Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Höfum fengið í einkasölu sérlega glæsil. 185,5 fm íbúð á 3. hæð, þar af er bílskúr 37,1 fm, í góðu og vel staðsettu fjölbýl- ishúsi við Hrísmóa í Gbæ. Eignin er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, sólstofu, baðh., barnah., hjónah., þvottah. og geymslu. Á efri hæð er alrými sem auð- veldlega er hægt að útbúa herb. Falleg- ar innrétt. Gólfefni eru parket og flísar. Verð 37,5 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi í s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hrísmóar - Garðabæ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Nýjar og glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju og vönduðu lyftuhúsi í miðborginni. Um er að ræða tvær íbúðir: 2ja herb. 70 fm íbúð á 3. hæð, verð 26,9 millj., og 2ja herb. 78 fm útsýnisíbúð á tveimur hæðum, 4. og 5. hæð, verð 29,9 millj. Íbúðirnar eru inn- réttaðar á afar vandaðan og smekklegan hátt með sérsmíðuðum innréttingum og vönduðum tækjum. Parket á gólfum, nema baðherbergi er flísalagt í gólf og mósaíklagt í veggi að hluta. Íbúðunum fylgir sérgeymsla/þvottaherb. í kj. Sérþak- garður með hvorri íbúð fyrir sig til suðurs og með heitum potti. Einnig svalir út af hvorri íbúð sem snúa út að Laugavegi. Glæsilegar íbúðir í hjarta miðborgarinnar. Laugavegur Glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju húsi Sumarbústaður í Snæfoksstaðalandi við Vaðnes – Glæsilegt útsýni – Mikill gróður Þessi fallegi sumarbústaður er til sölu. Bústaðurinn stendur í landi Skógræktarfélags Árnessýslu við Vaðnes í um 45 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hann er að mestu leyti á einni hæð en auk þess er steyptur kjallari undir hluta bústaðarins. Á 1. hæð er m.a. stór stofa, eldhús, bað, 3 herbergi, forstofa o.fl. Í kjallara er inntak fyrir hitaveitu, geymslurými o.fl. Við bústaðinn er sólpallur (sólpallar) um 150 fm að stærð og þar er heitur pottur og dúkkuhús. Öll húsgögn í bústaðnum fylgja. Bústaðurinn stendur á 11.000 fm gróinni lóð sem er vaxin mikl- um birkigróðri, grenitrjám, öspum, furu, lerki o.fl. Glæsilegt útsýni, m.a. yfir Hvítá og land Skógræktarinnar (bústaðurinn stendur milli 2ja golf- valla í um 5-15 mín. akstursfjarlægð). Stjörnuskoðunarturn við bústað- inn getur fylgt. Þessi sumarbústaður stendur á einu eftirsóttasta sum- arbústaðasvæði sunnanlands. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Fallegt tvílyft um 270 fm raðhús á rólegum stað í Kópavogi. Tvöfaldur full- búinn bílskúr. Útsýni yfir Fossvogsdalinn. Útgangur er á verönd frá efri hæðinni til suðvesturs. Fallegur og gróinn garður. Hagstætt verð. Verð 41,9 millj. 5886 Sverrir Kristjánsson, löggiltur fasteignasali Grænihjalli m. tvöföldum bílskúr HRAUNBÆR 44 (2. HÆÐ) OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16:00 OG 18:00 Falleg 112,2 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Fjögur góð svefnherbergi. Glæsilegt og nýendurnýjað baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Rúmgott eldhús með ágætum borð- krók. Stofa með útgengi á vestursvalir. Tvennar svalir. Góð eign á góðu verði. Verð 19,7 millj. Guðlaugur og Kolbrún taka vel á móti gestum. Berg fasteignasala, Háaleitisbraut 58 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson lögg. fasteignasali gefa blóð, bæði þegar blóðgjafinn gefur sinn venjulega skammt og eins þegar blóði eða blóðhlutum er komið til sjúklinga? Nokkuð er til í því. Sem betur fer hefur allt gengið frem- ur vel í þessum efnum á Íslandi. Blóðgjafar hafa reynzt