Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Flestir eru sammála um aðheimsmeistaramótið íknattspyrnu sem nú er ný-lokið í Þýskalandi hafi tek-ist með eindæmum vel. Þjóðverjar eru ekki síst sjálfir stoltir og ánægðir yfir því, hvað þeim fórst þetta vel úr hendi. Það er eins og þeirra eigin frammistaða hafi í aðra röndina komið þeim sjálf- um á óvart. Þeir hafa gjarnan á orði að þeir hafi alls ekki búist við því að keppnin tækist með slíkum ágætum. Og erlendir gestir voru margir for- viða á því, hvað þeim þótti gaman að vera í Þýskalandi þær fjórar vikur sem heimsmeistaramótið stóð. Í stað þeirra grófu og hryssings- legu Þjóðverja sem þeir áttu von á að þurfa að deila geði við, hittu þeir fyrir léttlynda og veisluglaða þjóð sem helst vildi kneyfa öl úr kollu og gamna sér við gullnar veigar frá því að sól reis að morgni og þar til hún settist að kvöldi. Og það sem meira var: þjóðin var beinlínis sólgin í að fá erlendu gestina til að vera með og taka þátt í gleðskapnum. Búrahátt- urinn sem hafði löngum loðað við þýska drykkjusiði var allt í einu horfinn og það var eins og ný þjóð væri sest við háborð þýskrar bjór- menningar. En þó að hinir erlendu gestir kepptust við að hlaða lofi á gestgjaf- ana varðar þó líklega mestu þegar upp er staðið, að á þessum spark- drjúgu og áfengu sumardögum kynntust Þjóðverjar sjálfum sér á nýjan og óvæntan hátt. Þjóðfáninn og -söngurinn í hávegum hafðir Allt í einu stóðu þeir sjálfa sig að því að flykkjast í hópum um götur og torg og veifa þýska þjóðfánanum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og á meðan fánarnir blöktu fyrir heitri sumargolunni sungu menn þýska þjóðsönginn eftir þá Haydn og Fall- ersleben, af svo mikilli innlifun að það hefði mátt halda að þeir væru að kyrja vinsælan slagara. Slíkar götusenur hefðu verið óhugsandi í Þýskalandi fyrir fáein- um mánuðum, enda hafa Þjóðverjar til skamms tíma umgengist þjóðleg tákn af þessu tagi sem nokkurs kon- ar feimnismál. Það hefur ekki þótt „við hæfi“ að flíka slíkum hlutum nema við alveg sérstakar aðstæður. Hér verður ekki farið útí sögu- legar rætur þessarar „þjóðernislegu hlédrægni“ sem eru bæði margar og slungnar. Hins vegar var ljóst þegar litið var yfir fánahafið í miðborg Berlínar kvöldið sem heimsmeist- aramótinu lauk, að þar fór þjóð sem var ekki lengur sliguð af oki sög- unnar, heldur saman komin til þess eins að gera sér ærlegan dagamun; þjóð sem langaði til að hrista af sér slen og armæðu hvunndagsins um stund, gefa sig nautnadísum á vald og hlusta á hinn tælandi „söng sír- enanna“. En nú er gleðin sem sagt á enda og hversdagsleikinn aftur búinn að sveipa þjóðina í sinn gráa og þykka feld. Og þó. Það er eins og einhver gáski liggi enn í loftinu. Fólk er glettið hvert við annað á götum úti, gantast og hlær, jafnvel af minnsta tilefni. Eitthvað virðist vera orðið öðru vísi en áður; það er erfitt að henda reiður á því hvað það er, en fólk skynjar þetta „eitthvað“. Þeir eru jafnvel til sem halda því fram að þessar fjórar vikur sem heimsmeist- arakeppnin stóð hafi valdið djúp- tækum og varanlegum breytingum á sálarlífi Þjóðverja. Og hvers vegna skyldi það vera svo fráleit hug- mynd? Ástríða og „erótísk“ nautn Samkvæmt því sem sálfræðingar segja er fótboltakeppni af þessari stærðargráðu full af ástríðu og „eró- tískri“ nautn. Þegar tugir þúsunda koma saman á vellinum til að horfa á landsleik í knattspyrnu losna miklar tilfinningar úr læðingi; þar á sér stað nokkurs konar „katharsis“ eins og Grikkir kölluðu „sálar- hreinsandi“ mátt grísku harmleikj- anna til forna. Og það var ekki að- eins á íþróttavöllunum í Þýskalandi sem tugir þúsunda söfnuðust saman til að horfa á leikina í heimsmeist- arakeppninni þessar fjórar vikur, heldur söfnuðust aðrar tugir þús- unda saman fyrir framan risaskjái sem hafði verið komið fyrir víðs vegar í þýskum borgum. Þetta nýja fyrirbæri, sem á ensku er kallað „public viewing“ hafði líka mikil áhrif á stemmninguna í landinu. Þarna hópaðist saman fólk af ólík- um uppruna og fjarskyldum þjóð- ernum. Og á stundum þegar spennan á skjánum náði hámarki var eins og rammgerðir múrar á milli þjóðanna hryndu; sólbrúnir og svarteygðir arabar ráku upp hrifningaróp, fórn- uðu höndum og kysstu hina blá- eygðu germönsku granna sína á föla vanga. Þetta voru senur sem verða lengi í minnum hafðar. Og úr því minnst er á tilfinningar og ástríður má nefna tvennt til við- bótar. Í fyrsta