Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 43 DAGBÓK Mávaplágan á Tjörninni MÁVAPLÁGAN á Tjörninni er nán- ast yfirþyrmandi. Þrátt fyrir stór orð um að gera eitthvað í málunum hefur þeim lítið fækkað. Þessi plága er fyrst og fremst því að kenna að þeir eru hændir að með brauðgjöfum. Margir virðast hafa gaman af að sjá þá berjast um brauðið. Að skjóta nokkra fugla er tilgangslaust, sennilega væri eina ráðið að hindra að hann gæti ungað út. Að steypa undan honum er til- gangslaust, þeir verpa bara aftur. Gott ráð væri að fara um stærstu varpstaðina, stuttu eftir varp, stinga með nál gat á eggin og hræra upp í þeim en þá verða eggin ónýt og hann verpir ekki aftur. Afleiðing þess hvað mávunum fjölgar er sú að engir andarungar komast upp. Nýlega gekk ég í kringum tjarn- irnar og sá á syðri tjörninni eina önd með einn unga, eina æðarkollu með tvo unga. Á stóru tjörninni var eng- an unga að sjá. Að lokum er hér stutt saga. Um helgina var ég á gangi niðri í miðbæ. Þar sá ég ungan pilt á Arnarhóli. Rak hann á undan sér önd með þrjá unga. Þessi piltur sýndi mikla þol- inmæði við að koma þeim í gegnum umferðina. En á Tjörnina kom hann þeim heilu og höldnu. Eftir u.þ.b. tvær, þrjár mínútur kom svartbakur og tók einn ungann og gleypti hann lifandi. Hinir tveir hafa trúlega farið sömu leið. Eftir fáein ár hverfa því endurnar á Tjörninni þar sem viðkoman er engin. Menn get svo skemmt sér við að fara niður á Tjörn og gefa máv- unum. Borgari. Enn um mávana ÉG bý í Fossvoginum og þar hefur verið mikið um smáfugla í gegnum árin. Nú bregður svo við að engir smáfuglar sjást lengur. Tel ég að það sé vegna mávaplágunnar sem gengur um höfuðborgarsvæðið. Þegar grasið á blettinum er slegið fyllist allt af mávum sem rífa í sig ormana og önnur skordýr. Er það líklega vegna þess að þeir hafa ekki nægilegt æti, eru líklega búnir með alla ungana á svæðinu. Hef ég heyrt svipaða sögu úr nágrenninu, engir smáfuglar en allt fullt af mávum. Er ekki kominn tími til að borg- aryfirvöld geri eitthvað í málinu og fækki mávum á höfuðborgarsvæðinu umtalsvert? Sýnist manni að á Tjörninni sé öndunum að fækka, a.m.k. sjást engir ungar þar lengur, bara mávar. Eldri borgari. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Sílamávarnir renna hungruðum augum í átt að andarungunum á Tjörninni. SÁÁ heldur sína árlegu fjölskylduhátíðhelgina 28. til 30. júlí. Ari Matthíasson erframkvæmdastjóri félags- og út-breiðslusviðs samtakanna: „SÁA hefur í rösklega 20 ár haldið fjöl- skylduhátíð að sumri. Allir eru velkomnir til hátíð- innar, en hún er þó sérstaklega ætluð okkar fé- lagsmönnum og aðstandendum þeirra,“ segir Ari. „Á hátíðinni bjóðum við upp á fjölskyldu- skemmtun þar sem fólk gerir sér glaðan dag án áfengis. Hátíðin verður að þessu sinni haldin á Hlöðum í Hvalfirði og munu þar koma fram marg- ir af vinsælustu skemmtikröftum landsins, sem margir hafa lagt SÁÁ ötullega lið í gegnum árin,“ segir Ari. „Má þar nefna konung rokksins á Ís- landi: Bubba Morthens, KK, Papa og hljómsveit- ina Spútnik.“ Yngstu gestunum er boðið upp á heilmikla skemmtun á hátíðinni: „Gunnar og Felix munu leika á als oddi eins og þeirra er siður, sýnd verða atriði úr Ávaxtakörfunni og Tolli verður með lista- smiðju fyrir börnin. Unglingarnir fá líka eitthvað fyrir sinn snúð: Erpur Eyvindarson og félagar hans og Þórir trúbadúr munu halda uppi stuðinu,“ segir Ari. „Þetta er tvímælalaust með flottari hátíðum sem haldnar eru þetta sumar, þar sem allir eiga að geta skemmt sér án áfengis og vímuefna. Við leggjum áherslu á heilbrigða skemmtun fyrir alla fjölskylduna og verður aðgangur að hátíðinni ókeypis fyrir yngri en 12 ára,“ segir Ari. „Þetta er tækifæri fyrir þá sem nýlega hafa lok- ið meðferð að skemmta sér en oft reynist fólki erf- itt og jafnvel ómögulegt að stunda hefðbundið skemmtanalíf eftir meðferð. Vill það stundum gerast að fólk einangrast félagslega af þeim sök- um, og er hátíðin kjörið tækifæri fyrir þá sem staddir eru í þeim sporum, að eiga góða stund í heilbrigðum félagsskap.“ SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímu- efnavandann voru stofnuð fyirr 29 árum. Sam- tökin starfrækja víðtækt meðferðarstarf við drykkjusýki: „Frá stofnun hafa tæpega 20.000 manns notið aðstoðar SÁÁ. Um 9,6% núlifandi íslenskra karl- manna eldri en 15 ára hafa komið í meðferð hjá SÁÁ á Vog, og 7,25% allra núlifandi Íslendinga, 15 ára og eldri,“ segir Ari. „Meðferð SÁÁ er á heimsmælikvarða og vinna þar færustu læknar og sérfræðingar sem eru eft- irsóttir sem fyrirlesarar um áfengismeðferð er- lendis. Á sjúkrahúsinu Vogi eru að jafnaði 60 sjúk- lingar hverju sinni og framhaldsmeðferðarstöðvar eru starfræktar að Staðarfelli í Dölum og Vík á Kjalarnesi. Þá er starfrækt göngudeild og æ meiri áhersla er lögð á að sinna jafnframt aðstand- endum áfengis- og vímuefnasjúklinga en í október munu samtökin opna fjölskyldu- og fornvarnahús í Efstaleiti.“ Nánari upplýsingar um SÁÁ eru á www.SAA.is Hátíð | Örugg og áfengislaus skemmtidagskrá á Hlöðum í Hvalfirði 28. til 30. júlí Fjölskylduhátíð SÁA  Ari Matthíasson fæddist í Reykjavík 1964. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1984, lauk námi í leik- list frá LHÍ 1991 og meistaranámi í stjórn- un og viðskiptum frá Háskólanum í Reykja- vík 2003. Ari hefur tekið þátt í fjölda upp- færslna í leikhúsum bæði hérlendis og erlend- is, leikið í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann starfaði frá 2003 til 2006 við markaðs- ráðgjöf. Ari er kvæntur Gígju Tryggvadóttur tannfræðingi og eiga þau þrjú börn. 90 ÁRA afmæli. Arnþór Guð-mundsson frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda verður níræður þriðjudaginn 18. júlí nk. Í tilefni af- mælisins býður hann vinum og ætt- ingjum til afmælisveislu á hjúkr- unarheimilinu Hlíð við Þórunnarstræti á Akureyri kl. 15 sunnudaginn 16. júlí. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is TIL LEIGU VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI Húsnæðið er 107 fm á jarðhæð í Faxafeni 9. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Blöndal í símum 588 1569 og 694 1569. Tímaspursmál. Norður ♠K93 ♥Á74 ♦ÁG865 ♣Á9 Suður ♠Á108652 ♥G5 ♦K43 ♣G5 Suður spilar fjóra spaða. Vestur kemur út með laufkóng, sem er tekinn með ás og ÁK í trompi spilað. Þá kemur á daginn að vestur hefur byrj- að með DGx (austur kallar í hjarta). Hvernig á að halda áfram? Tígullinn er næstur á dagskrá. Fyrsta hugsunin er að taka á kónginn og svína gosanum, en í því felst þó dulin hætta: Norður ♠K93 ♥Á74 ♦ÁG865 ♣Á9 Vestur Austur ♠DG4 ♠7 ♥10962 ♥KD83 ♦72 ♦D109 ♣KD104 ♣87632 Suður ♠Á108652 ♥G5 ♦K43 ♣G5 Svíningin misheppnast og vörnin tek- ur laufslaginn sinn og spilar hjarta. Sagnhafi drepur og reynir að henda hjarta niður í tígul, en vestur verður ekki höndum seinni að trompa og spila hjarta – einn niður. Þetta er spurning um tíma. Í sjálfu sér í lagi að gefa slag á tígul – aðal- atriðið er að fría niðurkast fyrir hjartað í tæka tíð. Leiðin til þess að taka fyrst á ásinn, svo kónginn og spila loks að gos- anum. Þá er samningurinn öruggur nema þegar austur á D10xx (en við þá legu verður aldrei ráðið). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11. Bf4 Bb4+ 12. c3 Be7 13. Re4 Rgf6 14. Rxf6+ Rxf6 15. Re5 Da5 16. Dg3 Hg8 17. Dh3 Da6 18. Df3 Hd8 19. b4 Rd7 20. Rd3 Dc4 21. Kd2 Dd5 22. Ke2 Rf6 23. Dxd5 cxd5 24. f3 Bd6 25. a4 Ke7 26. Bd2 b6 27. g4 a5 28. Hhb1 Hd7 29. bxa5 bxa5 30. Hb5 Ha8 31. Rc1 Hda7 32. Hab1 Re8 33. Rd3 Kd7 34. Be3 Kc8 35. H1b3 Hb8 36. Hxb8+ Bxb8 37. Re5 Bxe5 38. dxe5 Hb7 39. Hxb7 Kxb7 40. Bc5 f6 41. f4 Kc6 42. Bf8 fxe5 43. fxe5 Kd7 44. Kd3 Kc7 45. Ke3 Kc6 46. Kf4 Kd7 47. g5 Kd8 Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem fram fór í Leon á Spáni í byrjun júní síðastliðinn. Heimsmeistarinn í skák, Veselin Topalov (2804), mætti spænska stórmeistaranum Francisco Ponz Vallejo (2666) í undanúrslitum mótsins. Topalov hafði hvítt og knúði nú fram sigur í fyrstu skák einvígisins með því að leika 48. Bxg7! biskupinn er friðhelgur þar sem eftir 48... Rxg7 49. gxh6 Rxh5+ 50. Kg5 rennur h-frípeð hvíts upp í borð. Svartur hélt barátt- unni áfram með því að leika 48...hxg5+ en lagði niður vopnin eftir 49. Kxg5 Rxg7 50. h6 Ke7 51. h7. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Sólheimaferð 20. júlí kl. 12.30. Kaffiveitingar í Grænu könnuni, leiðsögn um stað- inn. Upplýsingar í síma 535 2760. Dalbraut 18 - 20 | Brids mánu- daga kl. 14. Félagsvist þriðjudaga kl. 14. Bónus miðvikudaga kl. 14. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Heitt á könnunni og dagblöðin liggja frammi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa FEB verður lokuð frá 17. júlí til 8. ágúst. Skjaldbreiður – Hlöðufell 16. ágúst. Ekið er til Þing- valla, um Uxahryggjaveg, Kjalveg skammt frá Gullfossi. Flateyj- ardalur – Fjörður 19. ágúst, 4 dag- ar: Ekið norður um Sprengisand, ekið til baka um hringveginn. Uppl. og skráning frá 8. ágúst í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | FEBG og FAG standa fyrir Akureyr- arferð dagana 8.-10. ágúst. Gisting, morgunmatur og kvöldverður á Hótel Eddu, Akureyri. Verð ein- ungis 15.000. Miðasala í Garða- bergi 17. og 18. júlí kl. 9-14. Tak- markaður miðafjöldi. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa starfsfólks fellur starf- semi og þjónusta niður til þriðjud. 15.ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, sími 557 5547, eru á mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl. 9.30. wwwgerduberg.is. Hafnarfjörður | Í sumar verður púttað á Vallavelli á Ásvöllum á laugardögum frá 10-11.30 og á fimmtudögum frá kl. 14-16. Mætum vel og njótum hverrar stundar. Hraunbær 105 | Ferð norður í Húnavatnssýslu 26. júlí nk., stopp- að í Borgarnesi, þaðan ekið til Hvammstanga, hádegismatur í Þinghúsbar. Haldið út Vatnsnes, Hvítserk, Borgarvirki, stoppað í Þingeyrarkirkju. Leiðsögumaður: Hólmfríður Gísladóttir. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Farið frá Hraunbæ kl. 9. Verð kr. 5.300. Kirkjustarf Háteigskirkja | Félagsvist mánu- daga kl. 13. Stund í kirkjunni mið- vikudaga kl. 11. Brids kl. 13. For- eldramorgnar fimmtudagsmorgna kl. 10-12. Púttvöllur. Verið velkomin. Fréttir á SMS Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Á sunnudagstónleikum í Lista- safni Sigurjóns verða leikin kammerverk eftir hið vinsæla tékkneska tónskáld Bohuslav Martinu sem samin voru í Banda- ríkjunum á árunum 1942-1947, en þangað hafði Martinu flúið undan nasistum í seinni heimsstyrjöld- inni. Flytjendur koma koma víða að. Freyr Sigurjónsson er fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Bilbaó á Spáni og þaðan koma einnig Iwona Andrzejczak lágfiðluleikari og Jerzy And- rzejczak sellóleikari, en þau eru frá Póllandi og bæði leiðarar síns hljóðfæris í Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbaó. Með þeim leikur hinn þekkti píanóleikari Anna Áslaug Ragnarsdóttir sem kemur frá Þýskalandi og Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Aðgangseyrir er 1500 kr. Tónleikar í Lista- safni Sigurjóns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.