Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 14. júlí 1996: „Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands er þrjátíu ára um þessar mundir. Með tilkomu hennar var stigið stórt skref til efl- ingar grunn- eða und- irstöðurannsóknum hér á landi. Stofnunin vinnur meðal annars að öflun undir- stöðuþekkingar í eðlis- og efnafræði, jarðvísindum og stærð- og reiknifræði. Í kjöl- far Raunvísindastofnunar hófst full kennsla í Háskóla Íslands í þessum mikilvægu fræðigreinum. Á 50 ára afmæli Háskóla Íslands, árið 1961, voru sett- ar fram tillögur um eflingu rannsókna í raunvísindum. Þessar tillögur voru lagðar fyrir Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra í við- reisnarstjórninni, sem hér sat á árunum 1959 til 1971. Stjórnvöld tóku þeim vel og féllust á að reist yrði bygging undir rannsóknaraðstöðu. Ráðist var í byggingu raun- vísindahúss við Dunhaga. Rífleg fjárhæð, sem rík- isstjórn Bandaríkjanna gaf Háskóla Íslands í tilefni fimmtíu ára afmælis hans, flýtti byggingarfram- kvæmdum, sem lauk árið 1966. . . . . . . . . . . 13. júlí 1986: „Niðurstöður Kjaradóms um sérsamninga ríkisstarfsmanna í BHM eiga vafalaust eftir að draga ein- hvern dilk á eftir sér. Sam- kvæmt dómnum fær þessi hópur ríkisstarfsmanna 9,3%–16% hækkun launa um- fram almennar launahækk- anir í landinu. Sumir þeirra starfshópa, sem þessar hækkanir fá, telja þær alltof litlar og hafa við orð að segja upp störfum og leita sér at- vinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur í sam- tali við Morgunblaðið beinlín- is hvatt þá, sem óánægðir eru, til þess með þessum orð- um: „Ef BHM-menn geta fengið svona miklu hærri laun á hinum almenna mark- aði, þá eiga þeir bara að segja upp og fara þangað.“ . . . . . . . . . . 11. júlí 1976: „Fyrir nokkrum dögum var lokið við að útbúa aðstöðu fyrir fatlað fólk til þess að stunda silungsveiðar í Elliðavatni. Aðstaða þessi var útbúin á vegum Reykjavík- urborgar og er hugmyndin að koma upp fleiri slíkum stöð- um í borgarlandinu. Hér er á ferðinni skýrt dæmi um það, hvernig hægt er að auðvelda fötluðu eða hindruðu fólki að lifa lífinu með jafneðlilegum hætti og heilbrigt fólk gerir. En til framtaks á borð við þetta þarf hugarfarsbreyt- ingu og sú breyting er smátt og smátt að verða meðal alls almennings. Ekki eru mörg ár síðan eng- inn gaumur var gefinn að vandamálum fólks, sem er hindrað með einhverjum hætti. Í þeim efnum hafa sumar nágrannaþjóðir okkar verið langt á undan okkur, t.d. í því að útbúa opinberar byggingar á þann veg, að fólk í hjólastólum eigi auðvelt með að komast um þær, ekki síður en aðrir.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. K árahnjúkavirkjun er gríð- arleg framkvæmd. Mesta verklega framkvæmd, sem Íslendingar hafa nokkru sinni lagt í. Virkj- unin er ein mesta verk- lega framkvæmd, sem nú stendur yfir í Evrópu og aðalstíflan er meðal tíu stærstu slíkra mann- virkja í heiminum skv. því sem fram kom hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Hvort sem menn eru með eða á móti virkjuninni er ástæða til að halda þessu til haga vegna þess að þessi staðreynd segir töluverða sögu um þá tæknilegu burði, sem þjóðin hefur til að standa í stórframkvæmdum auk fjárhagslegs bolmagns. Raunar er einungis hluti þessarar miklu fram- kvæmdar sjáanlegur og á það bæði við um hluta stíflunnar en þó fyrst og fremst stöðvarhúsið sjálft, völundarhús, sem byggt er inn í fjall. Ekki þarf að tala við marga starfsmenn Landsvirkjunar til þess að finna hversu við- kvæmir þeir eru fyrir þeirri gagnrýni, sem beinist að þessari miklu framkvæmd. Þeir ættu ekki að þurfa að vera viðkvæmir. Virkjunin var samþykkt á Alþingi af þorra alþingismanna. Það á við um þingmenn stjórnarandstöðu ekki síður en þingmenn stjórnarflokkanna, því að flestir þingmenn Samfylkingarinnar studdu byggingu Kárahnjúkavirkjunar á Alþingi. Skoð- anakannanir hafa líka sýnt að meirihluti þjóð- arinnar styður þessa framkvæmd. Þrátt fyrir þennan aðdraganda og þennan veruleika eru starfsmenn Landsvirkjunar við- kvæmir fyrir gagnrýni og deilum sem enn standa um virkjunina. Þeim finnst gagnrýnin ósanngjörn