Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 15
alsiða er hjá stærri þjóðum. „Ég held að þetta sé ekki vandamál hérna, að minnsta kosti ekki enn sem komið er,“ svarar hann. „En lögreglan fylgist auðvitað grannt með þróun samfélagsins og mun bregðast við, ef og þegar ástæða er til. Valnefnd Lögregluskólans hef- ur tekist afskaplega vel að velja úrvalsfólk inn í skólann og ég er bjartsýnn á að við höldum áfram að fá afbragðs lögreglumenn til starfa.“ Innri samanburður nauðsyn Stefán fær nú tæpa 6 mánuði til að koma embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fót. „Ég miða auðvitað við að allt gangi snurðulaust frá fyrsta degi, frá næstu áramótum. En hins vegar er raunhæft að við þurfum einhvern tíma til að sníða af vankanta. Sá tími verður hins vegar að vera skammur, því lögreglan verður að sinna hlutverki sínu af festu og ör- yggi.“ Samkvæmt lögum um nýskipan lögreglumála eiga starfsmenn nú- verandi lögregluumdæma forgang til starfa hjá nýjum lögregluemb- ættum. „Ég held að ganga megi út frá að flestir starfandi lögreglu- menn haldi störfum sínum áfram. Svo sjáum við til hvað verður þeg- ar fram í sækir og við eigum eftir að ákveða hvernig menn skipta með sér verkum innan þessa nýja, stóra umdæmis.“ Kostir við sameiningu lögreglu- embættanna á höfuðborgarsvæðinu hafa verið taldir, en sér Stefán ein- hverja galla? Hann segir að vissulega hafi ver- ið bent á að stærð lögregluembætt- isins á höfuðborgarsvæðinu gæti á vissan hátt orðið því fjötur um fót. „Þar vísa menn til þess, að þetta umdæmi verður svo miklu stærra en önnur lögregluumdæmi á land- inu, að erfitt verður að ná sam- anburði milli embættanna. Slíkur samanburður er öllum hollur, svo hægt sé að meta hvernig lögreglan stendur sig. Við gerum okkur fylli- lega grein fyrir þessari hættu og ætlum að mæta henni með því að fá innri samanburð, þ.e. saman- burð á milli einstakra svæða innan lögregluumdæmisins. Annar vandi við sameiningu er tilfærsla starfsmanna, sem óhjá- kvæmilega mun fylgja breytingun- um að einhverju marki. Ég hef hins vegar ekki þungar áhyggjur af þessu, enda höfum við ágæta reynslu af slíku, t.d. við stofnun embættis Ríkislögreglustjóra á sín- um tíma. Ég vil líka ítreka að eng- inn starfsmaður á að glata neinum réttindum við þessar breytingar. Lögreglumenn hafa verið ákaflega jákvæðir hingað til, enda eru þess- ar breytingar sprottnar af faglegri umræðu í þeirra hópi, eins og ég nefndi áður.“ Nýr lögreglustjóri höfuðborgar- svæðisins hefur vart séð þetta starf fyrir þegar hann fékk sum- arstarf hjá dómsmálaráðuneytinu árið 1994, þá laganemi við Háskóla Íslands. Hann hafði þá mestan áhuga á fjölskyldurétti og lokarit- gerð hans fjallaði um friðhelgi einkalífs og fjölskyldulífs. Síðustu ár hafa störf hans hins vegar fyrst og fremst snúist um lögreglumál, eða frá því að hann var skipaður skrifstofustjóri löggæslu- og dóms- málaskrifstofu ráðuneytisins árið 2002. Fjölskyldulíf er snar þáttur í lífi hans, þótt hann fáist ekki daglega við fjölskyldurétt. Hann er kvænt- ur Helgu Snæbjörnsdóttur kenn- ara og saman eiga þau synina Þor- stein, sem er 7 vikna, og Snæbjörn, 7 ára. Stefán á þar að auki synina Birki Helga, 14 ára, og Hlyn Dav- íð, 17 ára. Sjöan virðist fylgja nýja lögreglustjóranum, bæði þegar lit- ið er til aldurs sonanna og þess að hann var skipaður í embætti 7/7. Og þann sama dag voru liðin rétt 17 ár frá því að hann sat áhyggju- fullur yfir elsta syninum á sjúkra- húsi í London, þar sem gera þurfti hjartaaðgerð á honum, þá aðeins sjö vikna. Núna er sonurinn hins vegar hinn brattasti. Áhugamál Stefáns, fyrir utan vinnuna, eru einna helst íþróttir. Hann starfaði í nokkur ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lengst af á íþróttadeildinni. „Ég fylgist með íþróttum og fer stund- um í fótbolta með félögunum, þar á meðal lögreglumönnum. Annars hef ég gaman af golfi og myndi lík- lega stunda það meira, ef ég hefði meiri tíma og hjónabandið væri verra!“ Það er líklega ekki vert að óska þess að Stefán Eiríksson stundi golfið af meira kappi en hann gerir nú. Næstu mánuði er alla vega ljóst að hann mun hafa nóg að gera við að skipuleggja umdæmi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. meira öryggi rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 15 104731 www.flugger.is Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Egilsholt 1 Hugsaðu um tréverkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.