmd og stjórn. Fyrir framan þig var full kennslustofa af fólki og í sporunum sem þú stóðst í samdirðu feiknaræðu og áttir fulla athygli hvers einasta manns í salnum. Tárin láku niður kinnar mínar í stríðum straumum á meðan ég barðist við að ná andanum á milli hláturskviða til að styggja ekki kennarann okkar góða sem sat þungbrýnn á fremsta bekk og tók þessum fundarsköpum af mikilli al- vöru. Þú varst einstakur og því máttu treysta að ég mun aldrei gleyma þér. Í hjarta mínu er ég sannfærð um að þú hafir verið kvaddur til mikil- vægra verka. Verka sem enga bið hafa þolað og enginn er betur fallinn til að sinna en þú með fátíðum styrk þínum og fallegu hjartalagi. Megi almáttugur Guð vera fjöl- skyldu þinni og ástvinum við hlið í gegnum þungbær spor. Að lokum færi ég þér mínar hjartans þakkir fyrir að leyfa mér að kynnast þér og eiga þig að vini. Sofðu rótt elsku vin- ur minn. Þín vinkona alla tíð, Alma Rún. ✝ Steinunn HelgaSigurjónsdóttir fæddist á Minnibæ í Grímsneshreppi (sem nú er í sveitar- félaginu Árborg) 6. nóvember 1918. Hún lést 12. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Jónsson frá Hömrum í Gríms- neshreppi og Guð- rún Guðmundsdótt- ir frá Miðhúsum í Biskupstungna- hreppi. Steinunn lifði öll systkini sín fimmtán en systkinin fæddust á tímabilinu 1903 til 1923. Steinunn giftist 19. maí 1950 Krist- manni Kristinssyni, f. 29. apríl 1920, d. 26. febrúar 1977. Þau bjuggu lengst af í Birkihvammi í Kópavogi. Steinunn vann ýmis störf á starfsævi sinni. Útför Steinunnar var gerð 16. júní, í kyrrþey að hennar ósk. Elsku Steina mín, þá er þjáning- um þínum lokið og örugglega hefur verið stór móttökunefnd með Krist- mann í fararbroddi sem beið þín. Ég veit að þú vildir að sem minnst færi fyrir útför þinni og öllu sem því fylgir en mig langar samt til að minnast þín með nokkrum orðum. Þú verður þá bara að láta mig heyra það þegar við hittumst næst, þú lést mig nú stundum heyra það, stund- um svo sveið undan, en það var allt fyrirgefið strax. Ég átti nefnilega hauk í horni þar sem þú varst og þar sem þú varst ekki allra þá tel ég mig eina af þeim heppnu. Fyrsta minn- ing mín um þig er síðan ég var á sjötta ári og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Í flestum Reykjavík- urferðum var gist á „Hótel Steinu“ og margt rætt, mikið borðað og mik- ið hlegið. Stundum hafði maður með sér aukagest og þeim tókstu vel, sér- staklega Julie, það sem þið gátuð hlegið og skemmt ykkur bara með einföldum táknum og bendingum. Ég lét hana vita af andláti þínu og sagðist hún hafa verið fegin að hafa hitt þig aftur er hún kom til Íslands sl. haust. Þú talaðir mikið um hvað það væri nú gaman að heimsækja Julie til Nýja-Sjálands enda naustu þess að ferðast og sjá nýja staði og ekki var verra að hafa nóg af sól til að ná í smá lit. Norðurlandið var þér mjög kært enda ófáar ferðirnar þín- ar hingað norður. Síðastliðin ár höf- um við fjölskyldan notið þess að hafa þig hjá okkur í heimsókn, aldr- ei hefur þvotturinn verið jafn vel strokinn, slátrið er núna eins og það á að vera, eftir góða kennslustund, og krakkarnir mínir eiga margar góðar minningar um þig. Sl. 3 ár hafa verið þér erfið en þú naust frábærrar umönnunar á heim- ili Mundu frænku þinnar og Úlfars, þau eiga miklar þakkir skildar fyrir það. Alltaf var maður velkominn þangað til að heimsækja þig, þáði kaffi og spjall. Þín verður sárt saknað elsku Steina, en við munum ylja okkur við allar góðu minningarnar og „Steinu stóll“ mun ávallt hafa heiðursstað á mínu heimili. Hafðu þökk fyrir allt og guð blessi minningu þína. Kveðja, Sigríður Rósa Sigurðardóttir. STEINUNN HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR Er ég sit hér og skrifa þessar örfáu lín- ur í minningu Valgerð- ar Jónsdóttur er mér efst í huga þakklæti fyrir góðsemi hennar alla tíð. Þegar ég var lítil stelpa, 8–9 ára, var ég tíður gestur á heimili Valgerð- ar og Valtýs en þar átti ég gjarnan húsaskjól þegar móðir mín var að vinna. Alltaf var mér vel tekið og þar VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Valgerður Jóns-dóttir fæddist í Selkoti í Þingvalla- sveit 15. nóvember 1924. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi að morgni föstu- dagsins 16. júní síð- astliðins og var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 27. júní. leið mér vel. Í minn- ingunni er mér sér- staklega minnisstætt eitt atvik frá því á bolludegi, en þá höfðu Valla og Valtýr beðið eftir að ég kæmi í heimsókn til að flengja þau með bolludags- vendi og fékk ég 5 krónur fyrir, rétt eins og dætur þeirra. Enn þann dag í dag geymi ég góðar minningar sem þessar frá heimili þeirra hjóna, sem ég vil þakka fyrir að leiðarlokum. Fjölskyldu Valgerðar votta ég mína innilegustu samúð og bið góðan Guð að blessa minningu þessarar yndislegu konu. Takk fyrir allt, elsku Valla mín, og hvíl í friði. Þín Bjarghildur (Bagga). Allir þessir dagar sem koma og fara. Ekki vissi ég að það væri lífið. (Höfundur ókunnur.) Diddi er lagður af stað í hinstu ferðina. Hann var búinn að berjast við krabbameinið í 3 ár og síðustu vikurnar tóku á. Diddi var fjölskyldumaður og lagði mikið upp úr að halda sam- bandi við sína. Gagnvart okkar fjöl- skyldu urðu tengslin sterkari við það, að hann var hjá okkur á að- fangadagskvöld nokkur ár í röð og samband okkar varð reglulegra eftir það. Hann var líka sá, sem vissi allt um ættfræðina og gat upplýst okkur um fjölskyldutengsl, sem aðrir vissu ekki um. Auk þess var hann ævin- SIGURÐUR KRISTJÁN KRISTBJÖRNSSON ✝ Sigurður Krist-ján Kristbjörns- son fæddist í Reykjavík 12. jan- úar 1942. Hann lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítala við Hringbraut að kvöldi sunnudagsins 25. júní síðastliðins og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 4. júlí. lega duglegur að heimsækja alla í stór- fjölskyldunni og vissi alltaf hvað var á döf- inni hverju sinni. Diddi fór með okkur hringinn í kringum vötnin miklu í Banda- ríkjunum og Kanada 1997. Í hringferðinni miklu átti hann frum- kvæði að heimsóknum á tvo staði, til York, í Pennsylvaníu, þar sem Harley-Davidson verksmiðjurnar eru með samsetningarverksmiðju og safn, og til Gettysborgar í Pennsylv- aníu, þar sem hin fræga orrusta, sem olli straumhvörfum í borgarastyrj- öldinni í Bandaríkjunum á 19. öld var háð. Báðar þessar heimsóknir komu okkur á óvart og settu sterkan svip á ferðina í heild. Í Hershey-garðinum fann hann það út, að hann gat fengið afslátt fyrir eldri borgara, þótt hann væri bara 55 ára. Í fyrstu vissi hann varla hvernig hann ætti að taka þessu, en lét sér það svo vel líka, þótt matarskammtarnir fyrir eldri borg- ara væru smærri en ella. Þetta var fyrsta ferð hans vestur um haf, en hann kom líka með okkur vestur þegar yngsta barnið í fjölskyldunni fermdist og tengdist vinum okkar í hópi Vestur-Íslendinga. Diddi hafði líka gaman af að ferðast innanlands og jeppinn góði veitti honum margar ánægjustundir. Nú liggur ferð hans um staði, þar sem farartæki þessa heims koma ekki að notum. Við þökkum sam- fylgdina. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur sem einu sinni var. (Halldór Laxness.) Anna, Bragi og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.