Morgunblaðið - 16.07.2006, Page 35

Morgunblaðið - 16.07.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 35 AUÐLESIÐ EFNI Á þriðjudaginn fórust um 180 manns og 700 særðust í sprengju-árásum í Mumbai, áður Bombay, í Indlandi þegar átta sprengjur sprungu á háanna-tíma í farþega-lestum borgarinnar. Það er talið nær öruggt að um hryðjuverka-árásir hafi verið að ræða og leggja yfirvöld í Indlandi allt kapp á að handsama árásar-mennina og njóta stuðnings leiðtoga annarra landa, líka Pakistans en köldu hefur andað á milli þjóðanna tveggja um nokkurt skeið. Sprengingarnar sem ollu mikilli skelfingu settu allar samgöngur úr skorðum í borginni en þegar var ákveðið að stöðva allar lestar-ferðir sem eru mikilvægur samgöngu-máti í Indlandi. Árásin hafði einnig víðtækari áhrif þar sem öryggis-gæsla var til dæmis efld í New York. Sjónar-vottar segja að sprengjurnar átta hafi sprungið með 20 mínútna millibili á sjö stöðum á háanna-tíma í borginni sem hýsir um 18 milljónir manna og að sögn yfirvalda var árásin augljóslega gerð með það að markmiði að valda sem mestum skaða. Flestir gruna öfga-sinnaða múslima um að hafa staðið að sprengingunum en þeir berjast gegn yfirráðum Indverja í indverska hluta Kasmír. 13 ár eru síðan um 250 manns létust og 800 særðust í samskonar sprengju-árásum víða um borgina. Þrír Íslendingar voru á svæðinu og eru þeir allir heilir á húfi að sögn utanríkis-ráðuneytisins. Um 180 manns fórust og 700 særðust í sprengju- árásum í Mumbai Reuters Vettvangur hryðjuverkanna rannsakaður en um 180 manns létust í sprengingunum. Eins og margir hafa orðið varir við sveima mávager yfir höfuð-borginni og er fyrirferð þessara gengja orðin þvílík að sérstakra ráðstafana hefur verið krafist af borginni. Til þessa hafa borgarar þó ekki orðið beinlínis fyrir barðinu á máva-gengjunum en í vikunni lenti Geir Ómarsson, íbúi í Krumma-hólum, í því að mávar stálu steikum beint af útigrillinu hans eftir að hafa setið um kræsingarnar á ljósa-staurum og svölum í nágrenninu. „Við félagarnir vorum að grilla hér úti á svölum og ég hafði skellt fjórum læris-sneiðum á grillið. Ég brá mér innfyrir til að búa til sósuna og skildi grillið eftir opið. Skyndilega verð ég þess áskynja að mávarnir fljúga óvenju nálægt glugganum þannig að ég hleyp út á svalir og sé þá að tvær læris-sneiðar eru horfnar af grillinu,“ segir Geir. Aðspurður segir Geir að hann og félagi hans, Davíð Páll Helgason, hafi ekki getað annað en skellt upp úr. Mávarnir höfðu greinilega fylgst með grillinu um tíma og sagðist Geir ætla að gæta þess að að hafa grillið lokað næst þegar hann þyrfti að bregða sér frá. Engum sögum fer af því hvort mávunum varð meint af návíginu við grillið. Mávar stela steikum Morgunblaðið/Ásdís Mávagengi hafa gerst ansi aðgangshörð í borginni að und- anförnu. Zinedine Zidane baðst í vikunni afsökunar á atvikinu í úrslita-leiknum á móti Ítölum á sunnudaginn þegar Ítalir hrepptu heimsmeistara-bikarinn í fótbolta en þar skallaði hann Marco Materazzi varnar-mann í brjóstið. „Mig langar að biðja öll börnin, sem fylgdust með leiknum á sunnudaginn, að fyrirgefa mér. Vonandi geta þau það,“ sagði Zidane en hann segist hafa viljað kjaftshögg frekar en að heyra þau orð sem viðhöfð voru um móður hans og systur og ollu bræðinni sem varð til þess að hann var rekinn út af. Zidane baðst afsökunar Reuters Landsliðsfyrirliði Frakka, Zi- nedine Zidane, biðst afsök- unar í beinni útsendingu þann 12. júlí. Á SUNNUDAGINN unnu Ítalir Frakka í drama-tískum úrslita-leik eftir fram-lengingu og vítaspyrnu-keppni en undir lok leiksins var Zinedine Zidane rekinn út af, í síðasta leik ferils hans, eftir að hafa skallað varnar-leikmann Ítala í brjóstið. Frakkar höfðu yfirhöndina framan af í leiknum en eftir venjulegan leiktíma og fram-lengingu var gert út um leikinn í vítaspyrnu-keppni en þar innsiglaði magnaður markvörður Ítala, Gianluigi Buffon, sigurinn með frábærri mark-vörslu. Gríðarleg fagnaðar-læti brutust út á Ítalíu við sigurinn og sömuleiðis þegar bikarinn var færður heim til landsins en þetta er í fjórða skiptið sem Ítalir vinna heimsmeistara-titilinn. Talið er að sigur Ítala hafi haft áhrif á ákvörðun refsingar til handa nokkrum meistara-liðum Ítala en þau hafa sætt rannsókn á að hafa haft samráð um að hagræða úrslitum leikja. Keppnin heppnaðist sérlega vel en Þjóðverjar lögðu mikla áherslu á að ekkert færi úrskeiðis. Þema keppninnar var að eignast vini og það virðist Þjóðverjum svo sannarlega hafa tekist því 30 milljarðar manna fylgdust með keppninni og kunna Þjóðverjum miklar þakkir fyrir að hafa staðið svona vel að málum. Ítalía vinnur heims - meistara- titilinn í fót - bolta í fjórða sinn Reuters Landsliðsfyrirliði Ítalíu Fabio Cannavaro lyftir heimsbikarn- um við heimkomu liðsins til Ítalíu. Verðbólgu-hraðinn hefur orðið til þess að höfuð-stóll vegna 10 milljóna króna láns hefur hækkað um 540 þúsund krónur frá áramótum. Geir H. Haarde segir að vísbendingar séu um að verð-bólgan sé á niðurleið og telur hann góðar líkur á að hún gangi tiltölulega hratt niður á næstu mánuðum því gengi krónunnar hafi stöðvast og ríkisstjórnin hafi þegar gripið til aðgerða til að sporna við verðbólgunni. Geir segir að ástandið nú minni á verðbólgu-skotið árið 2001 en þá var verðbólga ársins 9,4% en um 1,5% árið á eftir. Verðbólga síðustu þrjá mánuði mælist hinsvegar 13% og síðustu tólf mánuði er verðbólgan 8,4%. 10 milljóna lán hækkað um 540 þús- und á árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.