nægir til á Ís- landi og heilbrigð- iskerfið hér hefur staðið undir væntingum um að ávallt sé til reiðu nægi- legt blóð svo starfsemi þess raskist ekki af þeim sökum.. Hinn 14. nóvember 1953 var Blóð- bankinn stofnaður og starfar enn í húsinu sem starfsemin hófst í fyrir nærri 53 árum. Löngu síðar kom til HINN 16. júlí 2006 verður Blóð- gjafafélag Íslands (BGFÍ) 25 ára. Það var stofnað fyrir forgöngu Ólafs Jenssonar yfirlæknis Blóðbankans hinn 16. júlí 1981. Hvers vegna þarf félag blóðgjafa á Íslandi? Er það ekki hlutverk Blóðbankans, sem starfræktur er af almannafé, að sjá um allt sem tilheyrir þeirri athöfn að stofnunar félags blóð- gjafa á Íslandi, BGFÍ, sem styður starfsemi þessa sérstæða banka og er afar umhugað að bætt verði úr brýnni húsnæðisþörf hans með fullnægjandi hætti. Víða erlendis starfa félög blóðgjafa með miklum blóma og gæta hagsmuna fé- lagsmanna, halda uppi tengslum við yfirvöld, lækna og sjúkrahús, koma að setningu reglna og veita umsögn um frumvörp til laga um starfsemi blóðbanka og málefni blóðgjafa. Hagsmunir fara oftast saman en geta einstökum sinnum skarast. Eitt er ljóst að án blóðgjafanna, karla og kvenna sem leggja blóð sitt af mörkum, myndi starfsemin ekki ganga snurðulaust og heilbrigðiskerfið standa frammi fyrir erfiðum vanda. Tilgangur BGFÍ kemur fram í 2. gr. laga félagsins. Félagið á að vera vettvangur blóðgjafa og gæta hags- muna þeirra í samskiptum við heil- brigðisyfirvöld og Blóðbanka, fræða blóðgjafa, almenning og aðra um mikilvægi blóðs til lækninga, afla og veita fræðslu um blóðsöfnun og blóð- bankastarfsemi og notkun blóðs á sjúkrahúsum hérlendis og erlendis, styrkja rannsóknir í þágu blóðgjafa og sjúklinga, sérstaklega á sviði blóðónæmisfræði og ónæm- iserfðafræði, fræða um vinnslu blóð- hluta og blóðþátta úr frumum og blóðvatni og fræða um rannsóknir á blóðefnum og erfðaþáttum blóðsins og þýðingu þeirra fyrir heilbrigða og sjúka og loks, vinna að því að trygg- ingar blóðgjafa séu í eðlilegu horfi. Sjúklingatryggingar gilda nú um heilbrigða blóðgjafa, en flestum okk- ar finnst það undarlegt. Formenn BGFÍ hafa verið fjórir frá upphafi, Ólafur Jensson frá stofnun til 1993, Anna María Snorra- dóttir til 1994, Björn Harðarson líf- fræðingur til 2004 og síðan undirrit- aður. Árið 1998 gekk BGFÍ í Alþjóða blóðgjafasamtökin IFBDO (Int- ernational Federation of Blood Do- nor Organizations). Eitt markmiða IFBDO er sjálfbærni (self- sufficiency) blóðs frá sjálfboðaliðum sem ekki þiggja greiðslu fyrir gjöf- ina (nonpaid voluntary donors) og auka traust almennings á blóð- framboði þjóða með því að samstilla öryggisstaðla og eftirlit með blóð- gjöfum. Formaður BGFÍ situr nú í stjórn samtakanna. Mikilvægi blóðs fyrir starfsemi heilbrigðiskerfisins á Íslandi er óum- deilt. Það hefur sama gildi fyrir sjúk- linga og lyf, en verður ekki framleitt heldur fæst aðeins fyrir blóðgjöf. Í haust stendur BGFÍ fyrir ráð- stefnu þjóða við Eystrasalt og Norð- urlandanna um blóðgjöf, dagana 28. september til 1. október nk. á Ís- landi. Fjallað verður um eitt mik- ilvægasta verkefnið framundan, að fjölga blóðgjöfum. Blóðgjafafélag Íslands 25 ára Ólafur Helgi Kjartansson fjallar um Blóðgjafafélag Íslands ’Mikilvægi blóðs fyrirstarfsemi heilbrigðiskerf- isins á Íslandi er óum- deilt. Það hefur sama gildi fyrir sjúklinga og lyf, en verður ekki fram- leitt heldur fæst aðeins fyrir blóðgjöf.‘ Ólafur Helgi Kjartansson Höfundur er er formaður Blóðgjafafélags Íslands og sýslumaður á Selfossi. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.