og þeir telja að gagnrýnendur fari oft með rangt mál að því leyti að þeir fari ekki rétt með staðreyndir. En á það er að líta að andstaða við virkjunina byggist ekki sízt á tilfinningum og tilfinningar gagnrýnenda eru mjög sterkar. Þær tilfinning- ar ber að virða alveg með sama hætti og ekki ber að gera lítið úr tilfinningum starfsmanna Landsvirkjunar, sem telja sig vera að vinna að einni merkustu framkvæmd Íslandssögunnar. Fyrir þá, sem hafa fylgzt með umræðum um stórvirkjanir á Íslandi í áratugi eru deilurnar um Kárahnjúkavirkjun og aðrar virkjanir og ál- verin líka stórmerkilegar. Hvert var upphaf þessa máls? Upphafið var það að íslenzka þjóðin var fátæk. Hún bjó við fá- tækt alveg fram undir heimsstyrjöldina síðari. Í stríðinu bjó hún um skeið við velmegun en þeg- ar stríðsgróðinn var ekki lengur til staðar tók fátæktin við á nýjan leik, þó ekki jafn mikil og verið hafði fyrir stríð. Sjávaraflinn var svipull. Síldin kom og síldin hvarf og oft varð aflabrest- ur á öðrum veiðum. Á sjötta áratug síðustu ald- ar var að mörgu leyti erfitt að lifa á Íslandi. Þetta var ástæðan fyrir því, að umræður hóf- ust um að renna fleiri stoðum undir afkomu þjóðarbúsins. Og þar var orka fallvatnanna nærtækust. Á þeim árum var um það rætt að Ís- lendingar ættu tvær auðlindir, fiskinn í sjónum og orku fallvatnanna og leiðin til bjargálna væri sú að nýta hina auðlindina, orku fallvatnanna. Í þeim umræðum var aftur og aftur gripið til hugmynda Einars Benediktssonar, skálds frá því fyrr á öldinni. Segja má, að hann hafi verið hugmyndafræðingurinn á bak við þessar um- ræður. Lykilmenn í þeim umræðum utan þings og ríkisstjórnar voru þeir dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sem síðar varð jafnframt helzti forystumaður Landsvirkjunar í áratugi og Eyj- ólfur Konráð Jónsson, ritstjóri Morgunblaðsins, sem barðist hart fyrir Búrfellsvirkjun og ál- verinu í Straumsvík á sínum tíma. Ekki er of- sagt að Jóhannes Nordal sé sá einstaklingur sem mest hafi lagt af mörkum til þess að nýta hina auðlindina, orku fallvatnanna. Þetta var hugsjónabarátta. Á þessum tíma upp úr 1960 horfðu þeir sem börðust fyrir stór- virkjunum og stóriðju til bjartrar framtíðar þar sem afkoma íslenzku þjóðarinnar byggðist ekki bara á fiski heldur líka á orku fallvatnanna sem mundi tryggja þjóðinni velsæld. Þetta voru miklar hugsjónir og það var bjart yfir þeim. Landsvirkjun var fyrirtæki sem miklar vonir voru bundnar við. Fyrirtæki framtíðarinnar og þannig birtist fyrirtækið þjóðinni lengi. Þeir sem stóðu í þessari baráttu sem var ekki síður mótuð af sterkum tilfinningum en barátta náttúruverndarsinna nú horfa nú yfir sviðið og velta því fyrir sér hvað hafi gerzt. Hvers vegna líta yngri kynslóðir nútímans ekki á þá fögru hugsjón að nýta orku fallvatnanna til aukinnar velsældar sömu augum og þeir sjálfir gerðu, þegar þeir voru ungir? Hvað hefur gerzt? Það sem hefur gerzt er annars vegar að ís- lenzka þjóðin er orðin rík m.a. fyrir þeirra til- verknað og þeirra verk og hins vegar að við höf- um nú efni á að horfa á hina hliðina á málinu. En það er mikilvægt að yngri kynslóðir nútímans sem berjast fyrir vernd náttúrunnar skilji hvað að baki lá hjá þeim sem börðust fyrir hugsjón- um sínum fjórum áratugum áður og líti ekki á þá sem hryðjuverkamenn sem hafi það eitt að markmiði að eyðileggja Ísland. Hugsjónamenn- irnir frá því upp úr miðri síðustu öld töldu sig þvert á móti vera að byggja Ísland upp. Í báðum tilvikum var og er ungt fólk á ferð sem er að berjast fyrir hugsjónum sínum og það er ekkert ljótt við það. Hugsjónirnar eru bara aðrar nú en þær voru fyrir 40 árum. Hvað er framundan? Kárahnjúkavirkjun er að verða að veru- leika. Allar hugmynd- ir um að nú eigi að stöðva þessar framkvæmdir eru fráleitar. Það verður ekki til baka snúið enda hefur verið farið í einu og öllu að íslenzkum lögum í sambandi við þessa framkvæmd og vilji Alþingis ótvíræður í þeim efnum. Kárahnjúkavirkjun á vafalaust eft- ir að verða forvitnilegur áfangastaður og deilur munu standa um lónið mikla um langa framtíð en það er líka að verða að veruleika. Stóra spurningin er hins vegar sú hvert verð- ur framhaldið á stórvirkjunum og stóriðju ef það verður eitthvert framhald. Það er tímabært að beina umræðunum í þennan farveg. Stundum hefur stóriðja verið sett í efnahagslegt sam- hengi með því að segja að hvert tonn af áli, sem er framleitt hafi jafn mikla efnahagslega þýð- ingu fyrir þjóðina og hvert tonn af þorski. Sjálf- sagt er þessi samanburður umdeilanlegur. En það er hægt að nota hann að einhverju leyti í þessum umræðum. Fyrir aldarfjórðungi eða svo, þegar við Íslendingar höfðum losnað við er- lenda togara af Íslandsmiðum komst þorskafl- inn upp í u.