lagi hafa margar þýskar konur haft orð á því að þær hafi aldrei fyrr séð karla sína láta jafn- ríkar tilfinningar í ljósi. Þegar Þjóð- verjar töpuðu fyrir Ítölum í undan- úrslitum keppninnar mátti sjá tár blika á mörgum þýskum karlmanns- hvarmi. Og á þeirri spennuhlöðnu stund vöknaði ekki aðeins þýskum áhorfendum um augu, heldur sáust jafnvel holdtekjur karlmennskunnar á knattspyrnuvellinum, svo sem sjálfur fyrirliði þýska landsliðsins, Michael Ballack, brynna músum. „Hinn nýi karlmaður“ Í framhaldi af þessum sýnilegu geðshræringum karlpeningsins hélt þýskur kynfræðingur því fram að sá sem hefði í raun borið sigur úr být- um í heimsmeistarakeppninni væri „hinn nýi karlmaður“. Einkenni hans væri nýstárleg blanda af „hefðbundinni karlmennsku“ og „kvenlegum eiginleikum“, svo sem samskiptahæfni og tilfinningafuna. Það þarf varla að taka fram að þessi nýja „opnun“ í sálarlífi ger- manskra karlmanna hefur mælst mjög vel fyrir hjá þýskum konum. Og þá má ekki gleyma hinu að konurnar hafa líka sýnt á sér nýjar hliðar þessar síðustu vikur. Fyrir nokkrum árum var gerð könnun á viðhorfi þýskra kvenna til knatt- Reuters „Hinn nýji karlmaður“? Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins, virðist gráti nær eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Ítölum 4. júlí sl. Þýskaland eftir veisl Fótboltavíman er óðum að renna af Þjóðverjum, en Arthúr Björgvin Bollason segir suma þó halda því fram að heimsmeistarakeppnin hafi valdið djúptækum og var- anlegum breytingum á þjóðarsálinni. Little Man Show“ ekki síst í því að miðla þessari togstreitu. Ef það er ekki gert á litli maðurinn það til að spilla fyrir. „Þetta er dálítið mikið geð- hvarfadæmi.“ Hvernig virkar samspilið milli hinnar frekar óræðu tónlistar og þess sjón- ræna, sem ég myndi vilja meina að með hluti sem ég upplifði í barnæsku, hluti sem ég hef ekki ennþá meðtekið eða unnið úr.“ Barátta um yfirráð Sigtryggur segir sjálfan sig og litla manninn í sér eiga í stöðugri baráttu um yfirráð og felist „The Important mín sé rétt að með „The Important Little Man“ fái hann útrás fyrir bældar tilfinningar; eitthvað sem hann finni ekki farveg fyrir í hversdagslegu lífi sínu. „Það er rétt,“ segir hann og heldur áfram: „Þetta er eitthvað sem býr rosalega sterkt í mér og hefur að gera gáfum með hann innanborðs litið dagsins ljós bæði undir Stilluppsteypu, eigin nafni og í samstarfsverkefnum. Það sem fer hæst í sköpun Sig- tryggs þessa stundina, og var uppi- staðan í verki hans á Laboratorium, er verkefni sem hann kallar „The Import- ant Little Man“. „The Important Little Man“ gengur út á alter-egó listamannsins; litla manninn í honum sjálfum og sam- anstendur umrædd sýning af ljós- myndum af honum (Sigtryggi/litla manninum), fjölskyldu og vinum, text- um, myndbandsverkum, hljóðverkum og tóngjörningum sem ganga undir nafninu „The Important Little Man Performance“. Allt er þetta sett fram á persónulegum og einlægum nótum með einni undantekningu; stuttmynd- inni „Kill Time“ sem gerð er í sam- vinnu við þýska kvikmyndargerð- armanninn Carsten Aschmann. Ég átti spjall við listamanninn um list hans, Stilluppsteypu og Sonambi- ente og spyr fyrst hvort sú tilfinning Frá 1. júní til dagsins í dag, 16. júlí, hefur staðið yfir í Berlín, í annað sinn, hin fjölbreytilega listahátíð Sonambiente Festival für hören und sehen klang und kunst í Berlín. Þar tók þátt mikill fjöldi alþjóðlegra listamanna sem sýndi verk sín víðsvegar um borgina. Árið 1996 var hátíðin haldin í fyrsta sinn og er talið að þá hafi um fimmtíu þúsund gestir notið þeirra listar sem í boði var. Hluti hátíðarinnar var sýningin La- boratorium í Allianzbyggingunni við Ostbahnhof (Andreasstraße 7–12). Þar sýndu tuttugu ungir og efnilegir lista- menn verk sín ásamt Ulrich Eller. Einn þessara listamanna var íslenski lista- maðurinn Sigtryggur Berg Sigmars- son. Í illskilgreinanlegri hljómsveit Sigtryggur er þó þekktastur sem meðlimur hinnar illskilgreinanlegu hljómsveitar Stilluppsteypu, auk þess að hafa gefið út tónlist undir eigin nafni. Hefir raunar fjöldinn allur af út- Um lítinn mann, óhljóð og hrylling Litli maðurinn og listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson. List Sigtryggs Bergs Sigmarssonar er af ýmsum toga. Hann hef- ur undanfarið sýnt list sína bæði í Þýskalandi og á Íslandi. Ólafur Guðsteinn Kristinsson ræddi við hann í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.