þ.b. 500 þúsund tonn. Nú er hann kominn niður fyrir 200 þúsund tonn og okkur miðar hægt við að byggja þorskstofninn upp. Ótrúlega hægt miðað við þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í þá uppbyggingu. Nú eru fram- leidd á Íslandi um 450 þúsund tonn af áli á ári. GRAFIÐ EFTIR SÖGU, MENNINGU OG VIÐSKIPTUM Fornleifarannsóknir hafa staðiðmeð miklum blóma hér á landiundanfarin ár. Þar kemur tvennt til. Annars vegar stóraukið fé til fornleifarannsókna með tilkomu Kristnihátíðarsjóðs, sem lagt hefur um 100 milljónir króna til rannsókna á ári hverju frá aldamótum. Hins veg- ar er ný og vel menntuð kynslóð forn- leifafræðinga, sem nýtir sér nútíma- tækni til að setja niðurstöður sínar fram með nýjum hætti, sem fangar huga fólks, m.a. með sjónrænni fram- setningu ýmiss konar og tengingum við önnur fræðasvið. Ýmsar stórmerkilegar niðurstöður liggja nú þegar fyrir úr rannsóknum á merkum sögustöðum á borð við Skál- holt, Hóla, Skriðuklaustur, Reykholt, Gásir, Kirkjubæjarklaustur og Þing- velli. Í Morgunblaðinu á föstudag er til dæmis sagt frá mjög áhugaverðum niðurstöðum frumkönnunar forn- leifafræðinga á Þingvöllum, sem gætu breytt mjög hugmyndum manna um hinn forna þingstað. Hins vegar er miklu meiri rannsókna þörf til að staðfesta ýmsar hugmyndir og tilgátur, sem vaknað hafa við upp- gröftinn undanfarin ár. Saga þinghaldsins á Þingvöllum er ákveðin þungamiðja í sögu og þjóð- arvitund Íslendinga. Þess vegna er afar mikilvægt að halda áfram forn- leifauppgreftri þar til að gefa sem gleggsta mynd af hlutverki Þingvalla til forna. Sama á auðvitað við um ýmsa aðra af sögustöðunum, sem áður voru nefndir. Á hinum fornu biskupsstól- um er til dæmis margt enn órannsak- að. Fyrir þjóð, sem er jafnupptekin af sögu sinni, menningu og fortíð og Ís- lendingar – og þarf að vera það í um- róti alþjóðavæðingar og síbylju út- vatnaðrar, alþjóðlegrar neyzlumenningar – er það ákveðin menningarleg nauðsyn að stunda fornleifarannsóknir til að fá sem gleggsta mynd af sögu lands og þjóð- ar og fornum lifnaðarháttum. Slíkar rannsóknir þjóna ekki sízt þeim til- gangi að setja þessa þætti í alþjóðlegt samhengi. Rannsóknirnar á Skriðu- klaustri sýna til dæmis fram á að klausturhaldið þar hefur verið mun líkara því, sem gerðist á meginlandi Evrópu en áður var talið og stunduð þar miklu umfangsmeiri ræktunar- starfsemi og lækningar en áður var talið að tíðkazt hefði í íslenzkum klaustrum. Nú er Kristnihátíðarsjóður upp ur- inn. Að öllu óbreyttu verður miklu minna fé til ráðstöfunar í fornleifa- rannsóknir á næsta ári en verið hefur undanfarin fimm ár. Reynsla þessa tímabils sýnir hins vegar að ástæða er til að leita leiða til að áfram megi tryggja öflugar fornleifarannsóknir. Það getur gerzt með ýmsu móti, t.d. með eflingu Fornleifasjóðs, sem hef- ur aðeins úr fáeinum milljónum króna úr að spila árlega. Sveitarfélög, rann- sóknasjóðir og fyrirtæki hafa jafn- framt veitt styrki til fornleifarann- sókna. Það er ekki aðeins menningarleg nauðsyn að leggja stund á rannsóknir á fortíð okkar, sem grafin er í jörðu. Það rennir líka stoðum undir við- skipti. Fornleifarannsóknir og sýn- ingar á niðurstöðum leika víða um heim lykilhlutverk í svokallaðri menningartengdri ferðaþjónustu og svo er einnig hér. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort fornleifafræðingar geti jafnframt rannsóknaáætlunum farið að leggja upp viðskiptaáætlanir, sem laði að sér fjárfesta. Það er hægt að græða á fortíðinni á ýmsa vegu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.